Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981
13
Rætt við Helga
Haraldsson á Hrafn-
kelsstöðum í tilefni
af níutíuára
afmæli hans
íslenzkum bókmenntum og eigi
sér ekki hliðstæðu. En blaðamað-
ur Morgunblaðsins veit ekkert
um Huppu á Kluftum og Helgi
verður að byrja alveg á byrjun-
inni.
— Huppa varð til þess að
Norðlendingar fá kynbótakýr frá
Hreppamönnum í stað þess að
við fengum kynbótaær hjá þeim.
Ég er búinn að senda norður
nokkra bílfarma í allt af kálfum
út frá Huppu á Kluftum — og
sjálf setti Huppa mörg íslands-
met á sínum tíma, hún var
metkýr.
Hvernig hún er komin til? Það
var fyrir aldamót að Bjarni í
Núpstúni lagði af stað til næsta
bæjar með beztu kúna sína
skömmu fyrir jól því að hún var
yxna. Þá voru ekki komin
nautgripafélög í sveitir en menn
ólu bara upp tuddakálfa og
lánuðu svo hver öðrum.
Nú, karlinn leggur af stað með
beljuna til næsta bæjar þar sem
tuddi var. Það var útsynnings-
bylur og þegar hann kemur inn
með Núpsfjalli skellur á grenj-
andi él og karlinn fer undir klett
þar austan undir fjallinu í skjól
með beljuna til að standa þar af
sér élið. Þar er hann nokkra hríð.
En þegar hann ætlar af stað
aftur þá stendur kýrin alveg
hreint eins og þúfa — hún
hreyfir sig ekki heldur en hún
væri grafin niður. Eftir langa
mæðu kemur hann þó beljunni af
stað á bæinn þar sem tuddi var.
En er þeir koma út með tuddann,
ja, þá verður beljan alveg
hringavitlaus og þeir koma ekki
tuddanum einu sinni nálægt
henni. Svo karlinn bjóst við að
það væri bara af henni og hann
yrði að koma aftur eftir þrjár
vikur — og fer heim með það.
En eftir þrjár vikur er kýrin
hin rólegasta og ber ekkert á
henni. En um vorið er hún með
kálfi og ber siðan tveim kálfum
— tudda og kvígu. En það er
svoleiðis að ef fæðast tveir kálfar
og annar kvíga, þá er kvígan
venjulega viðrini. Það var þá
trúin að það ætti ekki að drepa
viðrini heldur lofa því að lifa eins
og tvö ár, því þá var það orðið
feitt og góður skurður í því. Svo
tuddakálfurinn er drepinn en
kvígan — Murta hét hún — var
sett á. En þegar hennar tími
kemur er hún yxna öllum á óvart
— henni er haldið undir uxa og
hún eignast kálf. Þessi kvíga
varð metkýr og hún er amma
Huppu frá Kluftum. Það veit
enginn hvernig Murta kom til en
margir trúa að hún hafi verið
undan huldutudda.
En hún hefur orðið kynsæl. Ég
var sjálfur eftirlitsmaður með
kúaskýrslum hér í sveitinni og sá
til þess að bolakálfar út frá
Huppu voru settir á — nú er
meirihlutinn af nautgripum
landsins undan kálfum Huppu —
svo hratt hefur kyn hennar
breiðzt út.
Helgi var einn af stofnendum
og lengi formaður Ungmennafé-
lags Hrunamanna og er heiðurs-
félagi þess. Hann starfaði mikið
að félagsmálum hér áður og yrði
langt mál að telja upp öll þau
félög þar sem hann hefur verið í
stjórn. Gárungarnir segja að
hann hafi verið í stjórn allra
félaga hreppsins nema kvenfé-
lagsins — en þar var systir hans
formaður. En við víkjum talinu
að öðru. Helgi er andatrúarmað-
ur — spíritisti eins og það heitir
á útlenzku. — Reynslan hefur
fært mér heim sanninn um að
það er margt í kringum okkur
sem við sjáum ekki — bæði af
illu og góðu, segir Helgi. Ég trúi
statt og stöðugt á andalækningar
og hef sjálfur fengið lækningu á
þann hátt sem var reglulegt
kraftaverk. Og ég trúi líka á
drauga — einu sinni reið ég
ofaná draug og það var
óskemmtileg reynsla.
Mér hefur oft verið hjálpað og
get sagt þér eitt dæmi um það að
lokum. Það var svoleiðis að ég
var staddur í Reykjavík en þá
var Iðnó að sýna Jörund í fyrsta
skipti. Þetta var á fimmtudegi en
sýningin átti að vera á laugardag
og ég ákvað að bjóða Sigurði
bróður mínum á sýninguna. Svo
kemur föstudagur og þá kemur
Mogginn — og þar stendur að
allt sé uppselt. Ég segi við Sigurð
að ég ætli nú samt niður í Iðnó en
hann biður mig að taka ekki
miða aftar en á þriðja bekk því
hann heyri svo illa. Ég fer svo
niður í Iðnó og spyr ljómandi
geðuga stúlku sem er að selja
miðana hvort nokkur leið sé að fá
miða á sýninguna á morgun. Nei,
það er nú langt því frá, segir hún,
það er alveg útilokað. Ég bið
hana samt að ef einhverjir miðar
verði ósóttir á þriðja bekk þá láti
hún mig hafa þá. Það skal ég
gera en það væru nú reglulegir
galdrar, segir hún.
En þegar ég kem daginn eftir,
þá eru tveir miðar þar á mínu
nafni. Og hún sagði við mig,
aumingja stúlkan: Ég er nú búin
að selja miða hér í bráðum
tuttugu ár, ég hef stundum vitað
til þess að menn velji sér sæti í
tómu húsi en þetta er í fyrsta
skipti sem ég hef vitað menn
velja sér sæti í fullu húsi.
bó.
Aukaþing
Sjálfsbjargar
DAGANA 13. og 14. júní heldur
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, aukaþing í Reykjavík í
tilefni alþjóðaárs fatlaðra. Megin-
mál þingsins verður, alþjóðaár
fatlaðra, með sérstakri áherzlu á
atvinnu- og lífeyrismál.
Stefán Jónsson, formaður
tryggingaráðs, ræðir lífeyrismál
og svarar fyrirspurnum. Fram-
sögumenn verða Þórður Ingvi
Guðmundsson, sem ræðir frum-
varp til laga um málefni fatlaðra;
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, ræð-
ir samstarf Sjálfsbjargar og ASÍ,
og Theodór A. Jónsson, sem hefur
framsögu um alþjóðaár fatlaðra.
í tengslum við þingið verður
haldinn útifundur á Lækjartorgi,
laugardaginn 13. júní og hefst
hann kl. 13.30.
Canon
metsöluvéiarnar AT-1,
AV-1, AE-1, A-1 og F-’.
CANON linsur, flösh
og fylgihlutir.
Góð greiðslukjör!
Landsins mesta úr val af Ijósmyndavörum
td: 35 gerðir myndavéla, 50 gerðir af linsum, 35
gerðir af töskum, 85 gerðir af filterum og um 100
gerðir af filmum __ —eitthvað fyrir alla!
Verslið hjá
fagmanninum
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F.
LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811
60 Stuðlö
THEALBUM
61SEGUED TRACKS OF DANCE MUSIC
— ——— IMHKIM, III | K \( K5 M XDI FAMOL'S
BYTHI BF.A1T.ES
T j'JL*
by V
STARSOUNE
l’HBeBactt
DrtoeMyCmr
Do You Wmnt 7o Know A Secret?
WeConWoHdtOut
I Shotifd Hmve Knouun Better
Nowhere Mmn
You’re Going To Lose TkmfGtH
Tichet To Ride »
TheWord
Elemnor Rigbv
EveryLUtie Thing
And YourBirdC-mn Sing
CetBmck
EightDmysA KM
HWon’tBeLong
tXnwZiTf
Good Dmv Sunshine
MySweetLord
Hete Comes The Sun
Whtíe Mp Guitmr Genthj Wreps
Tmxmmn
A HmrdDmy's Night
Things We Saki Today
HtFmH
YomCmn’tDo Thmt
Plemv Plemse Me
From Me 76 You
I Wanrm Hotd Your Hmnd
Stars on 45
Hver hefur ekki heyrt hina
vinsælu lagasyrpu Stars on
45. Gömlu góðu bítlalögin
auk nokkurra annarra laga í
alveg geggjaðri stuðsyrpu.
Nú er einnig komin stór plata
sem hefur að geyma hvorki
meira né minna en 61 stuð-
lög. Þessi plata er nú í efsta
sæti enska vinsældarlistans
og siglir hraðbyr á toppinn
annarsstaðar.
Tryggöu þér eintak, því það gengur hratt á
birgðirnar. Einnig fáanleg á kassettu.
áfSmm. hljómoeilo
wS\KARNABÆR
Laugavegi 66 — Glæsib* — Austurstrapti
r Sím» frá skiptiboröi 85055
Heildsöludreifing
sfcsinorhf
Símar 87542 — 85055.
vörukyiming
ss
í SS búóinni
Glæsibæ í dag kl 2-7
Komið og bragðið á