Morgunblaðið - 07.06.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.06.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JUNÍ1981 Ingvar Gislason: Tel mig hafa í öllu farið að lögum „ÉG TEL að ég hafi í öllu farið að lögum. þannig að ók lit á þctta sem aimenna yfirlýsinKU, sem geti ekki verið beint til mín,“ sanði Ingvar Gislason menntamálaráðherra, er Mhl. spurði hann álits á greinargerð Jafnréttisráðs vejjna veitinKar hans á prófessorscmbætti í ónæmisfræði við Háskóla ís- lands. en Jafnréttisráð átelur ráðherrann fyrir að lcita ekki áiits ráðsins ok leKKur einnÍK sérstaka áherzlu á, að stjórnvöid KanKÍ á undan með K<»ðu for- da'mi. fari að löKum ok Kæti jafnréttissjónarmiða, eins ok seKÍr orðrétt í KreinarKerðinni. Ingvar Gísiason veitti Helga Valdimarssyni dósent umrædda prófessorsstöðu, en dr. Helga M. Ögmundsdóttir sótti einnig um og fékk fleiri atkvæði við atkvæða- greiðslu um umsækjendur í læknadeild. Jafnréttisráð leitaði umsagnar dr. Helgu um málið en hún sagði í áliti sínu til ráðsins, að hún teldi að hér væri ekki um jafnréttismál að ræða og óskaði ekki frekari aðgerða af hálfu Jafnréttisráðs. Menntamálaráðherra sagði einnig, að hann myndi fara fram á birtingu greinargerðar sinnar um málið til Jafnréttisráðs í fjölmiðlum. Greinargerðin væri mjög ítarleg og kæmu sjónarmið hans þar vel fram. Kristján Thorlacius formaður BSRB: Þessar verðhækk- anir fordæmanlegar „ÞESSAR miklu verðhækkanir cru nú fordæmanlegar skömmu eftir að vísitalan hefur verið reiknuð út,“ sagði Kristján Thorlacius formaður Bandalags starfsmanna ríkis og ba-ja, er hann var spurður álits á nýorðnum verðhækkunum. „Ýmsar af þessum hækkunum eiga vafalaust rétt á sér en þessi aðfcrð að hella yfir almenning verðhækk- anaflóði rétt eftir vísitöluútreikn- inginn er mjög gagnrýnisverð.“ Kristján sagði einnig: „Vísitalan ætti að hækka nú vrgna hækkana á landhúnaðarvorum. áfengi, tóhaki <>K benzíni um 3.8%. Þctta verða allt óba-ttar verðhækkanir fram til 1. sept. n.k. í samningum var áður gert ráð fyrir sérstökum verðbótaviðauka á þriggja mánaða fresti. Þetta hindr- aði að menn misnotuðu vísitölukerf- ið á þann hátt sem nú er gert. Stjórrnarherrarnir ættu að at- huga vel að þeim tekst ekki að blekkja neinn með þessum skolla- leik með vísitöluna sem þeir hafa lært af þeim sem áður hafa farið með völd, en þetta grefur undan trausti á þeim.“ Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Tiltölulega minna sem kemur nú í kjölfarið á vísitöluútreikiiingnum Hvarf TF-ROM: Vísbendingar athugað- ar og ennþá er unn- ið úr loftmyndunum Coopers og Lybrand: Vilja engu svara um súr- álsskýrsluna TALSMENN breska endurskoðun- arfyrirtækisins Coopers og Lybrand, sem falið var að kanna súrálsverð til ÍSAL, vildu í gær ekki svara spurningu Mbl. um hvort lokaskýrslu hefði verið skilað og sögðu þessi málefni vera trúnað- armál við íslenzku ríkisstjórnina. I Mbl. í gær sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra skýrsluna ekki vera komna, en Ingi R. Helga- son, sem farið hefur með þessi mál fyrir hönd ráðuneytisins tjáði blað- inu að uppkast að hluta skýrslunn- ar hefði borizt. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá fluKmálastjórn: Að kvöldi dags þriðjudaginn 2. júní s.l. lauk skipulagðri leit að flugvélinni TF-ROM, Rockwell Commander, er fór frá Reykjavík að kvöldi miðvikudagsins 27. maí s.l. og ekki kom fram á Akureyri á tilskild- um tíma. Þessi leit er nú orðin sú um- fangsmesta sem fram hefur farið hér á landi. Samtals hafa 40 til 50 loftför leitað í um 700 klst., þar af loftför frá einkaaðilum í um 640 klst. Á jörðu niðri hafa leitarflokkar leitað i samtals um 1300 manndaga. Hámarki náðu aðgerðir í lofti þriðjudaginn 2. júní, er 40 loftför flugu 80 leitarflug, og á jörðu laugardaginn 30. maí, er um 600 manns leituðu allan daginn. Öll þessi viðleitni hefur þó því miður orðið árangurslaus, en þótt skipulagðri leit sé nú hætt að sinni, þar sem öll svæði þar sem nokkrar líkur eru til að TF-ROM sé að finna, hafa verið margleituð, munu flug- menn beðnir að svipast um eftir flugvélinni á leiðum sínum um landið. Eins munu vísbendingar er fram kunna að koma verða rannsak- aðar, og má í því sambandi benda á að enn er unnið úr loftmyndum af svæðinu hjá Landmælingum Is- lands. Of langt mál yrði að telja upp nöfn allra er hönd lögðu á plóginn við leitina. Slysavarnarfélag ís- lands, Landssamband hjálparsveita skáta, Landssamband flugbjörgun- arsveita og starfsmenn flugmála- stjórnar óska að koma á framfæri þakklæti til allra er hlut áttu að máli við leitina, sem fór vel og skipulega fram við mjög erfiðar aðstæður, og var öllum þátttakend- um til mikils sóma. „ÞAÐ VORU samþykktar ýmsar hækkanir í byrjun maí, sem komu því inn í vísitölu, þannig að það er kannski tiltölulcga minna sem kemur nú í kjölfarið á vísitöluút- reikningnum heldur en verið hef- ur oft áður, þó það sé alltof margt." sagði Asmundur Stefáns- son forseti Alþýðusambands ís- lands, er Mbl. spurði hann álits á verðhækkununum, sem ríkis- stjórnin heimilaði nú nýverið. „Tímasetning á verðhækkunum landbúnaðarvara er búin að vera sú sama í áraraðir, þannig að það út af fyrir sig, að það komi verðhækkun á landbúnaðarvörum á þessum tíma er ekkert sem kemur neinum á óvart, en hækkunin sjálf er hins vegar meiri en maður hefði búist við og hlýtur að hafa slæm áhrif á aöhald í verðlagsmálum almennt. Varðandi benzínhækkunina er það mín skoðun að sú hækkun hefði átt að koma inn strax í byrjun maímánaðar í stað þess að draga hana í mánuð. Ég held að það hafi í sjálfu sér ekki heldur verið neinu verðlagsyfirvaldi til gagns að láta staðfestingu á þeirri samþykkt, sem gerð var í Verðlagsráði í byrjun maí dragast í mánuð. — En er ekki með þessu verið að gefa Iaunþegum með annarri hendi en taka aftur með hinni? „Það er í sjálfu sér alltaf verið að gefa með annarri og taka með hinni, það er alveg laukrétt. Og það hefur verið ákaflega sterk tilhneig- ing hjá stjórnvöldum að leika slíka leiki þann tíma sem ég hef þekkt til og að þessu sinni var af okkar hálfu reynt að tryggja það, eins og kostur var, að svo yrði ekki gert núna. Við náðum því í gegn að gengið var frá öllum þeim hækkunum nema bens- ínverði sem fyrir lágu hjá Verðlags- ráði fyrir útreikning vísitölunnar, þannig að það sem kemur í kjölfarið er kannski tiltölulega minna nú en áður. Flotamálaráðherra á Keflavíkurflugvelli því, að í bandaríska flotanum verði 15 sóknarsveitir, sem eru flotadeildir umhverfis flugmóð- urskip. Bandaríkjamenn eiga nú 12 flugmóðurskip, eitt er í smíðum og fé hefur verið veitt til að smíða hið fjórtánda. Matthías og Egill á fundum á Austurlandi Flotamálaráðhcrra Banda- ríkjanna John F. Lchman dvaldist á Keflavikurflug- velli á miðvikudag á lcið sinni tii Parísar frá Wash- ington. Ráðhcrrann kynnti sér starfsemi varnarliðsins. Var þctta fyrsta heimsókn hans til handarískrar flota- stöðvar utan Bandaríkjanna síðan hann tók við embætti sínu í ríkisstjórn Ronald Reagans í janúar sl. John F. Lehman er 38 ára og yngsti flotamálaráðherra í sögu Bandaríkjanna. í nýlegu viðtali við bandaríska blaðið The New York Times sagðist hann stefna að því, að tryggja yfirburði bandaríska flotans yfir þeim sovéska í átökum. Stefna ríkis- stjórnar Reagans er að fjölga skipum bandaríska flotans úr 450 í yfir 600 á næstu 10 árum. Lehman hefur sagst stefna að Varðarferð í Húsafell HIN árlega Varðarferð verður farin laugardaginn 4. júli nk. Farið verður um Uxahryggi í BorKarfjörð. Hádegisverðar verð- ur neytt í Húsafelli. Þá ligKur leiðin I Borgarnes ok yfir Borgar- fjarðarbrúna. Á heimleið verður ekið um Skorradal ok yfir Geld- ingadraKa. Aðalfararstjóri verður Einar Guðjohnsen. Sú meginbreyting verður nú á, að farið verður á laugardegi í stað sunnudags, sem verið hefur föst venja frá upphafi Varðarferða. Þeim, sem hyggja á Varðarferð í ár er bent á að fylgjast með auglýs- ingum, en miðasala mun fara fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1 í vik- unni fyrir ferðina. Ferðanefnd. Oddur Jónasson forstjórí er látinn ALÞINGISMENNIRNIR Matthí- as Á. Mathiesen og Egill Jónsson efna til almennra stjórnmála- funda á Reyðarfirði, Eskifirði og Norðfirði i næstu viku. Verða fundir þessir öllum opnir, og munu þingmennirnir flytja ræð- ur á fundunum. Fundurinn á Reyðarfirði verður n.k. þriðjudga, 9. júní kl. 20.30. Á Eskifirði verður fundurin mið- vikudaginn 10. júní kl. 20.30 og á Norðfirði fimmtudaginn 11. júní kl. 20.30. INNLENT ODDUR Helgason forstjóri lézt í Reykjavik aðfararnótt laugar- dags. Oddur var fæddur í Reykja- vik 22. nóvcmber 1903 og stund- aði hann sjómennsku á árunum 1917 til 1928 og síðan verziun- arstörf til 1936. Frá 1936 starfaði hann við Efnalaugina Glæsi, en hann var forstjóri hennar og aðaleigandi. Þá var hann framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Goða frá stofn- un þess til 1948, einn af stofnend- um Loftleiða hf., Almennra trygg- inga hf. og húsgagnaverksmiðj- unnar G. Skúlason og Hlíðberg hf. Kona hans, Elísabet Jónsdóttir, lézt hinn 2. júní sl. og voru þau barnlaus.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.