Morgunblaðið - 22.03.1981, Qupperneq 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
Elisahet Erlintfsdóttir borKerður Inxólfsdóttir og Gérard Souzay.
Elísabet F. Eiríksdóttir Elín Sigur- Jónas Injfiinundarson ojí Ruth L. Maj?nússon.
vinsdóttir.
99Sérðu ekki
hvernig
mánasilfrið
sindrar á
Souzay leiðbeinir Ágústu Ájjústsdóttur.
vatnsfletinum ?64
Grein: Áslaug Ragnars
Myndir: Ragnar Axelsson
„Nei, nei, þetta gengur ekki.
Hugsaðu um ljóðið á meðan. Þú
ert ekki að syngja óperu. Þetta er
viðkvæmt, rómantískt ljóð. Sérðu
ekki hvernig mánasilfrið sindrar á
vatnsfletinum? Þú mátt ekki vera
að skima út um allan sal. Mána-
skinið er ekki þar. Það ert þú sem
átt að koma með mánaskinið
þangað. Líttu inn í þitt eigið
hugskot og skimaðu í kringum þig
þar. Þá sérðu það og þá geturðu
lýst því fyrir fólkinu í salnum.
Aftur!“
Staðurinn er hátíðarsalur
Menntaskólans við Hamrahlíð og
stundin síðdegi í byrjun vikunnar.
Sá, sem talar er söngvarinn
heimsfrægi, Gérard Souzay. Hon-
um liggur ekki hátt rómur þegar
hann talar og það vottar hvorki
fyrir þykkju né óþolinmæði þegar
hann gagnrýnir. Hann leggur
áherzlu á orð sín með handahreyf-
ingum og er í senn uppörvandi,
ákveðinn og nærfærinn.
Söngvarinn byrjar aftur, en
fljótlega kemur önnur bending um
að ekki skuli lengra haldið. Undir-
leikarinn hættir og þegar sönjjvar-
inn lítur á læriföðurinn bregður
fyrir augnablikSörvæntingu í
svipnum.
„Stígandinn má ekki vera svona
mikill og svo væri betra að hafa
þetta aðeins veikara," segir
Souzay. Og nú gengur allt eins og í
sögu. Það fer ekki fram hjá
áheyrendum að á skammri stundu
hefur framförin orðið meðv ólík-
indum, og þegar söngnum er um
það bil að ljúka er þess helzt að
vænta að Souzay leggi blessun
sína yfir flutninginn. En um leið
og hann lætur viðurkenningarorð
falla kemur hann með fleiri at-
hugasemdir, bæði til söngvara og
undirleikara.
í salnum er margt um manninn.
Andrúmsloftið er þrungið eftir-
væntingu eða því sem kannski má
kalla jákvæða spennu. Hingað
kemur fólk til að læra, bæði þeir,
sem hafa atvinnu af að iðka
tónlist og áhugafólkið. Þorgerður
Ingólfsdóttir hefur umsjón með
námskeiðinu fyrir hcnd Tónlist-
arskólans og vakir yfir því sem
fram fer, en áður en söngnám-
skeiðið hófst var Dalton Baldwin
píanóleikari með samskonar til-
sögn fyrir undirleikara.
„Um árabil hef ég gert mikið af
því að halda svona námskeið hér
og þar um heiminn," segir Gérard
Souzay þegar hann gefur sér tóm
til að ræða við blaðamann. „Ég
vildi gjarnan hafa meiri tíma, sá
tími sem hér er til umráða veitir
ekki tækifæri til að fara eins
nákvæmlega í námsefnið og æski-
legt er. En það er hægt að gefa
ábendingar, sem koma að gagni
varðandi framhaldið. Hér er mikið
um mjög góðar raddir. Það er að
sjálfsögðu vandasamt að nefna
einstaka söngvara, en Ingveldur
Hjaltested hefur mjög sérstaka og
mikia rödd, — eina af þessum
norrænu röddum, sem njóta sín
sérstaklega vel í Wagner. Svona
miklar sópranraddir eru ekki á
hverju strái og það er mikilvægt
að fara vel með svo sérstætt efni.
Þjálfunin getur skipt sköpum um
það hvað verður úr svona rödd.
Annar söngvari, sem ég hef mik-
inn áhuga á, er Anna Júlíana
Sveinsdóttir. Hún hefur mjög
góða rödd, frábært „instrúment",
en samt er það ekki röddin sjálf
sem gerir þessa stúlku svo sér-
staka. Það er hún sjálf, persónu-
leikinn, eðlið. Hún er listamaður
fram í fingurgóma, tónlistin flæð-
ir í gegnum hana og hún gæðir
verkin lífi og setur í þau svo mikla
sál að sjaldgæft er.“
Við gáfum okkur á tal við
nokkra söngvara og spurðum þá
álits á námskeiðshaldinu.
Elísabet Erlingsdóttir taldi til-
sögn Souzays mjög mikils virði en
benti á að tíminn væri alltof
naumur. í sama streng tóku Ing-
veldur Hjaltested og Ágústa
Ágústsdóttir, en varðandi formið
voru skoðanir skiptar.
Elín Sigurvinsdóttir var að því
spurð hvernig það væri að taka
tilsögn fyrir framan fullan sal af
gagnrýnum áheyrendum.
„Það er alveg voðalegt. Ég var
hreinlega að deyja úr hræðslu, og
það var ekki fyrr en alveg í lokin
— þegar minn tími var á enda —
að mér var að byrja að líða
sæmilega. Ég er ekki mjög hrifin
af þessu formi, held að í mörgum
tilvikum næðist betri árangur ef
tilsögnin færi ekki fram að við-
stöddum fjölda fólks. Þetta er
einhvers konar sambland af
kennslustund og konsert."
„En nú er ekki ríkjandi konsert-
andrúmsloft hér?"
„Nei, sjálfsagt finnst áheyr-
endum það ekki, en söngvarinn
upplifir það allt öðru vísi,“ sagði
Elín. Undir það tóku fleiri og
öllum bar saman um að tíminn
væri sorglega naumur.
„En við því er lítið að segja,"
sagði Ingveldur Hjaltested. „Það
er ótrúlega mikils virði að fá
yfirleitt að opna munninn fyrir
svona mann.“
í námskeiðinu tóku þátt 11
söngvarar, þau Anna Júlíana
Sveinsdóttir, Ágústa Ágústsdótt-
ir, Elín Sigurvinsdóttir, Elísabet
F. Eiríksdóttir, Elísabet Erlings-
dóttir, Garðar Cortes, Ingveldur
Hjaltested, John Speight, Ruth L.
Magnússon, Sigrún V. Gestsdóttir
og Sigrún Björnsdóttir.
Þátttakendur í undirleikara-
námskeiði Dalton Baldwins voru
Agnes Löve, Guðrún A. Kristins-
dóttir, Jónas Ingimundarson, Jón-
ína Gísladóttir, Jórunn Viðar,
Krystyna Cortes, Lára Rafnsdótt-
ir og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir.