Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 29

Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1981 29 Afleiðing glóandi eldskýs í gosinu í Mt. Lamington 21. janúar 1951. Eldskýid drap 3000 manns. Yfirlitskort af Mt. Pelée og St. Pierre, en á því má sjá leiöir eldskýsins og skriðunnar. Toppur eldfjallsins Bezymianny á Kamchatka hefur sprungið í loft upp og hraungúll er byrjaður að troðast upp í miðju fjallinu. Myndin er tekin í maí 1957 og punktalínan sýnir útlínur fjallsins fyrir gosið. klukkustund og eyðileggi allt sem á vegi þess verður. Það er mjög misjafnt hve langt „nuée ardente" getur ferðast frá upprunastað sínum. Það ræðst m.a. af krafti gossins, hitastigi skriðunnar, gasinnihaldi og lands- lagi. Skriðan fylgir landslagi á leið sinni niður hlíðar fjallsins og fer fljótlega að hægja á sér þegar hún nær jafnsléttu. Köld skriðan kemst styttra en heit skriða, og hún missir allan kraft um leið og gas hættir að þenjast út og streyma úr molum skriðunnar. Skriðan sest þá til og myndar berg sem er nokkurs konar millistig gjóskubergs og hrauns. Þetta berg er nefnt ignimbrít erlendis en kallast flikruberg á íslensku og finnst það í íslenskum jarðlögum, t.d. skammt frá skálanum í Þórsmörk. Erlendis hafa jarð- fræðingar rakið ignimbrítlög yfir 200 km leið og eru sum þeirra um 200 metra þykk. Við skulum nú líta nánar á þá atburði sem urðu 30.000 manns að bana í borginni St. Pierre, þann 8. maí 1902. ELDGOSIÐ í MT. PELÉE 1902 Eldfjallið Mt. Pelée hafði gosið árið 1792 og aftur árið 1851 og olli þá nær engu tjóni. íbúar í ná- grenni fjallsins voru því ekki ýkja áhyggjufullir þegar nýtt gos hófst 23. apríl 1902. Fjallið tók nú að spúa eldi og eimyrju af miklum krafti yfir bæinn St. Pierre, sem er 10 km suð-suðvestur af fjallinu. Gas og aska ollu íbúum St. Pierre óþægindum og fuglar féllu dauðir niður á flugi. Margir tóku til bragðs að flytjast á brott úr bænum til fjarlægari staða, en stjórnin mælti mjög gegn brott- flutningi fólksins, þar sem mikil- vægar kosningar fóru í hönd (10. maí) og menn urðu að kjósa hver í sínu kjördæmi. Flestir urðu við tilmælum stjórnarinnar, sérstak- lega eftir að herinn var kvaddur til, og meira að segja landstjórinn sjálfur kom til St. Pierre til að róa fólkið. Hann átti aldrei aftur- kvæmt þaðan. Þá streymdi fólk til bæjarins frá hlíðum fjallsins, en þar var jafnvel enn verra að vera, þannig að íbúatala bæjarins hélst nokkuð stöðug um 30.000 manns. Gígurinn, sem öll þessi ósköp komu upp um, var um 700 metrar í þvermál, að hluta vatnsfylltur, og lá utan í gamalli hálffylltri öskju. Gígurinn var opinn til suðurs og suðvesturs og áin Rivi- ére Blanche (Hvítá) rann frá honum til sjávar þremur km fyrir norðan St. Pierre. Dagana 5., 6. og 7. maí kom gígvatnið flæðandi niður farveg Riviére Blanche, sem sambland af jarðvegi, bergi og vatni, þ.e. eðjustraumur. Þessir eðjustraumar urðu nokkrum tug- um verkamanna að bana en það var bara smjörþefurinn af því sem koma átti. Sprengivirkni í gígnum jókst mjög þessa daga og náði hámarki klukkan 7.50 að morgni 8. maí, en þá kom röð kröftugra sprenginga. Stórt svart öskuský þeyttist marga km í loft upp og samtímis því skaust annað „ský“ lárétt út um opið á gígnum og stefndi beint á bæinn. Innan tveggja mínútna náði skýið bæn- um og huldi hann. Innan annarra tveggja mínútna voru nær allir 30.000 íbúar bæjarins dánir. EFTIRLIFENDUR Menn hafa áætlað að hraði eldskýsins hafi verið um 160 km á klukkustund og kraftur þess var ógurlegur. Hins vegar kom í ljós að skriðan sjálf fór ekki yfir bæinn, heldur einungis ösku- og gasskýið sem fylgdi skriðunni. Skriðan og skýið fylgdu í fyrstu farvegi Riviére Blanche en ofar- lega í fjallinu er kröpp beygja í ánni og þar skildu leiðir hjá skriðunni og öskuskýinu. Skriðan beygði af leið og fylgdi farvegi árinnar út í sjó, en öskuskýið flæddi yfir árgilið og stefndi beint á bæinn. Hefði skriðan farið yfir bæinn hefði örugglega enginn lif- að atburðinn af og bærinn sjálf- sagt hulist margra metra þykku ignimbrítlagi. En eins og fór, þá lagðist þunnt (30—50 cm) öskulag yfir bæinn og var því hægt að athuga hann eftir atburðinn. Það var'hins vegar litlu betra að lenda „bara“ í öskuskýinu, því að það var 700—1000°C heitt og svo mikill kraftur í því að metra þykkir veggir hrundu, stór tré voru rifin upp með rótum og flest öll skipin í höfninni sukku. Borgin var algjörlega lögð í rúst, og til þess að bæta gráu ofan á svart þá brann hún einnig til kaldra kola. Aðeins tvö skip í höfninni sluppu við eyðileggingu og voru flestir eftirlifendurnir af þessum tveimur. skipum, en þeir hiutu allir mikil og vond brunasár. Flestir bæjarbúar munu hafa lát- ist af því að anda að sér brenn- heitu gasi. Líkin voru mikið brunnin og ástand þeirra almennt gaf til kynna að hitinn hafi verið nógu hár til að snöggsjóða líkams- vökvann og þannig sprengja upp líkin. Talið er að fjórir menn úr borginni hafi lifað þessa atburði af, en allir voru þeir mikið brenndir. Einn eftirlifenda var tukthúslimur sem geymdur var í svartholi bæjarins. Klefinn hans var í kjallaranum og var einn örlítill gluggi á honum sem sneri frá fjallinu. Hann lýsti atburðin- um þannig að skyndilega hafi dimmt yfir og loftið fyllst af ryki og ösku, síðan kom smástund þar sem allt varð ofsaheitt og fylgdi því mikil köfnunartilfinning. Sem betur fer fannst maðurinn þarna í kjallaranum áður en hann varð hungri og þorsta að bráð. Þessi maður náði sér að fullu og lifði eftir þetta góðu lífi. Hann ferðað- ist víða um heim með fjölleika- húsi, og sýndi brunasár sín og sagði mönnum ævisögu sína. FRAMHALD GOSSINS Jarðfræðingar hvaðanæva að úr heiminum hröðuðu sér til St. Pierre, þegar fréttist um atburð- inn, til að sjá þetta með eigin augum og fylgjast með framvindu gossins. Gosið stóð fram í október 1905 og fylgdust jarðfræðingar með fjölda smærri eldskýja, sem smám saman eyddu allri búsetu í nágrenni fjallsins, og tókst þeim þannig að ráða í eðli þeirra og uppruna. Síðan þetta gerðist hafa menn séð glóandi eldský koma úr mörgum öðrum eldfjöllum, og ummerki eftir glóandi eldský (þ.e. ignimbrít) hafa fundist víða í heiminum, m.a. á íslandi. Eins og áður sagði hélt eldgosið í Mt. Pelée áfram af fullum krafti eftir fyrstu hrinuna og síðar í maí-mánuði 1902 fór hraungúll að ýtast upp í gígnum. Hraungúll myndast þegar hraunið úr fjallinu er svo kalt og seigt að það rennur ekki, heldur hrúgast upp ofan á gosrásinni. Gúllinn hélt áfram að vaxa en í júlí sama ár tók gígtappi (hraunstöpull) að ýtast upp í heilu lagi í gegnum hraungúlinn. Þessi gígtappi óx mjög hratt og náði mest 300 metra hæð yfir hraun- gúlinn. Hins vegar hrundi alltaf mjög mikið úr honum og talið er að heildarlengd hans hafi verið um 900 metrar. í september 1903 var ekkert eftir af gígtappanum nema ein stór grjóthrúga. Hraungúllinn hélt hins vegar áfram að vaxa í rólegheitum fram í október 1905, en þá lauk þessu sögulega gosi. LOKAORÐ Jarðfræðingar lærðu mjög mik- ið á þessu gosi og hafa aðvaranir þeirra og ráðleggingar við mörg siðari gos, bæði í Mt. Pelée (1930) og víða annars staðar, bjargað þúsundum mannslífa. íbúar á hættusvæðum hafa miskunnar- laust verið fluttir á brott og eru þær aðgerðir fullkomlega réttlæt- anlegar. Það var verst að það þurfti dauða 30.000 manna til að menn áttuðu sig á því að til væri fyrirbæri á borð við glóandi eldský og að vert væri að leggja fé í rannsóknir á eldfjöllum almennt. Lúðrasveit Húsavíkur á vinabæjamót í Finnlandi llúsavík 3. júní. Mót vinabæja á Norðurlöndum hafa aukist nú sl. ár og verið með ýmsum hætti og þá mest borið á æskuiýðs- og iþróttamálum. Nú hefur vinabær Húsavikur, Riik- imaki i Finnlandi, boðið lúðra- sveitum allra vinabæja sinna til Finnlands í tilefni af opnun nýs glermunalistasafns þar i borg og verður þar jafnframt opnuð mik- il glerlistasýning með þátttöku hinna Norðurlandanna. Verður í þessu sambandi mikil hátíð sem hefjast á hinn 10. þessa mánaðar og standa út vikuna. Lúðrasveitunum er ætlað að spila víða um borgina og hafa þær síðan allar sameiginlega „blásarahátíð". Lúðrasveit Húsavíkur hefur undir stjórn Sigurðar Hallmars- sonar skólastjóra æft af miklu kappi í vetur og lét hún heima- menn til sín heyra í gærkvöld á fjölmennri samkomu í félagsheim- ilinu. Var mjög góður rómur gerður að leik sveitarinnar, efn- isskráin fjölbreytt og skemmtileg. Einleikari lúðrasveitarinnar er Ásgeir Hermann Steingrímssoni sem nú hefur verið við fram- haldsnám á trompet í New York í tvö ár og hyggst hann ljúka námi eftir önnur tvö ár. Á hljómleikun- um í gærkvöld lék Ásgeir Her- mann einleik á cornet við undir- leik Katrínar Sigurðardóttur, sem nú lék á nýjan flygil, er Tónlist- arskólinn hefur eignast á þessu vori og var mikil hrifning af samleik þeirra frændsystkina. Fréttaritari. Hveragerði: Reykjafoss skiptir um eigendur llveragerrti. i. júní. IIÉR í Hveragerði eru tvær matvöruverslanir. Austan við Breiðumörkina er útibú frá Kaupfélagi Árnesinga á Sel- fossi, en vestan við hana stendur Reykjafoss. Þar hefur Kristján Jónasson. „kaupmaðurinn á horninu“, verðugur fulltrúi hins frjálsa framtaks, verslað sið- ustu áratugina. I siðasta mán- uði seldi Kristján búðina og leigði húsnæðið Einari Guð- mundssyni kaupmanni frá Stokkseyri. og mun Reykjafoss nú eftirleiðis heita Allabúð. Ég hitti Einar önnum kafinn við vinnu sína og spurði hann um ástæðurnar fyrir því að hann hefði nú opnað búð hér í Hvera- gerði. Hann tjáði mér að á Stokkseyri ræki hann verslun, kjötvinnslu og reykhús og væri hann að færa út kvíarnar til að auka nýtingu á þeim fyrirtækj- um. Hann leggði höfuðáherslu á góðar kjötvörur og vonaðist til að geta jafnframt boðið sem fjöl- breyttast úrval af matvöru á sem hagkvæmustu vöruverði. Versl- unin er opin til kl. 22 dag hvern, og þar er einnig afgreitt bensín og olíur. Fyrirkomulaginu í búðinni hefur verið breytt til aukinna þæginda og vöruúrvalið lofar góður. Kristján Jónasson hefur nú gerst umboðsmaður fyrir happ- drætti DAS, SÍBS og Háskóla Islands, um leið og við Hvergerð- ingar þökkum honum og fjöl- skyldu hans góð samskipti á liðnum árum, óskum við þeim góðs gengis í framtíðinni og bjóðum nýja kaupmanninn vel- kominn í Hveragerði. — Sigrún.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.