Morgunblaðið - 22.03.1981, Page 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
VERj)LD
GYÐINGAR VESTRA
Ætla að svara
Ku-Klux-Klan
í sömu mynt
Símon Wiesenthal. sem hefur
Ketið sér fræiíð fyrir að leita
uppi ýmsa nazistaforingja frá
síðustu heimsstyrjold, er nú 73ja
ára að aldri ok rekur stofnun í
Los Angeles, sem fjallar um
útrýminirarherferðina á hendur
KyðinKum. Fyrir skommu var
þar haldinn fjolmennur fundur.
þar sem hann ojí ýmsir samherj-
ar hans lýstu nýrri hylgju gyð-
ingaofsókna. sem vart hefur
orðið í Bandaríkjunum. Rauði
þráðurinn í máli ræðumanna
var, að aldrei aftur mættu at-
hurðir fyrri ára endurtaka sig.
En næsta dag létu andstæð-
ingar þeirra til skarar skríða.
Ráðist var á stofnunina, gluggar
brotnir, hakakrossmerkjum og
áróðursspjöldum dreift. Á þeim
stóð m.a.: „Drepum gyðingana",
„Simon er morðinginn". Tjónið af
þessum skemmdarverkum nam
þúsundum dollara.
Þetta var þriðja skipti á einu
ári, sem á stofnunina var ráðizt,
og jafnframt var þetta 53. at-
burðurinn í Suður-Kaliforníu á
einu ári, sem rekja má til gyð-
ingahaturs, að því er yfirvöld
herma. Um er að ræða 250%
aukningu frá árinu 1979. Á sama
tímabili hefur orðið þreföld
aukning aðgerða gegn gyðingum í
Bandaríkjunum. Um 400 tilvik
hafa verið skrásett, og er þar um
að ræða ofbeldisaðgerðir,
skemmdarstarfsemi og íkveikjur.
Að öllum líkindum hafa ennþá
meiri brögð verið að slíkum
atburðum en djúpstæður ótti
gyðinga veldur því, að þeir eru
ófúsir til að tilkynna aðgerðir
gegn sér. Þessar upplýsingar eru
fengnar frá hagsmunasamtökum
gyðinga í Bandaríkjunum.
Hvað veldur þessu? Tom Hayd-
en, eiginmaður Jane Fonda leik-
konu, en þau eru þekkt frir
þátttöku í ýmsum róttækum að-
gerðum, hefur skýrt baráttu-
samtökum gyðinga frá þvf, að
gyðingahatur sé tákn um erfiða
tíma. “Þegar efnahagslífið versn-
ar leita atvinnuleysingjar gjarna
að einhverjum blóraböggli. Þegar
stjórnvöld draga saman seglin,
eru afleiðingarnar ofbeldisverk
og ógnaröld."
I Bandaríkjunum býr rúmlega
fimm og hálf milljón gyðinga og
leiðtogar þeirra eru felmtri
slegnir yfir því, hversu opinskátt
ýmsir málsmetandi aðilar hafa
talað gegn gyðingum. Til dæmis
má taka séra Dan Fore, sem telur
„að gyðingar stjórni New York í
krafti sinnar yfirnáttúrulegu
hæfni til að raka saman fé.
“Leiðtogi baptista í Suðurríkjun-
um hefur ennfremur lýst yfir, að
guð almáttugur leggi ekki eyrun
að bænum gyðinga.
Það hefur einnig valdið mikilli
reiði hjá gyðingum, að ýmsir hafa
reynt að beita hálfvísindalegum
aðgerðum til þess að sýna fram á
að útrýmingarherferð nazista
gegn gyðingum hafi aldrei átt sér
stað. Dr. Wiesenthal réðst nýlega
harkalega á „Stofnun um sögu-
skoðun" í Kaliforníu, en hún
gefur út tímarit, er fjallar um
„goðsögnina um gyðingamorðin".
Margir gyðingar telja að það sé
ills viti, hversu mjög hefur færzt
í vöxt alls kyns ofbeldi og ofsókn-
ir þótt enn sé slíkt í fremur
smáum stíl. Þeir hafa bent á að
nýir félagar hafi streymt inn í Ku
Klux Klan og Nasistaflokk
Bandaríkjanna, og að þessi sam-
tök séu nú litin öðrum og hýrari
augum en tíðkaðist til skamms
tíma.
Ku Klux Klan hefur stofnað
þjálfunarbúðir fyrir skæruhern-
að á ýmum stöðum í Suðurríkjun-
um og félagarnir hafa allar klær
úti til að afla sér vopna fyrir hið
nýja „kynþáttastríð“ í Banda-
ríkjunum sem er löngu fyrir-
sjáanlegt, að þeirra mati.
Herskáir gyðingar með Varn-
arsamtök gyðinga í fararbroddi
hafa svarað þessu með því að
halda vöku sinni og grípa til
aðgerða. Á vegum samtakanna
starfa leynilegar þjálfunarbúðir í
Kaliforníu og þar hafa rúmlega
þúsund bandarískir gyðingar
lært meðferð skotvopna og ýmis-
legt annað, sem að gagni mætti
koma í hernaði. I Fairfax, sem er
helzta hverfi gyðinga í Los Ang-
eles, er algeng sjón að sjá sveitir
samtakanna á ferð.
En flestir gyðingar eru andvíg-
ir svo ofsafengnum viðbrögðum
og segja að mest af þessum
ofsóknum eigi rætur að rekja til
táningahópa í Los Angeles, sem
hafi í frammi mótmæli gegn
hvers konar valdboði. En yfir-
völdum í Kaliforníu er meira en
nóg boðið og þau hafa sett fram
nýja löggjöf, sem kveður á um
hertar refsingar gegn hermdar-
aðgerðum, sem framdar eru af
trúarlegum ástæðum. Ennfremur
er fólki heitin aukin lögreglu-
vernd. — Við verðum að stemma
stigu við þessum ófögnuði þegar í
upphafi, annars ríður hann yfir
allt landið, segir Kenneth Hahn,
borgarráðsmaður í IjOS Angeles.
- WILLIAM SCOBIE
HINN NAKTI SANNLEIKUR
Egyptar eru
að endurreisa
strípalingana
ÁRUM saman hafa myndir af
fáklæddu fólki verið næsta
sjaldséðar á opinberum vett-
vangi í Egyptalandi. Nú eru
blöð og tímarit farin að birta
eina og eina slika. og ekki er
að sokum að spyrja, strang-
trúaðir múhameðstrúarmenn
hafa sitthvað við það að at-
huga.
Slíkar myndir og „ósiðleg
skrif" eru birt opinberlega, þó
að ríkisstjórn landsins hafi
fyrirskipað ríkisfjölmiðlum, og
þar á meðal auglýsingadeild-
um þeirra, að hafa í heiðri
verðmæti hins íslamska sam-
félags. Eftir því sem næst
verður komist hefur ríkis-
stjórnin ekki séð ástæðu til að
taka í taumana og stöðva
slíkar birtingar að svo stöddu.
Á vestrænan mælikvarða
eiga þær myndir, sem hér er
um að ræða, ekkert skylt við
nektarmyndir. En múham-
eðstrúarmenn líta öðrum aug-
um á silfrið. Eftir þeirra
kokkabókum eru myndir, sem
sýna meira en andlit konu,
hendur hennar og fætur, ekk-
ert annað en nektarmyndir.
Séu menn mjög umburðar-
lyndir kippa þeir sér ekkert
uppvið að hafa fyrir augum
myndir af konum, þarsem hár
þeirra sézt, svo og handleggir
og fótleggir upp að hnjám.
Egyptar, sem þekkja vel til á
Vesturlöndum, hafa jafnvel
ekkert á móti myndum af
léttklæddu kvenfólki, en viss-
ara er þó að láta þá skoðun
ekki uppi opinberlega.
Auglýsingakvikmyndir, sem
sýna hálfklæddar konur með
mikil brjóst og læri, ryðja sér
stöðugt til rúms, og á ýmsum
innpökkuðum neyzluvörum frá
Vesturlöndum má finna mynd-
ir sem samræmast ekki alger-
lega siðaskoðunum múham-
eðstrúarmanna. Til að mynda
hafa verið fluttar inn rusla-
tunnur frá Italíu og með þeim
fylgir auglýsingamynd, sem
margan hefur hneykslað. Hún
sýnir bústna húsfreyju í létt-
um klæðum beygja sig yfir
ruslatunnu til að sjá megi,
hvernig á að nota hana, þ.e.a.s.
tunnuna. Innflutningur á
kvennærfötum frá ýmsum
Evrópuríkjum hefur aukizt, og
með þeim fylgja oft myndir af
nöktum eða lítt klæddum kon-
um.
Flestir ritstjórar segja að
birting svokallaðra „umdeildra
listaverka" sýni aukið frjáls-
lyndi í félagslegu og stjórn-
málalegu tilliti. Heimildarm-
enn, sem ekki vilja láta nafns
síns getið, fullyrða, að ríkis-
fjölmiðlarnir séu einfaldlega
að láta reyna á þolrifin í
strangtrúarmönnum í þeirri
fullvissu, að mestur móðurinn
sé af þeim runninn, eftir að
áhrif frá byltingunni í íran
tóku að dvína.
En það eru aðeins erlendar
leikkonur og fyrirsætur, sem
sýna má léttklæddar í blöðum
og auglýsingum í Egyptalandi.
Hinar þjóðlegu magadans-
meyjar verða hins vegar að
hylja miðbik sitt rækilega með
þykku kögri og aðeins má sýna
andlit þeirra í auglýsinga-
myndum.
- SAMI RIZKALLAH
UT ANGARÐSMENN
Víst má hann
Molotov muna
fífil sinn fegri
Fátt ungt fólk í Rússlandi
hefur heyrt minnst á manninn
Vyacheslav Molotov og jafnvel
morgum á Vesturlondum kemur
það á óvart. að þessi fyrrverandi
sovéski forsætisráðherra, sem á
sinum tíma var varpað út í ystu
myrkur. skuli enn vera á lífi og
við hestaheilsu. nýorðinn 91 árs.
Molotov ásamt þremur öðrum í
„fjórmenningaklíkunni" þeirra í
Moskvu, Georgi Malenkov, Lazar
Kaganovich og Dmitri Shepilov,
var rekinn úr forsætisnefnd
kommúnistaflokksins árið 1957
þegar blásið var til atlögu gegn
Nikita Krushchev. Molotov, sem
er elstur þessara þriggja, er þó
enn að reyna að fá uppreisn æru
og síðasta tilraun hans til þess var
bréf, sem hann sendi 26. flokks-
þinginu nú á dögunum.
Molotov gekk í rússneska
kommúnistaflokkinn 1906oghann
er sá eini, sem enn er á lífi af
þeim, sem skipuðu miðstjórnina
1921, þegar Lenin hafði enn töglin
og hagldirnar í flokknum. Af
hinum 40 dóu 11 eðlilegum dauð-
daga; 24 voru líflátnir í hreinsun-
um Stalíns;' einn framdi sjálfs-
morð og tveir hurfu einfaldiega.
1920 fór Molotov að vinna fyrir
flokkinn í Moskvu og studdi Stalín
dyggilega gegn Trotsky. Stalín bar
enda slíkt traust til Molotovs, að
níu árum síðar, þegar forsætisráð-
herrastaðan var laus, stakk hann
upp á Molotov í þá stöðu. Sem
forsætisráðherra tók Molotov full-
an þátt í hreinsunum Stalíns og
ofsóknum og lét ekki sinn hlut
eftir liggja þegar verið var að
koma á fót fangabúðakerfinu,
Gulaginu, og neyða bændur til að
taka upp samyrkjubúskap.
Snemma árs 1939 stakk Molotov
upp á því að gerður yrði griðasátt-
máli milli Rússa og þýskra nasista
þrátt fyrir að utanríkisráðherr-
ann, Litvinov, setti sig mjög á
móti því. Stalín, sem hafði Molo-
tov í miklum metum eins og fyrr
sagði, féllst á þessa hugmynd og í
maí sama ár var Litvinov sparkað
en Molotov skipaður í hans stað.
Innrás Þjóðverja í Rússland 21.
júní 1941, kom Stalín algjörlega í
opna skjöldu og svo var áfallið
mikið, að í heila tíu daga var hann
ekki viðmælandi, svaraði ekki einu
sinni í síma. Það kom því í hlut
Molotovs að skýra rússnesku þjóð-
inni frá því, sem gerst hafði
daginn eftir, en Stalín lét hins
vegar ekkert á sér kræla fyrr en
Þjóðverjar voru komnir langt inn í
Rússland.
Að stríðinu loknu átti Molotov
meginþáttinn í mótun sovéskrar
utanríkisstefnu og gerði sér tíð-
förult til New York þar sem hann
flutti langar og leiðinlegar ræður
á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna. Árið 1949 urðu hins vegar
afdrifarík þáttaskil í lífi hans
þegar eiginkona hans, Polina
Molotov-Zhemchuzina, var hand-
tekin. Polina var „góður kommún-
isti“ eins og það kallast og áber-
andi í flokksstarfinu, en það, sem
henni var fundið til foráttu, var að
hún var Gyðingur og átti að hafa
setið í „Barátturáði Gyðinga gegn
fasistum".
A þessum tíma voru að hefjast
hinar alræmdu Gyðingaofsóknir
Stalíns en trúlega hefur hann þó
ekki vitað, að kona Molotovs hafði
verið meðlimur þessa ráðs. Það
vissi hins vegar Lavrenti Beria,
yfirmaður öryggislögreglunnar, og
honum var það meira en svo ljúft
að klekkja á hugsanlegum keppi-
nauti í valdabaráttunni.
Beria skýrði frá meintu sam-
særi zionista innan „Baráttu-
ráðsins", þar á meðal eiginkonu
Molotovs, á þýðingarmiklum fundi
í stjórnmálaráðinu en þar átti
Molotov sæti ásamt Stalín, Beria,
Krushchev, Mikoyan, Kalinin,
Kaganovich, Voroshilov og
Shvernik.
Allir vissu þeir auðvitað að
ásakanir Beria voru uppspuni
einn, en þrátt fyrir það urðu þeir
nú að taka ákvörðun um handtöku
og réttarhöld yfir eiginkonu eins
félaga þeirra. Þegar gengið var til
atkvæðagreiðslu um málið, studdu
allir Beria nema Molotov. Hann
greiddi ekki atkvæði, né tók hann
svari konu sinnar, hann sat bara
hjá. Tveimur dögum seinna var
hún handtekin og send í fangabúð-
ir.
Ef Stalín, sem lést 5. mars 1953,
hefði lifað nokkru lengur, er ekki
ólíklegt, að Molotov hefðu beðið
sömu örlög.
Við dauða Stalíns bjuggust
flestir við því, að Molotov tæki við
en í þess stað hlaut Malenkov
forsætisráðherrastólinn, en þá
MOLOTOV — auðmýktur, rek-
inn úr flokknum, en þraukar
enn.
voru miklir kærleikar með þeim
Beria. Beria var á þessum tíma
sterki maðurinn í Kreml enda
yfirmaður öryggislögreglunnar.
Hann hlýtur að hafa átt von á því
að Molotov myndi reyna að hefna
fangelsunar konu sinnar en þrátt
fyrir það fékk Molotov aftur
utanríkismálin í sínar hendur.
Útför Stalíns fór fram 9. mars,
á afmælisdegi Molotovs, og þá