Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 28

Morgunblaðið - 22.03.1981, Síða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 COSPER Hún heldur honum þó heimavið á kvöldin, en nú orðið þori ég ekki út fyrir hússins dyr! lj> lns ,, c' lÓA/\* sterkari en nokkur verölauna- vasi. TM Reg U S Pat Otf all rights reserved ® 1978 Los Angeles Times Syndlcate Ekki hávaða. — Þetta var mjöK erfiður dagur fyrir hann pabha þinn. — Hann opnaði fyrir mÍK Fi.skur — já frú mín, ósvikinn fiskholludós áðan! fiskur er það. HÖGNI HREKKVÍSI mmw ííb vtíMen, *ft v." Huggun harmi gegn Iiúsmóðir skrifar: „Enn getur fólk verið að kýta um Darwins-kenninguna. Ég segi bara að maðurinn er herra jarð- arinnar, og sama er mér hvaðan gott kemur. Og margar góðar uppgötvanir hefur hann gert og er alltaf að gera, það er að segja þar sem frjáls hugsun má þrífast. Ég tek undir það með æruverð- uga fátækrafulltrúanum, sem hneykslaði marga fyrir aldamót. Hann hafði þetta fyrir máltæki: „Mikið á guð mönnunum að þakka." Og hann áleit það emb- ættisskyldu sína að fylgja þurfa- lingunum til grafar. Gerir mann að hugs- unarlausu þarfadýri Það er önnur þróunarkenning, sem heimurinn ætti að jarð- syngja strax, enda er hún búin fyrir lifandi löngu að vinna sér til ólífis með illverkum sínum, og það er kenning Karl Marx. Hún tekur manninn og gerir hann að hugsunarlausu þarfadýri stjórn- enda. Eins og skáldið sagði, að maður ætti að afklæðast per- sónuleika sínum og skríða inn í mauraþúfuna og hlýða blint. Það Þessir hringdu . . . Hver týndi alpahúfu á Laugarásvegi? 77fi7-66fi8 hringdi og sagði: Sl. þriðjudagsmorgun, er ég kom út úr húsi mínu á Laug- arásvegi um klukkan 7.15 tók ég eftir því að bílar höfðu stoppað á götunni og bílstjór- arnir reyndu að_ ná alpahúfu, sem einhver hafði misst í norðanrokinu. Það gekk brös- ótt því alltaf fauk húfan. Ég snaraðist upp í bílinn minn og tók þátt í eltingarleiknum og um síðir tókst mér að hand- sama húfuna. En þegar ég sneri til baka var eigandinn á bak og burt og er húfan því í mínum fórum. Þetta er for- láta húfa og vafalaust baglegt fyrir eigandann að missa hana. Ef eigandinn les þessar lín- ur er hann beðinn að hringja í síma 52365 og fær hann þá húfuna senda um hæl. Keflavíkursjón- varpið aftur Aldraður sjónvarpsnot- andi hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég legg nú til, vegna samdráttar í dagskrá sjónvarpsins okkar, að aftur verði opnað fyrir Keflavíkursjónvarpið. Ég er sannfærður um að margur yrði glaður við, ef það næði fram að ganga. Þó að Stein- grímur ráðherra hafi verið einn af hinum svokölluðu sex- tíumenningum, sem aldrei hefðu átt að fá sínum kröfum framgengt, finnst mér að hann verði nú að taka þeim Snorri mun meira tillit til þeirra sem vilja fá Keflavíkursjónvarpið aftur, sem ríkisstjórn hans hefur guggnað á að halda uppi fullri dagskrá íslenska sjón- varpsins. Og það er einnig vitað, á hverjum þetta bitnar helst: Auðvitað þeim sem eiga ekki annarra kosta völ í skemmtunum en sjónvarps- dagskrána, en þeir eru margir og í hópi þeirra er gamalt fólk og lasburða fjölmennt. Og það á líka að taka af gamla fólkinu samband þess við um- heiminn með því að múlbinda það í skrefamælingu símtala. Skrítið að þetta skuli allt bera upp á sama tíma. Ætli það sé tilviljun? Eða er þetta aðeins byrjunin? er ekki hægt að gera uppgötvanir eftir Maó-kveri, og ekki mögulegt að finna týndan hlut eftir fyrir- fram gefinni línu. Meðan hinn frjálsi heimur kemur með eina uppfinninguna annarri betri á sviði vísinda, í læknisfræði og í öllum öðrum greinum, þá berast þær fregnir frá Rússlandi að ungbarnadauð- inn sé eins og í svörtustu Afríku, og þykir mesta smán fyrir stjórn- arfarið. Skorturinn, sem var landlægur á dögum keisaranna hefur frekar aukist, og þá þarf ekki að sökum að spyrja. Alls staðar þar sem þetta hagkerfi er notað, þar minnkar matvæla- framleiðslan. Ekki mikill munur Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru menn í öllum löndum, sem trúa á þessi ósköp, og aldrei hefði nokkurt land þurft að kveljast undir kommúnismanum hefðu ekki verið föðurlandssvikarar, sem glaðir hættu ekki við, fyrr en lönd þeirra voru ofurseld Moskvu-valdinu. Tékkarnir, sem unnu þessi óhæfuverk, voru öðru- vísi þjóðernissinnar heldur en Smetana. Hérna eru þeir eins, þessir sem tóku barnatennurnar hjá Tíma-Tóta, og þessir sem menntuðust hjá Austur-Þjóðverj- um, sem fyrst ólust upp hjá Göbbels, enda ekki mikill munur á meðferðinni á sannleikanum. Norðmennirnir, sem sátu Norð- urlandaþingið hér á dögunum, hafa örugglega fundið skyldleik- ann, enda ekki búnir að gleyma stríðinu, eins og sést á fylgisleysi kommúnista í því landi. Það var huggun harmi gegn fyrir ísland, að á sama tíma kom til Kaup- mannahafnar Snorri Hjartarson, skáld, og sýndi svo að ekki varð um villst, að enn heyrist rödd hins frjálsa norræna anda svo að hin Norðurlöndin geta vitað það, að á Islandi mega kommúnistar sín einskis, ef þjóðin fær í þjóðaratkvæðagreiðslu að sýna hug sinn.“ Ætla stjórnvöld að eyði- leggja nýju krónuna? P. skrifar: „Fjálglega var talað um það, að myntbreytingin ætti að auka traust almennings á íslensku krónunni og sú tiltrú gæti orðið til hjálpar í baráttunni við verðbólguna. Ég óttaðist hins- vegar að myntbreytingin næði ekki þeim tilgangi að auka trú fólks á krónunni fyrst ekki var hægt að draga verulega úr verð- bólgunni áður en myntbreyting- in færi fram. Slæmt fordæmi En nú heggur sá er hlíf skyldi. Stjórnvöldin sjálf haf ekki meiri trú á hinni nýj krónu en það, að þau leggja all kapp á að nota ekki aura. Og þa virðist fjármálaráðuneyti ganga á undan. Ekki bendir þa til þess að ætlunin sé að draga ú verðbólgunni og standa vörð ur krónuna á þeim bæ. Er það ill farið og slæmt fordæmi." Hjartarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.