Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1981 Helgi Guðmundsson í Hoffelli Fyrstu fregnir er mér bárust þegar ég kom til starfa mánu- dagsmorguninn 2. þ.m. voru þær, að vinur minn og frændi Helgi í Hoffelli væri látinn. Hér sannaðist það sem endra- nær, að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Við útför Steinþórs á Hala sá ég Helga í síðasta sinn, hressan að vanda. í upphafi vetrar kenndi Helgi lasleika er leiddi til þess, að hann fór um síðustu áramót til aðgerðar á Landspítalanum í Reykjvík. Sú aðgerð tókst ágætlega og voru menn því sannarlega vongóðir um, að Helgi hefði náð heilsu að nýju. Hér hefur ef til vill eitthvað brostið skyndilega því Helgi veikt- ist um kvöldið og var örendur stuttu eftir miðnætti. Með Helga í Hoffelli er horfinn af sjónarsviðinu sérstæður per- sónuleiki atgervis og mannkosta. Um miðja síðustu öld uxu upp í Hoffelli þrír bræður: Þeir Jón í Hoffelli, Eiríkur í Firði og Jón í Þinganesi. A síðari hluta aldar- innar eru þeir enn þrír bræður í uppvexti, synir Jóns, þeir Björn í Dilkanesi, Guðmundur í Hoffelli og Hjalti í Hólum. Þriðji ættliður þessa frændahóps eru svo synir Guðmundar í Hoffelli. Skúli er lést í æsku, Leifur og svo sú eikin er síðast féll, Helgi í Hoffelli. Þessir bræðrahópar hafa hver um sig verið nefndir Hoffellsbræður og þannig tekið nafn af æsku- heimili sínu. Af þessum frænda- hópi hefur farið mikið orð sakir dugnaðar og mannkosta og hafa niðjar þeirra reynst hið mætasta fólk. Amma Helga í föðurætt var Halldóra Björnsdóttir frá Flugu- stöðum, komin af þekktu sæmdar- fólki. Valgerður móðir Helga var stórbrotin kona með hlýtt hjarta- lag. Hennar faðir var Sigurður á Kálfafelli í Suðursveit, gildur bóndi þar og oddviti. Kona hans var Bergþóra Einarsdóttir frá Horni. Að Helga stóðu sterkir stofnar sæmdarfólks. Helgi Guðmundsson var fæddur að Hoffelli þann 14. apríl árið 1904. Þar ólst hann upp á fjöl- mennu heimili, við fjölbreytt við- fangsefni. Haustið 1925 fór hann - Minning til náms í bændaskólann að Hvanneyri og lauk þaðan námi árið 1927. Skóladvölin á Hvanneyri hefur án efa verið mikilvægt veganesti. Eftir heimkomuna voru fengin að Hoffelli jarðyrkjutæki, sem færðu ræktunarstörfin til nýs horfs. En Helgi lét ekki staðar numið við námið á Hvanneyri. Árið 1930 fór hann til Reykjavíkur til að læra á bifreið og ári síðar keypti hann sér sinn fyrsta bíl og varð þannig einn af fyrstu bifreiðareig- endum í Austur-Skaftafellssýslu. Um þann þátt í æviferli Helga í Hoffelli væri margt hægt að segja, eins og raunar annarra þeirra sem brutust yfir óbrúuð vatnsföll og vegleysur í Austur-Skaftafells- sýslu á þeim árum. Helgi var með þeim fyrstu er óku bifreiðum frá Reykjavik sunnan jökla til Horna- fjarðar og geta menn getið sér til um hverjum hyggindum og áræði menn hafa þurft að beita í slíkum ferðum. Frásagnir eru enn á vörum fólks um ferðir Helga á þessum árum sem bera dugnaði hans og útsjónarsemi vitni og þá kannske ekki sízt því sem sérstæð- ast var í fari hans, æðruleysi og jafnvel gamansemi þótt á bjátaði. Fyrstu árin eftir að Helgi eignað- ist bifreið sína var oft ófært frá Hoffelli þar sem þangað hafði ekki verið lagður vegur. Helgi kom sér þá upp skýli yfir bílinn við Hestakamba og lét sig ekki muna um þótt hann þyrfti að ganga að og frá bílnum tveggja klukku- stunda gang. Ymis fleiri verkefni tók Helgi sér fyrir hendur, sem tengdust bifreið hans. Um árabil var hann vegaverkstjóri í sveit sinni, jafn- framt því sem hann sá um viðhald vega þar. Eftir að hann hafði aflað sér réttinda til að kenna á bifreið sóttu margir til hans kennslu, janfvel úr öðrum landshlutum. Þessir menn dvöldu oftast í Hof- felli og munu þeir áreiðanlega eiga góðar minningar frá þeirri dvöl. Sem bifreiðarstjóri átti Helgi farsælan starfsferil. Man ég ekki til að honum hafi í því starfi hlekkst hið minnsta á. Til allra verka átti Helgi yfir mikilli fjölhæfni að ráða. Hann t Elsku sonur okkar, bróöir og barnabarn, ÖLVIR GUNNARSSON, Reykjabraut 14, Þorlékahöfn, sem lést af slysförum 3. febrúar, veröur jarösunginn frá Strandarkirkju Selvogi, þriöjudaginn 10. febrúar kl. 14. Valgeröur Ölvisdóttir, Gunnar Snorrason, Kristín Svava, Kristbjörn Hrólfur, Kristín fré Vogsósum, Kristbjörg, ölvir, Þjórsértúni. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUDNI ERLENDUR SIGURJÓNSSON, Hrísateig 15, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 9. febrúar kl. 10.30 f.h. Ragnhildur Davíðsdóttir, Hermann Guönason, Elsa Níelsdóttir, Léra Guönadóttir, Ásgrímur Kristjénsson, Daviö Guönason, Halldóra Halldórsdóttir, Einar Guönason, Sveinn Guönason, Ólöf Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda vinsemd og samúö viö andlát og útför ÁRNA ÞÓRIS HALL. Katrín Hall, Ragnheiður Hall, Frank E. Hall, Guölaug Magnúsdóttir, Þórir Jón Hall, Sigríöur Vigfúsdóttir, Hrafnkell Hall, Guörún Ólafsdóttir, Sigurður L. Hall, Svala Ótafsdóttir, Ragnheiður Hall, Sigurveig S. Hall, Jóna Hall, Guömundur Eiríksson, og barnabörn. var mikill smiður, bæði á tré og járn, kunni góð skil á vélum og viðgerðum á þeim og raunar leysti hann af hendi alla fagvinnu við byggingarstörf. Þessi störf Helga voru ekki einvörðungu bundin við fram- kvæmdir í Hoffelli, heldur vann hann einnig að slíkum verkefnum utan heimilis, t.d. var hann yfir- smiður við byggingu félagsheimil- isins Mánagarðs. Við á Seljavöllum megum sann- arlega muna og þakka hans mörgu og stóru handtök er hann lagði af mörkum á þeim árum, sem við vorum að reisa það býli. Helgi átti yfir miklu hugviti að ráða og ber handbragð hans í Hoffelli þess gleggst vitni. Þannig smíðaði hann af smekkvísi ýmislegt það, sem prýddi heimilið, svo sem heimreiðarhliðið og girðingar, heim við bæi, svo dæmi séu nefnd. Á þeim tíma sem heyskapur fór fram á engjum, útbjó hann skúffu er fest var við sláttuvélargreiðuna og safnaði grasinu saman í flekki svo ekki þurfti að raka ljá. Eftir að dráttarvélar komu til sögunnar smíðaði hann ýtur, sem auðvelduðu mjög vinnu við hirð- ingu á heyjum. Enn fremur smíð- aði hann tönn er hann tengdi á lyftubúnað dráttarvéla til að jafna með í flögum. Þegar litið er yfir hið mikla starfssvið í ævi Helga í Hoffelli kemur manni á óvart að nokkur tími skyldi vera aflögu til annarra verkefna. En hugðarefni átti Helgi mörg og fjölbreytileg. Helgi var bókhneigður. Fljótlega eignað- ist hann íslendingasögurnar, sem hann kunni á góð skil, ásamt ýmsum öðrum bókmenntum. Helgi var mikill náttúruunn- andi, sem m.a. kom fram í mikilli þekkingu á grösum og gróðri. Hann kom sér upp góðu plöntu- safni, sem vakti athygli sérfróðra manna. 1 Hoffellsfjöllum er mikil fjöl- breytni í bergtegundum og margs konar steina er þar að finna. Guðmundur í Hoffelli var þekktur fyrir þekkingu sína á þessu sviði og námurekstur. Þegar hans naut ekki lengur við tóku synir hans við og komu sér upp snotrum steina- söfnum. Á síðari árum komst Helgi í gott samband við áhugam- enn um steinasöfnun, sem hann hafði mikla ánægju af að kynnast. Helgi hafði prýðilega söngrödd, enda var hann einn af félögum í Karlakór Hornafjarðar, sem starfaði undir stjórn Bjarna Bjarnasonar í Nesjahreppi til mikils menningarauka fyrir byggðarlagið. Fátt hygg ég að þeim, er minnast Hoffellsheimilis- ins frá fyrri árum, sé minnisstæð- ara en þegar Helgi tók lagið og Leifur lék undir á orgel. Á þessum árum lágu leiðir margra að Hof- felli, m.a. skipshafna af sjóróðra- bátum, sem stunduðu útgerð frá Höfn. Tók Helgi þá jafnan lagið öllum er á hlýddu til mikillar ánægju. Helgi starfaði í UMF Mána á fyrstu árum þess. í skólanefnd átti hann sæti um árabil og í sýslunefnd fyrir sveit sína um langan tíma. Svo sem skaphöfn Helga stóð til var hann alla tíð mikill og einlæg- ur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins. Á þeim tímum sem hið eiginlega félagskerfi Sjálfstæðisflokksins byggðist á ákveðnum trúnaðar- mönnum víðs vegar um landið var Helgi einn í þeirra hópi. Það er sannarlega þess virði fyrir sjálf- stæðismenn í Austur-Skaftafells- sýslu að minnast verka þeirra mætu flokksmanna, sem stóðu þá í forsvari fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óvíst er að sá árangur sem unnist hefur á síðari árum hefði orðið að veruleika ef þeirra hefði ekki notið við. Helgi var mikill göngumaður og fór þá ýmsar þær leiðir, sem aðrir þurftu frá að hverfa. Tvítugur að aldri tók hann sér ferð á hendur ásamt þeim Sigurbergi Árnasyni í Svínafelli og Unnari Benedikts- syni frá Einholti. Gengu þeir norður yfir Vatnajökul allt til Akureyrar og síðan aftur til baka. Þegar á það er litið hve útbúnaður til slíkra ferða í þá daga var ófullkominn, er augljóst að hér var um mikið afrek að ræða, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þeirra verkefna sem að framan eru greind var Helgi gildur þátttakandi í búskap í Hoffelli, í fyrstu í sambýli við föður sinn og bróður, en frá árinu 1945 fékk Guðmundur í Hoffelli sonum sínum öll búsforráð í hend- ur. Bjuggu þeir í sambýli til ársins 1954, en um það leyti hóf tengda- sonur Leifs, Þrúðmar Sigurðsson, búskap á nýbýli sínu, Miðfelli, sem leiddi til sambýlis þeirra Leifs og Þrúðmars. Á síðari árum byggði Helgi upp öll gripahús, girti lönd sín og jók ræktun til mikilla muna. Ber allt það starf því vitni, að þar var til framtíðarinnar horft. Árið 1942 kvæntist Helgi bráð- myndarlegri ungri stúlku, Heið- veigu Guðlaugsdóttur, fósturdótt- ur þeirra hjóna Jóns ívarssonar kaupfélagsstjóra og Guðríðar Jónsdóttur. Þau Helgi og Heiðveig eignuð- ust fimm börn, Jón bifreiðarstjóra á Höfn kvæntan Júlíu Óskarsdótt- ur, þau eiga tvö börn, Sigurbjörgu gifta Friðrik Sveinssyni og eiga þau eitt barn, heimili þeirra er á Höfn. Úlfar kvæntan Vilborgu Jónsdóttur og Guðmund, sem er ókvæntur. Þeir Guðmundur og Úlfar hafa nýlega tekið við búi af föður sínum. Einnig eignuðust þau dóttur er fæddist andvana. Tæpast getur það dulist neinum, sem til þekkir, hvert umhverfi maður sem Helgi í Hoffelli skapar í kringum sig. Eldri systkini mín minnast þeirra daga er Helgi var í leikjum með unga fólkinu á túninu í Hoffelli. Þar sem Helgi var að starfi ríkti jafnan góður andi, hygg ég að leitun sé á manni sem jafn eftirsóknarvert var að vinna með. I hans augum voru allir jafningjar og félagar, sem til verka gengu. Þetta reyndi ég sjálfur auk þess sem athygli mína vakti hve synir Helga gengu ungir til verka með honum og hve allur sá félagsskapur var náinn og kær. Hið sama var um dótturina, sem var yngst þeirra barna. Við bú- störfin á síðari árum var Sigur- björg jafnan önnur hönd föður síns. Tvær systur átti Helgi, þær Halldóru í Akurnesi og Þóru í Svínafelli. Ragna ekkja eftir þann horfna heiðursmann Leif í Hof- felli og Sigurbjörg föðursystir þeirra systkina búa þar enn. Þessar fjórar konur eiga nú á bak að sjá kærum bróður og vini. Helgi hafði um nokkurt skeið haft um það áform að byggja upp kirkjuna í Hoffelli, sem þar á sér langa sögu. Ýmsir þeir sem hafa dvalið í Hoffelli á bernskuárum hafa rætt um að ganga til liðs við það málefni. Má nú ekki lengur dragast, að til þess verks verði gengið. Enda hlýtur hér að vera kærkomið tækifæri til að heiðra minningu látins sæmdarfólks. Helgi var mikill faðir fjölskyldu sinnar, þar er því orðið skarð fyrir skildi. Engan mann hef ég þekkt á lífsleiðinni, sem búið hefur yfir meira jafnaðargeði og skapstyrk. í túninu í Hoffelli þar sem blóm gróa að vetri liðnum, skal nú varðveita þessa sérstöðu persónu- töfra látins vinar. Minningu hans til heiðurs og heilla þeim er garðinn byggja. Egill JónsHon Nú er sá maður fallinn í valinn, sem við öll þekkjum sem kátan og lífsglaðan mann, sem fjöll og jökla ei hræddist, og hann sem var hraustur og stór og gladdi hvern einasta mann, hvar og hvenær sem var. Hérna er átt við Helga Guðmundsson, bónda í Hoffelli í Nésjum, Hornafirði, sem nú er allur. Hann lést 3. þ.m. Helgi Guðmundsson fæddist að Hoffelli í Nesjahreppi í Austur- Skaftafellssýslu þann 14. apríl 1904, en eftirlifandi kona hans er Heiðveig Guðlaugsdóttir frá Snældubeinsstöðum í Reykholts- dal í Borgarfjarðarsýslu, fædd þann 13. sept. 1919. Þau eignuðust 4 börn, Jón, bifreiðarstjóra, bú- settan á Höfn, Úlfar, bifreiðar- stjóra og ábúanda í Hoffelli, Guðmund, bifreiðarstjóra og ábú- anda í Hoffelli, og Sigurbjörgu, sem er húsfreyja á Höfn. Ég sem rita þessar línur er búinn að þekkja Helga meira en 35 ár eða síðan árið 1945, er ég kom þá í fyrsta sinn í Hoffell sem ungur drengur. Síðan hafa leiðir okkar Helga legið saman. Margt væri hægt að skrifa honum til hróss, en ég ætla mér að skrifa það sem mér finnst að hann eigi hjá mér, því að alltaf leit ég á hann sem góðan uppalanda þeirra manna sem hjá honum hafa verið. Það sem mér er nú minnisstæðast um Helga er ekki bara hversu góður uppalandi hann var, heldur góður þeim sem voru fréttaþyrstir og vildu vita um hann og ferðir hans, sem ekki voru svo fáar um jökulinn og fjöllin með öðrum og líka einförum. Það eru ekki margir nútímamenn sem myndu ganga frá Hoffelli yfir Vatnajökul og til Akureyrar og til baka á einni viku, eins illa búnir og þeir sem fóru þá ferð. Margt er mér minnisstætt frá þeim árum, sem ég var í Hoffelli sem barn, jafnt af Helga og Leifi bróður hans, sem nú er látinn, og öllu því fólki sem þar hefur verið og ég þekkti. Helgi var einstaklega laghentur maður, jafnt á tré sem járn. Margt sá ég hann smíða og finna upp, sem engum hafði dottið í hug. Alltaf er mér minnisstæð- ast, er Helgi smíðaði hefilinn undir traktorinn og sagði við mann nokkurn, sem spurði hvaðan hann hefði fengið hugmyndina: Hugmyndina hafði ég sjálfur. Og það var rétt, hugmyndina átti hann sjálfur eins og margar aðrar hugmyndir. Fjöllin heilluðu Helga, og svo er um flesta þá sem hafa verið í Hoffelli, enda ekki skrýtið þar sem fjöllin og jökullinn eru alveg við bæjardyrnar. Og margar hug- myndir hafa menn fengið af snert- ingu við fjöll og jökla, en engan held ég hafa fengið slíka snertingu eins og Helgi í Hoffelli, því að þar fór maður jökla og fjalla, jafnt einn sem og með öðrum. Ég votta konu hans, börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúð og geymi endurminningar um góðan mann í huga mínum, sem svo margir gætu líkst. Jón Gunnar Jónsson Kínverjar leita til hjálpar- stoínana Genl, 6. febrúar. — AP. SENDINEFND Sameinuðu þjóðanna skýrði frá þvi i dag, að 20 milljónir Kinverja væru i nauðum staddar þar sem uppskera þeirra hefði eyðilagst i flóðum og þurrk- um til skiptis. Verst hafa orðið úti héruðin Hubei í suðurhluta landsins og Hebei í norðurhlutanum. Nefndin fór til Kína að beiðni stjórnarinnar í Peking, sem áður hafði ekki farið fram á aðstoð alþjóðlegra hjálparstofnana þegar hörm- ungar hafa dunið yfir þjóðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.