Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 29 ? 5i 1« f í 1 $ “ i ? h ? ;i i »j sfa^ÆÍj^'v/á * u ^ ~ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Frá námskeiði sem Byg;?ingarþjónustan hélt i stillingu hitakerfa. stilling þrýstijafnara, mismunar- þrýstingur minni en 1—2 metra vatnssúla yfir hitakerfið. Þessi stærð er stillanleg með membru- stýrðum þrýstijöfnurum, sem framleiddir eru og seldir af fjölda fyrirtækja. Rétt er, að þrýstijafn- arar eru dýrari en þrýstiminnkar- ar, en sá þrýstijafnari, sem er mest seldur og notaður hér á landi, er sá ódýrasti á markaðn- um, miðað við kröfur, sem gerðar eru um nákvæmni. Á fyrsta nám- skeiðinu, þar sem rætt var um stillingu hitakerfa og öllum selj- endum loka og stillitækja var boðið að kynna vöru sína, mætti vélaverkfræðingurinn og félagi hans, einnig voru fyrir Danfoss- sölumenn, en aðrir seljendur sýndu ekki áhuga á málinu. Sölu- maður spurði hann við þetta tækifæri, hver væri nákvæmni stillingar þrýstiminnkara þeirra, er hann kynnti, og var svarið 5 m vatnssúla, eins og fjöldi manns varð vitni að, en þetta er hliðstætt við upplýsingar um aðra þrýsti- minnkara. Reyndin er hins vegar sú að erfitt mun vera að stilla þá þrýstiminnkara, sem á markaðn- um eru hér á landi, á þá ná- kvæmni, sem upp er gefin. Er undirrituðum kunnugt um, að nákvæmari þrýstiminnkarar finn- ast, en þá á hærra verði. Hverjir eru ókostirnir? Ókostir óþarflega mikils mis- munarþrýstings yfir kerfi eru verulegir, þó þrýstingur sé innan þeirra hámarksmarka, er fram- leiðendur handstilli- og hitastilli- loka tilgreina sem mesta þrýsting yfir lokana. Getur þetta m.a. komið fram í rennslissuði í lokum og kerfinu sjálfu, sveiflukenndri starfsemi sjálfvirkra ofnhitastilla, þ.e.a.s. snöggheitum eða köldum ofnum á víxl með þar af leiðandi meiri vatnsnotkun og óþægindum. Dæmi: fáist 100% rennsli við þrýstihlutfall 1 og þrýstihlutfallið sé fjórfaldað t.d. úr 1 metra vatnssúlu í 4 metra yfir kerfi, eykst rennsli um 100% eða tvö- faldast. Af þessu dæmi sjá þeir, sem áhuga hafa, að ekki aðeins þarf að stilla þrýstijafnara af kunnáttu, heldur einnig það, að þrýstiminnkarar henta illa til þessarar notkunar, hvort sem um er að ræða einfalda eða tvöfalda fjarvarmaveitu. Það getur orðið í mörgum til- fellum dýr eftirleikur húsráðenda, ef illa tekst til um stillingu kerfis og ekki má vænta að vinnan sé gefin, ef skipta þarf um tæki. Skulum vona að það hafi borið árangur Orðasambandið „allt í grænum sjó“, var fengið að láni hjá öðrum leiðbeinanda á umræddu nám- skeiði, þá notað um kerfi í slæmu ásigkomulagi og á því einnig við um kerfi með þrýstiminnkara. Að lokum vill undirritaður taka undir lokaorð vélaverkfræðings, að miklum fjárihunum er varið í uppbyggingu fjarvarmaveitna og því sé full ástæða til að hvetja húseigendur og aðra, er fyrirhuga tengingar við hitaveitu, að kynna sér vel hvers eðlis hitakerfið er, svo velja megi hagkvæmustu stjórntæki í hverju tilfelli. Einnig þetta, tilgangur aðstand- enda margræddra námskeiða hef- ur væntanlega verið sá að fá leiðbeinendur, er best gætu miðlað upplýsingum, og þá sérstaklega til þeirra, sem vinna í nánu sambandi við neytendur, um mikilvægi þess, að hitakerfi þeirra væru rétt stillt. Við skulum vona að það hafi borið árangur." Þessir hringdu . . SAGA KOLVIÐARHÓLS !% IJ* 8 8 m m m Skúli Helgason Gleymdist að geta heimild- armannsins Gísli Bjarnason hringdi og sagði: — Mikið hrós og verðskuld- að hefur verið látið í ljós um Hellisheiðarkvikmyndina sem sýnd var í sjónvarpinu. En þeir sem hlýddu á frásögn þularins og þekktu jafnframt bók Skúla Helgasonar fræðimanns frá Svínavatni í Grímsnesi, „Saga Kolviðarhóls", sem gefin var út hjá Prentsmiðju Suðurlands árið 1959 þurftu ekki að fara í grafgöt- ur um, hvaðan fróðleikurinn væri fenginn, auk þess sem mörgum myndum úr bókinni var skotið inn í kvikmyndina. Skúli Helgason lagði gífurlega vinnu í gerð fyrr- nefndrar bókar, svo að það var mjög bagalegt að mínum dómi, að það skyldi gleymast að geta þessa ágæta heimildarmanns. Forsíða á bókarkápu „Sögu Kol- viðarhóls“ eftir Skúla Helgason. Kápumyndin var ein af mörgum myndum úr bókinni, sem fléttað- ar voru inn i Hellisheiðarþáttinn i sjónvarpinu. Ráðhús handa Reykjavík S.S. hringdi og sagðist vera með tillögu um nýtingu á Hótel Borg: — Það á að efna til samkeppni meðal arkitekta um viðbyggingu við gamla húsið út í lóðina við hliðina. Turninn á að verða miðja hússins og húsið miðja Reykjavík- ur, ráðhús. Allar borgir hafa ráðhús, meira að segja Akureyri. Það má heldur ekki láta gamla miðbæinn hérna deyja út, því að þá missir borgin sálina. I þessu stækkaða húsi er hægt að koma fyrir öllu sem ráðhús þarf að hafa og borgin á nóg af listaverkum til að skapa þar virðulegan og list- rænan blæ. Og þá þurfa menn ekki að rífast út af ráðhúsbyggingu við Tjörnina. Ákveðinn tíma fyrir Morgunorð Útvarpshlustandi hringdi og kvartaði yfir því að ekki væri hægt að reiða sig á það hvenær þátturinn Morgunorð kæmi í út- varpinu: — Það er venjan að hafa þáttinn á eftir leiðaralestrinum, sem tekur mislangan tíma. Ég hef ekki svo sterk bein að ég treysti mér til að hlusta á þá lesningu finnst nóg um pólitíkina samt, ég tala nú ekki um á mánudögum, þegar lesið er úr landsmálablöðum fram eftir morgni. Þess vegna slekk ég á tækinu, meðan þetta stendur yfir, en missi oft fyrir bragðið af Morgunorðunum. Ég leyfi mér því að fara fram á það við útvarpsmenn, að þeir gefi þessum þætti ákveðinn tíma í dagskránni, sem hlustendur geta treyst á. C» . 2 ☆ ",________1 r > O Kvenstúdentar! VnO6 Laugardaginn 28. febrúar höldum viö hádegisfund í veitingahúsinu Hlíöarenda viö Nóatún klukkan 12.30. Ræöumenn dagsins eru: Hjördís Hákonardóttir, sýslumaður, Berglind Ásgeirsdóttir, fulltrúi í utanrík- isráöuneytinu og séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir. Ræöuefniö er brýnt: „Hvað á ég aö gera við manninn minn? Kvenstúdentafélag íslands Félag íslenskra háskólakvenna VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingitmenn og borgarfulltrúar Sjílfstnðisflokkains voröa til viötals I Valhöll, Héaloitisbraut 1 é laugardögum fré kl. 14.00 til 16.00. Er þar tokiö é móti hvors kyns fyrirspurnum og ébondingum og or öllum borgarbúum boöiö aö notfnra sér viðtalstíma þossa. Laugardaginn 28. febrúar veröa til viötals Magnús L. Sveinsson og Sigurjón Fjeldsted varaborgarfulltrúi. Saltkjöt Sprengidaginn Veljiö sjálf saltkjötiö úr saltkjötsbökkunum okkar. 03^ SlGeA V/öGA í i/LVtkAk/ Xfcf SE6I miXÚtt WA, \tosA, m emvM, 'bAMm ifaAfbWi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.