Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 Minning: Guðni Erlendur Sigurjónsson Farddur 12. nóvember 1909. Dáinn 31. janúar 1981. „Þá er hann Guðni okkar dá- inn.“ Þegar ég ákvað að skrifa nokkur minningarorð um vin minn og frænda Guðna Erlend Sigurjóns- son þá var mér ekki vel ljóst á hverju ég ætti helst að byrja. Þá duttu mér í hug þau orð, sem eru upphafsorð þessarar greinar, en þetta voru orðin, sem flestir sögðu við mig á vinnustaðnum okkar daginn eftir að andlátsfregnin barst. Mér fannst það svo athygl- isvert að eftir aðeins fárra ára kynni þá skyldi hann vera orðinn „hann Guðni okkar". Þessi fáu orð sögð með söknuði lýsa vel mannin- um, sem þau eru sögð um. Með hlýlegri framkomu sinni og sam- viskusemi í starfi vann hann sér traust og vináttu þeirra, sem með honum unnu. Guðni fæddist á Skálum í Vopnafirði 12. nóvember 1909. Foreldrar hans voru Birgitta Sveinsdóttir og Sigurjón Gunn- laugsson. Hann fór ungur frá foreldrum sínum sem léttadreng- ur í sveit en kom svo aftur til foreldra sinna og stundaði sjósókn með föður sínum í nokkur ár. Eftir það var hann við bifreiðaakstur og þau störf sem til féllu til ársins 1941 að hann veiktist, fluttist hann þá til Reykjavíkur og var þar til dauðadags. Þau 40 ár sem Guðni bjó í Reykjavík var hann oft veikur og lá þá rúmfastur bæði heima og á sjúkrahúsum, þó komu tímar sem hann gat unnið, var hann þá mest við leigubifreiða- akstur og bifreiðaviðgerðir. Guðni var mikið þrekmenni og mjög verklaginn enda var honum vinnan sú lífsfylling sem ekki brást, þrátt fyrir það að honum auðnaðist ekki að stunda þau störf sem hugur hans stóð til, sem var sjómennska, en heilsan leyfði það ekki. Árið 1934 giftist Guðni eftirlif- andi konu sinni, Ragnhildi Dav- íðsdóttur, sem traust og fórnfús hefur staðið við hlið hans þar til yfir lauk. Þau hjónin eignuðust 5 börn sem öll eru á lífi, þau eru Hermann Ólafur, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, Lára, húsmóðir á Vopnafirði, Davíð Sigurjón, trésmiður í Reykjavík, Einar, matreiðslumaður í Danmörku og Sveinn, gulismiður í Reykjavík. Öll hafa þessi börn gifst nema eitt. Að síðustu þetta: við Guðni vorum samtíða á Vopnafirði í 20 ár, svo skildu leiðir, en fyrir 6 árum urðum við aftur samverka- menn við Réttarholtsskóla í Reykjavík, öll þessi ár hefur aldrei borið skugga á þá vináttu, sem við bundumst á Vopnafirði og það er lán að kynnast og starfa með slíkum mönnum sem Guðni frændi minn var, mætti þjóðin eignast sem flesta slíka. Megi svo minningin um góðan _ eiginmann, föður og afa verða ykkur til huggunar nú á erfiðri stund og gleði í framtíðinni. Frænda minum þakka ég fyrir samfylgdina. Útför Guðna fer fram á morgun, mánudag, frá Fossvogskirkju. Sigurjón Jónsson Kveðja frá Réttarholtsskóla Guðni Sigurjónsson hafði verið baðvörður í Réttarholtsskóla sl. sex ár. Það er ekki iangur tími af heilli mannsævi. En það er nógu langur tími til þess að þeir, sem kynntust honum þar, vissu hvern mann hann hafði að geyma. Ég hafði sjaldan kynnst annarri eins árvekni og samviskusemi og hann sýndi í starfi. Hann hafði ekki starfað lengi við skólann, er það kom í ljós, að hann gekk ekki alls kostar heill til skógar. Samt rækti hann starf sitt með þeim hætti að leitun var á öðrum eins starfsmanni. Hann var reglusam- ur og stjórnsamur og ávallt fund- vís á það, sem mátti laga og betur mátti fara. Honum féll aldrei verk úr hendi. Slík fyrirmynd, sem Guðni var þeim unglingum, sem hann vann fyrir og umgekkst, er ómetanleg. Það er gagnlegt fyrir unglinga nú í dag að kynnast þeim vinn'ubrögð- um sem einkenndu hans starf allt. Guðni var vitur og vel látinn af öllum, er með honum áttu að vinna. Við söknum þess, að við fengum ekki lengur að njóta samvista við hann. Við blessum minningu hans og vottum eftirlifandi eiginkonu og öðrum ástvinum hans innilega samúð. Ástráður Sigursteindórsson Kveðja til afa Það er óneitanlega alltaf sorg- legt þegar dauðann ber að höndum þó maður geti stundum ekki varist því að hugsa sem svo að stundum sé hann velkominn, eins og mér fannst er ég frétti andlát afa míns, nú veit ég að öllum hans þjáningum er lokið. Ég ætla nú ekki að tíunda lífsferil afa míns þar sem mér var ekki gefið það að vera honum samferða nema 26 ár, en ég held að ég hafi lært margt af góð- mennsku afa á þessum árum. Afi var fæddur 12. nóvember 1909 að Fæddur 9. desember 1907. Dáinn 31. janúar 1981. I fáum orðum verður hér minnst nýlátins heiðursmanns, Nonna á Sólbakka, svo sem hann var tíðast nefndur af sveitarfélögum sínum og skyldmennum. Jón fæddist að Þverá í Hröl- laugsdal, sonur hjónanna Sigríðar Guðjónsdóttur og Kjartans Vil- hjálmssonar, sem voru hvort um sig svipmiklir einstaklingar sinn- ar tíðar, fast mótuð af samtíðinni og kappsfull við að vera sjálfum sér nóg á sem flestum sviðum. Þau eru nú löngu látin. Jón fluttist með foreldrum sínum og systkin- um að Höfðaströnd árið 1930, þar sem hann, ásamt bróður sínum Antoni, reisti íbúðarhúsið að Sól- bakka, tvílyft timburhús, járni klætt. Það var hin reisulegasta bygging í þann tíð, og hefur áreiðanlega, af litlum efnum, ekki verið í svo lítið ráðist. Kringum húsið og tyrfð útihús, sem fjær stóðu, var ræktaður nokkur tún- blettur, sem að grasnyt nægði sem vetrarforði einni kú, en í hlað- varpanum stóð kálgarður. Allt bar búendum glöggt vitni um nýtni og hirðusemi. í fjörunni, undir bakkanum, neðan túnsins stóðu smábátar í nausti, einn eða tveir, því þeir feðgar stunduðu útræði nokkurt, einkum fyrr á árum. Það var all sérkennileg sjón að sjá Jón standa í miðjum pramma að handfæra- veiðum, svokölluðu skaki, fram Legsteinner varanlegt mlnnismerki Framleiðum ótal tegundir legsteina. Allskonar stærðir og gerðir. Veitum fúslega upplýsingarog ráðgjöf um gerð og val legsteina. !fi S.HELGASON HF ISTEINSMHUA ■ SKEMMUVEGl 48 SIMI 76677 Skálum í Vopnafirði, sonur hjón- anna Sigurjóns Gunnlaugssonar og Ólafar Birgittu Sveinsdóttur, ólst hann þar upp og bjó á Vopnafirði uns hann flutti til Reykjavíkur árið 1941 ásamt ömmu minni, Ragnhildi Davíðs- dóttur, sem er enn á lífi, og þremur börnum þeirra. Alls eignuðust þau 6 börn en eitt þeirra, stúlka, lést við fæð- ingu, þau sem upp komust eru: Hermann Ólafur, Lára, Davíð Sigurjón, Einar og Sveinn. Ég get ímyndað mér að fyrstu Reykjavíkurár þeirra hafi ekki alltaf verið auðveld, afi heilsuveill og fyrir mörgum munnum að sjá, en samt held ég að þau hafi aldrei æðrast. Ég minnist þeirra stunda er afi undir Grófarskerjum, hann var mjög hár maður og þessi fjarlægð nægði til þess að frá landi sýndist hann mun lengri en bátskænan. Engum tilsjáandi duldist hver hér vann kappsamlega að búbjargar- aðdrætti. Mjög snemma á árum hóf Jón bifreiðaakstur fyrir Kaupfélag Austur-Skagfirðinga, og annaðist hann einn vöruflutninga fyrir félagið áratugum saman, aðallega milli Hofsóss og Reykjavíkur. Á þeim árum völdust engir aukvisar til slíkra starfa, aðeins hörkumenn voru til kvaddir. Vegir voru torsóttir, veður válynd og farkostir kassabílar á frumstigi sinnar tilveru. Eðlilega voru oft með í þessum ferðum farþegar, sem áttu ekki annars ferðamáta völ. Þeir rómuðu mjög lipurð Jóns, frásagnargleði og hans góðu söngrödd en til allra þessara hluta þurfti að taka, til að stytta langar ferðastundir. Þá var Jón hrókur alls fagnaðar. Svo var hann og um helgar, þegar svokölluðu „boddyi" var skellt upp á þílpallinn, sem fylltist síðan af gáskafullum ung- mennum, sem lögðu á sig margra tíma setu á hörðum trébekkjum „boddysins" til að komast á næsta dansleik, og frá þegar langt var liðið á nóttu. Fullyrða má að slíkar ferðir hafi títt gengið þolin- mæði bilstjórans nærri, en af þrotum hennar gengu aldrei sög- ur. Jón var mikið karlmenni í sjón og reynd, þrekinn og rammur að og amma bjuggu á Nesveginum, hvað mér sem barn ásamt systkin- um minum fannst gaman að fara „vestureftir" eins og við kölluðum það, bæði var það að fjaran þar heillaði okkur og síðast en ekki síst afi okkar, sem alltaf átti nóg af hjartahlýju og hafði þar að auki ríka kímnigáfu og heillaði okkur krakkana með góðlátlegri stríðni. Afi starfaði sem leigubifreiða- stjóri í fjölda ára, fyrst hjá Litlu Bílastöðinni og síðan varð hann einn af stofnendum Borgarbíla- stöðvarinnar og vann þar í fjölda ára, síðustu árin sem hann starf- aði sem leigubifreiðastjóri vann hann hjá Hreyfli, og veit ég að hann var allsstaðar mjög vel liðinn, þar sem hann var sam- viskusamur með afbrigðum og þægilegur í umgengni. Síðustu árin eftir að heilsan fór að gefa sig, starfaði hann í íþróttahúsi Réttarholtsskóla og vann hann þar uns hann veiktist alvarlega nú í nóvember. Afi var dulur maður og flíkaði ekki sínum tilfinningum og geri ég ráð fyrir að hann hafi verið farinn að finna fyrir veik- indum sínum fyrr. Ég vil með þessum iínum reyna að þakka afa fyrir allt gott sem ég veit að ég hef lært af honum, ég bið Guð að styrkja ömmu mína og alla aðstandendur sem hafa misst svo mikið, en við getum huggað okkur við það að nú er afi í góðum höndum. Guð blessi minningu afa míns. Ragnhildur Guðný Ilermannsdóttir. afli. Hann var bjartur yfirlitum, skarpleitur með mikilfenglegt, fagurbogið kónganef. Eftir að Jón kvæntist Önnu Bogadóttur frá Minni-Þverá í Fljótum tóku þau við búrekstri á Sólbakka en árið 1953 flytjast þau í kauptúnið Hofsós. Þann 12. apríl 1972 andaðist Anna eftir langvar- andi og erfið veikindi, sem oft brugðu dimmum skugga á heimil- islífið. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, en þau eru: Sigríður gift Jónmundi Gíslasyni, Anton kvæntur Jórunni Jónasdóttur og Kristrún gift Magnúsi Magnús- syni. Þau eru nú búsett dreift um landsbyggðina. Við, sem að þessum fátæklegu kveðjuorðum stöndum, þökkum nágrönnunum Jóni, Önnu og börn- um einstaklega ljúfa vináttu og tryggð við okkur og eigi síður foreldra okkar. Vinarþel þeirra galt eigi erfiðrar og harðrar lífs- baráttu, eins og hún var flestum á fyrri hluta þessarar aldar. Bærinn að Sólbakka er nú burtu máður, græni bletturinn snyrti- legi, sem var umhverfis hann, sker sig ekki lengur úr óræktuðu lands- lagi, brimið hefur fyllt bátavörina, undir bökkunum, af stórgrýti og karlmennið Nonni er fallinn til foldar. Höfðstrendingahópurinn er svipminni. Blessuð sé minning Jóns Kjart- anssonar. Systkinin frá Þonglaskála Birting afmœlis- og minningar- greina. ATIIYGLI skal vakin á þvi, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggcfnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, GUOMUNDUR Á. JOHANNSSON, prentamiöjustjóri, Stórholti 29, sem andaöist 2. febrúar, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Hulda Siguröardóttir, Garðar Jóhann Guðmundarson, Þórunn Kristinsdóttir. Í Elskulegur eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, HÁKON JONASSON, fyrrverandi bifreiöastjóri, Skarphéöinsgötu 12, sem lést 29. janúar sl. veröur jarösungínn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 3.00 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Sigurborg Karlsdóttir, Höröur Hákonarson, Ragnheiöur Edda Hókonardóttir, Guöbjörg K. Hákonardóttir, Kristín H. Hákonardóttir, Anna M. Hákonardóttir, Guöborg H. Hákonardóttir, Jón Hákonarson, Þorsteinn Hákonarson, Guörún S. Hákonardóttir, og barnabörn. Þórdís Sveinsdóttir, Birgir Scheving, Harald Þorsteinsson, Steingrímur Björgvinsson, Sigtryggur Stefánsson, Gylfi Jóhannsson, + Innilega þakka ég öllum þeim, sem auösýndu mér samúö og vinarhug við andlát og jaröarför konu minnar, SÆUNNAR ÞORLEIFSDÓTTUR Skálageröi 3, Reykavík. Magnús Jensson. Jón Kjartansson Sólbakka - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.