Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 1

Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 1
64 SÍÐUR 126. tbl. 68. árg. SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Israelsk flugskeyti í Líbanon New York. fi. júní. AP. ÍSRAELSMENN hafa flutt banda rí.sksmiðuð Hawk-fluKskcyti yfir israclsku landamærin 1200 mctra vcKalcnttd inn á líbanskt yfirráða- svæði að sögn ABC-sjónvarpsins. fsraclskir cmbættismcnn vilja ckki staðfcsta frcttina. scjfir ABC. ABC hefir eftir bandarískum leyniþjónustuheimildum að sex sýr- lenzkar loftvarnaeldflaugasveitir hafi tekið sér stöðu í Líbanon. ísraelsmenn segja að sýrlenzku eldflaugarnar í Líbanon ógni öryggi ísraels og staðsetning þeirra þar sé brot á nokkurra ára gömlum leyni- samningi við Sýrlendinga. Verðlækkun á olíu hafin London. (i. júni. AP. ALDA olíuvcrðla’kkana hefir færzt i aukana mcð þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Ecuador að lækka olíuverð sitt um 3.80 dollara tunn- una og viljayfirlýsingu Brcta um að lækka oliuverð sitt um tvo dollara tunnuna. Báðar þessar fyrirhuguðu olíu- verðlækkanir eru hafðar eftir áreið- anlegum heimildum. En lækkun sú, sem Bretar ihuga, er talin of lág og álitið er að viðræður um lækkunina geti tekið nokkrar vikur. Ian Walker, fram- kvæmdastjóri British Petroleum, sagði í útvarpsviðtali að lækka þyrfti verð á Norðursjávarolíu um fimm dollara tunnuna þegar í stað. Jafnframt hermir blaðið „Financ- ial Tirnes" í London að Nígeríumenn hafi boðið allt að tveggja dollara afslátt á hverja olíutunnu, en verð þeirra er 40 dollarar tunnan. Verðlækkunar-þrýstingur hefir aukizt í þessari viku, þar sem í ljós hefir komið að niðurskurður á fram- leiðslu nokkurra aðildarríkja Sam- taka olíusöluríkja, OPEC, mun ekki nægja til þess að binda endi á offramboð á olíu. Að vori vaknar náttúran til lifsins á ný með blóm i haga og betri tið. : - ‘ * , * Ljósm. Sijf.S. Gagnrýni á pólska leiðtoga vekur ugg Moskvu. 6. júná. AP. ÁRÁSIR sovézkra blaða á stjórn kommúnista i Póilandi benda til þess að þess sé skammt að biða að leiðtogarnir i Kreml taki um það ákvörðun hvort þeir skuli gripa til ihlutunar i Póllandi eða ekki Bardagar á eldf jalli San Salvador. 6. júni. AP. STJÓRNARHERSVEITIR halda áfram tveggja daga sókn gegn öflugu vigi skæruliða á cldfjalli nálægt höfuðborg Mið-Ameriku- lýðveldisins E1 Salvador og að minnsta kosti 100 hafa fallið. Rúmlega 1.500 stjórnarher- menn hafa umkringt, með stuðningi stórskotaliðs, her- flugvéla og þyrlna, eldfjallið Chichontepec, 9, 6 km suðaustur af höfuðborginni San Salvador, og sókn er hafin upp í hllðar fjallsins að sögn sjónarvotta. Að minnsta kosti 1.000 skæruliðar hafa búizt til varnar á fjallinu og í nágrenni þess. Margir skæruliðar eru taldir hafa hreiðrað um sig á fjalls- tindinum. Kirkjuleiðtogi í E1 Salvador sakaði Rússa í dag um að verja milljónum dollara í hverjum mánuði til herferðar, er miði að því að dreifa röngum og villandi upplýsingum um borgarastríðið í E1 Salvador. Hann útskýrði þetta ekki nánar, en sagði að í nýlegri fyrirlestraferð í bandarískum háskólum hefði hann mætt „móðgunum óvina sannleikans og vina Marx og Leníns." Fimmtán lík fórnarlamba af- tökusveita hægrimanna fundust í höfuðborginni í gær. Um 22.000 manns hafa beðið bana í átökum í E1 Salvador síðan herforingjastjórnin komst til valda í október 1979. að sögn dag. vestrænna diplómata i Diplómatarnir telja að leiðtog- arnir í Kreml hafi aldrei fylgzt eins nákvæmlega með atburðum í Póllandi og nú vegna fyrirhugaðs þings pólska kommúnistaflokksins 14. til 18. júlí í Varsjá. Leiðtogum Rússa líkar ekki hvernig staðið hefir verið að vali fulltrúa á flokksþingið og ef þessi þróun heldur áfram kunna þeir að kom- ast að þeirri niðurstöðu að beinar aðgerðir séu eina leiðin til að viðhalda áhrifum sínum í pólsku valdaforystunni, segja diplómat- arnir. „Sannleiksstund sovézkra leið- toga kann að renna upp seint í júní eða snemma í júlí, þegar þeir verða að ákveða hvort þeir skuli leyfa að þingið fari fram eins og ráðgert hefir verið, eða hvort þeir skuli reyna að fá þinginu frestað," sagði vestrænn stjórnarerindreki. Það er talið uggvænlegt, nýtt merki um reiði Rússa að dómi vestrænna sérfræðinga, hversu ít- arlega sovézk blöð hafa sagt frá svokallaðri „Katowice-yfirlýs- ingu“ pólskra harðlínumanna, sem hvetja til þess að „andsósíalísk öfl“ verði brotin á bak aftur í Póllandi. í frásögnum Rússa er gefið í skyn að pólskir leiðtogar láti undir höfuð leggjast að styðja dygga kommúnista gegn „öfga- sinnum" úr verkalýðshreyfingunni Samstöðu. Þessi dulbúna gagnrýni er talin síðasta merkið um að Rússar séu e.t.v. að missa trúna á getu leiðtoga pólskra kommúnista til að varðveita „forystuhlutverk flokksins". Tass gagnrýndi í gær úrskurð hæstaréttar Póllands um frelsun fjögurra andófsmanna og annað merki um reiði Rússa var gagn- rýni á pólsku verðlaunakvikmynd- ina á Cannes-hátíðinni, „Járn- manninn", á þeirri forsendu að hún væri „andsósíalísk". Pólverjar hafa sætt stöðugum árásum Tékka og Austur-Þjóð- verja og Búlgarir bættust í hópinn í þessari viku. Ef Rússar grípa til íhlutunar telja vestrænir dipló- matar að íhlutunin yrði geysivíð- tæk og herlið annarra Varsjár- bandalagslanda myndi taka þátt í henni, en hugsanleg andspyrna pólska heraflans hræðir, segja diplómatarnir. Sennilega yrði haldinn leiðtogafundur Varsjár- bandalagsins með stuttum fyrir- vara, ef Rússar tækju þann kost að grípa til íhlutunar, en slíkan fund þarf ekki að halda, ef þátt- taka annarra landa í íhlutun hefur þegar verið tryggð, segja þeir. Ef slíkur fundur verður haldinn er talið að úrslitum geti ráðið hvort Nicolae Ceausescu Rúmen- íuforseti sækir hann eða ekki. Ihlutun verður talin líklegri, ef nýjar heræfingar verða haldnar bráðlega — þær gætu orðið síð- asta viðvörunin, segja vestrænir diplómatar. Tvíburar í tilraunaglasi Melbournc. 6. júni. AP. FYRSTU „tilraunaglasa-tvíbur- ar“ heimsins, drengur og stúlka. fæddust i Qucen Vict- oria-sjúkrahúsinu i Melbourne snemma i morgun. samkvæmt tilkynningu frá sjúkrahúsinu. Tvíburarnir fæddust tveimur vikum fyrir tímann. Móðirin er 31 árs gömul og hefir reynt að eignast barn í átta ár. Þar með hafa sex börn verið getin í tilraunaglasi í Melbourne. Fyrsta tilraunaglasa-barnið fæddist í Oldham, Englandi, 25. júlí 1978, eftir uppgötvun brezku læknanna Patrick Steptoes og Robert Edwards.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.