Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1981 25 fclk í fréttum Vaxmynd- in er í smíðum + Um svipað leyti og Karl Bretaprins og laíði Diana Spencer halda brúðkaup sitt, er gert ráð fyrir því að hún muni halda „innrtið" sína i hið heimskunna vax- myndasafn í London Madame Tussaud- safnið. Hér sést mynd- höggvarinn, sem er ung kona, Muriel Pearson, er um þessar mundir að vinna við vaxmyndina. — Það fylgir fréttinni að þegar búið verður að gera vaxmyndina af Diönu. muni hún sækja i klæðaskápinn sinn einn kvöldkjóla sinna, sem vaxmyndin af henni verður klædd í og siðan verður Diönu komið fyrir á sinum stað í bresku konungsfjölskyld- unni, i hinu fræga Tussaud-safni. Á fjöldafundi + Þeir eru vígalegir að sjá þessir kallar, þar sem þeir taka við hyllingu mannfjölda á útifundi í Salisbury höfuðborg Zimb- abwe. — Kapparnir eru kunnir afrikanskir pólitíkusar. Lengst til vinstri er Robert Mugabe forsætisráðherra í Zimbabwe. Við hlið hans, einnig með krepptan hnefa á lofti, er skæurliðafor- inginn Sam Nujoma frá Namibíu. Á þessum fjöldafundi, sem talið er að um 30.000 manns hafi verið á, sagði Mugabe að S-Afríkustjórn hygði á innrás í landið vegna stuðnings Zimbabwe-manna við skæruliðasveitir, sem herjað hafa á S-Afríkumenn frá stöðvum í þessari fyrrum bresku nýlendu (Ródesíu). + Hér gera menn að gamni sínu þrátt fyrir alla alvöruna og erfiðleikana sem steðja að. Myndin er tekin í „Rósagarði" Hvíta Hússins í Washington. Reagan forseti og Edward Kennedy öldungadeildarþing- maður gera að gamni sínu. I garðinu var efnt til mann- fagnaðar af því tilefni að ekkja Robert F. Kennedys, Ethel, var sæmd „Robert F. Kennedy-medalíunni", fyrir störf hennar í almennings- þágu. Það var forsetinn sem sæmdi frú Ethel þessari orðu. — Nú eru liðin 13 ár frá því að Róbert Kennedy var myrt- ur. Á Akersjúkrahúsinu + Þetta er einn af yfirlæknum skurðdeildarinnar í Akersjúkrahúsinu í Osló. Það er fyrsta sjúkrahúsið á Norðurlöndum sem fær laser-geislaskurðlækninga- tæki til krabbameinsskurðaðgerða. Myndin er tekin af Sten Sander skurðlækni í skurðstofu spítalans. Hefur yfirlæknirinn þegar framkvæmt allmargar skurðaðgerðir, sem eru í því fólgnar að fjarlægja krabbameinsæxli. — Segir yfirlæknirinn þessa nýju tækni vera byltingarkennda í meira lagi. Hann hefur með hinum nýju tækjum getað lokið meiriháttar skurðaðgerðum á aðeins mjög skömmum tíma, jafnvel nokkrum mínútum. Morðinginn stunginn + Lífstíðarfanginn, James Earl Ray, sem myrti blökkumannaforingjann og mannréttindabaráttu- manninn Martin Luther King árið 1968, varð fyrir alvarlegri líkamsárás í ríkisfangelsi því sem hann hefur setið í síðan hann var dæmdur fyrir morðið. — Er það í bænum Oak Ridge í Tennessee-fylki. Var James Earl stunginn tveim hnífstungum. — Þessi mynd var tekin er komið var með fangann í sjúkrahús. Þegar sagt var hér að framan að hann væri lífstíðarfangi, þá er um að ræða 99 ára fangelsi. í texta með myndinni segir að fjórir samfangar mannsins hafi verið teknir til yfirheyrslu, í sambandi við þessa líkamsárás. Skrifstofa Eimskips í Pósthússtræti 2 er nú opin frá kl. 8.30 -16.30 alla virka daga. EIMSKIP SÍMI 27100 Aogjýsinéum hhitafjárútboð. Á síðastliðnu ári var hafin sala hlutafjárauka í Iðnaðarbanka íslands hf. Nam aukningin 2,7 milljónum króna og neyttu hluthafar forkaupsréttar að 85% aukningarinnar. Nokkurt hlutafé er því enn óselt og hefur verið ákveðið að bjóða til sölu á almennum markaði. Úr reikningum bankans: Allartölureru í nýkr. Árin Tekjur ...... Gjöld ..... Tekjuafgangur Eignir . Skuldir Eigið fé Hlutafé eftir jöfnun Varasjóðir....... Annað eigið fé ... Eigiðtéalls...... 1980 1979 81,1 millj. 36,4 millj. 76,7 - 35,6 - 4,4 0,8 í árslok 1980 1979 286,3 millj. 155,6 millj 263,0 - 144,0 - 23,3 - 11,6 - 16,6 millj. 8,1 millj. 3.3 - 1,5 - 3.4 - 2,0 - 23,3 - 11,6 - Jöfnunarhlutabréfum hefur undanfarin tvö ár verið úthlut- að til jafns við verðlagsbreytingar og greiddur 4% arður. Úthlutunarstefna þessi er til samræmis við þær breytingar sem orðið hafa á lánsfjármarkaðnum með tilkomu verð- trýggingar. Útboðsskilmálar: Nafnverð skal standa á heilum tug króna. Sölugengi hluta- fjárins hefur verið ákveðið 160. Selt hlutafé mun veita rétt til jöfnunarhlutabréfa sem aðalfundur næsta árs úthlutar. Arður reiknast frá innborgunardegi. Frestur til að skrá sig fyrir hlutafé er til 15. júní n. k. og gjalddagi er 1. júlí 1981. Eyðublöð liggja frammi á afgreiðslustöðum bankans. Iðnaðarbankinn Lækjargötu 12,101 Reykjavik, Simi 20580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.