Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 28 * - •j Alexander Haig, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, í ein- um af við- hafnarsölum utanríkis- ráðuneytis- ins í Wash- ington. Bandaríkjastjórn sýnir hörku - hvað um bandamennina? Áður en Ronald Reagan mynd- aði ráðuneyti sitt og réð menn til ráðgjafastarfa í Hvíta husinu. var á það bent á þessum vett- vangi, að innan Bandaríkjanna væru átok milli sérfræðinga f utanrikismálum og þau voru auðkennd með þvi að skipta mönnum i hópa, eftir því hvort þeir störfuðu á austurströnd Bandarikjanna eða vestur- ströndinni. Þessi landfræðilega skipting er ekki einhlít, en þegar til þess er iitið, að frá Kaliforníu, ríki Reagans á vest- urströndinni, koma þeir, sem teija, að aðeins með einarðlegri stefnu gagnvart Sovétrikjunum náist friðsamlegur árangur á alþjóðavettvangi, mátti á grundvelli slikrar skiptingar leiða líkur að því, hvaða skoðan- ir myndu setja svip sinn á hina nýju stjórn. Svo virðist sem Ronald Reagan hafi ákveðið að hafa engan Kiss- inger eða Brzezinski í þjónustu sinni. í því felst, að ekki verður um samkeppni að ræða milli öryggismálaráðgjafa forsetans og utanríkisráðherrans. Kapphlaup- ið milli austurs og vesturs í liði Reagans lyktaði með því, að hann skipaði Alexander Haig sem utanríkisráðherra. Hershöfð- ingja, sem hefur víðtæka reynslu jafnt innan Bandaríkjanna sem utan. í ræðu, sem Haig flutfi yfir starfsmönnum utanríkisráðu- neytisins í Washington, þegar hann hóf þar störf, vitnaði hann í Reagan og sagði forsetann þeirr- ar skoðunar, að utanríkisráðherr- ann væri málsvari Bandaríkj- anna í utanríkismálum. Haig skýrði þetta nánar með því að segja, að í sínum höndum yrði mótun utanríkisstefnunnar, túlk- un hennar og framkvæmd gagn- vart Bandarikjaþingi, bandarísku þjóðinni og heiminum öllum. Richard Allen, sem var helsti ráðgjafi Reagans í utanríkismál- um fyrir kosningarnar og við stjórnarmyndunina, er ekki leng- ur í sviðsljósinu. Hann starfar í Hvíta húsinu að öryggismálum. í þýska blaðinu Frankfurter All- gemeine Zeitung sagði nýlega, að hann væri meira að segja hættur að svara símtölum frá nánum vinum sínum, forðaðist fjölmiðla eins og heitan eldinn og sannaði þar með, að hann liti allt öðru vísi á stöðu sína en Kissinger og Brzezinski. ★ Alexander Haig hefur þannig mun rýmri hendur en fyrirrenn- arar hans. Hann liggur ekki á skoðunum sínum og setur þær fram af festu þess, sem hefur þekkingu á viðfangsefninu. Á fyrsta blaðamannafundi sínum komst hann þannig að orði, að helsta mannréttindamál samtím- ans væri að binda endi á ógnina, sem stafar af hryðjuverka- mönnum víða um lönd. I viðtali, sem blaðamennirnir Arnaud de Borchgrave og Michael Ledeen höfðu við Haig og birtist nýlega í franska tímaritinu l’Express, sagði utanríkisráðherrann meðal annars: „Ég segi fyrir mig, að mér finnst, að frjálsar þjóðir ættu um þessar mundir að ein- beita sér að því að útrýma alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi og þeirri ólögmætu íhlutunar- semi, sem henni fylgir, og hinum svokölluðu þjóðfrelsisstríðum, sem háð eru af Sovétríkjunum eða útsendurum þeirra." Það er tímabært, að fjallað sé af ábyrgum vestrænum stjórn- málamönnum um athafnir hryðjuverkamanna í réttu ljósi. Vitað er, að Sovétmenn, Austur- Þjóðverjar, Norður-Kóreumenn, Víetnamar og Kúbumenn hafa lagt sig fram um að þjálfa eigin menn og af öðru þjóðerni til hryðjuverka. Sérstakar æfinga- búðir hafa verið starfræktar í þessu skyni í þessum löndum og auk þess einnig í Tékkóslóvakíu. Hugtakið „þjóðfrelsisstríð" hefur alveg sérstaka merkingu í hug- myndafræði kommúnista og í þeirra augum er allt leyfilegt í því stríði. En hjá kommúnistum merkir „þjóðfrelsi", að viðkom- andi þjóð sé í slíkum tengslum við Sovétríkin, að Brezhnev- kenningin svonefnda takmarki sjálfsforræði hennar, það er hún hafi ekki leyfi til að gera neitt annað en það, sem er Kremlverj- um þóknanlegt. Brezhnev-kenn- ingunni var fyrst beitt, þegar herir kommúnista réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968. (Opinbert heiti Þjóðviljans er: Þjóðviljinn málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis.) Um það verður spúrt, hvort hin nýja stjórn í Bandaríkjunum fari ekki of geyst af stað gegn Sovét- ríkjunum. I Vestur-Evrópu eiga margir eftir að halda því á loft, jafnt vinstrisinnar og þeir, sem eru hlutlausir til vinstri. Aðrir eiga einnig eftir að velta því fyrir sér, hvort þessi harka sé tímabær núna. Hvort ekki sé skynsam- legra að fara hægar í sakirnar og huga fyrst að endurnýjun vígbún- aðar, áður en Sovétmönnum er storkað með þessum hætti. Um fyrri hópinn er ástæðulaust að fara mörgum orðum að sinni. Við hinn síðari verður áreiðanlega sagt: Sjáið til, því er haldið fram, að Vestur-Evrópubúar og ekki síst Vestur-Þjóðverjar séu að verða of hallir undir Sovétmenn vegna viðskiptahagsmuna og sov- éskra hernaðaryfirburða. Er nokkur leið betri til að vekja almenning til umhugsunar um hina hættulegu þróun, en segja sannleikann þótt hann sé dapur- legur? Við fáum ekki almenning, skattborgarana, til að leggja nægilegt fé af mörkum til eigin varna nema honum sé ljóst, hvað mikið er í húfi. I stjórnartíð Jimmy Carters kvörtuðu bandamenn hans rétti- lega undan því, að ógjörningur væri að standa fast með honum, af því að enginn vissi, hvað hann ætlaði að gera næst. Alexander Haig segir, að menn muni ekki þurfa að efast um utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Reagans og stjórn sinni. Hann segist ætla að beita sér fyrir endurskipulagningu innan Átl- antshafsbandalagsins, þannig að þar geti aðildarríkin með raun- hæfum hætti samræmt stefnu sína. Þess vegna sé nauðsynlegt meðal annars að sannreyna sama skilning ráðamanna þjóðanna á hugtökum, tryggja eðlilega upp- lýsingaöflun og miðlun, þannig að unnt sé að móta sameiginlega stefnu. Hin nýja stjórn mun því gera meiri kröfur í samstarfi við aðra og æskja eftir skjótri og skýrri afstöðu þeirra. Hvernig horfir þetta við okkur íslending- um? Ér íslenska ríkisstjórnin reiðubúin til virks samstarfs eða vill hún einangrast í þekkingar- leysi? Hvor stefnan, sem verður ofan á hjá ráðamönnum íslensk- um, verða þeir að gera grein fyrir henni opinberlega. Hér eru ör- yggishagsmunir þjóðarinnar í veði og þeir ráða mestu um stjórnarfarslegt sjálfstæði. ★ Ekki einkennast viðbrögð Sov- étstjórnarinnar við ummælum Alexander Haigs af miklu hug- myndaflugi, enda er áróðursvél Kremlverja því miður ekki alvön því, að ráðist sé beint framan að henni með þessum hætti. í yfir- lýsingu, sem TASS sendi frá sér 2. febrúar sagði: „Allar fullyrðingar og tilgátur um aðild Sovétríkjanna að hryðjuverkastarfsemi er gróf móðgun, og hiýtur að vekja reiði og réttmæt mótmæli sovésku þjóðarinnar. Sovétríkin eru og hafa alltaf verið algerlega á móti ofbeldi í hvaða mynd sem er, þar með talið ofbeldi í alþjóðasamskiptum. Ofbeldi er algerlega framandi skoðunum og heimsmynd sovésku þjóðarinnar og stefnu Sovétríkj- anna. Sovétríkin hafa alltaf verið andvíg hverskonar ofbeldisað- gerðum, sem oft hafa leitt til dauða fólks, hverskonar ofbeldis- aðgerðum og íhlutun í diplómat- ískum samskiptum þjóða og ríkja, sem brjóta í bága við viðtekna hætti í alþjóðasamskipt- um og fundum og trufla sam- göngur milli landa." Sagði einhver Ungverjaland, Tékkóslóvakía eða Afganistan? Björn Bjarnason Þetta gerðist 9. febrúar 1544 — Tilraun Sir Thomas Wyatt til að taka London hnekkt. 1567 — Henry Darley, eiginmaður Maríu Skotadrottningar, myrtur. 1718 — Franskir landnemar koma til Louisiana. 1788 — Josef II af Austurríki segir Tyrkjum stríð á hendur — Warren Hastings leiddur fyrir rétt fyrir meinta glæpi á Indlandi. 1801 — Lunéville-friður Austur- ríkismanna og Frakka. Flýtir fyrir upplausn Hins heilaga rómverska ríkis. 1849 — Stofnun lýðveldis lýst yfir í Róm undir forystu Mazzini. 1891 — Menelik keisari afneitar tilkalli ítala til verndar Eþíópíu. 1934 — Balkanbandalagið stofn- að. 1941 — Erwin Rommel sendur með herlið til Norður-Afríku frá Ítalíu. 1943 — Orrustunni á Guadalcanal lýkur með sigri Bandaríkjamanna. 1950 — Joseph McCarthy segir bandaríska utanríkisráðuneytið morandi af kommúnístum. 1962 — Jamaica fær sjálfstæði. 1967 — Um eitt hundrað farast í jarðskjálfta í Kolombiu. 1971 — Minnst 64 farast í jarð skjáifta í Los Angeles. 1977 — Sovétríkin og Spánn taka upp stjórnmálasamband. 1978 — Ellefu Rússum vísað úr landi í Kanada fyrir njósnir. Afmæli. L.S. Jameson, suður- afrískur stjórnmálaleiðtogi (1853—1917) — Anthony Hope, brezkur rithöfundur (1863—1933) — Sir Edward Carson, brezkætt- aður stjórnmálaleiðtogi (1854— 1935). Andlát. 1881 Fyodor Dostoyevsky, rússneskur rithöfundur. Innlent. 1670 d. Friðrik III — 1827Kambsránið — 1832d. Bald- vin Einarssoon — 1889f. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra — 1910d. Páll Melsteð - 1939Vél- báturinn „Þengill" talinn af — 1941Þýzk loftárás á ölfusárbrú — 1967 Ríkið semur um kaup á Viðeyjarstofu — 1972Geymir Lýs- is og Mjöls í Hafnarfirði rifnar. Orð dagsins. Vín er drykkur guðanna, mjólk drykkur ung- barna, te drykkur kvenna og vatn drykkur dýra merkurinnar — John Stuart Blackie, skozkur rit- höfundur (1809-1895). Bridgedeild Skagfirðinga Sveit Jóns Stefánssonar sigr- aði í fimm kvölda hraðsveita- keppninni sem lauk sl. þriðju- dag. Hlaut sveitin 3075 stig. Ásamt Jóni eru í sveitinni: Þorsteinn Laufdal, Magnús Oddsson og Magnús Halldórs- son. Röð næstu sveita: Vilhjálmur Einarsson 3027 Guðrún Hinriksdóttir 2859 Erlendur Björgvinsson 2708 Hjálmar Pálsson 2694 Sigrún Pétursdóttir 2658 Meðalárangur 2700. Næsta keppni verður sveita- keppni og verða spilaðir tveir leikir á kvöldi. Spilað er á þriðjudögum í Drangey og hefst keppni kl. 19.30. Hreyfill - BSR - Bæjarleiðir Nú er aðeins þremur umferð- um ólokið í aðalsveitakeppni bílstjóranna og hefir sveit Daní- els Halldórssonar örugga for- ystu og getur fátt eitt komið í Brldge Umsjón* ARNÓR RAGNARSSON veg fyrir sigur sveitarinnar sem hefir fengið 184 stig. Röð næstu sveita: Guðlaugur Nielsen 139 Þórður Elíasson 131 Kári Sigurjónsson 123 Birgir Sigurðsson 113 Rósant Hjörleifsson 113 Ellefta umferðin verður spiluð á mánudag í Hreyfilshúsinu og hefst keppnin kl. 20. Bridgedeild Breiðfirðinga Fjórtán umferðum af nítján er lokið í aðalsveitakeppninni og er keppni í algleymingi. Staða efstu sveita: Kristján Ólafsson 211 Jón Stefánsson 206 Hans Nielsen 187 Ingibjörg Halldórsdóttir 175 Hreinn Hjartarson 173 Gísli Víglundsson 172 Óskar Þráinsson 171 Elís R. Helgason 158 Davíð Davíðsson 154 Magnús Björnsson 139 Næstu tvær umferðir verða spilaðar á fimmtudaginn kemur í Hreyfilshúsinu og hefst keppni kl. 19.30. Bridgefélag Suðurnesja Meistaramót Suðurnesja í tvímenningi hófst sl. þriðjudag og var þátttaka frekar dræm, eða 18 pör. Spilað er með Barometerfyr- irkomulagi og er staða efstu para þessi eftir fyrsta kvöldið: Sigurður Þorsteinsson — Einar Ingimundarson 40 Alfreð G. Alfreðsson — Jóhannes Sigurðsson 30 Gísli Torfason — Magnús Torfason 26 Meðalárangur 0. Næsta umferð verður spiluð á þriðjudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.