Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1981
11
— hvernig henni hefði líkað í
skólanum, og hvernig hún liti á
þetta nýja skólakerfi.
— Ég var á viðskiptasviði. Skól-
inn er ágætur, hann er frjálslegur
en einna stærsti galli hans er hve
lengi maður er að kynnast fólki
almennilega.
Telurðu gildi stúdentsprófsins
vera hið sama og áður?
— Nei, gildi stúdentsprófsins fer
óðum minnkandi. Nú orðið verður
að hafa þetta próf í næstum hvað
sem er. Og með þessu minnkandi
gildi stúdentsprófsins á allt til-
standið minni rétt á sér að því er ég
held.
Hvað ætlar þú að gera nú að
loknu prófi?
— í sumar vinn ég í dómsmála-
ráðuneytinu, en ætla að fá mér aðra
vinnu í haust. E.t.v. fer maður svo í
skóla svona seinna meir.
- O -
Kristjana Friðhjórnsdoftir út-
skrifaðist frá Ármúlaskólanum í
maí. Foreldrar hennar eru Frið-
björn Kristjánsson og Kristín Ósk
Óskarsdóttir.
o
Maria Guðnadóttir
Finnur Árnason
— Kristjana er áfangakerfið
hentugra en hið venjulega bekkja-
kerfi?
— Fyrir suma er áfangakerfið
hagstæðara, þ.e.a.s. sumir geta tekið
námið á styttri tíma en venjulegt er
og aðrir geta tekið sér lengri tíma.
— Finnst þér þú vera betur
undirbúin undir lífið eftir þessi
fjögur ár.
— Já, það tel ég hiklaust og þó ég
fari ekki í framhaldsnám tel ég
þetta góðan grunn undir lífið.
— Hvað hyggstu nú gera þegar
fram líða stundir?
— Ég er ekki viss, því það er svo
margt sem ég hef í huga. I augna-
blikinu er ég að leita mér að vinnu.
- O -
Lárus Thorlacius er aðeins 17 ára
að aldri og varð þar að auki dúx
Menntaskólans í Hamrahlíð nú í
vor. Lárus var á eðlis- og náttúru-
fræðisviði, en hann er sonur Örnólfs
Thorlacíusar og Guðnýjar Ellu Sig-
urðardóttur.
— Hvenær hófstu nám í M.H.?
— Ég byrjaði 14 ára gamall, en
var tveimur árum á undan í skóla.
— Kanntu vel við punktakerfið?
Sigrún Hólmfriður Óskarsdóttir
— Ég kann alveg ágætlega vjð
það. Maður ræður sér miklu meira
sjálfur. Það er hægt að velja meira
og einnig hægt að fara skemur yfir
námið og lengur ef vill.
— Telurðu þig hafa góðan undir-
búning undir framhaldsnám og
hvað ætlarðu að gera í framtíðinni?
— Ég er nú alls ekki ákveðinn, en
ætla allavega í efnafræði við Há-
skóla íslands næsta ár. Ég kæmist
náttúrulega ekki inn nema hafa
stúdentspróf og hvort ég hef hlotið
góðan undirbúning sýnir sig þá og
verður bara að koma í ljós.
- O -
Stúdínan María Guðnadóttir var
nýlega útskrifuð frá Ármúlaskóla.
— Finnst þér stúdentsprófið hafa
misst gildi sitt síðustu árin?
— Já, nú hefur það svipað gildi og
r
m LÍÐAR€h IDl)
Við höfum opið
yfir há tíðisdagana
Borðapantanir
í síma 11690
frá kl. 2.
A
Gunnar Axelsson
leikur d píanó
í kvöld.
gagnfræðaprófið hafði áður. Það er
annar hver maður sem hefur stúd-
entspróf nú orðið.
— Finnst þér að herða mætti
kröfurnar til stúdentsprófs?
— Tja, það mætti allavega herða
kröfurnar frekar en að minnka þær.
— Hvað hyggstu varðandi fram-
tíðina Marta?
— Mig langar að hvíla mig um
ársskeiö, en þá er ég jafnvel að
hugsa um að læra kerfisfræði.
— En er þá félagsfræðibraut ekki
slæmur undirbúningur undir kerfis-
fræðinám. ,
— Jú reyndar, en það var bara
hægt að velja milli félagsfræði og
viðskiptafræði og ég valdi að fara í
félagsfræðina.
— Var félagslífið öflugt hjá ykk-
ur?
— Já kór var starfandi hjá okkur
svo og ýmsir klúbbar.
Maria er dóttir Guðna Jónssonar
og Eddu Magnúsdóttur.
. - O -
Finnur Ámason var einn af þeim
fáu karlkynsstúdentum sem blaða-
maður Mbl. náði til.
Finnur er stúdent frá Verzlun-
arskóla Islands og er sonur Árna
Finnssonar og Sigríðar Oliversdótt-
ur.
— Hvernig gengu prófin fyrir
sig?
— Þau gengu bara vonum framar
og voru hvorki erfiðari né léttari en
ég bjóst við.
— Finnst þér of mikið gert úr
stúdentsprófinu?
— Nei, þetta er bara áfangi fyrir
framhaldsnámið og allt þetta til-
stand í kringum prófið á fullan rétt
á sér að mínu áliti.
— Ætlarðu í framhaldsnám?
— Ég mun að öllum líkindum
byrja í viðskiptafræði næsta ár.
Seinna meir, að lokinni viðskipta-
fræði dreymir mig um að fara
erlendis og leggja stund á hagfræði.
Og þá stefnir hugurinn einkanlega
til Bandaríkjanna.
Næstu árin notar maður því að
öllum líkindum til að mennta sig og
móta hug sinn.
- O -
Sigrún Hólmfríður Óskarsdóttir
er nýstúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Foreldrar hennar eru
Guðrún Hjaltadóttir og Óskar
Ingvason.
Blm. tók Sigrúnu tali og spurði
hvernig henni hefði þótt kennslufyr-
irkomulagið í M.R. og hvort hún
myndi vera hlynnt áfangakerfinu.
— Ég var mjög ánægð með
kennsluna í M.R. Þar eru góðir
kennarar starfandi og mjög hæfir í
sínu fagi flestir hverjir. Mér finnst
gamla bekkjarkerfið hafa marga
kosti þ.e.a.s. maður kynnist miklu
betur innbyrðis heldur en í áfanga-
kerfi. Og svona í heildina var ég
fullkomlega ánægð með kennslu-
formið í M.R.
— Hvað með framtíðina Sigrún?
— Nú í sumar fer ég sem skipti-
nemi til Bandaríkjanna, en eftir þá
dvöl er ég jafnvel að hugsa um að
fara í hjúkrunarfræði við Háskóla
Islands.
— Er ekki einhver lífsspeki sem
þú hefur eignað þér?
— Jú, það er að láta hverjum degi
nægja sína þjáningu og hverri stund
<síní» <3apln