Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 fltofgtt Útgefandi ttfrtftftUÞ' hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. hagsaðgerðir í nokkrum lið- um og sagði: „I öðru lagi að draga svo úr hraða verð- bólgunnar að hún lækki í um 40% á árinu 1981.“ Tómas Árnason, verð- lagsmálaráðherra, sagði eftir áramótin: „Þessar að- gerðir nú miða að því að koma í veg fyrir að verð- bólgan á þessu ári hækki upp í 70%. Þær tryggja það, að hún fari ekki yfir 50% og ef til vill verður árangurinn eitthvað fyrir neðan það, en takmark efnahagsáætlun- skert um 7% 1. mars auk skerðingar samkvæmt Ólafslögum. Boðað var, að sparifjáreigendur ættu að geta lagt fé inn á verð- tryggða reikninga með 6 mánaða bindiskyldu og vextir á útlánum ættu að lækka 1. mars. Ríkisstjórn- in hefur ekki enn ákveðið framkvæmd þessarar ákvörðunar sinnar. Fisk- verð er óákveðið 39 dögum eftir að það átti að taka gildi. Énn er óljóst, hvar afla á fjár til að greiða Að sitja kyrr í sama stað stjórna í atvinnumálum. Óarðbær fjárfesting fyrir tilstuðlan opinberra aðila er í hávegum höfð. Fisk- veiðitakmarkanir leiða smátt og smátt til þess, að sjósókn færist æ meira inn á valdsvið skrifræðisins. Þetta er ófögur mynd en ekki ósanngjörn. Hún lýsir þó ekki pólitískum hrossa- kaupum landstjórnar- manna. Um viðhorf ráð- herra til meðferðar á því valdi, sem þeim hefur verið treyst fyrir, er nærtækast þessa stundina að nefna þetta: Jafnréttisráðherra telur það jafnréttismálum helst til framdráttar, að hann skuli kærður fyrir jafnréttisbrot. Iræðu á Alþingi 6. maí 1980 tæpum þremur mánuðum eftir að ríkis- stjórnin var mynduð sagði dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra: „Mark- mið ríkisstjórnarinnar er að halda verðbreytingum innan við 7% frá maí til ágúst og innan við 5% frá ágúst til nóvember. Takist þetta yrði verðhækkun frá upphafi til loka árs innan við 40% ...“ Á blaðamannafundi, sem dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, hélt í byrjun ágústmánaðar í til- efni af 6 mánaða afmæli ríkisstjórnarinnar kvað ráðherrann „útlit fyrir það að verðbólgan yrði undir 50% í árslok". Þá lá fyrir, að frá maí til ágúst nam verðhækkun 10,12%. I fréttatilkynningu, sem ríkisstjórnin gaf út í byrjun nóvember, þegar fyrir lá, að verðhækkun frá ágúst til nóvember nam 10,68%, sagði: „Verðbólgan hefur því hjaðnað úr rúmlega 60% í 51% á starfstíma ríkisstjórnarinnar, reiknað á ársgrundvelli." I stjórnarmálgagninu Dagblaðinu mátti lesa und- ir lok janúar í eindálka frétt, að verðbólgan frá upphafi til loka árs 1980 hafi verið 59,75% en á árinu 1979 nam verðbólgan með sama útreikningi 60,78%. Á gamlársdag 1980 boð- aði dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, efna- arinnar um að lækka verð- bólguna í 40% á þessu ári þýðir viðbótarráðstafanir, þegar líður á árið.“ I dag er eitt ár liðið frá myndun ríkisstjórnarinnar. Með niðurtalningarstefnu hennar átti að ná tökum á verðbólgunni. Árangrinum er lýst hér að ofan. I tilefni dagsins og stríðsins við verðbólguna fer vel á því að vitna í ljóðið Sparnaður eftir Jónas Hallgrímsson: Eg er kominn upp á það — allra þakka verðast — að sitja kyrr í sama stað og samt að vera að ferðast. Þrjátíu og níu dagar eru nú liðnir síðan ríkisstjórnin boðaði efnahagsaðgerðir sínar. Enn liggur það eitt ljóst fyrir, að laun skulu niður gengið til að létta undir með útflutningsat- vinnuvegunum. Svartsýni gætir í at- vinnumálum. Stjórnendur fiskvinnslu telja opinbera útreikninga á afkomu sinni gefa alranga mynd. Hagur útflutningsiðnaðar hefur stórversnað. Stóriðjufyrir- tæki eru ýmist lokuð eða rekin með takmörkuðum afköstum vegna orkuskorts. Ovissa ríkir um næstu áfanga í orkuframkvæmd- um. Vofa atvinnuleysis sýn- ist komin á stjá og áhugi á búsetu í öðrum löndum glæðist. Ríkishítin er látin hafa forgang og skatt- heimta er stóraukin. Skrif- finnar nota félagsfræði- legar formúlur til að skerða ákvörðunarvald sveitar- Fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, Lúð- vík Jósepsson, lýsti því yfir á miðstjórnarfundi í flokki sínum í júní 1980, að hefðu ekki tekist kjarasamningar fyrir lok þess mánaðar væri flokksmönnum hans óhætt að fara að búa sig undir að yfirgefa ríkisstjórnina. Samningarnir tókust 27. október og enn sat Alþýðu- bandalagið í stjórn. Af hálfu framsóknarmanna er því til skiptis lýst yfir, að niðurtalningin sé hafin og því verði þeir að þrauka eða hún sé í þann mund að hefjast og því verði þeir að þrauka. Ekki þarf að minna á það, að ríkisstjórnin öll telur sig knúna til að starfa áfram vegna vinsælda sinna. j Reykjavíkurbréf ^Laugardagur 7. febrúar- Nýr forsætis- rádherra í Noregi Gro Harlem Brundtland tók við embætti forsætisráðherra Noregs nú í vikunni. Er hún fyrsta konan á Norðurlöndum, sem valin er til stjórnarforystu. Flokkur hennar Verkamannaflokkurinn hefur átt í vök að verjast undanfarna mán- uði, fylgi hans hefur minnkað jafnt og þétt. í haust verða kosningar í Noregi og segist nýi forsætisráðherrann ætla að ein- beita sér að því að endurheimta þá kjósendur flokksins, sem gengið hafa yfir til borgaraflokkanna, en Hægri flokkurinn í Noregi hefur dafnað á sama tíma og jafnaðar- menn hafa dalað. Odvar Nordli lét af störfum forsætisráðherra vegna vanheilsu. Hann hefur gegnt hinu háa emb- ætti í fimm ár og einu sinni leitt flokk sinn í kosningum. Samhliða fylgistapinu í skoðanakönnunum hefur spenna magnast innan Verkamannaflokksins. Á yfirborð- inu að minnsta kosti hefur hún lýst sér í ólíkum viðhorfum til varnarmála, þar sem ýmsir áhrifamenn innan flokksins voru andvígir því, að Norðmenn semdu við Bandaríkjamenn um birgða- stöðvar fyrir bandaríska land- gönguliða í Noregi. Frá þeim samningi hefur nú verið formlega gengið í fullu samræmi við sjón- armið Nordlis. Innan flokksins hafa menn ekki heldur verið á einu máli um virkjunarframkvæmdir í Alta- firði. Athygli vekur, að við stjórn- arskiptin nú er ekki einungis skipt um forsætisráðherra heldur einn- ig dómsmálaráðherra og iðnaðar- ráðherra en á þeim tveimur hefur hvílt hiti og þungi stjórnvaldsað- gerðanna' í Altafirði. Oddvar Bjerrefjord, fráfarandi dóms- málaráðherra, sagði við afsögn sína, að hann væri óánægður með hversu lítinn stuðning hann hefur fengið frá Verkamannaflokknum og ríkisstjórninni vegna lögreglu- aðgerðanna við Alta Gro Harlem Brundtland stend- ur í miðju Verkamannaflokksins í utanríkismálum og mun ekki beita sér fyrir breytingum á stefnunni í þeim málaflokki. Á sínum tima var hún umhverfismálaráðherra og má segja, áð viðhorf hennar til þeirra mála séu vinstra megin við miðjuna í flokknum. Tveir for- ystumenn á rúmu misseri Tveir forystumenn í norskum stjórnmálum hafa horfið úr leið- togasætum innan flokka sinna á rúmlega hálfu ári. Erling Norvik lét af formennsku í Hægri flokkn- um á flokksþingi hans í maí 1980 og við tók Jo Benkow, stórþings- maður. Þótt Odvar Nordli sé ekki formaður Verkamannaflokksins heldur Reiulf Steen, hefur Nordli sem forsætisráðherra verið póli- tískur Ieiðtogi norskra jafnaðar- manna. Ástæðurnar fyrir afsögn þeirra Norviks og Nordlis eru af sömu rót. Báðir eru þeir menn á besta aldri, Norvik heldur yngri en Nordli, sem er 53 ára. En liklega hefur hvorugur þeirra haft lík- amlegt og andlegt úthald til að standa lengur í miðri hringiðu stjórnmálanna. Þegar Nordli til- kynnti afsögn sína, sagði hann, að læknir sinn hefði ráðlagt sér að taka tveggja mánaða hvíld frá störfum. Alltof sjaldan er hugað að því, hve slítandi stjórnmálastörf eru. Kröfur til stjórnmálamanna hafa stóraukist með bættum samgöng- um og hraðari fjölmiðlun. Þess er krafist, að auk skyldustarfa í ráðuneytum og á löggjafarþing- um, sem raunverulega taka aldrei endi, séu þeir öll kvöld og um helgar á fundum eða öðrum mannamótum með flokksbræðr- um sínum. Fjölmiðlar virða ekki heimilisfrið, ef eitthvað sérstakt er um að vera. Hádegisblöðin hringja rétt í þann mund, sem menn eru að klæða sig á morgn- ana, og morgunblöðin, þegar þeir eiga að vera við kvöldverðarborð- ið. Sjónvarp og útvarp gera sér- stakar kröfur. Og meðal þeirra þjóða, þar sem samkeppni er milli þessara aðila, eru þeir harðastir í slagnum um stjórnmálamenn. Til dæmis var frá því sagt, að Jimmy Carter hafi gengið með sjónvarps- farða á andlitinu síðustu stund- irnar, sem hann dvaldist í Hvíta húsinu, til þess að vera tilbúinn að hlaupa fram fyrir sjónvarpsvél- arnar, ef fréttir bærust fyrir embættistöku Ronald Reagans um frelsun gíslanna. Noregur er stórt land og erfitt yfirferðar og á undanförnum ár- um hefur orðið þar bylting í fjölmiðlun á þann veg, að blöð og fréttastofnanir skrifa miklu frjálslegar um stjórnmál en áður var. Til dæmis hefði það ekki getað gerst fyrir fáeinum árum, að sjálf fréttastofa Verkamanna- flokksins hefði sent frá sér frétt um afsögn forsætisráðherra úr sama flokki án samráðs við hann. En einmitt það gerðist, þegar Odvar Nordli iét af embætti. Hradari umskipti Erfitt er að vera með alhæf- ingar um stjórnmál eða störf stjórnmálamanna. Aðstæður eru misjafnar í ólíkum löndum og stjórnmálaflokkum. Ýmislegt bendir þó til þess, að stjórnmála- menn staldri skemur við „á toppn- um“ innan flokka sinna eða meðal þjóða en áður var. Það er umhugs- unarefni, að frá því Dwight Eisen- hower lét af störfum Bandaríkja- forseta 1961, hefur enginn maður setið tvö kjörtímabil á forsetastóli þar í landi. John F. Kennedy var myrtur 1963, áður en fyrra kjörtímabil hans var á enda. Lyndon B. Johnson gaf ekki kost á sér í kosningunum 1968. Richard Nixon sigraði að vísu í tvennum kosning- um en neyddist til að segja af sér á síðara kjörtímabilinu vegna Wat- ergate-hneykslisins og eftirmaður hans Gerald Ford tapaði fyrir Jimmy Carter 1976, sem síðan tapaði fyrir Ronald Reagan í kosningunum í nóvember síðast- liðnum. Ronald Reagan var 69 ára þegar hann náði kjöri og almennt gera menn ekki ráð fyrir því, að hann gefi kost á sér til endurkjörs. Hvaða áhrif þessi tíðu manna- skipti hafa á stjórnkerfi Banda- ríkjanna skal ósagt Iátið, hitt er greinilegt, að almenningur þar hikar ekki við að skipta um „hesta á miðri leið“, ef þannig má að orði komast, því að sérhver nýr forseti hlýtur að miða störf sín nokkuð við það, að hann nái ekki öllu sínu fram á einu kjörtímabili og býst við að sitja þau tvö, sem stjórn- arskráin heimilar honum. Fáum ætti að vera það ljósara, en þeim, sem við fjölmiðla starfa, hve tvíbent það getur verið, að vera of mikið í sviðsljósinu. Fljót- lega hætta menn að lesa greinar þeirra, sem alltaf eru að skrifa, og það er mikill vandi að finna hið rétta meðalhóf í því efni. Yfirdrif- in kynning fjölmiðla á stjórn- málamönnum getur leitt til sams- konar leiða á þeim. Fylgis- aukning hægri manna Svo að aftur sé vikið að Noregi, vekur athygli, að fylgisaukning hægri manna þar, er talin vera mest meðal yngri kjósenda. Þetta kom fram í sveitarstjórnarkosn- ingunum, sem fram fóru í Noregi á síðasta ári. Æskulýðssamtök Hægri flokksins þar eru öflugustu stjórnmálasamtök ungs fólks í landinu. Fram hefur komið, að menn rekja þennan öfluga stuðn- ing æskunnar til viðhorfa norska Hægri flokksins í utanríkismál- um. Andmælendur stefnu Noregs í öryggismálum hafa löngum verið áberandi í æskulýðssamtökum Verkamannaflokksins. Fylgi sam- taka þeirra hefur minnkað eftir því sem andvaraleysið hefur sett meiri svip á stefnu þeirra. Þessi þróun er gleðilegur vitnis- burður um það, að í Noregi hefur marxistum ekki tekist að spilla fyrir árvekni ungs fólks með MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 17 Ljósm. Mbl. ól. K. M. innrætingarstarfi sínu. Frjáls- huga menn hljóta hvarvetna að gera sér grein fyrir því, að þeim er nauðsynlegt að leggja eitthvað af mörkum til að tryggja frelsi til orðs og æðis. Af hálfu Sovétríkj- anna er haldið uppi stöðugum andróðri gegn frelsinu. Dæmin um það eru óteljandi, og nú á tímum eru Afganistan og Pólland í sviðsljósinu vegna þessa. Norski Hægri flokkurinn hefur sagt, að næstu þingkosningar þar í landi verði „skattevalg" eða „skattakosningar", tekist verði á um skattheimtustefnu vinstri manna, þar sem rikishítin er sett í hásæti, og frumkvæðisrétt ein- staklingsins, sem er aðal Hægri flokksins. Að því leyti er þróunin í Noregi sú sama og annars staðar á Vesturlöndum, að nauðsynlegt er talið að endurmeta umsvif ríkis- ins. Staldra við og huga að því, hvort ekki hafi verið gengið um of á umráðarétt manna yfir aflafé sínu. í vikunni tilkynnti ríkis- stjórn sænsku borgaraflokkanna, að til þess að örva einstaklingana til að vinna meira, yrðu skattar í Svíþjóð lækkaðir. Hæsta tekju- skattsþrep verður 50% en er nú um 85%. Skattalækkanir stjórn- arinnar munu öðlast gildi í þrem- ur áföngum á árunum 1982 til 1984. Innbyrðis átök vinstri manna Deilurnar innan norska Verka- mannaflokksins um stefnuna í utanríkismálum eru ekkert eins- dæmi um átök meðal vinstri manna um þau mál. Innan þýska jafnaðarmannaflokksins eru þeir til, sem krefjast hlutleysis Vest- Ásrún og Elisabet Glæsilegir „söng- tónleikar Asrún- ar og Elísabetar Tónllst eftir GUÐRÚNU Á. SÍMONAR Það er andleg næripg fyrir mig að hlýða á góða söngtón- leika. Þetta gerðist sunnudaginn 1. febrúar í Félagsstofnun stúd- enta. Ég hefði óskað að tónleikarnir hefðu verið í Gamla Bíói, eins og var í gamla daga. Það var „hefð“ að halda „Debut“-tónleika þar, og mikið var það alltaf hátíðlegt. Það var ágætt í Félagsstofnun stúdenta, það var búið að gera salinn vinalegan. Tvær glæsilegar söngkonur voru að „debutera“ sem söng- kennarar og söngkonur frá Söngskólanum í Reykjavík. Það voru Ásrún Davíðsdóttir, leggiero (léttur) sópran og Elísa- bet Eiríksdóttir, dramatískur sópran. Það var ánægjulegt að heyra tvær ólíkar raddtegundir. Ásrún og Elísabet eru báðar mjög músikalskar, báðar hafa skýran textaframburð. Ásrúnu hefur farið mikið fram, bæði á miðsviði og efrasviði og er komin með þroskaða rödd fyrir hennar raddtegund. Flúrsöngur Ásrún- ar var mjög skýr, hver nóta fyrir sig, en samt sungið bundið, mjög gott! Rödd Elísabetar hefur þrosk- ast og er orðin mjög örugg, hún er farin að rúna og dekkja röddina, sem dramatískir sópr- anar eiga að vera. Hún hefur líka pianó-söng, sem hún ætti að halda áfram að þjálfa. Drama- tískar raddir eiga nefnilega oft í erfiðleikum með pianó-söng. Söngskráin hjá báðum söng- konunum var góð og eitthvað fyrir alla. Hún var mjög vel sungin hjá báðum, það er erfitt að taka eitt og eitt lag út úr, því heildin var svo frábær. Ég vona, að óperan komist í gang, þá væri gaman að heyra Ásrúnu í Mozart-hlutverkum, t.d. Susönnu, Despina Zerlina- Papagena. Ekki yrði ég undrandi að hún myndi einhvern tíma syngja Paminu í Töfraflautunni eftir Mozart. Elísabet væri tilvalin í San- tuzza í „Cavaleria Rusticana", Sentu í „Hollendingnum fljúg- andi“ og Dido í „Dido og Aane- as“. Ég óska þeim báðum alls hins besta á söngbrautinni, bara ekki að gefast upp, þetta er yndisleg braut, en þyrnum stráð, sem sé skin og skúrir. Ásrún var í fallegum, Ijós- dröppuðum kjól úr eingirni, sem hæfði hennar leggiero-rödd og persónuleika, en Elísabet var í fallegum dumbrauðum kjól, sem hæfði hennar dramatísku rödd og persónuleika. Jórunn Viðar tónskáld, píanó- leikari og undirieikari var þeirra stoð og stytta eins og sönn listakona. Söngkennara þeirra, Þuríði Pálsdóttur söngkonu, óska ég til hamingju með árangurinn af góðu og fórnfúsu starfi. Salurinn var þéttsetinn af þakklátum áheyrendum, og söngkonunum og undirleikara barst mikið af fallegum blómum. Ég óska Söngskólanum í Reykjavík til hamingju með þennan glæsilega fyrsta áfanga. ur-Þýskalands. Bæði í Noregi og Vestur-Þýskalandi hefur þessum öflum verið haldið í skefjum, og til forystu hafa valist menn, sem eru einlægir baráttumenn fyrir sam- starfi vestrænna þjóða á sem flestum sviðum og ekki síst í varnarmálum. Þróunin hefur verið með öðrum hætti í Bretlandi. Þar hafa þeir náð undirtökunum innan breska Verkamannaflokksins, sem fylgja ábyrgðarlausri utanríkisstefnu og hafa ofurtrú á getu ríkisvaldsins til að leysa hvers manns vanda. Viðbrögðin við þeirri byltingu hafa ekki heldur látið standa á sér. Skoðanakannanir sýna, að ábyrgðarleysi vinstrisinna í utan- ríkis- og varnarmálum, nýtur lít- ils stuðnings og þykir eitt gleggsta dæmið um sérviskuhátt þeirra. í kosningunum í Vestur-Þýska- landi síðastliðið haust unnu sam- starfsmenn jafnaðarmanna í rík- isstjórninni, Frjálsir demókratar, góðan sigur. Talið var, að með því að kjósa þá, væru stuðningsmenn stjórnarsamstarfsins að sýna jafnaðarmönnum, að þeir ættu að veita vinstri öflunum í flokki sínum viðnám. Nú bendir ýmislegt til þess, að í Bretlandi verði mynduð einskonar samtök frjáls- lyndra og jafnaðarmanna einmitt í þessum sama tilgangi, að vinstri sinnarnir komist ekki til valda í þjóðfélaginu. Allur þorri manna er þeirrar skoðunar, að það sé versti hugsanlegi kosturinn. I Frakklandi er forsetakosn- ingabarátta nú að komast á skrið. Þar takast á þrír höfuðframbjóð- endur, Valery Giscard d’Estaing, forseti, Francois Mitterrand, fram- bjóðandi sósíalista, og Georges Marchais, frambjóðandi kommún- ista. Hver skyldi vera höfuðand- stæðingurinn að mati kommún- ista? Jú, Francois Mitterrand sami maðurinn og kommúnistar hafa áður stutt í kosningabanda- lagi í baráttu um forsetaembætt- ið. Á honum lætur Georges Marchais dynja stöðugar skammir á öllum kosningafundum. Mætti ætla, að kommúnistar vilji frekar Giscard d’Estaing áfram en Mitt- errand. Hérlendir vinstri menn Hér á landi hafa vinstri menn skipst í mismunandi márgar fylk- ingar og löngum hafa framsókn- armenn verið tvíátta í þeim átök- um eins og flestu öðru. Meginlín- urnar á vinstri kantinum hafa þó verið þær, að kommúnistar og jafnaðarmenn hafa tekist á hér- lendis eins og í Frakklandi. Innan Alþýðuflokksins hefur þó einnig gætt þeirrar tvöfeldni í varnar- og öryggismálum, sem verður vart í jafnaðarmannaflokkum ná- grannalandanna. Flokkurinn hef- ur þó jafnan séð að sér, þegar hann hefur verið kominn út á hálan ís í þeim efnum, eins og til dæmis 1956, þegar hann stofnaði Hræðslubandalagið með framsókn í því skyni meðal annars að koma varnarliðinu úr landi. Alþýðubandalagið rekur upp- runa sinn til Kommúnistaflokks íslands og arftaka hans Sósíal- istaflokksins — sameiningar- flokks alþýðu. Fortíð þess er því svipuð og franska kommúnista- flokksins, og lærdómsríkt er til dæmis að bera saman afstöðu flokkanna til nasismans í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar. Franskir kommúnistar létu hjá líða að spyrna gegn hernámi nasista á landi sínu, þangað til Hitier hafði griðasáttmálann við Stalín að engu og réðist inn í Sovétríkin. Þá gripu kommúnistar í Frakklandi til þess ráðs að skjóta á þýska hermenn til að koma í veg fyrir, að þeir yrðu sendir til vígstöðvanna í Rúss- landi og síðan urðu þeir smátt og smátt virkir í frönsku andspyrnu- hreyfingunni. Kommúnistar hér á landi voru á sínum tíma ákafir talsmenn varn- arsamstarfs við vestræn ríki, þeg- ar þeir töldu það þjóna hagsmun- um húsbændanna í Kreml og að sama skapi mildir í dómum sínum um nasista, þegar friðurinn ríkti milli Hitlers og Stalíns. Það var ekki fyrr en Kremlverjar hófu útþenslustefnu sína í lok heims- styrjaldarinnar síðari, að komm- únistar á íslandi töldu fásinnu að hyggja að öryggi lands og þjóðar. Franskir kommúnistar hafa gert tilraunir til að þvo Moskvustimp- ilinn af sér í von um aukið fylgi meðal almennings. Þeir telja þá tilraun greinilega hafa mistekist, því að nú er Georges Marchais einn harðasti málsvari Kreml- verja í vestrænum lýðræðisríkj- um. Athyglisvert er, að sjá, hve mikla áherslu franskir kommún- istar leggja nú á það, að berjast gegn innflutningi á erlendu vinnu- afli til Frakklands. Samkvæmt fréttum skipuleggja þeir nú upp- þot í hverfum, þar sem slíkt fólk býr, í von um að þau verði þeim til framdráttar í kosningabarátt- unni. Áherslurnar eru því ekki alveg þær sömu hjá kommúnistum á íslandi og í Frakklandi. Hins vegar vilja kommúnistar hér ekki ganga eins langt og ítalskir kommúnistar í samvinnu við lýð- ræðisöflin, því að hugmyndinni um „sögulega málamiðlun", sem upphaflega er eignuð Enrico Berl- inguer, leiðtoga ítalskra kommún- ista, var hafnað um áramótin af Svavari Gestssyni, formanni Al- þýðubandalagsins. Fer vel á því að ljúka þessu Reykjavíkurbréfi, sem birtist á eins árs afmæli ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, með því að minna á það, að hún er ekki mynduð af kommúnistum á þeirri forsendu að ná sáttum heldur til þess að berjast fyrir því mark- miði, að Island verði hneppt í fjötra sósialismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.