Morgunblaðið - 07.06.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1981
13
borðið með hugarorkunni. Hann
reyndi í þrjá tíma en ekkert
gekk. Var þá ákveðið að fara í
kaffi og fór Uri með þeim
vísindamönnunum, sem einnig
slökktu á myndatökuvélunum.
Þegar þeir koma úr kaffi er það
fyrsta sem þeir reka augun í
úrið, en það liggur þá á borðinu
og er það víst dæmigert fyrir
þessa hæfileika Uris að hann
gerir allt óvænt og þegar síst
skyldi gruna. Það kom í ljos að
ein myndatökuvélin hafði verið í
gangi meðan þeir voru í kaffi og
var rokið í að líta á filmuna. I
fyrstu sást ekkert merkilegt en
svo allt í einu birtist ljósglampi
hátt yfir borðinu og stuttu
seinna sást úrið svífa eins og
dautt lauf niður og lenda mjúk-
lega á borðinu. Filma þessi var
ekki sýnd þarna í London.
Svona gekk þetta á ráðstefn-
unni og menn fluttu ræður um
hin furðulegustu mál. Daginn
eftir var minna um þær, heldur
var skipt niður í umræðuhópa
og þar reyndi ég eins og kostur
var á að kynna íslenska UFO-
menningu, sem vitanlega er á
mjög lágu plani og nánast engin.
Hápunktur ráðstefnunnar
þótti mér þegar Portúgalinn
Joaquim Fernandes talaði um
niðurstöður rannsókna sinna á
atburðum sm kaþólska kirkjan
telur vera kraftaverk enn þann
dag í dag. Þessir atburðir eru
kallaðir Fatima-undrin og
greina frá því þegar María mey
birtist þremur börnum í Portú-
gal.
Það var 13. maí 1917 að fólk
tók eftir glampandi ljóshnetti á
himni og þrjú börn þóttust sjá
það sem aðrir sáu ekki, nefni-
lega litla konu í síðum hvítum
kyrtli til hliðar við eða rétt ofan
við ljóshnöttinn. Endurtók þetta
sig aftur og aftur og fjöldi fólks
sá þennan ljósglampa en aðeins
börnin þrjú sáu litlu konuna í
hvíta síða kyrtlinum.
Þessi fyrirbrigði byrjuðu yfir-
leitt á skæru ljósleiftri og um
leið dró úr -sólarbirtunni. Svo
kom lýsandi hnöttur svífandi og
staðnæmdist rétt yfir ákveðnum
runna. Alltaf sama runna.
Stundum heyrðist lágt suðandi
hljóð frá ljóshnettinum og í
tveimur tilvikum féll frá honum
efni sem í FFH-fræðum er
kallað englahár. Það er hvítt
klístrugt efni í þráðum eins og
hár. Þótt þúsundir manna sæju
þessa ljóskúlu þá voru það
einungis þessir þrír krakkar
sem sáu konuna, en krakkarnir
voru viðstaddir alla þessa at-
burði. Hún sagði krökkunum
ýmislegt sem átti eftir að gerast
í framtíðinni, meðal annars að
13. október þetta sama ár myndi
gerast eitthvað enn undarlegra
á þessum sama stað.
Þann 13. október 1917 voru
samankomin 70.000 manns til að
fylgjast með því sem átti eftir
að koma. Það var ausandi rign-
ing en allt í einu stytti upp og
ljóshnötturinn kom svífandi
niður en hvarf strax aftur. Þá
kom gat á skýjahuluna og menn
sáu í gegnum þetta rof skínandi
disk sem snerist um sjálfan sig
og gaf frá sér skæra ljósgeisla í
allar áttir. Diskurinn hætti að
snúast og féll til jarðar með
samskonar hreyfingum og úrið í
dæminu um Geller. Fólkið varð
skelfingu lostið og hélt að sólin
væri að detta af himninum.
Diskurinn virtist fá afl á ný og
fór aftur upp. Fólkið tók eftir
því að öll bleyta eftir úrhellið
rétt áður var horfin.
Tveir menn voru þarna með
sjónauka og kváðust hafa séð
tvær verur um borð og stiga sem
lá út um dyr á diskinum.
Kaþólska kirkjan telur þetta
kraftaverk og heldur því fram
að litla hvítklædda konan, sem
börnin sáu, hafi verið María
mey.
Tvö barnanna dóu innan
þriggja ára aldurs, en það er
frægt að fólk deyi innan
skamms tíma eftir að hafa orðið
fyir svona reynslu og haft ein-
hver meiriháttar kynni af fljúg-
andi furðuhlutum. Þriðja barn-
ið, Louisa, fór í klaustur og
hvarf gersamlega sjónum
manna þangað til Portúgalanum
Fernandes tókst að finna hana
og ræða um þessa atburði við
hana.
Spádómar Maríu mey voru
skrifaðir á þrjú bréf og send
páfa. Það fyrsta var opnað
skömmu eftir heimsstyrjöldina
fyrri og það næsta rétt eftir
seinni heimsstyrjöldina. Síðasta
bréfið var opnað 1960. Bréf þessi
hafa aldrei verið birt opinber-
lega og ekkert hefur frést um
innihald þeirra. Nú í vor rændi
kaþólskur munkur írskri far-
þegaflugvél og ein af kröfum
hans var sú að þetta síðasta bréf
yrði birt opinberlega. Það var
aldrei gert.
Ætli næsta ráðstefna FFH-
fræðinga verði ekki haldin í
Edinborg vorið ’82, og það gæti
vel hugsast að maður fari á
hana. Eg hef geysilegan áhuga á
þessu og er búinn að lesa
ótölulegan fjölda af bókum,
blöðum og tímaritum um þessi
mál. Annars er ég nú að hugsa
um að skrifa bók um fljúgandi
furðuhluti. Það er alls ekkert
öruggt að úr því verði, en ég er
svona að hugsa um það. Verst er
að maður hefur aldrei orðið var
við svona hluti sjálfur."
„Hvað þykir þér svona jafn-
merkilegast að öllum þessum
þúsunda FFH-fyrirbæra sem til
eru“?
„Já, ein kenningin er sú að
þessi geimskip eða furðuhlutir
geti framkallað einhversskonar
ský, eða gufumekki, sem þau feli
sig í. 28. ágúst 1915, svona um
það leyti sem Gallipoli-orrustan
stóð yfir í Tyrklandi, tóku menn
eftir skýjabólstrum, sex til átta
að tölu, á himninum, sem allir
voru eins, líkt og brauðhleifar í
laginu. Annars var himininn
alveg heiður, og stóðu þessir
bólstrar kyrrir þrátt fyrir
sterka golu. Þarna var bresk
herdeild sem hét „The first-
fourth Norfolk" er voru að
þramma upp veg einn á hæð 60
eins og hún hét á hernaðarkort-
um. Nema hvað eitt af þessum
skýjiím, á að giska 200 til 300
metra langt, lagðist yfir veginn
rétt fyrir framan herdeildina.
Hermennirnir, nokkur hundruð
að tölu, hurfu inn í það labbandi
í röð og var fjöldi sjónarvotta
sem staðfesti það að þeir komu
aldrei út úr því aftur. Skýið hóf
sig á loft eftir eina klukkustund
og hélt á braut ásamt hinum
skýjabólstrunum.
Herdeildin sást aldrei aftur
og var skráð af Bretum týnd eða
gereydd. Þegar Tyrkir gáfust
upp heimtuðu Bretar að þeir
skiluðu aftur herdeildinni en
þeir héldu að Tyrkir hefðu tekið
mennina til fanga. Tyrkir könn-
uðust ekkert við þessa herdeild í
sínum fangabúðum.
Eða þessi: 1942 sáu menn um
borð í lögreglubáti í San Franc-
iskóhöfn, loftskip frá banda-
ríska flotanum svífa yfir höfn-
ina. Það var merkt V-8 og voru
tveir menn um borð. Skyndilega
var sem farið væri sogið upp í
ský þar fyrir ofan og sást það
ekki aftur fyrr en það brotlendi
á götu í borginni og var það þá
alveg mannlaust.
Eða þessi um ...
Vilja þá
lifandi
eða dauða
Calcutta. 5. júní. AP.
TVÖ hundruð þúsund takas,
eða 87.000 ísl. krónur, hafa nú
verið settar til höfuðs morð-
ingjum Ziaur Rahman, for-
seta Bangladesh, sem var
myrtur 30. maí sl.
Útvarpsstöðin í Dacca skýrir
frá því í dag, að verðlaunin
verði veitt, hvort sem morð-
ingjunum tveim verður náð
lifandi eða dauðum. Herdóm-
stóll í Bangladesh hefur hafið
rannsókn á morðinu, sem liðs-
foringjar úr flughernum
frömdu. Síðast sást til þeirra
nærri hafharborginni Chitta-
gong í Bangladesh.
OlAflJS OÍSIASON & CO !li
UMBOPSSM a
MEILO^Al A
Eigum fyrirliggjandi
alter
krókvogir
25 kg
50 kg
100 kg
200 kg
á mjög
hagstæðu verði.
ÓlAfUK OfSlASON & <:o. »lf.
SUNOABORG 22 104 REYKJAVlK • SÍMI 84800 TEIEX 2026