Morgunblaðið - 07.06.1981, Page 26

Morgunblaðið - 07.06.1981, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1981 t Faöir okkar ^ EINAR E. GUDMUNDSSON, bifreiöarstjóri, Rauöalœk 38 lést 5. júní. Synir hins létna. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, HJALTI SIGGEIRSSON fró Raufarhöfn, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. maí kl. 13.30. Þórhildur Kriatinadóftir og börn. Faöir minn, ÞORSTEINN SÖLVASON, andaöist 4. júní. Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi þann 9. Júní kl. 2. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Dvalarheimili aldraöra sjómanna. Gunnar Þorsteinsaon. Eiginmaöur minn og faöir , SIGUROUR GUDMUNOSSON smiöur, Hjaröarholti 8, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness þriöjudaginn 2. júní. Jaröarförin ákveöin þriöjudaginn 9. Júní frá Akraneskirkju kl. 2. Þeim. sem vildu mlnnast hans. er bent á líknarstofnanlr. Quöiaug Ólafsdóttir og börn. t Maöurinn minn, JÓN SIGURDSSON, sem andaöist aö Sólvangi, Hafnarfiröl, mánudaginn 1. júní, veröur jarösunginn frá Prestbakkakirkju á Sföu miövikudaginn 10. júnf kl. 2.00. Margrét Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, KRISTÍN MARÍA SÆMUNDSDÓTTIR, Austurbrún 4, veröur jarösett frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 11. Júní kl. 11.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Jóhannes Gislason, Reynir Jóhannesson, Hjördís Sturlaugsdóttir, Elsa Mosdal, Sumarliöi Mosdal, Sólrún Jóhannesdóttir, Stefén Siggeirsson. t Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur hlýhug og tryggö vlö andiát og jaröarför móöur okkar, ÁGÚSTU I. SIGURDARDÓTTUR, Ólafsvik. Marta Kristjénsdóttir, Kristbjörg Kristjénsdóttir, Sigrióur Hallbjörg Kristjénsdóttir, Hinrik Pélsson og aörir vandamonn. t Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, MAGNÚSARHANNESSONAR rafvírkjameistara, Hagamel 25, Reykjavík, veröur gerö frá Neskirkju þriöjudaginn 9. júní kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Frændasjóö í vörslu Páls Lýössonar, Litlu- Sandvík, eöa Líknarsjóö Barnaspítala Hringsins. Guörún Margrét Þorsteinsdóttir, Hannes Nordal Magnússon, Ásta Valdimarsdóttir, Magnús Þór Magnússon, Hrefna María Gunnarsdóttir, Margrét Oddný Magnúsdóttir, Stefén Jóhann Hreiöarsson og barnabörn. Minning: Magnús Hannesson rafvirkjameistari Fæddur 2. desember 1905. Dáinn 30. maí 1981. Hvað sem tækni og vísindum fleygir fram hefur mannanna börnum aldrei tekist að lyfta frá þeirri hulu em gerir framtíðina óráðna. Frá því við förum að vitkast er okkur ljós ein staðreynd framtíðarinnar, það er dauðinn. En hvenær og hvar hann hittir hvert og eitt okkar er leyndardóm- urinn mikli. Veggurinn sem sífeilt gerir vart við sig er við lítum fram, verður ekki lengur til í vitund okkar fyrir framan þann sem lýkur ævi sinni. Staðreyndin er búin, lokið ævi einstaklings langri eða skammri — þokukennd- ar hugsanir okkar geta fylgt sál hans eftir, fylgt henni í dýrðarríki óendanlegrar sælu — ef hugsun- um okkar er þannig farið. En þótt okkur sé meinað að sjá skyggnum augum fram á veg, er því öðru vísi farið er við lítum til baka. Þá getum við rakið ævi þess sem genginn er og fundið í sannleika og einlægni hvern við erum að kveðja. Magnús Hannesson rafvirkja- meistari varð bráðkvaddur 30. maí sl. sjötíu og fimm ára að aldri. Langri og óvenju atorkuríkri ævi hans er lokið. Við sem lifað höfum langa ævi, hljótum öll að vera mjög kunnug þeirri tilfinningu að stundum verkar dauðsfall þannig á vitund okkar að okkur finnst allt hrynja kring um okkur og við stöndum sem ráðvillt og lömuð á berangri, finnum enga lausn, enga leið. Þessi er algengust tilfinning er mætir ástvinir falla frá, en hún getur líka ráðið hugsunum okkar er samferðafólk, sem við þekkjum vel, hefur með lífsbreytni sinni varpað þeim styrk og því ljósi á veginn að svo syrtir að í vitund okkar er það kveður. Slikur maður var Magnús afi, eins og hann var kallaður í fjölskyldu okkar. Óvenju atorkusamur, hlýr og skýr maður, sem allt frá barnæsku gekk grandvaran lýsandi veg til hinsta dags. Magnús Hannesson var fæddur að Stóru-Sandvík í Flóa 2. des. 1905. Þar ólst hann upp í stórum systkinahóp við það lífsstrit, sem fylgdi hverri barnmargri fjöl- skyldu á þeim tímum. En þrátt fyrir fátækt varð Stóru-Sandvíkur heimilið rómað fyrir þá kosti er prýða best bændaheimili og þá er þar búa. Magnús fór snemma að heiman til þess að vinna. 16 ára gamall fór hann til sjós — og loftskeytamað- ur var hann á skipum. Hann lauk sveinsprófi í rafvélavirkjun og stofnaði rafvélaverkstæðið Segul, sem hann rak um hríö, en 1945 stofnaði hann ásamt bróður sín- um, Oddi, rafvélaverkstæðið Volta. Eftir að Oddur féll frá rak Magnús það einn til dauðadags. Árið 1934 giftist Magnús eftirlif- andi konu sinni Guðrúnu Margréti Þorsteinsdóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Þau eignuðust þrjú börn. Elstur er Hannes Nordal, rafmagnstæknifræðingur, kvænt- ur Ástu Valdimarsdóttur kennara. Magnús Þór, rafmagnsverkfræð- ingur, kvæntur Hrefnu Maríu Gunnarsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og yngst er Margrét Oddný, meinatæknir, gift Stefáni Jóhanni Hreiðarssyni lækni. Við kynntumst þeim Guðrúnu og Magnúsi fyrst er fjölskyldur okkar tengdust þeim fyrir meir en hálfum öðrum áratug síðan. í gegnum tíðina hafa þau kynni öll verið á sama veg. Þótt við finnd- um strax að þarna fór sérlega gott og mannbætandi fólk er Magnús og fjölskylda hans voru — er það kannski mest um vert að samleið okkar allra hefur verið á þann veg að óvenju bjart er að líta til baka. Ekki er að efa að hinn persónu- sterki og hreinskipti maður Magn- ús afi átti sinn ríka þátt í velfarnaði fjölskyldu sinnar. Hann var afburða heimilisfaðir sem átti mikinn hjartans auð til að miðla konu sinni og börnum sínum. En enginn stendur einn að slíkum myndarskap. Þau hjón voru samhentari, en ég held að almennt gerist — og allt heimilis- líf þeirra mótaðist af þeirri ham- ingju> Þótt Guðrún amma viti best hve mikils virði það er slíkum manni, sem Magnúsi afa, var að falla frá í önnum dagsins — og hún beri sorg sína af aðdáunarverðri reisn sam- kvæmt því, veit hún einig best hvers hún og ástvinir hennar hafa misst. Við hin sem finnum sorgina umlykja okkur við fráfall hins mæta manns, finnum einnig hinn mikla vanmátt er hertekur mannssálina undir slíkum kring- umstæðum. Það eina sem við getum er að biðja Alvaldið mikla að styðja og styrkja Guðrúnu ömmu og ástvini þeirra alla fram um veg, þakka fyrir samfylgd hins stórbrotna manns og biðja bless- unar honum og minningu hans. j Jenna Jensdóttir Næstkomandi þriðjudag verður til moldar borinn Magnús Hann- esson, rafvirkjameistari, móður- bróðir minn og áratuga vinur, svo langt sem ég man til baka. Hann var fæddur að Stóru- Sandvik í Flóa, sonur Hannesar Magnússonar bónda þar og konu hans, Sigríðar Kristínar Jóhanns- dóttur. Börnin á bænum, sem lifðu, urðu 14, og var Magnús það fimmta í röðinni. Ungur missti hann föður sinn, svo hann lærði snemma að taka til hendinni í stórum systkinahópi. Móðirin bjó áfram með börnum sínum öllum og í þá tíð kom sér vel hús- mennska Magnúsar bróður Hann- esar og Katrínar konu hans, sem voru börnunum eins og faðir og móðir. Sannaðist þar máltækið gamla, að þegar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Með samstilltu átaki Sigríðar, Magnúsar og Katr- ínar var búið áfram og öllum barnaskaranum komið til manns. í öllu því róti, sem nútíminn og velsældin hefir komið á mannlífið, er manni eins og mér hollt að staldra við og minnast æskudaga sinna og kynna af stórri fjölskyldu sinni. Um mína daga hefi ég ekki kynnst annarri eins samheldni og frændrækni og ríkir innan hinnar stóru Sandvíkurfjölskyldu. Ég hefi oft verið að velta því fyrir mér af hverju þetta væri svona og svarið, sem ég hefi gefið sjálfum mér, er það, að hin hörðu kjör í æsku hafi þjappað þeim saman, skapað og mótað hvert systkin- anna með þeim hætti, að sam- heldnin, virðingin og ást þeirra hvert á öðru hefir haldist til æviloka. Fyrst man ég eftir Magnúsi frænda mínum er hann gisti hjá foreldrum mínum á leið í skiprúm á togara. Hnokkinn ég varð heill- aður af þessum stóra manni, sem átti að fara á skipið. Vitið var nú ekki meira þá en svo, að sigling þýddi eitthvað í burtu. En hann kom aftur og þá var fögnuður, því hann gleymdi ekki litlum vini sínum, þegar komið var heim úr siglingu og fallegir bílar úr út- löndum voru ekki algeng leikföng lítilla snáða skömmu eftir 1930. Magnús nam rafvirkjaiðn hjá Eiríki Ormssyni rafvirkjameist- ara. Stofnaði síðan ásamt öðrum Rafvélaverkstæðið Segul. Gekk úr því og stofnaði árið 1945 Rafvéla- verkstæðið Volta, ásamt Oddi bróður sínum. Ráku þeir verk- stæðið í félagi þar til Oddur lést, en síðan hefir Magnús rekið það einsamall, síðustu tvö árin ásamt yngra syni sínum, Magnúsi Þór. Fyrirtækið hefir frá stofnun þess notið óskoraðs trausts viðskipta- vina sinna, sem báðir bræðurnir áttu þátt í að skapa og Magnús haldið áfram að auka við eftir að hann varð einkaeigandi. Oft voru Magnúsi falin vandasöm verkefni, á stundum sem aðrir höfðu gefist upp við. Hann hætti aldrei fyrr en verkefnið var leyst og allt komið í lag. Ráðgjafi reyndist hann og góður í mörgum málum er snertu starfsgrein hans. Ég naut slíkrar ráðgjafar oftar en einu sinni og álit hans eða úrskurður brást ekki. Ég geri ráð fyrir, að margir hafi sömu sögu að segja. Nú, þegar Magnús er allur, sakna ég vinar í stað. Hann skilur eftir sig tómarúm, sem enginn fyllir. Persónuleiki hans var sér- stæður. Einurð, áræðni, góðvild og kraftur fylgdu honum hvar sem hann fór. Hann var fyrst og fremst stórbrotinn einstaklingur, bundinn við starf sitt af áráttu athafnamannsins, sem vildi koma öllu af, sem hann tók að sér og það án ástæðulausrar tafar. Sjálfur hlífði hann sér aldrei og var hamhleypa til vinnu að hverju sem hann gekk. Slíkir menn geta gert kröfur til annarra en erfitt og ómögulegt getur oft reynst að fylgja slíkum mönnum eftir, hvað þá að ná því að vera jafnokar þeirra. Ég gat áðan samheldni fjöl- skyldunnar stóru, sem er einstök. Magnús lagði sjálfur mikið upp úr henni og fylgdist með öllum, ungum og gömlum, þó ekki færi hátt. Þegar hann varð sjötugur kallaði hann saman alla þá fjöl- skyldumeðlimi sem hægt var að ná til og bauð til veizlu, sem lengi verður í minnum höfð og hvetur þá yngri til samstöðu og skilnings á því hvers virði það er að rækta og viðhalda ættarböndum og frændsemi. Hann gleymdi aldrei uppruna sínum, unni sveitinni sinni og fæðingarstað og var þar tíður gestur. Hann gleymdi heldur Lokað verður þriöjudaginn 9. júní frá hádegi, vegna jarðarfarar MAGNÚSAR HANNESSONAR rafvirkjameistara. Volti H/F. Lokað vegna jarðarfarar þriðjudaginn 9. júnífrá 1—3 e.h. SMITH & NORLAND H/F, Nóatúni 4,105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.