Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 24 — Prófessor Laitinen, hvað teljið þér helst einkenna finnskar bókmennt- ir á síðari árum? — Það er nú svolítið erfitt að segja til um það. En í fáum orðum, þá held ég, að tími hinna pólitísku ljóða og tími hins svokallaða vinstra frjáislyndis í ljóða- gerð sé liðinn. Eg held mér sé óhætt að segja, að afstaða mannsins til náttúr- unnar sé nú í brennidepli í ljóðlistinni. I skáldsagnagerð greini ég aftur á móti þrjár til fjórar ólíkar stefnur. Eina vil ég kalla „raunsæislýsingar á breiðum grunni" og er þar mest fjallað um verkamanninn og hans vandamál. Aðra stefnu hef ég nefnt „millistéttarpróbl- em“ og einkennandi fyrir hana eru andstæður kynslóðanna: foreldrar og börn sem heyra til ólíkra heima. Þriðju stefnuna mætti kalla „sveitalífslýs- ingar", sem voru fyrrum mjög áberandi. Vegur sveitalífslýsinganna hefur vaxið í seinni tíð og menn eru teknir til við að skrifa stórar bækur um finnskt sveitalíf, þróun þess og vandamál eftir síðari heimsstyrjöldina. — „Frán skogen til staden“ nefnið þér fyririestur yðar. Gætuð þér rakið þá sögu í stuttu máli? — Það er sjálfsagt að segja þá sögu í stórum dráttum, en það er hætt við það verði langt mál. Finnland er skógi þakið og finnskar sveitalífssögur gerast þvi í skóglendun- um. Þar er að finna upphaf hefðbundinn- ar skáldsagnagerðar okkar Finna. Það má segja, að allt frá 1870, er Aleksis Kivi skrifaði „Sju bröder“, sem við teljum upphafsverk finnskrar skáld- sagnagerðar, og fram til áranna eftir síðari heimsstyrjöldina, hafi lands- byggðin verið vettvangur finnsku skáld- sögunnar. Lífinu fjarri borgum og bæj- um er lýst og lífsbaráttu fólksins í einangruðum sveitum, þar sem náttúran Rætt við próf. Kai Laitinen um finnskar nútíma- bókmenntir bændur, skógarhöggsmenn og verk- smiðjufólk — og fjalla um þá sem verða undir í lífsbaráttunni, en ekki um hina sem komast áfram. Hinum síðarnefndu bregður máski fyrir, en sögurnar fjalla alla jafna um þá sem troðast undir. Þannig má segja, að ríkjandi séu félagsleg sjónarmið í finnsku skáldsög- unni nú. Það er næstum marxískt: hinir fátæku gegn hinum ríku. En þótt sagan sé þannig skrifuð útfrá þessum félags- legu sjónarmiðum, er um að ræða ýmsar mótsagnir eða hliðarspor. Rithöfundarn- ir skrifa jákvætt um sögupersónurnar að því leytinu að hinir almennu, mannlegu verðleikar verða þeim umfjöllunarefni jafnframt hinni þjóðfélagslegu ádeilu. Sögupersónurnar eru því oft dæm- igerðir einstaklingshyggjumenn, andfé- lagslega sinnaðir og andsnúnir sinni eigin stétt. Þeir eru ekki ævinlega fyrirmyndarmenn, heldur allt eins latir, eigingjarnir, þröngsýnir og hafa litla samúð með félögum sínum í eymdinni. . og skammta hverju efni sinn hlut réttilega; t.d. fagur- bókmenntum sitt á móti félags- legum bókmenntum ...“ ÚR SKÓGINUM TIL BORGARINNAR Fyrir nokkru var staddur hérlendis finnskur prófessor i bókmenntum við Helsingfors-háskóla, Kai Laitinen að nafni. Laitinen hefur komið út hingað þrivegis áður. Hann á sæti í úthlutunarnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og flutti hér fyrirlestur um síðari tíma bókmenntir Finna. Mbl. átti samtal við manninn um finnskar nútímabók- menntir og fer það hér á eftir. gegnir líku hlutverki í sögunum eins og persónur þeirra. í fyrstu sveitalífssögun- um er náttúran nánast félagi mannsins, sem verndar hann fyrir samfélaginu, hann getur flúið í faðm henni undan þjakandi sambúð í margmenninu. Nátt- úran getur samt reynst manninum erfið, en með þrautseigju og vinnusemi yfir- stígur hann erfiðleikana í sambúð sinni við hana. í seinni tíma sveitalífssögum er þetta allt daprara. Hið hlédræga sveitafólk og umkomulausa ræður ekki við erfiðleik- ana þótt það sé sívinnandi, og tapar í baráttunni. í augum þessa fólks er náttúran annað hvort hagnýt eða fjand- samleg í brauðstriti þess og fegurð hennar hefur ekkert gildi fyrir fólkið. Það dáist ekki að skrautjurtum heldur góðri kartöfluuppskeru. í finnskri skáldsagnagerð er borgin lengi mjög framandi fyrir sögupersónunum. Þegar sögupersónurnar loks koma til borgar- innar, eru þær fánalegar og fremja allskyns heimskupör. Einnig er að finna í þessum sveitalífsskáldsögum að borgin sé siðspillt og þangað fari fólk helzt til að drekka brennivín eða ganga í slagtog með léttúðugu kvenfólki. Þótt sveitalífslýsingar á iífi fólks úti á landsbyggðinni sé meginþema finnskra skáldsagna fram yfir seinna stríð, þá er þar að finna, einkum á þriðja áratugn- um, margar lýsingar úr borgarlífi. Þá vakna ungir rithöfundar til meðvitundar um framfarir og fá rómantíska afstöðu til þeirra framfara, sem felast í vélvæð- ingu. En sveitin fylgir sögupersónunum til borgarinnar, og þær eru öðrum þræði áfram náttúrubörn: Reisa sér hús í skógarjörðum utan við borgina, róa til fiskjar í vötnin og standa öðrum fæti í sveitalífi, þótt þær stundi vinnu í borginni. Hreinar malbiksskáldsögur eru sjaldgæfar í finnskri skáldsagnagerð, þótt þær megi finna á seinni árum. Þetta allsráðandi viðfangsefni fram undir þessa daga, finnskt sveitalíf og lífsbarátta fólksins í skógunum, hefur valdið því, að erfitt er að þýða finnskar skáldsögur. Umhverfið er framandi fyrir útlendinga og allur lífsmáti þessa fólks og það er einnig erfitt að þýða textann, til dæmis mikið um mállýskur. Það hefur færst í vöxt í hinum síðara tíma skáldsögum, að sögupersónurnar eru sýndar í sínum hvunndagsklæðum. Þar er engu leynt af því sem gerist í daglegu lífi hins almenna manns, hann slæst og hann drekkur. Sagan er síðan látin ganga sinn gang, án þess að þar sé að finna siðferðilegt mat af hálfu rithöfundarins. Lesandinn verður sjálfur að dæma sögupersónurnar af framferði þeirra og háttalagi. Auðvitað er um að ræða gagnrýni á sögupersónunum, en það er lagt þannig fyrir, að sú gagnrýni kemur frá þeim sjálfum, úr þeirra eigin umhverfi og af þeirra eigin viðhorfum, og endanlegur dómur verður svo lesandans. Rithöfundar, sem tóku að skrifa útfrá félagslegum og siðferðilegum sjónarmið- um, töldu, að verðleikar manneskjunnar fælust ekki í né ákvörðuðust af stöðu hennar í þjóðfélaginu. Hinn fátæki múgamaður gat verið allt eins mætur maður að sönnum verðleikum og hinn sem fyrirferðarmeiri var í þjóðfélaginu. Hinn óbreytti liðsmaður gat verið hetjan í liðinu, allt eins og hinn vígalegi liðsforingi. Þessi skilningur á mannin- um, og grundvallarverðmæti hans, hverju hlutverki sem hann gegnir í lífinu, minnir á hina hefðbundnu, rússn- esku skáldsögu. Finnskir skáldsagnahöf- undar sóttu fyrirmyndina til rússneskra bókmennta fremur en franskra. Jafn- framt þessum skilningi á mannlegum verðleikum, þeim sömu í grundvallarat- riðum hjá háum sem lágum, þá leiddi það af sjálfu sér, að í finnskum bók- menntum er það grundvallaratriði rót- fast, að allir menn séu jafnir, og finnskar skáldsögur eru mjög áberandi alþýðu- sinnaðar (demókratískar). Það má segja, að hetjan í finnsku skáldsögunni sé einskonar andhetja; mótsetning hetju 1 hinum venjulega skilningi. Sögupersónan er sem sagt í hvunndagsklæðum alþýðumannsins, hún sér alla hluti í ljósi sinnar erfiðu lífsbaráttu og er fátæk og oft heldur fráhrindandi. Þrátt fyrir þetta hefur sögupersónan sitt eigið gildi, sína eigin mannlegu verðleika, og þeir eru ekki metnir eftir peningaeign eða háu standi. í finnsku skáldsögunni eru árekstrar milli einstaklinganna og þjóðfélagsins títt viðfangsefni. Upp úr frelsisstríðinu 1918 fannst rithöfundunum það óhjá- kvæmilegt, að þjóðin tæki sjálfa sig til bæna, beitti fyllstu sjálfsgagnrýni, til að gera sér ljós mistök liðins tíma og undanlátssemi. Þannig sköpuðust ósættanlegar and- stæður, annars vegar sá misskilningur, að allir menn ættu sér grundvallarverð- mæti og það væri sameiginlegt háum sem lágum, en hins vegar hinn missári veruleiki í stéttaandstæðunum, fátækt alþýðunnar og varnarleysi hennar í skriffinnskukerfinu og gagnvart ráðandi stétt. Það má segja, að átökin milli þessara tveggja sjónarmiða skapi þensl- una í finnskri skáldsagnagerð. Það er almennt svo, hverrar gerðar sem skáldsagan er, þá taka finnskir rithöfundar málstað lítilmagnans og sögur þeirra verða á tíðum þjóðfélagsleg ádeila. Fyrirmyndirnar finnast þá í lægstu þjóðfélagsstéttunum — smá- Þeirra sjónarmið ná ekki útfyrir fjöl- skylduna og þeir vilja leysa sín vandamál á eigin spýtur. Þeirra eigið frelsi er þeim mikilvægast og þeir fylla flokk hinna tortryggnu. Fátæktin er þeim vissuiega byrði, en færir þeim, þrátt fyrir allt, einskonar frelsi, byggir þeim múr til varnar umhverfinu og innan þessa fá- tæktarmúrs geta þeir verið þeir sjálfir. Fátæktin í hinni finnsku skáldsögu hefur vissulega mörg andlit og fátæktin er ekki alltaf vonlaus. Raunsæið í finnsku skáldsögunni birtist venjulega með þrennskonar hætti: í samtölum, • í mannlýsingum og í umhverfislýsingum. Kivi lét persónurnar í sögu sinni „Sjö bræður" tala eins og ungir menn gerðu á hans tíð. Þeir voru grófir, bölvuðu og heituðust hverjir við aðra, og þetta vakti reiði ritdómara í þennan tíma: Af hverju gat maðurinn ekki látið sögupersónur sínar tala eins og siðað fólk! Nærri öld seinna fékk Hannu Salamas svipaðan reiðilestur frá íhaldssömum siðgæðis- postulum, sem töldu talsmáta söguper- sónanna óprenthæfan á köflum. Þessi skilningur virðist semsé enn lifa góðu lífi. Talsmáti sögupersónanna í finnsku skáldsögunni hefur vitaskuld breytzt á nær heilli öld og auk þess nota nútíma- höfundar talmálið frjálslegar og meira en áður gerðist, en tilgangurinn er sá sami: Að í samtölum birtist einkenni persónanna og þau verði sannferðug. Samtölin þjóna því þeim tilgangi að lýsa manninum sem talar. Slík raunhæf lýsing á manninum hefur leitt til þess, að göllum hans er ekki leynt, heldur fjallað um þá opinskátt og faglega. í sumum finnsku skáldsagnanna (Ki- antos og Lehtonens) er fjallað um einkenni sögupersónanna sem sameigin- leg einkenni finnsku þjóðarinnar — aðgerðarleysi, þröngsýni, tortryggni, öf- und og sú árátta að loka sjálfum sér. Þessum einkennum skapgerðarinnar fylgir svo lélegur klæðaburður og ýmiss konar ill hegðan. En einnig er víða að finna jákvæða lýsingu, svo sem hjá Lauri Viitas, þar sem rakinn er andlegur þroski söguper- sónanna og hvernig sá þroski eykst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.