Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 32
SMMMBMMMI Síminn á afgreiösiunni er 83033 ftaqpuiliflafeifr Síminn á ritstjórn og skrifstofu: ! 10100 JRorjjunblatMti FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 Ríkisstjórnin: Endursendir Þórs- haínarmálið til Fram- kvæmdastofnunar Á FUNDI sinum í gær sam- þykkti ríkisstjórnin einróma ályktun þess efnis aó Fram- kvæmdastofnun ríkisins leiði til iykta málið um togarakaup tii ÍHirshafnar. samkvæmt fyrri áiyktun stjórnar stofnunarinnar frá 4. júlí sl. þar sem hún samþykkir að atvinnumál Þórs- hafnar verði leyst með þvi að keyptur verði togari og rekinn sameiginlega frá Raufarhofn. Ríkisstjórnin tekur þó fram í ályktuninni að hún telji eðlilegt að Framkvæmdastofnun standi við fyrri samþykkt sína um að lán úr Byggðasjóði verði 20% miðað við kaupverð 21 milljón norskra króna. Stjórnarmenn Framkvæmda- stofnunar vildu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum stjórn- arfundi, sem verður kl. 10 í dag. Sjá nánar umfjóllun um mál- ið og ályktun rikisstjórnar- innar á bls. 14. Farmannaverkfallið: Floti Hafskips bund- inn innan tíu daga ÁHRIF farmannaverkfalls- ins koma nokkuð misjafnlega niður á skipafélogunum sam- kvæmt upplýsingum Morgun- biaðsins, en Þorkell Sigur- Duflið: Rússneskt kafbáta- loftnet „DUFLIÐ er hluti af kafháta- loftneti og að minu áliti og sérfræðinga af Keflavikur- flugvelli rússneskt að gerð, því við fundum rússneskt let- ur á þvi þegar við skoðuðum það í morgun,“ sagði Bcrent Sveinsson, yfirloftskeytamað- ur Landhelgisgæzlunnar. i samtali við blaðamann Mbl. i gær, en hann fór í gærmorgun ásamt nokkrum sérfræðing- um af Keflavikurflugvelli og skoðaði duflið, sem áhófnin á mb. Gauk GK 660 kom með til Grindavíkur sl. sunnudag, en ])eir fundu það á reki á svonefndum Reykjaneshrygg. „Þetta er hluti af kafbáta- loftneti, sem látið er fljóta upp á yfirborðið þegar kafbáturinn er neðansjávar. Varnarliðs- menn munu flytja duflið upp á Keflavíkurflugvöll til nánari rannsóknar á morgun," sagði Berent einnig, og aðspurður sagði hann, að stundum væru litlar sprengjur í slíkum dufl- um, sem gegndu því hlutverki að eyðileggja það, ef það slitn- aði úr tengslum við loftnets- kerfið, en annað hvort væri ekki slík sprengja í þessu dufli eða að hún hefði ekki virkað. laugsson hjá Eimskip sagði í samtali við Mbl., að áhrifa þess væri lítið sem ekkert farið að gæta i sambandi við innflutning til landsins, enda hafa ekki nema tvo skipa félagsins stöðvast. — „Það fer hins vegar ekki hjá því, að verkfallið hefur mikil áhrif á útflutning landsmanna og þá kannski aiveg sérstaklega síldarútflutninginn, scm nú stendur yfir,“ sagði Þorkell. „Ef verkfallið ekki leysist munu tvö skip til viðbótar stöðvast um helgina og þó nokkur í næstu viku, en hjá okkur eru 25 skip í siglingum. Gera má ráð fyrir, að verulegra áhrifa verkfallsins gæti ekki fyrr en eftir tvær vikur varðandi inn- flutning," sagði Þorkell Sigur- laugsson ennfremur. Guðmundur Baldur Sigurgeirs- son hjá Hafskip sagði, að innan viku til tíu daga myndi allur floti félagsins stöðvast, drægist verk- fallið á langinn. Skaftá væri þegar stopp í Reykjavík og Langá kæmi til Akureyrar og stöðvaðist á morgun og síðan Rangá ennfrem- ur á Akureyri um helgina. Hann sagði að væntanlega myndu leigu- skip félagsins, sem eru tvö, halda áfram siglingum þrátt fyrir að verkfallið, drægist á langinn. Vélbáturinn Sæljón SU 104 kemur til aðstoðar, en eins og sjá má er Hólmatindur nánast kominn upp i fjöruborðið. (Liófiin. Ævar AuAbjörnason). Slitnaði frá bryggju og rak inn Eskifjörð Eskifirði, 26. febriMr. í MORGUN lá við að illa færi er skuttogarinn Hólmatindur slitn- aði frá bryggju hér á Eskifirði í suðaustanroki. í nótt gerði hér mikið hvassviðri og hellirign- ingu. I einni hryðjunni sleit togarinn, sem hafði komið inn i nótt, af sér landfestar og rak af stað inn fjörðinn. Vélar skipsins voru ekki i gangi og aðeins einn maður var sofandi um borð i skipinu. Tveimur mönnum tókst þó að komast um borð i Hólma- tind um það leyti er skipið var að slitna frá. Byrjuðu þeir strax að reyna að koma vélum skipsins í gang, en skipið rak hratt í átt að mb. Sæljóni, sem lá við bryggju skammt frá. Menn voru komnir um borð í Sæljónið er séð varð hvað verða vildi. Leystu þeir lafldfestar og héldu til móts við Hólmatind. Stóð það á endum, að rétt áður en togarinn lenti upp í fjöru tókst að gangsetja vélar skipsins og þá var Sæljónið komið á siðu togarans. Fór því betur en á horfðist. Mjög mikið hefur rignt hér síðustu daga og nær allan snjó tekið upp í bænum. Hins vegar hefur verið gott skíðafæri í Oddsskarði og margir lagt leið sína þangað undanfarið, einkum þó um helgar. — Ævar. * Alit nefndar um skuldbreytingar húsbyggjenda rætt í rikisstjórn: Lausaskuldum breytt í 10 ára verðtryggt lán NEFND sú er ríkisstjórn- in skipaði í janúar sl. til að gera tillögur um skuld- breytingar húsbyggjenda úr lausum lánum í föst lengri lán hefur skilað áliti sínu, og kynnti Jón Ormur Ilalldórsson. að- stoðarmaður forsætisráð- herra, álitið á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun, en hann var jafnframt ritari nefndarinnar. Nefndin varð sammála í áliti sínu, nema hvað Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka íslands, skilaði sér- áliti. — Tillögur nefndarinnar 10,2% grunnkaupshækkim til báta- og togarasjómanna: Öðlast lifeyrisréttindi 60 ára í stað 67 ára áður SAMNINGAR tókust í kjaradeilu báta- og togara- sjómanna og útgerðar- manna hjá Sáttasemjara ríkisins rétt eftir miðnætt- ið í fyrrinótt, en þar á undan höfðu staðið yfir Iangir og strangir fundir. Guðlaugur borvaldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við Mbl. í gærdag, að samið hefði verið um 10,2% grunnkaupshækkun til sjómanna auk ýmissa annarra félagslegra at- riða. Ein meginbreytingin í þessum samningum að mati aðila er þó nýtt fyrirkomulag á iðgjalda- greiðslum fyrir sjómenn í Lífeyrissjóð sjómanna. Það breyt- ist á þann veg, að viðmiðunarfjár- hæðir, eða iðgjaldapósturinn, hækkar um 20% umfram lág- markskauptryggingu, en hann náði henni ekki áður. Iðgjalda- greiðslan var áður ákveðin einu sinni á ári, en mun nú fylgja verðlagsbreytingum í landinu. Þá er í samkomulaginu gert ráð fyrir breytingum á réttindum til lífeyristöku úr Lífeyrissjóði sjó- manna, þannig að menn geti öðlast réttindi 60 ára í stað 67 ára áður. Útgjaldaauka sjóðsins vegna þessa ákvæðis hefur ríkisstjórnin ákveðið að bakka upp ef með þarf. Sjá nánar viðtöl við óskar Vigfússon, Kristján Ragnarsson og Ingólf Fals- son bls. 12. gera ráð fyrir því, að húsbyggj- endum og kaupendum verði gert kleift að breyta öllum lausa- skuldum í fast lán, sem yrði í formi skuldabréfs til 10 ára, að fullu verðtryggt með 2% vöxt- um. Gert er ráð fyrir því að Húsnæðismálastofnun ríkisins gefi skuldabréfið út á ákveðinn banka eða sparisjóð. Sigurgeir Jónsson lagði til í sínu áliti, að lánstíminn yrði 6 ár og vextirnir yrðu 2,5%. Rök- semdir Sigurgeirs fyrir styttri lánstíma og hærri vöxtum eru þær, að ekki sé hægt að ganga of nærri sparisjóðunum í landinu, en þetta kerfi muni óneitanlega binda mikið fé, sem sparisjóð- irnir séu með fyrir í þessum lánum. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að tillögurnar hefðu verið kynntar og ræddar á ríkisstjórnarfundinum og yrðu áfram til umfjöllunar. Af- greiðslu væri hins vegar að vænta innan tíðar. I nefndinni sátu auk Jóns Orms Halldórssonar og Sigur- geirs Jónssonar þeir Grétar Þorsteinsson, Jón G. Sólnes, sem var formaður, Jón Júlíusson og Ólafur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.