Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
69
„Arc of a Diver“
Steve Winwood
Ég verð að viðurkenna að
ég hef alltaf verið veikur fyrir
sðng Steve Winwoud. allt frá
þvi er hann var í Spencer
Davis Group og um Traffic,
Biind Faith. Traffic aftur og
nú sóló. Steve W'inwood vann
„Arc of a I)iver“ fullkomlega
einn (þ.e. fyrir utan texta).
Hann var upptókustjóri. upp-
tökumaður. söng allar raddir.
lék á öll hljóðfærin og samdi
öll lögin!
Þetta er sjaldan þess vald-
andi að plata verði góð! En
með „Arc of a Diver“ heldur
hann þessu öllu mjög einföldu
þannig að það virðist takast.
svo langt sem það nær.
Söngur Steves er vitanlega
langsterkasta hliðin hér. Hann
er enn jafn sjarmerandi með
sína útgáfu af Ray Charles-
rödd, enn unga og sterka. Gítar
og hljómborðsleikur er líka
góður og bassinn sleppur vel,
en trommuleikur hans er full
slakur og hefði Jim Capaldi
gert þessu rétt skil eins og
hann gerði alltaf í töfrahljóm-
sveitinni Traffic.
Platan byrjar á góðu lagi
„While You See a Chance“ sem
þegar er komið út á lítilli plötu,
létt og Ijúft og nokkuð ólíkt
fyrri lögum hans.
„Arc of a Diver“ er klassískt
Traffic og gott, en diskóhreim-
urinn af „Second Hand Wo-
man“ er hvimleiður á Steve
Winwood-plötu. „Slowdown
Sundown“ byrjar með kassa-
gítar ljúft og fallegt með seið-
andi og þroskaðri rödd Steve.
Lagið styrkist svo með hljóm-
borðum, bassa, trommum og
fleiri röddum (allt Steve). A
hlið tvö eru síðan þrjú lög sem
standast ekki samanburð við
Traffic né Blind Faith plöturn-
ar þó seinni tínia Traffic stíll-
inn «é fyrir hendi.
Eflaust hefði mátt gera mun
betri plötu úr þessu efni ef
fleiri hefðu að hcnni unnið og
getað skotið að hugmyndum.
Textarnir á „Arc of a Diver“ -
eru heldur ekki í sama gæða-
flokki og textar Jim Capaidi
hér áður.
En þrátt fyrir það,- að
Winwood hafi að vissu leyti
brugðist björtustu vonum mín-
um er platan ljúf og þægileg
áheyrnar og lögin „While You
See a Chance", „Arc of a Diver“
og „Slowdown Sundown" með
hans betra efni.
En Steve með Eric Clapton á
gítar, eins og á hinni frábæru
Blind Faith-plötu verður seint
endurtekið.
Hvað þá allar frábæru
Traffic-plöturnar. Kannski
tekst betur næst, því þetta er
ekki nóg til að duga!
hia
jasta
ttaf
justu
PLÖTUNUM
Þegar greinin um væntanlegar
plötur birtist i sfðasta þætti, var
hún nokkuð farin að eldast þar
sem hún hafði ekki komist inn i
þættinum þar á undan og svo
hirtist síðasti þáttur nokkuð
seint. Hvað um það, við bætum
það upp með nokkrum viðbótar-
fréttum um væntanlegar plötur
og byrjum auðvitað á Beatles-
plötum og plötum frá John, Paul,
George og Ringo.
•
Hvað varðar John Lennon, var
ákveðið fyrir lát hans að gefa út
John Lennon Complete, þ.e.a.s.
allar stóru plöturnar hans sem
gefnar voru út hjá EMI í einum
kassa.
Um þessar mundir er DJM að
gefa út þriggja laga plötu með
lögum sem tekin voru upp á
hljómleikum Elton John 28. nóv-
ember 1974 ásamt John Lennon.
Þessi lög eru „I Saw Her Standing
There“, „Lucy in the Sky with
Diamonds" og Whatever Gets You
through the Night“, en fyrsta
lagið, sem er reyndar eftir Paul og
sungið af John, er eina lagið sem
áður hefur komið út, á bakhliðinni
á „Philadelphia Freedom" sem
Elton John gaf út í febrúar 1975.
•
Tvær viðbætur eru við listann yfir
væntanlegar plötur frá Paul
McCartney! í október, nóvember
1980, var Paul önnum kafinn við að
ganga frá plötu sem lengi hefur
staðið til að gefa út „Cold Cuts“, en
þar eru lög sem hafa komið á
bakhliðum lítilla platna svo og
afgangslög af stórum plötum.
í lok desember 1979 voru haldnir
styrktarhljómleikar til styrktar
Kampútseu, þar sem Wings komu
fram m.a. eins og Who, Rockpile,
Clash, Elvis Colstello, Ian Dury &
The Blockheads og Queen. Vænt-
anlegt er þriggja platna albúm frá
hljómleikunum þar sem Wings og
Rockestra (Wings + Pete Towns-
hend, Kenny Jones, Bruce Thomas,
Robert Plant, John bonham, John
Paul Jones og James Honeyman
Scott). Lögin sem Wings spila á
þessari plötu eru: „Got to Get You
into My Life“, „Every Night“ og
Coming Up“ en Rockestra-lögin
eru: „Lucille", „Let It Be“ og „The
Rockestra Theme".
Wings-platan sem er verið að
taka upp í stúdíó George Martins í
Montserrat í Vestur-Indíum er
komin langt á leið undir leiðsögn
Paul og George Martins. Að þessu
sinni hefur Paul boðið ýmsum að
leggja hönd á plóginn og leika m.a.
á plötunni Ringo Starr, Elton
John, og væntanlega Stevie Wond-
er og George Harrison.
•
Ringo Starr-platan sem ég
minntist á síðast hefur fengið titil
(Líklegan, allavega), „Private
Property" eftir samnefndu lagi
Paul McCartneys. Upptöku stjórn-
uðu Paul, George Harrison og
Stephen Stills og á Paul nokkur lög
á plötunni, sem ætti að koma
fljótlega út
•
Plata George Harrisons var
ranglega kölluð „Summer in Eng-
land“ hún á að heita „Somwhere in
England". Platan var upphaflega á
áætlun í nóvember, síðan desem-
ber, og síðan janúar en er nú á
lista yfir marsplötur frá WEA:
George virðist hafa endurblandað
allt efnið að því er virðist.
Harrison er ekki frekar iðjulaus
en hinir, því í júlí á önnur plata frá
honum að koma út. Sú mun heita
„Time Bandits" og er tónlist við
samnefnda kvikmynd.
•
Fimm gömul Beatles lög fundust
í Abbey Road-stúdíóinu þegar upp-
boðið fræga á munum stúdíósins
var i október. Eru þetta lög með
upptökum af lögum sem Beatles
gáfu aldrei sjálfir út heldur lánuðu
öðrum eins og Cillu Black, Four-
most, Peter & Gordon o.fl. til að
gera vinsæl. EMI hefur óopinber-
lega gert því skóna að þessi lög,
sem eru fullunnin komi út á þessu
ári.
Og tengt Beatles. Danny Laine
(Wings) er að gefa út sólóplötu
„Japanese Tears" og fjallar titil-
lagið auðvitað um atburðinn í
Japan í byrjun síðasta árs. En það
sem meira máli skiptir, á plötunni
eru þrjú óútgefin Wings-lög, „I
Would Only Smile", (frá 1973),
„Weep for Love“ (frá ’79) og „Send
Me the Heart" (frá ’74).
•
Who-platan sem minnst var á
síðast hefur fengið heitið „Face
Dances“ og kemur út 23. mars.
„You Better You Bet“ hefur verið
gefið út á lítilli plötu. Þetta er
fyrsta plata Who frá því er Keith
Moon lést.
•
Ian Hunter/Mick Ronson/Mick
Jones-platan var tekin upp á 17
dögum og kemur út í apríl. Heitir
hún „Theatre of the Absurd" og
leikur Mick Jones auk Topper
Headon (líka Clash) í nokkrum
laganna, en meðan heita eru „Old
Records Die Hard“, „Noises" og
„Lisa Likes Rock’n’Roll".
•
Stúdíóplatan sem Mick Jagger
lofaði í febrúar kemur ekki. I þess
stað er væntanleg í sumar ný
stúdíóplata með nýuppteknum lög-
um þannig að enn bætist í safn
útgefinna laga hjá þeim. Að sögn
Bill Wyman gæti þessi nýja plata
hæglega verið þeirra besta, alla
vega að hans mati. Lögin sem búið
er að vinna eru 12.
Bill Wyman er von bráðar að
gefa út þriðju sólóplötu sína
„Green Ice“ sem er tónlist við
samnefnda kvikmynd sem Ryan
O’Neal leikur aðalhlutverk í.
Bee Gees eru byrjaðir að taka
upp plötu sem á að koma út í lok
sumarsins.
hia.