Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 í DAG er föstudagur 12. júní, sem er 163. dagur ársins 1981. Árdegisflóö í Reykjavík kl. 02.42 og síö- degisflóð kl. 15.25. Sólar- upprás í Reykjavík kl. 03.00 og sólarlag kl. 23.56. Sólin er í hádegisstaö í Reykjavík kl. 13.27 og tunglið í suöri kl. 22.02. (Almanak Háskólans.) OSS ber aö vinna verk þess er sendi mig, meö- an dagur er, þaö kemur nótt, þegar enginn get- ur unniö. Meöan ég er í heiminum, er ég heims- ins Ijós. (Jóh. 9,4.) LÁRÉTT: I naxdýra. 5 selja dýrt. 6 lifa. 7 fasli. 8 skoAunar. 11 slá. 12 svellaloK. 14 haKnaðar. 16 karldýriA. I.ÓDKÉTT: 1 andma lin. 2 þoka. 3 keyra. 4 ílát. 7 hófdýr, 9 kvenmannsnafn. 10 fuKlahljóA. 13 ríkida‘mi. 13 ósamstæóir. I.AUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTll: I.ÁRETT: 1 kossum. 5 te. 6 rjátla. 9 tál. 10 ól. 11 at. 12 val, 13 fata, 13 Óli. 17 aumast. I.ÓÐRÉTT: 1 kartafla. 2 stál. 3 set. 4 mjalli. 7 játa. 8 lóa. 12 vala. 14 tóm. 16 is. ARNAD MEILLA Afma'li. í dag, 12. júní, verð- ur sextug frú Fjóla Sigur- jónsdóttir, Austurbergi 8 Rvík. (áður Löngufit 18 í Garðabæ). Hún verður að heiman. | FRA HðFNINNI ] í fyrrakvöld lét hafrann- sóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson úr Reykjavíkur- höfn og fór í leiðangur. Tog- arinn Guðmundur i Tungu kom úr viðgerð og fór. Þá héldu hvalveiðibátarnir fjór- ir til veiða. f gær komu þessir Reykjavíkurtogarar af veið- um og lönduðu aflanum: Ar- inbjörn. Ingólfur Arnarson og Karlsefni. í gærmorgun fór ameríska hafrannsókn- arskipið Kane, rússneskt skemmtiferóaskip kom, og var tekið upp að hafnarbakka í Sundahöfn. Stapafell kom úr ferð og fór samdægurs. Þá kom Ljósafoss af ströndinni í gær. Gert var ráð fyrir að Dettifoss og Skaftá legðu af stað áleiðis til útlanda í gær, svo og leiguskipið Lynx. I HEIMILISDÝR | Köttur, — steingrá læða, ómerkt, fannst í grunni hins nýja Útvarpshúss um daginn. Að Hraunbraut 14 í Kópavogi var síðan skotið skjólshúsi yfir kisu og þar er hún nú. — Síminn að Hraunbraut 14 er 43867. FRÉTTIPI LANGÞRÁÐ breyting á veðri á Norður- og Austur- landi, til hins betra að sjálfsögðu, er i aðsigi, sagði Veðurstofan í gær- morgun, i spárinngangi. Veðrið hlýnar á Norður- og Austurlandi. hljóðuðu þau orð. Er ekki að efa að glaðnað hefur yfir fólki nyrðra og eystra við þessi orð. í fyrrinótt hafði þó enn vcrið næturfrost á Austurlandi, var það á Kambanesi. Var þar eins stigs frost í fyrrinótt. Uppi á Hveravöllum hafði hitinn farið niður að frostmark- inu. Hér i Reykjavik aftur á móti var 5 stiga hiti i fyrrinótt og lítils háttar rigning. Verðlaun fyrir refi og minka. Landbúnaðarráðu- neytið tilk. í nýlegu Lögbirt- ingablaði nýja verðlaunaskrá fyrir unna refi og minka. — Samkvæmt henni skal greiða kr. 130 fyrir hvern ref (hlaupadýr). Fullorðin greni- dýr kr. 90 og yrðlingar kr. 40 fyrir stykkið. — Og fyrir hvern unninn mink skal greiða 100 krónur. Nýir iæknar. í Lögbirt- ingablaðinu er tilk. frá heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu um að IIöllu Þorbjörnsdóttur lækni hafi verið veitt starfsleyfi sem sérfræðingi í barnalækning- um. Þá hefur ráðuneytið veitt cand. med et chir. Hrafnkeli ólafssyni leyfi til að stunda almennar lækningar. Útifundur Sjálfsbjargar í tilefni af Ári fatlaðra mun Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, halda útifund á Lækjartorgi laugardaginn 13. júní kl. 13.30. Landssambandið vill hvetja fatlaða og stuðningsmenn þeirra, að sýna samstöðu og fjölmenna á fundinn. Fötluðum er bent á að útvega sér aðstoðarmenn í tíma og athuga um flutning til og frá fundi. Ferðaþjónusta og að- stoð verður veitt í tengslum við fundinn. Ef aðstoðar er þörf, er fólki bent á að hafa samband við skrifstofuna í síma 17868 og 29133 sem fyrst. Fundurinn verður túlkaður á táknmáli fyrir heyrnarlausa. (Úr fréttatilk.). Þær heita Hildigunnur Sigrún og Þórunn Björk Guðlaugsdætur þessar ungu stúlkur. — Þær efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfél. vangefinna að Vesturbergi 121 Breiðholtshverfi, og söfnuðust þar 160 krón- ur til félagsins. flfar Þú getur stoppað vekjarann, góði. — Mig var búið að dreyma fyrir þessu. Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykja- vík dagana 12. júní til 18. júní, aó báóum dögum meótöldum er í LYFJABUO BREIOHOLTS En auk þess er APOTEK AUSTURBÆJAR opiö til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudag. Slysavarðstofan í Borgarspítalanum, sími 81200. Allan sólarhringinn. Onæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 16.30—17.30. Fólk hafí meö sér ónæmisskírteini. Læknastofur eru lokaöar á laugardögum og helgidögum, en hægt er aö ná sambandi viö lækni á Göngudeild Landspítalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardög- um frá kl. 14—16 sími 21230. Göngudeild er lokuö á helgidögum Á virkum dögum kl.8—17 er hægt aö ná sambandi viö lækni í síma Læknafélags Reykjavikur 11510, en því aöeins aö ekki náist í heimilislækni, Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aö morgni og frá klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. Á mánudögum er læknavakt í síma 21230. Nánari upplýsingar um lyfjabúöir og læknaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Neyðar- vakt Tannlæknafél. í Heilsuverndarstöðinni á laugardög- um og helgidögum kl 17—18. AKUREYRI: Vaktþjónusta apótekanna dagana 8. júní til 14. júní, aö báóum dögum meötöldum er í AKUREYRAR APOTEKI. Uppl. um lækna- og apóteksvakt í símsvörum apótekanna 22444 eöa 23718. Hafnarfjöröur og Garðabær: Apótekin í Hafnarfirói. Hafnarfjarðar Apótek og Norðurbæjar Apótek eru opin virka daga til kl. 18.30 og til skiptist annan hvern laugardag kl. 10—13 og sunnudag kl. 10—12. Uppl. um vakthafandi lækni og apóteksvakt í Reykjavík eru gefnar í símsvara 51600 eftir lokunartíma apótekanna. Keflavík: Keflavíkur Apótek er opiö virka daga til kl. 19. Á laugardögum kl. 10—12 og alla helgidaga kl. 13—15. Símsvari Heilsugæslustöövarinnar í bænum 3360 gefur uppl. um vakthafandi lækni, eftir kl. 17. Selfoss: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10—12. Uppl. um læknavakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17 á virkum dögum, svo og laugardögum og sunnudögum. Akranes: Uppl. um vakthafandi lækni eru í símsvara 2358 eftir kl. 20 á kvöldin. — Um helgar, eftir kl. 12 á hádegi laugardaga til kl. 8 á mánudag. — Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30, á laugardögum kl. 10—13 og sunnudaga kl. 13—14. S.Á.Á. Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö: Sálu- hjálp í viölögum: Kvöldsími alla daga 81515 frá kl. 17—23. Foreldraráögjöfin (Barnaverndarráö íslands) Sálfræöileg ráögjöf fyrir foreldra og börn. — Uppl. í síma 11795. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri sími 96-21840. Siglufjöröur 96-71777. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar. Landspitatinn: atla daga kt. 15 tft kl. 16 og kl. 19 til kl. 19 30 til kl. 20. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13—19 alla daga — Landakolsspítali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. — Borgarspítalínn: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 tll kl. 19.30. Á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30 til kl. 14.30 og kl. 18.30 til kl. 19. Hafnarbúóir: Alla daga kl. 14 tll kl. 17. — Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16—19.30 — Laugardaga og sunnudaga kl. 14—19.30. — Heilsu- verndarslööin: Kl. 14 til kl. 19. — Fæöingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 tll kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeíld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 tll kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaöir: Daglega kl. 15.15 til kl. 16.15 og kl. 19.30 til kl. 20. — Sólvangur Hafnarfiröi: Mánudaga til laugardaga kl. 15 tll kl. 16 og kl. 19.30 til kl. 20. St. Jósefsspítalinn Hafnarfirói: Heimsóknartími alla daga vikunnar 15—16 og 19—19.30. SÖFN Landsbókasafn íslands Safnahússnu vió Hverfisgötu: Lestrarsalir eru opnir mánudaga — föstudaga kl. 9—19. Útlánasalur (vegna heimlána) opinn sömu daga kl. 13—16 Háskólabókasafn: Aóalbyggingu Háskóla íslands. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—19, — Útibú: Upplýsingar um opnunartíma þeirra veittar í aöalsafni, sími 25088. Þjóðminjasafnió: Opiö sunnudaga, þriójudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30—16. Listasafn íslands: Opiö sunnudaga, þriöjudaga, fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30 til kl. 16. Borgarbókasafn Reykjavíkur AOALSAFN — ÚTLÁNSDEILD, Þingholtsstræti 29a, sími 27155 opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Laugar- daga 13—16. Hljóðbókasafn — Hólmgaröi 34, sími 86922. Hljóöbóka- þjónusta viö sjónskerta. Opiö mánud. — föstud. kl. 10—16 AOALSAFN — lestrarsalur, Þingholtsstræti 27. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Laugardaga 9—18, sunnudaga 14—18. SÉRÚTLAN — afgreiösla í Þíngholtsstræti 29a, sími aóalsafns. Bókakassar lánaöir skipum. heilsuhælum og stofnunum. SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27, sími 36814. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 14—21. Laugardaga 13—16. BÓKIN HEIM — Sólheimum 27, sími 83780. Heimsend- ingarþjónusta á prentuöum bókum viö fatlaöa og aldraöa. HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16, sími 27640. Opió mánudaga — föstudaga kl. 16—19. BÚSTAÐASAFN — Bústaöakirkju, sími 36270. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Laugardaga. 13—16. BÓKABÍLAR — Bækistöö í Bústaóasafni, sími 36270. Viökomustaöir víósvegar um borgina. Arbæjarsafn: Opiö júní tii 31. ágúst frá kl. 13.30—18.00 alla daga vikunnar nema mánudaga. SVR-íeiö 10 frá Hlemmi. Asgrímssafn Bergstaöastræti 74: Opió aila daga nema laugardaga kl. 13.30—16. Tæknibókasafniö, Skipholti 37, er opiö mánudag til föstudags frá kl. 13—19. Sími 81533. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar vió Sigtún er opiö þriójudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2—4. Listasafn Einars Jónssonar: Er opiö daglega nema mánudaga, frá kl. 13.30 til kl. 16. SUNDSTAÐIR Laugardalslaugin er opin mánudag — föstudag kl. 7.20 til kl. 19.30. Á laugardögum er opió frá kl. 7.20 til kl. 17.30. Á sunnudögum er opiö frá kl. 8 til kl. 13.30. Sundhöllin er opin mánudaga tíl föstudaga frá kl. 7.20 til 13 og kj. 16—18.30. Á laugardögum er opiö kl. 7.20 til 17.30. Á sunnudögum er opiö kl. 8 tll kl. 13.30. — Kvennatíminn er á fimmtudagskvöldum kl. 21. Alltaf er hægt aö komast í bööin alla daga frá opnun til lokunartíma. Vesturbæjarlaugin er opin alla virka daga kl. 7.20—20.30, laugardaga kl. 7.20—17.30 og sunnudag kl. 8—17.30. Gufubaöió í Vesturbæjarlauginni: Opnun- artíma skipt milli kvenna og karla. — Uppl. í síma 15004. Sundlaugin í Breiðholti er opin virka daga: mánudaga til föstudaga kl. 7.20—20.30. Laugardaga opiö kl. 7.20—17.30. Sunnudaga kl. 8—13.30. Sími 75547. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánudaga—föstu- daga kl. 7—8 og kl. 17—18.30. Kvennatími á fimmtudög- um kl. 19—21 (saunabaöið opiö). Laugardaga opiö 14—17.30 (saunabaó f. karia opiö). Sunnudagar opiö kl. 10—12 (saunabaóiö almennur tími). Sími er 66254. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga: 7.30— 9, 16—18.30 og 20—21.30. Föstudögum á sama tíma, til 18.30. Laugardögum 8—9.30 og 13—17.30. Sunnudaga 9—11.30. Kvennatímar þriöjudaga og fimmtudaga 20—21.30. Gufubaöiö opiö frá kl. 16 mánudaga—föstudaga, frá 13 laugardaga og 9 sunnu- daga. Síminn 1145. Sundlaug Kópavogs er opin mánudaga—föstudaga kl. 7—9 og frá kl. 17.30—19. Laugardaga er opiö 8—9 og 14.30— 18 og á sunnudögum 9—12. Kvennatímar eru þriöjudaga 19—20 og miövikudaga 19—21. Síminn er 4129 Sundlaug Hafnarfjarðarer opin mánudaga—föstudaga kl. 7—8.30 og kl. 17—19. Á laugardögum kl. 8—16 og sunnudögum kl. 9—11.30. Bööin og heitukerin opin alla virka daga frá morgni til kvölds. Sími 50088. Sundlaug Akureyrar: Opin mánudaga—föstudaga kl. 7—8, 12—13 og 17—12. Á laugardögum kl. 8—16. Sunnudögum 8—11. Sími 23260. BILANAVAKT Vaktþjónusta borgarstofnana svarar alla virka daga frá kl. 17 síódegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svaraö allan sólarhringinn. Síminn er 27311. Tekiö er viö tilkynningum um bilanir á veitukerfi borgarinnar og á þeim tilfellum öörum sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aóstoö borgarstarfsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.