Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 23 Gudmundur Bonediktsson þeirra hjóna hefur verið, enda um það heimildir. Upphaf gjafabréfs séra Þórar- ins og frú Þórunnar til stofnunar alþýðuskóla í Flensborg er fagur tregablandinn óður, sem ber vitni óviðjafnanlegrar göfgi, og ég vil leyfa mér að lesa: „Síðan forsjóninni fyrir 8 árum síðan þóknaðist að svifta okkur hjónin okkar elskaða syni Böðvari, hefir það verið ósk okkar að heiðra minningu þessa okkar ógleymanlega sonar með því að gefa nokkurn hluta af eignum okkar til einhvers þess fyrirtækis, sem eflt gæti menntun og góða siði meðal almennings í föðurlandi okkar, og höfum við í þessum tilgangi afsalað og gefið til stofn- unar alþýðuskóla þær fasteignir, er nú skal greina". Síðan eru þær greindar og eru ekkert smáræði. Fyrir mörgum öldum var uppi heiðinn kappi, Egill Skallagríms- son, sem varð fyrir þeim harmi að missa tvo syni sína Gunnar og Böðvar. Böðvar drukknaði ungur að árum. Egill var vanur að hefna harma sinna með voþnum og jafnvel beita vopnum, enda þótt hann ætti eigi harma að hefna enda dreymdi hann ungan um að „höggva mann ok annan.“ En nú fór svo, eins og að líkum lætur, að hann gat ekki hefnt sín á Ægi karli — sem hrifið hafði son hans. Hann átti eigi „sakarafl við sonarbana". Tregi hans, verður svo sár, að hann ákveður að svelta sig til bana, en með skörpu viti og glöggskyggni á skapferli föður síns tekst dóttur hans, með örlitl- um klækjum þó, að fá hann af þessu tiltæki og yrkja erfi sona sinna. Rís þá karl upp og yrkir það kvæði, sem ýmsir hafa fyrir satt, að einna dýrast sé í bókmenntum —Sonatorrek. Slíkan bautastein reisti þessi gamli heiðingi sonum sínum. Hinum kristna höfðingja, séra Þórarni Böðvarssyni er ekki hefnd í hug við sáran sonarmissi, en honum fer svo að hann yrkir sitt sonartorrek á sinn hátt, reisir menningarbautastein í því skyni að koma ungu fólki til þroska, menntastofnun fyrir alþýðu, Flensborgarskólann, og felur Jóni syni sínum stjórn hans. Jón Þór- arinsson varð svo upp frá því einn af mestu menningarfrömuðum þjóðarinnar. Skóla þessum á íslensk menning ómælda þakkarskuld að gjalda svo sem alþjóð er kunnugt. Þjóðhátíðarárið 1874 gefur séra Þórarinn út hina frægu Lestrar- bók fyrir alþýðu, sem var þannig tekið, að hún var bókstaflega lesinn upp til agna, en lenti ekki sem skraut í bókahillum án þess að vera opnuð. Hann minnist sonar síns í formála bókarinnar á þessa leið. „Það sem afgangs kann að verða prentunar og útsölukostnaði á bók þessari ánafna jeg menntunar- stofnun fyrir alþýðu á íslandi, sem jeg áður hefi ánafnað að minnsta kosti 1000 rdl. í minningu þess sonar, sem mundi hafa eflt mennt- un og siðgæði hjá þjóð sinni ef honum hefði enzt aldur." Og enn segir hann: „Jeg hef viljað láta allt miða til þess, að efla það sem er lífsins aðail, sanna menntun: Þekkingu og siðgæði. í fyrsta kaflanum er að vísu stráð innanum nokkru gamni, en aðeins í þeim tilgangi að leiða ungmenni til að lesa það sem alvarlegra er, svo sem sögur þær, sem eiga að vekja fagrar og góðar tilfinningar, orðskviðina og spakmælin, sem eru heimsspeki þjóðarinnar og geyma margar góðar lífsreglur, og hinar þörfu kenningar sem eru þar um krapt sjálfra vor.“ Mjög er athyglisvert, þar sem segir, að stráð sé innan um nokkru gamni, en aðeins í þeim tilgangi að leiða ungmenni til að lesa það sem alvarlegra er. Mikið gætu nú vorir kæru skólabókahöfundar í dag af þessu lært og skal þó síst kastað rýrð á þá, en furðu mikið kapp virðist þeir leggja á, að mönnum stökkvi ekki bros. Ég minntist áðan á Flensborg- arskólann, stofnun, sem hefur verið einn af hornsteinum ís- lenskrar menntunar og mun vafa- laust gæta áhrifa hans meðan menning helst í þessu landi. Þannig orti séra Þórarinn Böðv- arsson sitt sonartorrek. 'WUqjM' Viöskiptavinir Guðnýjar Gunnlaugsdóttur hárgreiöslumeistara Hef opnaö Hárgreiðslustofuna MEYJAN Reykjavíkurvegi 62, 2. hæð, Hafnarfirði Sími 54688 Einnig opið á laugardögum kl. 9-12 % EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í VMORGUNBLAÐENU íslandsmótið í handknattleik í kvöld kl. 20.00 - Fylkir KR-ingar hvetjum okkar menn til sigurs í kvöld. Mætum allir í höllina Þorramatur afgreiddur alla daga vikunnar. Alfreð verður með á nýjan leik. Alltaf i leiðinni. Áfram KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.