Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 32
Síminn á afgreióslunni er 83033 JtUrguntiInbib imgpiistlMftfrtfe ^SÍminn á afgreióslunni er 83033 JtUrgunbtabib SUNNUDAGUR 8. FEBRUAR 1981 Nýr togari Húsvíkinga sjósettur Akureyri, 7. febrúar. SKUTTOGARI, sem smíðaður cr fyrir útKcrðarfélaKÍð Höfða hf. á Húsavík. var sottur á fiot í Slipp- stöðinni á Akureyri um kl. 11:30 i morgun. Við það takifari flutti Gunnar Rannars forstjóri ávarp ok Tryjíífvi Finnsson talaði af hálfu kaupenda skipsins. Að því loknu Kekk fram Krla llelKadóttir, kona Kristjáns Ásgeirssonar útgerðar- stjóra, og gaf skipinu nafnið Kol- beinsey ÞH 10. Skipið er að öllu leyti hannað af starfsmönnum tæknideildar Slipp- stöðvarinnar hf. og er talið afar fullkomið að byggingu og lögun með tilliti til ganghraða og sjóhaefni. Það er 495 lestir að staerð, lengdin er 47,8 m, breidd 9,76 m, dýpt að efra þilfari 6,7 m og mesta djúprista 4,36 m. Það verður útbúið til veiða með botn- vörpu og flotvörpu. Áætlað er að smíði þess ljúki í apríllok og verður það þá afhent eigendum. Næsta verkefni Slippstöðvarinnar er smíði skuttogara fyrir Skag- strending hf. á Skagaströnd. Sv.P. Ottó N. Þorláksson. hinn nýi togari Bæjarútgerðar Reykjavikur. sem verið hefur i smíðum hjá Stálvik, var sjósettur i gærmorgun. Hann var síðan dreginn inn til hafnar í Hafnarfirði, þar sem lokið verður við frekari smíði. Emilía. ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd í gærmorgun. þegar lóðsbáturinn í Hafnarfirði og Magni drógu hinn nýja togara inn um hafnarkjaftinn. Myndina tók Halldór P. Gislason. Fjöldi unglinga í miðborg Reykjavikur: Hrói höttur útdeildi 500 glösum af heitu kakói MIKILI, fjöldi unglinga safnaðist saman í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins. en á föstudag lauk samræmdum prófum í grunnskól- um landsins. Aðalvarðstjóri Reykjavikurlögreglunnar á mið- borgarstöð. sagði ölvun hafa verið nokkuð almenna. en ekki hefði þó komið til óspekta. Unglingana sagði hann hafa verið með al- yngsta móti að þessu sinni. Um klukkan þrjú um nóttina hefði liðið ekki verið tekið að þynnast, en unglingarnir tóku að halda heim á leið er kom fram undir klukkan fjögur. Ungt fólk í Reykjavík, sem starfað hefur undir heitinu Hrói höttur, var á ferli í miðborginni í fyrrinótt, ræddu við unglingana og gáfu þeim heitt kako. Sagði einn liðsmanna Hróa hattar í samtali við Morgunblaðið í gær, að um 500 glös af heitu kakói hefðu verið gefin um nóttina, og hefðu ungl- ingarnir verið mjög þakklátir fyrir hressinguna. Sagði hann Hróa hött áreiðanlega myndu láta meira til sín taka meðal unglinga í Reykja- vík á næstunni. Án samnings við EBE stöndum við illa að vígi“ - segir Steingrímur Hermannsson um hugsanlegar loðnu- veiðar EBE-skipa á hafinu milli Islands og Grænlands VITANLEGA höfum við áhyggj- ur af því ef fjöldi skipa frá löndum Efnahagsbandalagsins stunda loðnuveiðar á hafinu milli íslands og Grænlands næsta sumar“, sagði Steingrimur Her- mannsson. sjávarútvegsráðherra, i samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að ráðuneytið hefði reynt að grennslast fyrir um hvort það væri rétt. að Danir hefðu riflegan styrk til að útbúa sig á slíkar veiðar. Til þessa hefði það ekki fengizt staðfest. „Við vitum, að í þessum löndum er töluverður floti, sem gera má út á slíkar veiðar og ef þeir fara þarna með verksmiðjuskip þá geta þeir vitanlega veitt þarna talsvert magn af loðnu", sagði Steingrím- ur. „Það fer þó eftir því hvernig háttar til á miðunum á þessum tíma og ætli maður verði ekki að vona að yfir þessu svæði verði ís þangað til Grænlendingar hafa ráðið sínum ráðum gagnvart Efnahagsbandalaginu. Gagnvart Efnahagsbandalaginu Staðið hefur verið að fullu við framkvæmdaáætlun Fiskeldis „ÞAÐ ER alrangt. sem haldið var fram í blaðafréttum í vikunni, að oliufélög séu að berjast um hlutafé fyrirtækisins,“ sagði Skúli G. John- sen, einn stjórnarmanna Fiskeldis hf. i samtali við Morgunblaðið f gær. „Samkvæmt hluthafaskrá á ekkert oliufélag hluti í félaginu,“ sagði Skúli. „Beiðni kom fram um hluthafafund i félaginu, en henni var vísað frá á íundi hinn 5. febrúar. vegna formgalla. Aðal- fundur Fiskeldis hf. hefur hins vegar verið auglýstur hinn 21. þessa mánaðar, þar sem öll þessi mál verða til umra'ðu.“ Skúli sagði einnig, að fullyrðingar um skil á hlutafjárloforðum væru rangar, og einnig væri rangt að gengið hefði verið til lögfræðilegra innheimtuaðgerða. Algjörlega hefði verið farið að hlutafjárlögum um úrlausn þess, er ljóst varð að hluti þeirra er skrifaði sig á sínum tíma fyrir hlutafé, hafði ekki áhuga á að greiða það. Stjórnin seldi þá öðrum þann rétt, og sagði Skúli það hafa verið nokkra aðila sem áhuga hefðu á tilgangi félagsins. Sagði hann Fiskeldi vera skráð fyrir ákveðnu hlutafé, og stjórnarinnar væri að sjá um að til væri það hlutafé er sagt væri til um í stofnsamningi félagsins. Skúli sagði að þeir aðilar, er komu inn í félagið á þennan hátt, væru fjórtán talsins. Framkvæmdir Fiskeldis sagði hann hafa gengið með miklum ágætum, og hefði verið staðiö að fullu við framkvæmdaáætlun sem gerð var í sumar er leið. Byggð hefði verið fiskeldisstöð á Húsavík meðal annars eins og til hefði staðið. Um sögusagnir um óeiningu í stjórn Fiskeldis, sagði Skúli að rétt væri að tveir stjórnarmanna, þeir Jakob Hafstein og Eyjólfur Frið- geirsson, hefðu ekki viljað fella sig við ákvarðanir meirihluta stjórnar- innar. Það hefði endað með því að þeir hefðu sagt sig úr stjórninni, en nú á aðalfundinum í þessum mánuði yrði að sjálfsögðu kjörin ný stjórn til næsta árs. hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort reynt verður að ná þeim rammasamningi, sem unnið hefur verið að. Hinu er ekki að neita, að án slíks samnings stöndum við illa að vígi og það er sáralítið annað, sem við gætum gert annað en að krefjast viðræðna á grundvelli draga að hafréttarsáttmála. Sam- kvæmt þeim ákvæðum ber löndum að reyna að ná samkomulagi. Ef það tekst ekki ákveður hvert land veiðar á sínu svæði og þannig er ekkert öryggi í þessu máli fyrir okkur þó sú leið verði farin," sagði Steingrímur Hermannsson. Borgin greiddi 118 millj. gkr. í leigu- bíla á síðasta ári KOSTNAÐUR Reykjavikurborgar vegna leigubifreiða og bílaleigu- bila nam á siðasta ári um 118 milljónum gkróna, að þvi er Mbl. fékk upplýst í gær hjá Bergi Tómassyni, borgarendurskoðanda. Hann sagðist telja, að á siðustu árum hefði þessi kostnaðarliður ekki hækkað hlutfallslega mcira en annað i rekstri borgarinnar, en hins vegar gengi illa að lækka þennan kostnaðarþátt. Borgin verzlar einkum við leigu- bílastöð BSR og greiddi um 47 milljónir króna fyrir leigubíla af þeirri stöð á síðasta ári. Samtals nam leigubílakostnaður borgarinn- ar 77,6 milljónum króna. Það er Félagsmálastofnun borgarinnar, sem notar mest af leigubílum, en einnig heilbrigðisstofnanir ýmsar, skólar og fleiri stofnanir. Bílaleigukostnaður borgarinnar nam á síðasta ári um 40 milljónum gkróna, en borgin verzlar nær eingöngu við bilaleiguna Höld, sem er nánast sama fyrirtæki og Bíla- leiga Akureyrar. Borgin hefur einn- ig nokkur viðskipti við Bílaleigu Loftleiða. Að sögn Bergs Tómasson- ar eru bílaleigubílar einkum notað- ir á vegum borgarinnar af mönnum, sem eru á vöktum um helgar og geta átt von á að vera kallaöir út hvenær sólarhringsins sem er, eins og t.d. starfsmenn hitaveitu og vatnsveitu. Bergur var spurður hvort ekki væri óeðlilegt að Reykjavíkurborg hefði nær öll bílaleiguviðskipti sín við fyrirtæki á Akureyri. Hann sagði að um slíkt væri alls ekki að ræða. Bilaleigan Höldur væri skráð í Reykjavík og gjöld fyrirtækisins til sveitarfélags væru greidd í Reykjavík. Reynt væri að gera sem hagkvæmasta samninga við eitt fyrirtæki á hverjum tíma og slíka samninga væri borgin með. Tvísýn staða á Skákþinginu SKÁKUM, sem hafði verið frestað á Skákþingi Reykjavíkur, var lok- ió á föstudagskvöld. Helgi Ólafs- son vann Jón L. Árnason og Bragi Halldórsson vann Elvar Guð- mundsson. Staðan er því orðin nokkuð tvísýn, en Jón L. er nú efstur með sex og hálfan vinning og næstir eru þeir Bragi Hall- dórsson, Elvar Guðmundsson og Helgi Ólafsson allir með sex vinninga. Skákþinginu verður framhaldið í dag kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.