Morgunblaðið - 07.06.1981, Page 27
ekki þeim sem farnir eru og á
hverju vori gerði hann sér ferð
austur í kirkjugarðinn á Stokks-
eyri til þess að fegra og snyrta
grafreit foreldra sinna. Þessu
verki hafði hann lokið á þessu
vori, áður en hann féll frá.
Ég mun ætíð minnast frænda
míns, Magnúsar, sem hins stór-
brotna fullhuga, sem gekk að
hverju máli með það eitt takmark
að leysa það og hafa sigur. Fáa
menn veit ég mér nákomna, sem
náð hafa takmarki sínu betur en
hann.
Magnús var gæfumaður í einka-
lífi sínu. Hlaut góða konu, Guð-
rúnu Margréti Þorsteinsdóttur,
föðursystur mína, frá Eyjólfs-
stöðum í Vatnsdal. Jafnræði var á
með þeim hjónum, gagnkvæmur
skilningur, ást og tillitssemi sem
gerir mannlífið fagurt. Þeim varð
þriggja barna auðið. Elstur er
Hannes Nordal, rafmagnstækni-
fræðingur, þá Magnús Þór, raf-
magnsverkfræðingur með dokt-
orsgráðu, og yngst er Margrét
Oddný, húsfreyja, öll augasteinar
og yndi foreldra sinna og móður-
inni mikill styrkur nú á saknað-
arstundu.
Magnús vissi alltaf hvert hann
var að fara. Hann vissi hver gaf
honum lífsandann og kraftinn.
Hann efaðist aldrei um hvert
ferðinni væri heitið og nú er hann
kominn heim.
Að leiðarlokum þakka ég sam-
fylgdina með mér og mínum.
Minningin er eftir hrein og tær
um góðan dreng. Hana tekur
enginn frá okkur.
Guðrúnu frænku minni, bömum
þeirra og barnabörnum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Hannes Þ. Sigurðsson
Það vorar fyrr í Baltimore en á
okkar norðlæga landi og sumarið
gekk í garð fyrir nokkru. Sumar-
komunni í ár fylgdi sérstök til-
hlökkun og eftirvænting fyrir fjöl-
skyldu mína, því að Magnús afi
ætlaði að koma í heimsókn vestur
um haf í fyrsta skipti. En aðstæð-
ur breytast skjótt. Árla morguns
30. maí barst sú fregn, að Magnús
hefði lagt upp í aðra og lengri
ferð, sína hinztu. Hann hafði orðið
bráðkvaddur í dagsins önn þann
morgun.
Með Magnúsi er genginn góður
maður og gegn, og hlýtur æviferill
hans að verða okkur, er eftir
lifum, sífelld hvatning til nýrra
átaka. Hann ólst upp á barnmörgu
og kærleiksríku heimili, en hélt
snemma að heiman og með atorku
og framsýni ruddi hann sér braut
í athafnalífi þjóðarinnar. Lagði
hann þar með stóran skerf til
uppbyggingar atvinnulífsins í
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1981
27
landinu. Rak hann fyrirtæki sitt,
Rafvélaverkstæðið Volta, af sömu
röggsemi og einkenndi öll hans
störf og var vinnudagurinn oft
langur, enda gekk hann þar oft í
hvert verk allt til dauðadags og
gekk vinnan og heill fyrirtækisins
alltaf fyrir hvíld og tómstunda-
gamni.
Sama atorkan lýsti sér í verkum
hans, er hann byggði sumarbústað
nærri bernskustöðvunum, sem
voru honum einkar kærar. Þar
eyddi hann mörgum stundum til
að rækta og fegra og búa þar með
afkomendum sínum athvarf í ís-
lenzkri náttúru, sem hann unni
svo mjög.
Magnús var ákveðinn og einarð-
ur í skoðunum og gat verið
óvæginn í rökræðum og hreinskil-
inn. Þetta byggðist hins vegar á
mjög staðfastri lífsskoðun og
glöggskyggni, og hann var alltaf
falslaus og samkvæmur sjálfum
sér. Hann var fljótur til að ljá
þeim málstað lið, er hann taldi
réttan, þó að það kynni að valda
honum óþægindum. Hann var
örlátur og hjálpsamur svo af bar,
og veit ég, að margir leituðu til
hans þar um. Var hjálpin alltaf
auðfengin, en gjarnan fylgdi henni
hvatning til góðra verka. Hann
bjó yfir einlægri trú á Guð sinn og
fyrirleit alla skinhelgi í þeim
efnum. Hann var vel að sér í
þjóðlegum bókmenntum og fróð-
leik og gaf sér alltaf tíma til
lestrar, þrátt fyrir langan vinnu-
dag.
Árið 1934 kvæntist Magnús eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu
Margréti Þorsteinsdóttur frá Eyj-
ólfsstöðum í Vatnsdal. Voru þau
hjón samhent mjög um að búa sér
og börnum sínum traust og kær-
leiksríkt heimili. Einkenndist
samband þeirra hjóna af einstöku
trygglyndi og samheldni. Var öll-
um, er til þekktu, ljóst, að Magnús
kunni vel að meta fornfúst starf
Guðrúnar á heimili þeirra. Magn-
ús var afburða barngóður og
hændust því barnabörnin mikið að
honum og nutu handleiðslu hans í
ríkum mæli.
Við kveðjum frábæran föður,
tengdaföður og afa, og um leið og
við finnum hve mikils er misst,
vitum við, að það voru gæfusöm
forréttindi að hafa átt slíkan
mann að sem Magnús afa. í
sorginni er það viss gleði, að
minningin um hann er svo lifandi
í vitund eldri barna okkar, sem
fengu að kynnast honum, að við
vitum, að litla dóttir okkar, sem
aldrei fékk að sjá eða njóta
samvista við afa, mun seinna eiga
hiutdeild í þeim endurminningum.
Blessuð sé minning hans.
Stefán J. Ilreiðarsson
Hafliöi Guðmundsson
Siglufiröi - Minning
Fa'ddur 24. febrúar 1921.
Dáinn 16. maí 1981.
Virtur og elskaður Siglfirðingur
hefur yfirgefið mannheima.
Hafliði vinur okkar og frændi
var einstæður maður því hann gat
ekki eitt heldur gat hann allt.
Hann kenndi við Gagnfræða-
skólann á Siglufirði í 30 ár,
aðallega reikning og eðlisfræði.
Hafliði var góður hljómlistar-
maður, ágætur söngmaður og
orkti snilldarlega þegar hann vildi
við hafa, en þá gáfu hefur hann
eflaust sótt til afa síns Páls
Árdals skálds með meiru.
Hafliði var stórteiknari og
ágætur málari og eru margar
gullfallegar myndir til eftir hann
víða á landinu.
Þær eru ekki ófáar ökuferðirn-
ar, sem Hafliði og Þura, eftirlif-
andi elskuleg eiginkona hans, fóru
inn að Hrauni og fram í Fljót til
að njóta sameiginlega hins himn-
eska sólarlags, sem gerði svo oft
vart við sig í myndum Hafliða og
ljósmyndum.
Það þarf ekki að segja Siglfirð-
ingum frá Hafliða og Þuru. Það
vita allir hversu einlægt og elsku-
fullt samband var á milli þeirra
hjóna.
Hafliði og Þura áttu einn son,
Guðmund Hafliðason tannlækni í
Reykjavík, en hann hefur svo
sannarlega erft hina góðu kosti
foreldra sinna. Guðmundur er
giftur Auði Yngvadóttur sellóleik-
ara hjá Sinfóníuhljómsveit ís-
lands.
Síðustu árin var Hafliði mikill
áhugamaður um golf og brást
ekki, ef veður og heilsa leyfði, að
hann færi fram að Hóli til að spila
með félögum sínum.
Kynni mín af Hafliða eru mjög
minnisstæð. Þegar ég gifti mig
fyrir 17 árum var ákveðið, að við
færum norður á Siglufjörð til að
hitta ættingja og vini konunnar.
Það var auðvitað Hafliði og fleira
gott fólk, sem stóð í fararbroddi
við komuna inni í Fljótum, því
ekki kom til greina að við keyrðum
umkomulaus yfir og í gegn um
Siglufjarðarkaupstað á svo merk-
um tímamótum.
Ekki kom þessi hrókur alls
fagnaðar síður á óvart um kvöldið
heima hjá tengdaforeldrunum,
Hirti Ármannsyni og Sigríði Guð-
mundsdóttur, að Norðurgötu 1 í
gamla Hafliðahúsinu, þegar hann
söng hvert kúrekalagið af öðru
með fullum texta og auðvitað á
ensku.
Þetta gaf gamla Hafliðahúsinu
heimsborgaralegan blæ og kom
manni sannarlega á óvart að hitta
mann norður á Siglufirði, sem gat
sungið og spilað svo frábærlega
kúrekalög frá Ameríku.
Kveðjuathöfnin á Siglufirði var
sterk og einlæg. Skólabörnin fjöl-
menntu við kirkjuna til að votta
kennara hinstu samúð og virðingu
eftir hin mörgu ár við gagnfræða-
skólann á Siglufirði. Litla flug-
vélin beið á flugvellinum eftir að
flytja Hafliða og hans heitt elsk-
uðu fjölskyldu suður til Reykja-
víkur. Mannfjöldinn stóð dapur
eftir með minningarnar einar um
góðan dreng.
Það var sorgarstund en hátíðleg
hér fyrir sunnan við útför Hafliða
sem sr. Emil Björnsson mágur
hans flutti af svo miklum hlýhug.
Hafliði var jarðsettur í Foss-
vogskirkjugarði 22. maí á fögrum
stað við voginn, sem óneitanlega
minnti á Siglufjörð nema hvað
fjöllin vatnaði.
Við vottum Þuru, Guðmundi og
öðrum ástvinum dýpstu samúðar.
Glsli
Rafknunir
hverfisteinar
1
Sérstaklega hentugir fyrir smiöi, bændur, hótel,
frystihús og föndurvinnu.
Póstendum.
Verslunin
Símar 24320 — 24321 — 24322.
Hljómflutningstækin þín veróa akflrei betri en hátalaramir
sem þú tengjr við þau!
Það er næstum því sawna hvað tækin þín heita
- Akai, Marantz, Pioneer, Fischer, Philips,
Sony, Sanyo eða Plupp - tóngæðin byggjast
mest megnis upp á hátölurunum.
Auðvitað skiptir talsverðu máli hversu
góð tækin eru, en þó er mikfu mikilvægara
hvaða hátalara þú notar. Þess vegna ber öllum
„stærri spámönnum” saman um að verð
hátalara megi nema allt að 70% af heildarverði
samstæðunnar.
Þar af leiðandi hljóta flestir að kynna sér Bose,
því Bose hátalarar eru viðurkenndir jafnt af
áhugamönnum sem atvinnumönnum.
Komdu og kíktu ó okkur - og Bose
Bose 301 hátalarasett
Kr. 3.662.-
Sérstök hljómskyggnusýning í verslun okkar að Sætúni 8 segir
þér allan sannleikann um Bose
(Gengl 2t.S.’81)
OSA
Yfirburðir Bose felast í fullkomnu samspili
beinna og endurkastaðra tóna.
eimilistæki
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.