Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1981 17 Um sendiherraembættið og fjárveitingu til þess urðu nokkrar deilur á þinginu. Þótti sumum sem hjer væri verið að stofna til embættis sem væri algerlega óþarft og meira til að sýnast. Voru því hinum væntanlega sendiherra valin ýmis nöfn til háðungar svo sem tildurherra og fleira því um líkt. Mætti því spara ríkissjóði þau útgjöld, sem hjer var um að ræða. Þrátt fyrir þetta andóf var fjárveitingin samþykkt. En nú var eftir að finna rjettan mann í þetta nýja og vandasama starf þar sem engir íslendingar þekktu nægilega til eða höfðu reynzlu af utanríkismálum og meðferð þeirra. Hjer var úr vöndu að ráða. Ríkisstjórnin kom þó fljótt auga á Svein Björnsson í starfið og fjellst hann á að taka embættið að sjer fyrst um sinn til tveggja ára. Það var óneitanlega mikið lán fyrir landið, að einmitt Sveinn Björnsson skyldi verða fyrsti sendiherra Islands sökum hinna miklu mannkosta hans og reynslu í lögmannsstarfi og opinberu lífi. Þegar hann stóð á þessum vegamótum æfi sinnar var þetta skrifað um hann: „Hann var gætinn og athugull og ágætur samningamaður. Hann var maður rjettsýnn, góðgjarn og ráðhollur, ljúfmannlegur og um leið virðulegur í framgöngu og vakti traust, virðingu og góðvild þeirra manna, sem skipti áttu við hann.“ Þess var getið, að nokkur styrr hefði staðið um sjálft sendiherraembættið, en þegar það spurðist að Sveinn Björnsson ætti að taka við því heyrðust engin mótmæli gegn þessari embættisveitingu. Ef haft er í huga, að Sveinn Björnsson hafði staðið framarlega í stjórnmála- baráttunni árin næstu á undan, þá mátti það heita einsdæmi hversu menn voru sammála um, að hjer hefði vel tekizt um skipunina í sendiherraembættið. Þegar Sveinn Björnsson var hættur að gegna sendi- herraembættinu og kominn hingað heim í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar var hann beðinn um að skrifa grein um störf sendiherra. „Hvað gerir sendiherra?" hjet greinin. Hjer skulu tilfærðar nokkrar setningar úr þessari grein, sem er skrifuð í ljettum stíl: „Mörgum þótti þetta mesti óþarfi. Hvaða utanrikismál hefðum við? Þetta væri eintómt mont og tildur hjá okkur ... Svo fóru Nýkjörinn forseti flytur rœöu á Lögbergi 17. júní 19hh- bannsettar staðreyndirnar að skjóta upp kollinum. Auk ýmsra óumflýjanlegra viðskipta við Dani kom upp hvert málið á fætur öðru. Norðmenn vildu fá endurgreiddan síldartunnutoll. Svíar vildu fá skaðabætur fyrir ull sem þeir áttu á íslandi og tekin hafði verið eignarnámi. Þetta voru eftirhreytur frá heimsófriðnum, en miklar upphæðir i voru í húfi á okkar mælikvarða. Svo vildu Spánverjar ekki kaupa fiskinn okkar vegna áfengisbannsins. Norð- menn vildu ekki kaupa saltkjötið o.s.frv. Jæja, þarna kom þá fram að við áttum utanríkismál. Og nota mátti „tildurherrann" okkar í Danmörku til annars en tildurs einnig utan Danmerkur." Hjer hefur Sveinn Björnsson með fáeinum orðum dregið upp mynd af störfum sínum fyrstu árin. Hann var fyrst og fremst sendiherra í Danmörku og fjallaði um margs konar málefni sem upp komu í samskiptum Islendinga og Dana, en auk þeirra voru honum fljótlega falin ýmiskonar mál varðandi samskipti íslands við önnur lönd og nefnir hann nokkur þeirra. Sum þeirra voru mjög flókin og vandasöm. Hjer verður ekki farið út í það að lýsa þeim störfum sem daglega komu til kasta Sveins Björnssonar, en þau voru mörg og margvísleg, en minna má á frásögn, sem hann nefnir í endurminningum sínum, um starfsmann í dönsku utanríkisþjónustunni er spurður var um störf sendiherra. Svarið var þetta: „Jeg þekki ekkert, sem varðar hagsmuni lands míns og þjóðar eða danskra borgara, sem samrýmanlegt er heiðri og sæmd, er ekki fellur undir verksvið sendiherra." Það fer ekki á milli mála, að Sveinn Björnsson hefur fylgt svipuðu sjónarmiði og hjer kom fram, í daglegum störfum sínum í sendiráðinu. Hjer að framan var getið nokkurra mála, sem Sveinn Björnsson hafði afskipti af á sínum fyrstu sendiherraár- um að sjálfs hans sögn. Því til viðbótar skal eftirfarandi tekið fram. Hann gekk ásamt öðrum frá stórláni í Bretlandi árið 1921 og sama ár frá samningi um viðskipti við Spán, einnig með öðrum. Spánarsamningurinn var sjerstaklega erfiður. Það var nauðsynlegt fyrir íslendinga að flytja saltfiskinn til Spánar með viðunandi tollkjörum, en slíkt fjekkst ekki nema með afljettingu aðflutningsbannsins á ljettum vínum (Spánarvínin). Sveinn Björnsson hafði líka mikil afskipti af kjöttollsmálinu svonefnda við Noreg. Það mál hófst árið 1922. Norðmenn höfðu hækkað tollinn á íslenzku saltkjöti, en eftir mikið þjark fjekkst hann lækkaður verulga gegn rjettindum til Norðmanna í sambandi við síldveiðar þeirra hjer við land. Um þetta mál samdi Sveinn Björnsson skýrslu fyrir ríkisstjórnina „Kjöttollsmálið", er var prentuð árið 1925 að tilhlutan ríkisstjórnarinnar, sem hafði orðið fyrir nokkurri gagnrýni út af málinu. Eins og getið hefur verið fjellst Sveinn Björnsson á að gegna sendiherraembættinu um tveggja ára skeið, en Forsetahjónin hjá Bessastöðum 1951. samkomulag varð milli hans og forsætisráðherra um að hann gegndi því áfram fyrst um sinn. Árið 1924 gekk mikil sparnaðaralda yfir landið og var þá á Aiþingi lagt til að ýmis embætti, þ.á m. sendiherraembættið í Kaupmannahöfn skyldu lögð niður. Áður en málið var afgreitt á Alþingi sótti Sveinn Björnsson um lausn frá embætti og flutti síðan heim þá um sumarið. Hann gerðist aftur hæstarjettarmálaflutningsmaður og tók á ný við ýmsum öðrum störfum, sem hann hafði áður gegnt. Það kom hins vegar brátt í ljós, að það var ekki eingöngu þörf á því að hafa sendiherra í Kaupmannahöfn heldur beinlínis nauðsyn, og tveimur árum seinna samþykkti Alþingi að endurreisa sendiherraembættið í Höfn. Var nú aftur leitað til Sveins Björnssonar og fjellst hann eftir nokkra umhugsun á að taka við embættinu. Það var óneitanlega bæði gott og gagnlegt að Sveinn Björnsson skyldi fást aftur til að taka við sendiherraemb- ættinu, þessu embætti sem hann hafði gegnt með svo miklum ágætum og glæsibrag um fjögura ára skeið og nú var hann reynslunni ríkari. Á þessu síðasta sendiherratímabili Sveins Björnssonar jukust dagleg störf sendiráðsins töluvert, en auk þess bað ríkisstjórnin hann í ríkara mæli en áður að fara í ýmis konar sendiferðir til annarra landa. Norræn samvinna fór töluvert í vöxt á þessu tímabili og gengið var frá mörgum samningum snertandi slíka samvinnu, ekki sízt á sviði fjelagsmála og rjettarfars, menningarmála og fjarmála. Þessi mál voru rædd á mótum og fundum sem Sveinn Björnsson mætti á fyrir íslands hönd. Sama gilti um fundarhöld og ráðstefnur í ýmsum öðrum Evrópu- löndum, þar sem íslandi var boðin þátttaka og ástæða þótti til að mætt væri af íslands hálfu. Á kreppuárunum upp úr 1930 þurfti iðulega að semja við ýmsar þjóðir um viðskipti. Stundum var Sveinn Björnsson einn í slíkum samningum, stundum formaður í nefndum sem voru sendar hjeðan að heiman. Hjer er ekki ráðrúm til að telja nánar upp þessar sendiferðir, sem urðu margar, en allar voru þær þýðingarmiklar fyrir land og þjóð. Þess má ennfremur geta, að flest þau ár, sem Sveinn Björnsson var sendiherra var hann ráðunautur ríkis- stjórna þeirra sem hjer sátu að völdum, bæði í utanríkismálum og öðrum málum, og er óhætt að fullyrða, að ráðherrarnir hafi talið hann bæði hollráðan og heilráðan. Eftir því sem leið á fjórða tug aldarinnar tók heldur en ekki að syrta í lofti á himni alþjóðasamskipta og ófriðarblikur urðu fleiri og fleiri á lofti. Varð brátt ljóst að hverju stefndi og haustið 1939 hófst heimsstyrjöldin síðari. í apríl 1940 var Danmörk hernumin af Þjóðverjum en mánuði síðar hernámu Bretar Island, svo sem kunnugt er. Alþingi samþykkti þá þegar, að ríkisstjórnin skyldi taka að sjer til bráðabirgða meðferð konungsvaldsins og ísland skyldi, einnig til bráðabirgða, sjálft taka að sjer utanríkismálin þar sem Dönum var nú ókleift að annast þessi mál. Þegar svóna var komið kvaddi ríkisstjórnin Svein Björnsson heim frá Kaupmannahöfn, og varð hann um eins árs skeið ráðunautur stjórnarinnar í utanríkismál- um og fleiri málum. Hafði hann í sambandi við þetta starf sjerstaka skrifstofu með starfsliði og vann hún m.a. að skipulagningu utanríkismálanna, þ.á m. að undirbún- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.