Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 Frá sjóréttinum í Eyjum í gær. skýrslu. Þórður Rafn Sigurðsson skipstjóri Ölduljóninu gefur LjÓNm. Mbl. Sigurgeir. Sjópróf Heimaeyjarslyssins: SJÓPRÓF hófust í gær í Vestmannaeyjum í máli Heimaeyjar VE og kom skipstjórinn Gísli Garðarsson fyrir sjórétt í gær ásamt skipstjórum á Ölduljóninu VE og togaranum Sindra. Sjóprófum verður haidið áfram í dag og koma þá fyrir sjórétt skipverjar. fulltrúar útgerðar og tryggingarfélags. t réttinum var lögð fram dagbók skipsins og verður rakið efni hennar hér á eftir. Dómsforseti er Jón Ragnar Þorsteinsson, en meðdómendur Friðrik Ásmundsson og Angantýr Elíasson. t skipsdaghók ritar skipstjórinn að um kl. 16 þann dag sem óhappið átti sér stað voru þrjú net einnar trossunnar komin i sjó þegar báturinn kastaðist yfir í stjór. Fóru netin i skrúfina við kastið, en strax var kúplað frá vélinni. Voru gerðar tilraunir til þess að losa netin með því að kúpla að, en vélin stöðvaðist strax. Ölduljón VE 130 var þá statt skammt frá og kallaði skipstjórinn i það og bað um að vera dreginn i land. Síðan segir skipstjórinn i dag- bókinni: ,Um kl. 18 kom Ölduljónið til okkar og hófust tilraunir til að koma taug á milli skipanna. Um kl. 19 hafðist að koma vír frá Ölduljóninu yfir til okkar og dró hann okkur vestur fyrir Einidrang en um kl. 20 bilaði rör við spilið á Olduljóninu en þar er búnaður sem sá um að gefa eftir ef mikið tók á vírinn. Skömmu síðar slitnaði virinn milli skipanna. Vorum við þá staddir 4 sjóm. norðvestur af Þrídröngum. Togarinn Sindri VE hafði samband við okkur er Ölduljónið var byrjað að draga okkur og bauðst hann til að aðstoða okkar ef með þyrfti, en hann var þá skammt suðvestur af okkur. Er vírinn slitnaði hafði Ölduljónið sam- band við varðskip, sem statt var í vari út af Eiðinu og bað þá að koma okkur til aðstoðar. Skömmu síðar hafði útgerðarstjórinn samband við okkur úr mb. Suðurey og bað mig að bíða með að taka varðskip meðan haft væri samband við tryggingarfé- Þingfundir falla niður á mánudag FUNDIR Alþingis á mánudaginn falla niður vegna þings Norður- landaráðs, sem senn hefst í Kaup- mannahöfn, en allmargir þing- menn og ráðherrar sækja þingið að venju. Gert er ráð fyrir að þingfundir verði síðan haldnir með eðlilegum hætti það sem eftir er næstu viku, en rólegt mun að öllum líkindum verða í þingsölum þar til landsfeður koma heim frá Danaveldi á ný. I gær voru fundir í báðum deildum Alþingis, og í neðri deild lauk fyrstu umræðu um bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar um „viðnám gegn verðbólgu". Var mál- inu vísað til fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar að umræð- unni lokinni. lagið, nema skipið væri statt í neyð. Vegna þess að skipið var ekki í neinni hættu þarna afþakkaði ég aðstoð varðskipsins. Á meðan út- gerðarstjórinn hafði samband við tryggingarfélagið bauðst Sindri til að draga okkur í land og þáði ég það, enda taldi ég Sindra jafn vel útbúinn til að draga okkur í land eins og varðskip, auk þess sem hann var miklu nær okkur. Áður hafði ég verið búinn að kalla í VE-radíó og athuga hvort hægt væri að fá Lóðsinn okkur til aðstoðar. Talaði ég við skipstjórann á honum og taldi hann að hann gæti ekki dregið hann í land vegna veðurs en sagðist geta komið ef ég vildi, en ég sá ekki ástæðu til þess að þiggja það þar sem Sindri var búinn að bjóða aðstoð. Kallaði útgerðarstjórinn í mig skömmu síðar og bað hann mig um að láta Sindra draga okkur. Kom Sindri skömmu síðar og hófust strax tilraunir til að koma taug á milli skipanna. Létum við lóðabelgi með línu út og ætluðum að láta þá reka frá okkur en vindurinn var það mikill að þeir fuku af bátnum aftur. Reyndum við þá að skjóta með yfir í Sindra, fyrst á við okkur og síðan á en þeir náðu hvorugri niður, en þeir voru þar ekki svo ég vissi að þeir hefðu farið útbyrðis. Fór ég strax aftur í stýrishús og leitaði með kastaranum í sjónum kring um bátinn, einnig kallaði ég í Sindra og bað hann að leita, en vegna sjógangs og særoks sást ekk- ert út fyrir bátinn. Þetta gerðist skömmu fyrir miðnætti. Þegar þetta gerðist var búið að losa báðar ankerisfestingar uppi á dekki, en þegar slaka átti ankerunum voru keðjurnar fastar. Tel ég að þær hafi kastast til í keðjukassa og óklárast. Lét ég þá loka öllu og sagði mönnum að fara niður í gang og halda sér þar, því skammt var eftir í brimgarðinn. Tilkynnti ég varðskipi hvernig kom- ið væri og hafði það samband við Slysavarnafélagið. Þegar brotsjór- inn kom á okkur voru vélstjórarnir niðri í vélarrúmi, því við reyndum að losa um skrúfuna með því að láta vélina snúast fullan snúning og kúpla að en vélin stöðvaðist strax. Þegar brotið kom á okkur köstuðust vélstjórarnir til í vélarrúminu og við það slasaðist 1. vélstjóri, brotnaði á hægri hendi og marðist á baki.“ Síðan segir í skýrslu skipstjórans að strandið hafi átt sér stað kl. 00.15 og 20 mín. síðar hafi björgunarsveit- armenn verið komnir á strandstað. Bar varðskip boð á milli skipverja á Heimaey og björgunarsveitarmanna, en skipstjórinn á Heimaey skaut línu í land og voru skipverjar síðan dregnir í björgunarstól. Skipstjórinn síðastur, kl. 2.30 um nóttina. línubyssu hléborða kulborða línunni. o Þá reyndu þeir á Sindra að skjóta yfir til okkar og náðum við línunni í þriðju tilraun, en er við vorum að draga hana yfir til okkar, slitnaði hún vegna vinds og sjógangs. Þá reyndu þeir á Sindra að keyra í kring um okkur með línu aftan í og náðum við tvisvar að setja í hana en misstum hana í bæði skiptin. Meðan á þessum tilraunum stóð hafði vindurinn snúist úr suðsuðaustri í suðvestanátt og án þess að gera okkur grein fyrir, rak bátinn með miklum hraða að landi. Um kl. 23.30 voru 2,7 sjómílur í land og lét ég þá gera klárt til að láta ankerin falla. Þegar Albert og Guðni voru að losa ankerisbremsur á bakborðsankeri kom mikill brotsjór á bátinn. Ég sat í stól stjórnborðsmegin í stýrishúsi og kastaðist yfir í bakborðshlið þess. Er ég leit út á dekkið aftur sá ég að það vantaði Albert og Guðna á dekkið. Hljóp ég strax fram og athugaði hvort þeir hefðu komist INNLENT Sjúkrahús Suðurlands: Rekstrarstjórn aug- lýsir stöðu yfirlæknis Ráðuneytið segir yfirlækni þegar ráðinn Brotsjór um 3 sjómílur frá landi tók mennina út AUGLÝSING frá rekstrarstjórn Sjúkrahúss Suðurlands þar sem auglýst er laus til umsóknar staða yfirlæknis við Sjúkrahús Suður- lands er „á misskilningi byggð“ segir i athugasemd sem barst Mbl. frá heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu í gær. Segir einnig í athugasemd ráðuneytisins, að yfir- læknir Sjúkrahúss Selfoss, sem væntanlega hættir starfrækslu með tilkomu Sjúkrahúss Suðurlands, eigi sjálfkrafa að hljóta yfirlækn- isstöðuna á hinu nýja sjúkrahúsi. Formaður rekstrarstjórnar Sjúkra- húss Suðurlands, Páll Hall- grimsson sýslumaður, viidi ekki tjá sig um málið, er Mbl. ræddi við hann i gær: „Ég hef hvorki heyrt né séð neitt frá ráðuneytinu og það hefur ekki verið haft samband við mig út af þessu, ég ræði þvi málið ekki á þessu stigi,“ sagði hann. Athugasemdin frá ráðuneytinu hljóðar svo: „Undanfarna daga hef- ur birst í fjölmiðlum auglýsing frá rekstrarstjórn Sjúkrahúss Suður- lands, þar sem auglýst er laus til umsóknar yfirlæknisstaða við Sjúkrahús Suðurlands. Vegna þess- arar auglýsingar óskar ráðuneytið að koma á framfæri eftirfarandi: Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi tekur að öllum likindum til starfa á þessu ári. Tekur það m.a. við starfsemi Sjúkrahúss Selfoss og verður rekstri þess sjúkrahúss þar með hætt. Ráðuneytið hefur alltaf litið svo á, að öll starfsemi og allt starfslið Sjúkrahúss Selfoss eigi að flytjast yfir til Sjúkrahúss Suður- lands og telur að um það hafi náðst samkomulag, enda er slíkt fyrir- komulag á allan hátt eðlilegt. Ráðu- neytið lítur því svo á, að starfandi yfirlæknir við Sjúkrahús Selfoss eigi að taka við yfirlæknisstöðu við Sjúkrahús Suðurlands, enda er ráðuneytinu kunnugt um, að hann hefur ekki sagt lausu starfi sínu. Fyrir því lítur ráðuneytið svo á að nefnd auglýsing sé á misskilningi byggð og mun óska eftir því við Læknafélag íslands, að það komi þeim upplýsingum á framfæri við félagsmenn sína.“ Búvöruverð ljóst í dag? BÚIST var við því, að nýtt búvöru- verð lægi ljóst fyrir um hádegisbil- ið i dag, samkvæmt heimildum sem Mbl. aflaði sér i gær. Á fundi sinum i gærmorgun fjallaði rikis- stjórnin um málið og jafnvel búist við nýjum fundi hennar um það í morgun. og jafnframt var Sex- mannanefnd landbúnaðarins stefnt saman i morgun. Sexmannanefndin hefur kynnt ríkisstjórninni þau atriði um fram- reikning búvörugrundvailar sem hún er sammála um, en upp kom í nefndinni deila um hvernig túlka bæri ákvæði í lögum um verðstöðv- un varðandi framreikning vissra þátta búvörugrundvallarins, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Sjónvarpið kaup- ir hæðarhluta fyr- ir 2,3 milljónir kr. „ÞAÐ ER EKKI á dagskrá hjá okkur að lengja útsendingar- tímann. eins og fjárhag sjón- varpsins er háttað, þannig að við þessa ákvörðun verður stað- ið,“ sagði Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- ins i viðtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi, en sú ákvörðun, sem tilkynnt var í sjónvarpinu í fyrrakvöld, að sýna 25 mínútna mynd frá heimsókn forseta ís- lands til Danmerkur í staðinn fyrir „Allt í gamni með Harold Lloyd“, sem var á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20.50 hefur vakið óánægju margra og jafnvel grát yngstu áhorfend- anna, og hafa t.a.m. fjölmargir lesendur Mbl. haft samband við blaðið þessa vegna. Þá staðfesti Pétur, að Ríkisútvarpið hefði fest kaup á hluta jarðhæðar í sjónvarpshúsinu við Laugavcg fyrir 2,3 millj. kr., en húsnæði þetta var í eigu Bílasmiðjunnar og hefur verzlun verið þar til húsa. Pétur sagði, að filman frá Danmörku væri ekki komin til landsins, en væntanleg, og fyrri ákvörðun um niðurfellingu þátt- arins með Harold Lloyd yrði ekki breytt. „Það má kannski segja, að þetta hafi verið skortur á framsýni hjá einhverjum í sjónvarpinu að geta ekki séð þetta fyrir, en ég sé ekki að það breyti miklu, þó þessum þætti sé frestað um eina viku.“ Áð sögn Péturs voru húsnæðiskaupin fjármögnuð með fé úr fram- kvæmdasjóði Ríkisútvarpsins sem væri afmarkaður sjóður og sagðist hann aldrei hafa heyrt, að til greina kæmi að fjármagna dagskrárgerð eða annan rekstur með því fé. „Húsnæðisskortur er mikill, bæði hjá sjónvarpi og útvarpi eins og kunnugt er. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um til hvers þetta viðbótarhúsnæði verður notað, en af nógu er að taka,“ sagði hann í lokin. V estmannaeyjar: Boðuðu yfírvinnubanni af létt BOÐUÐU yfirvinnubanni Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja, sem átti að hefjast 1 gær, var aflétt á stjórnar- og trúnaðarmannaráðs- fundi i fyrrakvöld skv. upplýsing- um frá Jóni Kjartanssyni i gær. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkalýðsfélagsins og atvinnurek- enda um meginþætti þess sem bar í milli og hafa samningar þess efnis verið undirritaðir. Jón sagði, að ástæðan fyrir boðun yfirvinnubannsins hefði verið sú, að nokkrir sérsamningar hefðu verið ógerðir, þar á meðal um vaktavinnu í fiskimjöl8verksmiðjum og frysti- húsum þar sem ákvæði laga um hvíldartíma hefðu breytt þeim samningum. Samkomulag hefur náðst um þessi atriði en enn ber eitthvað í milli um 10 klukkustunda hvíldartíma á sólarhring. Arnar Sigurmundsson skrifstofu- stjóri hjá sameiginlegri skrifstofu frystihúsanna í Vestmannaeyjum sagði í viðtali við Mbl. í gær, að ekki hefði náðst endanlegt samkomulag um frávikin frá lögboðnum hvíld- artíma, en ný lög um vinnutíma o.fl., sem gildi tóku um sl. áramót, hefðu skapað mikla erfiðleika varð- andi fiskmóttöku á hinum hefð- bundnu vertíðarsvæðum, þar sem yfirleitt væri komið með óslægðan fisk að landi seinni hluta dags og á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.