Morgunblaðið - 22.03.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.03.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 63 BARNABLAÐIÐ ABCD kemur út í fjórða sinn um þessar tnund- ir. Blaðið leit fyrst dagsins ljós á Heimilissýningunni í Laugar- dalshöll í ágúst sl. ABCD er málgagn Skátahreyfingarinnar á íslandi en Frjálst framtak hf. gefur blaðið út. Ritstjóri er Margrét Thorlacius en umsjónar- maður skátaefnis i blaðinu er Gunnar Kristinn Sigurjónsson. „Blaðið er ætlað börnum á aldrinum 5—12 ára,“ sagði Mar- grét í spjalli við Mbl. „Efnið skiptist í sögur, föndur, þrautir, leiki, íþróttaþátt og myndasögur. Annars er þetta allt í mótun. Það er alltaf erfitt að hefja útgáfu blaðs. í hvert skipti sem blaðið kemur út finnst mér að ég þurfi að breyta og bæta fyrir næstu útgáfu. En ég er viss um að þetta verður gott blað þegar það verður fullmótað. Sögurnar reyni ég að hafa þannig að þær segi krökkunum Margrét Thorlacius, ritstjóri og kennari. Ljó»m. Ól.K.M. „Viss um að þetta verður gott blað44 Rætt við Margréti Thorlacius rit- stjóra barna- blaðsins ABCD eitthvað. Þær eru flestar þýddar en þó er alltaf ein íslensk saga í hverju blaði. Ég reyni líka að fá krakkana til að taka þátt í gerð blaðsins. Undirtektir hafa verið mjög góðar, hundruð bréfa streyma inn eftir hverja útgáfu. Þau senda teikningar í fastan þátt sem er nokkurs konar teiknisam- keppni, sögur og lausnir á þraut- unum sem birtast í blaðinu. Það er greinilegt að þau hafa áhuga á að spreyta sig á t.d. þrautunum og þau vanda sig mikið við bréfa- skriftirnar. „Veit hvað börnin vilja“ „Ég hef lesið töluvert af erlend- um barnablöðum og reyni að byggja blaðið upp á svipaðan hátt. Sumir hafa sett út á það að mikið sé af auglýsingum í blaðinu. En eins og í annarri blaðaútgáfu verða auglýsingarnar að vera til að greiða kostnaðinn við úcgáf- una.“ ABCD er gefið út í 6000 eintök- um en Margrét sagði að nú væri verið að kynna það, t.d. með auglýsingum í sjónvarpi, og væru undirtektir mjög góðar. „Það er ekki rétt að segja eins og ég hef heyrt að ABCD sé sett til höfuðs Æskunni. Hún hefur bara verið eina barnablaðið í svo lang- an tíma að það var orðið tímabært að koma með annað blað, það er markaður fyrir það. Blaðið er ekki sett til höfuðs Æskunni, heldur unnið í sama tilgangi, að gera eitthvað fyrir börnin, útvega þeim lesefni við sitt hæfi.“ — En hafa börn tíma til að lesa blöð þegar þau hafa sjónvarp, útvarp, bíó og fleira sem höfðar til þeirra í frítímum? „Það hafa þau greinilega, það sýna undirtektirnar sem blaðið hefur fengið. Nú er líka verið að stytta sjónvarpsdagskrána, taka af þeim sunnudagana. Blaðið get- ur komið í staðinn." Margrét er kennari og hefur starfað við kennslu í 20 ár. „Það má segja, að ritstjórastarf mitt sé nokkurs konar framhald af því starfi. Ég hef unnið svo lengi með börnum að ég tel mig vita hvað þau vilja," sagði Mar- grét að lokum. Reykviskir Skagfirðingar: Blómlegt f élagslíf MIKIL starfsemi er hjá Skag- firðingafélaginu í Reykjavík og deildum þess. Árshátíð félagsins verður í ár með breyttu formi, þann 28. mars næstkomandi í Domus Medica. Þar kemur m.a. fram Skagfirzka Söngsveitin undir stjórn Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur og undirleikari Ólafur Vignir Albertsson. Söngsveitin æfir nú af kappi fyrir söngferð til Kanada á komandi sumri. Kvennadeild félagsins hefur starfað af miklu fjöri sem fyrr og mun hún ásamt Skagfirð- ingafélaginu hafa hið árlega gestaboð fyrir aldraða í félags- heimilinu á uppstigningardag. Spilað er vikulega Bridge og er nýlokin sveitakeppni, þar sem 12 sveitir spiluðu. Þá verður keppt við Húnvetningafélagið þann 31. mars. Með tilkomu félagsheimilisins Drangey, Síðumúla 35, sem félagar komu upp með sjálfboðastarfi hefur skapazt mjög góður grundvöllur fyrir starfsemina. [Bjoðum stoltír PENTAX Landsins mesta úrval af Ijós- myndavörum. MX, MV, ME, ME Super og loksins PENTAX LX. Greiðslukjör Verslið hjá fag- manninum LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI178 ME VKJAVIK SIMI85811 Skíðaslóðir Hin síðustu ár hefur áhugi almennings á skíða- íþróttinni vaxið að miklum mun. Fjármunum hefur vcr- ið varið til bættrar aðstöðu í Bláfjöllum. í Skálafelli og í Hveradölum með byggingu skíðalyfta. skíðaskála o.fl. sem nauðsynlegt er bæði til öryggis og þjónustu. En sannleikurinn er sá að þess- ar framkvæmdir eru að mestu til að bæta aðstöðu þeirra. sem æfa svig eða brun. enda er það eðlilegt því þær skiðaíþróttir hafa átt mestum vinsældum að fagna á liðnum árum og verið iðkaðar af flestum. En mikil breyting hefur orðið í þessum málum hin síðari ár. Áhugi manna á skíðagöngu hefur farið hrað- vaxandi og fjöldi iðkenda hennar hefur margfaldast. Fyrir örfáum árum var það viðburður að sjá mann á gönguskíðum. Fólk, sem sá slíkan mann á göngu, leit við og virti hann fyrir sér sem eitthvert viðundur. En sem betur fer er það nú liðin tíð. I vetur hefur verið afar auðvelt að stunda skíða- göngu hér í Reykjavík. Snjór hefur legið langtímum sam- an á útivistarsvæðum borg- arinnar s.s. Miklatúni, í Fossvogi, í Laugardal og víðar. Enda hafa margir notfært sér þetta sjaldgæfa tækifæri í ríkum mæli. Göngubrautir hafa verið lagðar á sumum þessara staða og fjöldi manna hefur sést þar á gönguskíðum, margir sýnilega þrautþjálf- aðir en aðrir að stíga sín fyrstu spor. Fjölskyldur hafa verið þar í hópum og ánægja skinið út úr hvers manns Spölkorn út í buskann Með hækkandi sól er haf- inn dýrlejfasti skiðatíminn hér sunnaniands — ef vetur tekur þá ekki upp á þvi að kveðja loksins í alvöru. Við teflum á það að hann haldi uppteknum hætti enn um sinn og munum birta þessa skiðaslóðapistla vikulejfa fram að páskum. svip. Mjög auðvelt er að komast til þessara staða. Strætisvagnar eiga þar leið framhjá og sjálfsagt að not- færa sér þann ódýra farkost ef svo ber undir. Þau svæði, sem nefnd hafa verið eru nærtækust, en ekki þarf að leita langt út fyrir borgarmörkin til að finna önnur, sem bjóða upp á margt og mikið. Má þar m.a. nefna Rauðavatn og ná- grenni þess. Skemmtileg gönguleið er frá Geithálsi eftir eða meðfram veginum þaðan að Hafravatni. Benda má á gönguleið frá brúnni á Korpu við Keldnaholt, með- fram ánni og að Hafravatni. Síðan umhverfis vatnið og til baka aftur. Rétt er að minna á í þessu sambandi, að óvar- legt er að treysta á ísinn á vatninu, svo betra er að fara þar að öllu með gát. Meðan snjórinn helst á láglendinu eru þetta allt kjörnar gönguleiðir fyrir hvern og einn og ekki síst fjölskyldufólk, sem ef til vill hefur í vetur fengið sín fyrstu gönguskíði og er að vígja þau um þessar mundir. En hvernig eiga menn að haga sér í fyrstu ferðunum? Fyrsta og aðalreglan er þessi: Farðu ekki langt.' Leggðu bílnum á heppilegan stað við veginn, gefðu þér góðan tíma við undirbúning- inn, festu skíðin, treystu stafina o.þ.h. og veldu svo gönguleiðina þannig, að þú komir til baka sömu leið. Þetta er góð byrjunarregla, því þú þekkir ekki getu þína til hlýtar, og ef eitthvað kemur fyrir, er alltaf hægt að snúa við. En það er ekki unnt, ef áætlað er að ganga ákveðna leið milli tveggja staða. Hér hefur verið drepið á nokkur atriði fyrir byrjend- ur í skíðagöngu og vonandi koma þau þeim að einhverju gagni. I næstu þáttum verð- ur fjallað meira um þetta efni. Kökubasar og kaffisala fóstra FÓSTRUFÉLAG íslands efnir til kökubasars og kaffisölu í Fóst- urskóla íslands (Laugalækjar- skóla við Sundlaugaveg), sunnu- daginn 22. mars kl. 14—17. Kvikmyndasýning verður fyrir börn, og þeim gefst kostur á að mála. VSIMINN KU: 2248D ('0> Júorflimtilnbib Vantar þig rafhitara? Ef svo er, viljum við benda þér á: ★ Að Rafha hefur yfir 44 ára reynslu í smíði rafmagnstækja. ★ Aö Rafha rafhitari til húshitunar er svarið við síhækkandi olíuverði. ★ Allur rafbúnaður fylgir tækinu svo og öryggisloki ★ Tækin hafa hlotið viðurkenningu Rafmagns- og Öryggis eftirlits ríkis- ins (Mikilvægt 1 til að fá úttekt) ★ Tækin fást bæði með eða án neysluvatnsspiral og í orkustærðum 4,5-180 KW. ★ Tæknideild vor veitir aðstoð _ viö útreikninga og val á tækjum Greiöslukjör — Viðurkennd þjónusta — Umboðsmenn um allt land. Hafnarfiröi, símar 50022, 50023, 50322.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.