Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 31

Morgunblaðið - 22.03.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 79 Djass á mánudagskvöldið í Stúdentakjallaranum Á MÁNUDAGSKVÖLD leikur Jazzkvartett Reynis Sigurðssonar djass í stúdentakjallaranum. Hefst „djammið" um kl. 21 og stendur til 23.30. Allar almennar veitingar eru þarna á boðstólum. Auk stjórnandans, Reynis Sig- urðssonar, sem leikur á víbrafón, skipa kvartettinn þeir Ásgeir Óskarsson trommur, Þórður Árnason gítar og Tómas Tómas- son bassi. Leiklistarklúbbur Flensborgarskóla: Frumsýnir „Jakob eða aga- spursmálið“ - eftir Ionesco Á sunnudag frumsýnir Leiklist- arklúbbur Flensborgarskóla leik- ritið „Jakob eða agaspursmálið", „eðlistrúan kátleik" eftir Eugéne Ionesco í þýðingu Karls Guð- mundssonar. Sýnt er í Flensborg- arskóla. Leikritið „Jakob eða aga- spursmálið" fjallar um fjölskyldu eina. Sonurinn, Jakob, er upp- reisnarmaður og neitar að aðlaga sig að erfðavenjum og gervilífi fjölskyldunnar. Hún (fjölskyldan) vill steypa hann í ákveðið mót, sveigja hann að sínum vilja og kreista úr honum sálina og per- sónuna. Eugéne Ionesco er þekktur höf- undur og er hann hvað þekktastur fyrir svokölluð „absúrd-leikrit" og hafa mörg leikrita hans verið sýnd hér á landi, þar á meðal leikritin „Nashyrningarnir", „Kennslu- stundin og stólarnir" og „Sköllótta söngkonan“. „Jakob og agaspurs- málið" samdi hann 1958. Alls fara 9 manns með hlutverk í leiknum en i allt taka 20 manns þátt í uppfærslunni. Leikstjórn er í höndum Jóns Júlíussonar. Úr leikriti Ionescos. „Jakob eða agaspursmálið“, sem Leiklistarklúbb- ur Flensborgarskóla frumsýnir í dag. Willie, Jeanette og Phil (Michael Ontkean, Margot Kidder og Ray Sharkey) í myndinni „Willy og Phil“, sem Nýja bió frumsýndi í gær. Nýja bíó frumsýn- ir „Willie og Phil“ Á laugardag frumsýndi Nýja bíó kvikmyndina „Willie og Phil“. Leikstjóri og höfundur handrits Paul Mazursky. Aðalhlutverk leika Michael Ontkean, Margot Kidder og Ray Sharkey. Myndin fjallar um sérstætt og órjúfanlegt vináttusamband þriggja ungmenna, tilhugalíf þeirra og ævintýri allt til fullorð- insára. Gamla bíó frumsýnir „Raddir“ Á laugardag frumsýndi Gamla bíó nýja bandaríska kvikmynd, „Raddir" (Voices). Leikstjóri er Robert Markow- itz. Aðalhlutverk leika Amy Irving og Michael Ontkean. Myndin fjallar um baráttu og hamingjuleit heyrnarlausr- ar stúlku. Úr myndinni „Raddir“, sem Gamla bíó frumsýndi í gær: Poppsöngvarinn Drew Rothman (Michael Ontkean) „talar“ við mállausu stúlkuna Rosemarie Lemon (Amy Irving). Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur: Barna- og f jölskyldu skemmtun í Tjarnarbíói A SUNNUDAG heldur Sor- optimistaklúbbur Reykja- víkur barna- og fjölskyldu- skemmtun í Tjarnarbíói til ágóða fyrir starfsemi sína og hefst hún kl. 14. Fjölbreytt efni verður á dagskrá: Sýnd verður kvik- mynd, 2 barnapör úr Þjóð- dansafélagi Reykjavíkur sýna dans, Barnakór Sel- tjarnarness syngur, börn leika á hljóðfæri, Jóhann Helgason syngur, Gerður Hjörleifsdóttir les sögu og fóstrunemar skemmta. Jör- undur kynnir. Aðgangseyri er í hóf stillt. Margir Reykvíkingar munu kannast við Soropt- imistaklúbb Reykjavíkur, sem er deild í alþjóðlegum kvennasamtökum og hefur starfað hér í borg um rúmlega 20 ára skeið. Söfnunarfé klúbbsins hefur verið varið til aðstoð- ar við fatlaða, til tækja- kaupa á sjúkrahús, hjúkr- unarheimilis aldraðra og fleiri verkefna, sem Soropt- imistar velja að styðja hverju sinni. Vantar þig eldavél? Ef svo er, viljum viö benda þér á að: ★ Viö framleiðum eldavélar sem hafa þjónaö íslenskum húsmæörum í 44 ár. ★ í dag er þaö þessari framleiðslu aö þakka aö innfluttar heimiliseldavélar eru án tolla og vörugjalds (öll önnur heimilis- tæki eru meö 80% toll og 24% vöru- gjald). ★ Viö bjóöum 5 liti á eldavélunum okkar. ★ Viö bjóöum litun á öörum heimilistækj- um. Hafnarfirði, símar 50022, 50023, 50322 Austurveri, Háaleitisbraut 68. Sími 84445. Mars-tilboð 5% staðgreiösluafsláttur Greiöslukjör: 25% í útborgun, eftir- stöövar á 4—6 mánuöum. Um- boösmenn um land allt. Líttu inn — þaö borgar sig. Poppy-rauð meö eöa án klukku Mál: HxBxD = 90x60x62 cm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.