Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRUAR 1981 Eyðublaðatækni Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um Eyðublaðatækni í fyrirlestrasal félagsins að Síðumúla 23. Námskeiöið veröur haldið dagana 16.—20. febrúar frá kl. 09—12 (5 dagar). Tilgangur námskeiðsins er aö kynna hvernig draga má úr tiikostnaöi og ná jafnframt meiri og betri árangri með samræmdri gerð og réttri notkun eyðublaða. Fjallað verður um staöla á sviði skrifstofutækni, kennd hönnun eyðublaða og útskýrð prenttæknileg gerð þeirra. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og verklegum æfingum. Námskeiðið er ætlað þem sem skipuleggja skrifstofu- störf og hafa áhrif á eyöublaða- og skjalagerö á vinnustöðum sínum. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. ASTIÓmiUNARFÉLAG ÍSIANDS SÍÐUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SfMI 82930 ■ Kawasaki Á gamla verðinu til afgreiðslu STRAX Sverrir Þóroddsson, Sundaborg 7—9. Sími 82377. ipiá • o ! Vj EF ÞAÐ ER FRÉTT- ' 8) NÆMTÞÁERÞAÐÍ -|j MORGUNBLAÐINU Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri: Þórarinn Böðvarsson og Lestrarbók fyrir alþýðu Háttvirta samkoma! Séra Bragi Friðriksson vinur minn og skólabróðir fór þess á leit við mig nýlega, að ég minntist með fáum orðum séra Þórarins próf- asts Boðvarssonar í Görðum, hér í dag. Eg er nú ekki fræðimaður og mun því hér ekki verða um vísindalegan fyrirlestur að ræða, en ég taldi mig eiga séra Þórarni svo mikið upp að unna að ég gæti varla skorast undan því, að minn- ast hans nokkrum orðum enda þótt mér sé ljóst að fjölmargir munu mér færari til að gera því máli skil. Séra Þórarinn Böðvarsson var fæddur í Gufudal við Breiðafjörð 3. maí 1825, og voru foreldrar hans séra Böðvar prestur þar, síðar prófastur á Melstað Þorvaldsson prests og sálmaskálds í Holti undir Eyjafjöllum Böðvarssonar, og kona hans, Þóra Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð. Hann flutt- ist með foreldrum sínum fyrst að Stað í Steingrímsfirði og síðan að Stafholti. Þaðan fór hann í Bessa- staðaskóla og brautskráðist 1847 og úr prestaskólanum 1849. Dag- inn eftir að hann lauk námi í prestaskólanum, vígðist hann að- stoðarprestur til föður síns, sem þá var prestur á Melstað í Mið- firði. Á því sumri, kvæntist hann og gekk að eiga frændkonu sína Þórunni Jónsdóttur prófasts í Steinnesi. Svo er henni lýst: (Isa- fold 1894) Erindi flutt á 100 ára afmæli Garöa- kirkju á Álfta- nesi 26. maí sl. „Frú Þórunn var fyrirtak kvenna að gáfum og mannkostum. Hún var hvers manns hugljúfi, er henni kynntist. Með ágætri hús- stjórn átti hún sinn þátt í að gera garð þeirra hjóna frægan, og ástrík móðir var hún þeirra mörgu fósturbarna sem sinna eigin barna, en hjálpsemi og alúð við bágstadda óþreytandi". Þetta er greinilega ættarfylgja án þess að ég ætli mér að skjalla viðstaddar konur, sem af henni eru komnar. Á Melstað dvaldist séra Þórar- inn þar til honum var veittur Vatnsfjörður í mars 1854, og var hann þar prestur í 14 ár og þar af síðustu 3 árin prófastur í Norður- ísafjarðarsýslu. 1. febrúar 1868 voru honum veittir Garðar á Álftanesi, og þar var hann síðan prestur til dauða- dags og prófastur í Kjalarnesþingi frá 1872. Hann sat á Alþingi óslitið frá 1869—'94. Forseti neðri deildar var hann 1891 og 1894. Af því, sem hér hefur verið rakið má öllum Ijóst vera, að hér er ekki um meðalmann að ræða og fátt mannlegt hefur hann talið sér óviðkomandi. I dag er sérstaklega minnst afmælis Garðakirkju svo sem maklegt er, en bygging Garða- kirkju er ekki einasta afrek þessa afburðamanns, og langar mig að víkja nokkuð að öðru stórvirki, sem sé stofnun Flensborgarskól- ans, sem er einstakt afrek í skólasögu og menningarsögu þessa lands. Svo sem öllum hér er kunnugt urðu séra Þórarinn og frú Þórunn fyrir þeim þunga harmi að missa elsta son sinn, Böðvar, aðeins 19 ára gamlan. Af umsögnum sam- tíðarmanna er augijóst, hvílíkt afbragðs mannsefni hann hefur verið, bæði að gáfum, yfirbragði og allri framgöngu. Má nærri geta, hvílík sorg & Pýskir dagar Nú efnum við til þýskra daga og bjóðum heita og kalda þýska þjóðarrétti á hlaðborði. Við bjóðum marineruð grísalæri með djúpsteiktum hrísgrjónum. Svínaskanka með súrkáli (Sauerkraut). Svínarif með kartöflusalati og spínati, þýskar bjórpylsur með kartöflusalati. Ljúffenga Bæheimsskinku með baconsalati og kornsalati. Hangikjöt að þýskum hætti og svona mætti lengi telja. Einnig bjóðum við þýsk kornbrauð, áleggspylsur, fjölbreyttar tegundir ábætisosta og salatbar. Ókeypis fyrir börn 10 ára og yngri. Esjutríóið leikur fyrir matargesti í kvöld. iríi *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.