Morgunblaðið - 11.02.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 11.02.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1981 13 Hluti af kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Kór Langholts- kirkju æfir Messías KÓR Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar æfir nú Oratoriuna Messias eftir Iiánd el, eitt glæsilegasta kórverk sem samió hefur verið. Mun kór Langholtskirkju flytja verkið í kring um páska og verða fyrstu tónleikarnir 11. april. Messias er stærsta verkefni Langholtskirkjukórsins til þessa, en í kórnum eru 60 manns. Er kórinn kunnur að flutningi ým- issa merkra tónverka. Einsöngv- arar með kórnum í flutningi á Messías eru Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, Rut L. Magnússon, Garðar Cortes og Halldór Vil- heimsson. Messías verður flutt í Foss- vogskirkju en að sögn Jóns söng- stjóra er hljómburður þar mjög góður og unnt að nota orgel kirkjunnar með 25 manna hljómsveit, en einnig verður sembal notað í hljómlistinni. Kór Langholtskirkju fer í æf- ingabúðir í Ölfusborgum um miðjan marz til æfinga, en æf- ingar hófust um áramótin. Atvinnumálanefnd Akureyrar: Staðsetning stór- iðju heppileg- ust við Hjalteyri „Atvinnumálanefnd Akureyr- ar og bæjarstjórn hafa komizt að þeirri niðurstöðu. að heppi- legasta staðsetning stóriðju i Eyjafirði sé á svæðinu sunnan Iljalteyrar og norðan Ilörgár. l»ar eru taiin heppilcg hafnar- skilyrði, tenging við raforkunet- ið sé auðveld svo og allir aðdrætt- ir, þar sem aðeins séu um 15 km til Akureyrar. Þá álítur atvinnu- málanefnd, að iandslagsskilyrði séu þarna með besta móti,“ sagði Gunnar Ragnars. varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórn og fulltrúi hans i atvinnu- málanefnd. er Mbl. innti hann eftir þessu máii. „Þarna var aðeins verið að svara spurningu staðarvalsnefndar í sambandi við heppilegasta stað- setningu stóriðju, en ekkert var FÍB 65 ára FÉLAG íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, elzta starfandi félag atvinnurekenda í landinu, varð 65 ára sl. mánudag. Félagið var stofnað 9. febrúar 1916 og hefur starfað alla tíð síðan. Núverandi formaður er Vilhelm Þorsteinsson á Akureyri. fjallað um afstöðu til stóriðjunnar sjálfrar. Bæjarstjórn "Akureyrar samþykkti í nóvember síðastliðn- um jákvæða afstöðu til uppbygg- ingar stóriðju við Eyjafjörð og ég tel það vera afgerandi atriði fyrir alhliða framþróun í atvinnumál- um hér í Eyjafirði að komið verði upp stóriðju áður en langt um líður," sagði Gunnar að lokum. Þorri blótað- ur á Þingeyri Þinifeyri, 9. febrúar. LAUGARDAGINN fyrsta í Þorra héldum við Þingeyringar hefð- hundið þorrabiót sem Slysavarnar- deildin Vörn gengst fyrir árlega. Neittu menn islensks þorramatar úr trogum. heimamcnn skemmtu okkur með ýmsum „uppákomum“ meðan setið var undir horðum. Hirðskáldið Elías Þórarinsson flutti okkur frumsamda drápu er vakti verðskuldaða athygli. Tómas Jónsson sparisjóðsstjóri skemmti af alkunnri smekkvísi og kímni ásamt fleirum. Sungið var af lífsins lyst undir borðum. Að loknu borðhaldi var slegið upp dansleik og skemmtum við okkur fram eftir nóttu. — Ilulda Rafíðnaðarsamband íslands: Fordæmir íhlutun ríkisins í mikil- væg samningsákvæði „ÞINGIÐ skorar á miðstjórn ASl að vera sjálfri sér samkvæm og veita stjórnvöldum fullt aðhald i þvi skyni að þau standi við gefin fyrirheit um að ekki skuli rýrður kaupmáttur launafólks,“ segir m.a. í ályktun um kjaramál, sem samþykkt var á þingi Rafiðnaðar- sambands íslands nýlega. í ályktuninni er mótmælt „íhlut- un ríkisvaldsins í mikilvæg samn- ingsákvæði gildandi kjarasamn- inga“ og síðan segir: „Óljós og þokukennd fyrirheit stjórnvalda um aðgerðir síðar á árinu í því skyni að varðveita kaupmátt, sem orðið hefði við óhefta verðbólgu, breyta engu um eðli þessarar árás- ar á frjálsan samningsrétt, ekki sízt þegar hafðar eru í huga margítrek- aðar yfirlýsingar ýmissa ráðherra um að bráðabirgðalögin séu aðeins upphaf þess sem koma skal, frekari aðgerða sé þörf og von síðar á árinu.“ Kvikmyndin Lilja sýnd í finnska sjónvarpinu ISLENZKA kvikmyndin Lilja. sem byggð er á samnefndri smásögu Halldórs Laxness, verður sýnd 4 sinnum i finnska sjónvarpinu á næstunni. Ástæðan fyrir þessum sýningafjölda er m.a. sú að komin er út bók i Finnlandi sem ætluð er til kennslu og ber nafnið Pohjo- ismasisa Kertojia, en i bókinni eru eingöngu smásögur sem hafa verið kvikmyndaðar. Smásagan Lilja er birt í heild í bókinni og síðan er gerður ítarlegur samanburður á kvikmyndinni og sögunni. I bókinni er kvikmyndin Lilja talin gott dæmi um hvernig hægt sé að kvikmynda smásögu, þannig að myndin lifi sjálfstæðu lífi sem kvikmynd án þess að hallað sé á söguna. Höfundur bókarinnar. Pohjoism- asisa Kertojia, er Reijo Rae. Leik- stjóri Lilju er Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndatöku stjórnaði Snorri Þórisson og hljóðupptöku annaðist Jón Þór Hannesson. (Úr fréttatilkynningu.) ITT I i ts ión var pstæk i litgæði framtíðarinnar Bræðraborgarstíg 1 - Sími 20080- (Gengiö inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.