Morgunblaðið - 03.05.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ1981
29
ekki sparað auglýsingar og kynn-
ingarstarfsemi, og kunnað þar vel
til verka. Áróðurs- og sölumenn
þeirra líta á heimsbyggðina sem
heimaakur, enda rökrétt skoðun á
tímum, þar sem samgöngutækni
nútímans hefir eytt fjarlægðun-
um.
Þessir dönsku og þýsku kavíar-
framleiðendur fylgjast vel með
þróun markaðsmála. Hagnýta sér
til hins ýtrasta alla kosti verslun-
ar og tollabandalaga og hafa
ótrúlega víða opin augun varðandi
leiðir til þess að komast yfir
tollamúra. Besta dæmið um það,
varðandi kavíar, er kannski frá
Spáni. Þar er nokkuð hár inn-
flutningstollur á kavíar, sem lúx-
usvöru, og talið að verði enn um
sinn, enda þótt Spánn gerist á
næstu árum aðili að verslunar- og
tollabandalögum Evrópu. Fyrir
liðlega ári síðan stofnaði ein
stærsta kavíarverksmiðja Þýska-
lands, sem framleiðir þessa vöru
aðallega úr íslenskum grásleppu-
hrognum, niðurlagningarverk-
smiðju á Spáni. Flytur íslensku
tunnurnar með hrognunum þang-
að, þegar þær koma til Þýska-
lands, og blandar litarefnunum og
kryddi í hrognin og setur þau í
fallegar spánskar glerkrukkur,
sem þar að auki eru ódýrari á
Spáni en heima í Þýskalandi, og
skreytir glösin með litríkum um-
búðum og áletrun á spánskri
tungu. Fimm mánuðum síðar hóf
danskur kavíarframleiðandi
samskonar starfsemi á Spáni og
flytur þangað íslensku grásleppu-
hrognatunnurnar til þess að fram-
leiða úr þeim „danish caviar",
„framleiddum á Spáni". Þessi
þýski og danski kavíar, framleidd-
ur á Spáni, er síðan seldur í
50—100 gr glösum og kostar glasið
með 50 grömmum í kringum 15
krónur íslenskar í flestum búðum.
Samskonar glas með íslenskum
tækifæri, einkum úr frosnum fisk-
afurðum og varla öðru. Við íslend-
ingar eigum heimsins mestu afla-
klær, sem ráða yfir einhverri
fullkomnustu veiðitækni heims.
Varðandi grásieppuveiðarnar er
um einfaldari og umfangsminni
útgerð að ræða. Samt sem áður er
grásleppuhrognaframleiðslan sá
útvegur á íslandi, þar sem íslend-
ingar eiga stærstan hluta heims-
framleiðslunnar, og ættu því að
hafa möguleika á að gera sig
gildandi, sem leiðandi afl um
verðlag og fullvinnslu kavíars á
heimsmarkaði. Heimsframleiðsl-
an er nú í höndum tiltölulega
fárra erlendra aðila og því auð-
veldara um vik að ná tökum á
forystunni, meðal annars í gegn-
um hráefnisverðið, sem telja verð-
ur alltof lágt miðað við markaðs-
verð kavíars.
Þegar litið er til þeirrar stað-
reyndar, sem áður er frá greint, að
Islendingar ráða yfir stærstum
hluta heimsframleiðslunnar af
grásleppuhrognum, ættu að vera
til þess færar leiðir, að íslenskir
framleiðendur ráði einnig yfir
stærstum hluta heimsframleiðsl-
unnar á grásleppuhrognakavíar.
Heildarframleiðsla á grásleppu-
hrognum í heiminum er ekki svo
mikil að kavíarinn geti nokkurn
tíma orðið magnmikil framleiðsl-
ugrein í matvælaneyslu, heldur
aðeins veislumatur og lostæti við
hátíðleg tækifæri. Grásleppan
veiðist ekki nema á mjög tak-
mörkuðum heimshluta í Norður-
Atlantshafinu við ísland, Græn-
land, Kanada og lítilsháttar við
Noreg og Danmörku. Talið er að
litlir möguleikar séu á verulegri
aflaaukningu í þessum löndum.
Ætla mætti því, að grásleppu-
hrognakavíar verði um alla fram-
tíð eftirsótt lúxusfæða með tak-
mörkuðu framboði. Tiltölulega
hátt verðlagður matur, vegna auk-
mmm.
Mynd úr útflutningslista danskrar verksmiðju, sem selur íslenskan
kavíar undir sinu merki.
<
kavíar frá Artic á Akranesi kostar
í búðum á Islandi um 2 krónur.
Þetta er að vísu ekki allt verðmun-
ur, því verslunarálagning er tals-
vert hærri á Spáni en á íslandi,
einkum þegar um lúxusvörur er að
ræða.
Spánskir kaupsýslumenn er fást
við matvælaverslun segja, að Dan-
ir og Þjóðverjar hefðu að vísu
getað komið ár sinni betur fyrir
borð á Spáni varðandi kavíar-
framleiðsluna, þó að þeir greiði
aðeins um 22% aðflutningsgjöld
af hráefninu, í staðinn fyrir 70—
80%, í flestum tilfellum, af full-
unnum kavíar. Þeir hefðu getað
valið starfsemi sinni heppilegri
staði á Spáni og notið þar betri
kjara vegna byggðasjonarmiða,
enda þótt vinna sé lítið hlutfall af
verði kavíars. Þeir hafi einfald-
lega ekki kynnt sér málin og
staðhætti nógu vel. Og þessvegna
sé vel hægt að keppa við þá á
spönskum markaði með svipuðum
en betur grunduðum aðgerðum.
Þessi frásögn um viðskipti með
kavíar og íslensk grásleppuhrogn
á Spáni er hér sögð aðeins sem
dæmi um verslunarleiðir íslenskra
lúxusmatvæla á erlendri grund.
Veröldin er full af slíkum tæki-
færum fyrir íslensk matvæli.
Sums staðar er byrjað að nýta slík
innar eftirsóknar og takmarkaðs
framboðs.
Engar líkur eru á því, að hinn
eftirsótti og rándýri Beluga-
styrjukavíar, verði algengari eða
ódýrari í náinni framtíð, þar sem
þær fregnir berast af veiðisvæðum
styrjunnar í Kaspíahafi, að til
viðbótar við ofveiði á viðkvæmum
og seinþroska stofni, þá geri
mengun frá verksmiðjum og nú-
timaiðnaði við Kaspíahaf mikinn
usla til viðbótar í stofninum.
Grásleppan er ekki fegursti
fiskur úr sjó, eins og vikið er að í
upphafi þessarar greinar. Engu að
síður er afurð hans gulls ígildi.
Enn sem komið er aðallega fyrir
útlendinga, sem kannske eru alls
góðs maklegir. En er ekki annars
kominn tími til að íslendingar
reyni í vaxandi mæli að fullnýta
þessa sérstæðu auðlind sína úr
hafinu. Gera grásleppuhrognin að
glitrandi „íslenskum" kavíarperl-
um á veisluborðum veraldar, eftir-
sóttri og rándýrri vöru, sem gæti
aukið á hróður og annars tak-
markaða auðlegð þessarar fá-
mennu þjóðar. Með því einu að
láta íslensku grásleppuhrognin
breyta um hlutverk og verða að
„íslenskum kavíar" í staðinn fyrir
„danish" eða „deutscher" kavíar.
- kÞ-
Knattspyrnufélagið
VALUR
ara
Afmælisfagnaður
Föstudagur 8. maí
Afmælisfagnaður að Ilótel Borg kl. 19.30
Borðhald: „Drottningarborð" — Veislustjóri Kristinn Hallsson, óperusöngvari.
Heiðursveitingar,
Skemmtiatriði m.a. Laddi.
Dans.
Enginn aðgangur eftir borðhald. Miðasala og borðapantanir þriðjudaginn 5.
maí að Hótel Borg kl. 17.00—19.00.
Afmælisfagnaður yngri Valsmanna
Sunnudagur 10. maí
Afmælisfagnaður yngri Valsmanna í Sigtúni. kl. 15.00.
Veislustjórar: Jón H. Karlsson, ritari aðalstjórnar Vals og Hermann
Gunnarsson, íþróttafréttamaður.
Veitingar.
Skemmtiatriði: Reiptog milli deilda, gamanvísur o.fl.
Allir Valsmenn 16 ára og yngri velkomnir.
Mánudagur 11. maí
Útisamkoma við minnisvarða sr. Friðriks Friðrikssonar Lækjargötu kl.
12.15-12.30.
Ávarp Pétur Sveinbjarnarson, formaður Vals. Sr. Friðriks minnst. Biskupinn
yfir Islandi hr. Sigurbjörn Einarsson.
Valssöngurinn sunginn.
Jón Sigurðsson f.v. borgarlæknir, heiðursfélagi Vals leggur blómsveig að
minnisvarða sr. Friðriks.
Móttaka að Hlíðarenda
Kl. 17.00-19.00
Sveinn Zoéga og Úlfar Þórðarson, útnefndir heiðursfélagar Vals.
Heiðursveitingar til forystumanna utan Vals, fyrir frábær störf í þágu
íþróttasamtakanna.
Móttökunni stýrir Olafur Gústafsson, varaformaður Vals.
Allir Valsmenn og velunnarar félagsins velkomnir
SPORT
SKÓR
MJÖG GOTT
VERÐ.
SJUEM
LAUGAVEGI 74 SÍMI: 17345
AÐEINS
KR. 159.-
LITUR: LJÓS
STÆRÐIR: 35-46
PÓSTSENDUM