Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
51
Alþjóðadagur fatlaðra í dag:
Dagsins minnst með opnun
sundlaugar Sjálfsbjargar
ALbJÓÐADAGUR fatlaðra er í
dag, 22. mars. og er það i 22.
sinn. sem Alþjóðasamband fatl-
aðra beinir huga almennings að
hagsmunabaráttu fatlaðra með
þessum hætti.
Sambandið var stofnað á Ítalíu
árið 1954. Nú eiga lönd í öllum
heimsálfum aðild að Alþjóðasam-
bandi fatlaðra, sem hefur aðsetur
sitt í Sviss. Sambandið er aðili að
Félagsmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna.
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, gekk í sambandið árið 1965.
Sjálfsbjörg minnist alþjóða-
dagsins nú með opnun sundlaugar
Sjálfsbjargar við Hátún 12 í
Reykjavík.
Framkvæmdir við sundlaugina
hafa gengið vel síðan þær hófust í
júlímánuði 1979. Grunnurinn var
steyptur árið 1967 og þar við sat í
tólf ár vegna fjárskorts. Þegar
hafist var handa að nýju var hið
gamla skipulag endurskoðað og
laugin stækkuð í 7x16% metra.
Allt fyrirkomulag er miðað við
þarfir fatlaðra, og hjálpartæki,
svo sem lyftur og baðstólar, eru
fyrir hendi. Lyfturnar, sem verða
tvær, gefur Kiwanisklúbburinn
Katla.
Þar sem sundlaugin stendur nú
fullbúin er hún hið glæsilegasta
mannvirki og má með sanni segja
að hún sé almenningseign, svo
margir hafa lagt fé í sundlaug-
arsjóðinn. Gjafir í sjóðinn nema
nú rúmlega 92 milljónum gamalla
króna.
Utlagður kostnaður við sund-
laugarálmuna er gkr. 343 milljón-
ir og hafa aðalfjárveitingar, auk
þess sem áður er nefnt, komið úr
erfðafjársjóði ásamt árlegum
byggingarstyrk frá Alþingi.
Eftirtaldir aðilar önnuðust
framkvæmdir:
Teiknistofan hf., Verkfræði-
stofa Guðmundar og Kristjáns,
Verkfræðistofa Braga Þorsteins-
sonar og Eyvindar Valdemarsson-
ar, Raftæknistofa Ólafs Gíslason-
ar, Blikksmiðjan Vogur, Bygg-
ingameistari voru Jón Sigurðsson
og Sveinn Guðmundsson, múrara-
meistari Jóhann Lárusson, raf-
verktaki Sigurður Leifsson, pípu-
lagningameistari Sigurgeir
Bjarnason, málarameistarar
Hjálmar og Gísli sf., dúklagnir
Veggfóðrarinn hf.
Guðmundur Jóhannsson, bygg-
ingameistari, hefur verið meistari
Sjálfsbjargarhússins frá upphafi.
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, flytur alúðarþakkir öllum
þeim mikla fjölda, sem á einn eða
annan hátt hafa stutt byggingar-
framkvæmdir.
Sundlaugin verður til sýnis
sunnudaginn 22. mars milli kl.
16.00 og 18.00. Inngangur um
austurdyr. (FréttatilkynninK)
Dr. Selma Jónsdóttir. forstóðumaður Listasafns tslands við nokkrar
myndanna. Ljósm. Mbl. Emilía
Listasafn íslands f ær
grafikmyndir að gjöf
LISTASAFNI íslands hafa nýlega
borist merkar listaverkagjafir. Að-
dragandi þeirra er sá að safnið hélt
sumarið 1977 sýningu á verkum
danska myndlistarmannsins Rob-
ert Jacobsens. Við það tækifæri gaf
hann safninu stóra vatnslitamynd
og hefur nú enn á ný sýnt safninu
þá velvild að gefa því 6 samstæðar
grafíkmyndir sem hann kallar
Rúnir og eru nýgerðar.
Jafnframt kom hann því til
leiðar að annar Dani, listmálarinn
Paul Gadegaard, gaf safninu 2
grafíkmyndir.
Þegar forstöðumaður safnsins
var í Kaupmannahöfn nú á dögun-
um vegna íslensku myndlistarsýn-
ingarinnar sem Dansk-Islandsk
Samfund gekkst fyrir í tilefni af
opinberri heimsókn forseta íslands
voru framangreind verk afhent
forstöðumanninum.
Ennfremur var þá afhent grafík-
mynd eftir Preben Hornung, sem
hann hafði áður gefið safninu.
Þessar veglegu gjafir eru nú til
sýnis í forsal safnsins á venju-
legum sýningartíma, þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30 til 16.00.
(FréttatilkynninK)
Þessi aug/ýsing er um
hagkvæm kaup á S/EMENS
/itasjónvarpstækjum
Loksins eru hin heimsþekktu
SIEMENS Jitasjónvarpstæki
fáanleg á Islandi.
Við spörum hástemmd lýsingarorð enda mælir SIEMENS
vörumerkið með sér sjálft.
Því fullyrðum við að þau standast allan gæða og
verðsamanburð við litasjónvarpstæki sem aðrir bjóða.
Þér getið byrjað á að athuga þetta ótrúlega hagkvæma verð:
FÁLKIN N 'yfyðmtoQo* 'e&C SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
20” Litasjónvarp kr. 8.140
Greiðsluskilmálar: útborgun kr. 3.300
afgangurásex mánuðum.
Staðgreiðsluverð: kr. 7.570
22” Litasjónvarp: kr. 10.470
Greiðsluskilmálar: útborgun kr. 4.200
afgangurásex mánuðum.
Staðgreiðsluverð: kr. 9.740
' 26”Litasjónvarp:kr. 11.580
Greiðsluskilmálar: útborgun kr. 4.600
afgangurásex mánuðum.
Staðgreiðsluverð: kr. 10.770