Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 Grísk tilraun til byltingar Aþenu. 11. júni. AP. GRÍSKI landvarnaráðherrann, Evanghelos Averoíí, hefur stað- fest að fámennur hópur fyrrver- andi foringja i gríska hernum hafi haft áform á prjónunum um byltingu 1. júni. Ráðherrann sagði í svari á þingi við fyrirspurn þingmanns stjórn- arandstöðunnar, að „lítill hópur ófyrirleitinna og samvizkulausra fyrrverandi liðsforingja hefði reynt að gera samsæri um að kollvarpa iýðræðinu". En hann sagði að mál hefði ekki verið höfðað gegn liðsforingjun- um, þótt þeir hefðu verið settir undir eftirlit. Averoff neitaði því að heræf- ingar, sem fóru fram sama kvöld, hefðu verið fyrirskipaðar til að koma í veg fyrir byltingu. Andreas Papandreou, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks- ins, Algrísku sósíalistahreyfingar- innar (Pasok), sakaði Averoff um að ljúga upp þessari sögu og hafa í frammi „hræðsluáróður". Skömmu eftir að orðrómur komst á kreik um fyrirhugaða byltingu vísaði Konstantín Mits- otakis utanríkisráðherra orð- rómnum á bug og kallaði hann „kaffihúsaslúður". Fé úr sjóði barna í vasa norsks prests Frá fréttaritara Mbl. í Oslú í ga*r. UM 18 milljónir norskra króna sem Norðmenn gáfu i harnahjálp í leit að risaeðlum LOS ANGELES: Tveir vís- inda- og ævintýramenn segja að þeir ætli að leita í ókort- lögðum frumskógum í Afríku í ár að lifandi risaeðlum eða skyldri dýrategund sem kunni einhvern veginn að hafa kom- izt hjá því að deyja út fyrir 60 milljónum ára. „Við vitum ekki hvort þetta eru risaeðlur eða ekki, en ætlum að ganga úr skugga um það,“ segja þeir. Dvergvaxnir frumbyggjar afskekktum héruðum Kongó sögðu vísindamönnunum fyrra frá kynnum af furðu skepnu, sem er helming stærri en fíll og lifir í vatni Þetta svæði hefur lítið breytzt í 70 milljónir ára og er eins og týnd veröld. (AP) ERLENT til þróunarlanda fóru beint i vasa forstöðumanna Norræna barna- sjóðsins að sögn lögreglu i dag. Fyrrverandi baptistaprestur í Halden stóð fyrir þessum fjársvik- um sem hafa staðið yfir í þrjú ár. Norræni barnasjóðurinn hefur útibú í Svíþjóð og Danmörku og fjárframlög hafa boðizt þaðan til Haiden þar sem fénu hefur verið stungið undan. Aðeins fimm milljónir norskra króna, sem safnað var í Noregi, af 23 milljónum alls, bárust þurfandi börnum í Suður-Kóreu, Indlandi, Bangladesh, Guatemala og Bóli- víu. Sænska deildin safnaði 1,4 milljónum króna og þar af fóru 80.000 krónur til skrifstofunnar. Tvær milljónir króna söfnuðust í Danmörku, en 70% upphæðar- innar fór ekki lengra en til Halden og í vasa prestsins. Rúmlega 14.000 Norðmenn hafa gefið 70 krónur mánaðarlega í söfnun Norræna barnasjóðsins og talið sig eins konar afa og ömmur þurfandi barna í Þriðja heimin- um. Starfsemi sjóðsins byggðist á víðtækri auglýsingastarfsemi í norskum dagblöðum. Auglýsing frá sjóðnum sýndi asískt barn undir fyrirsögninni: „Gefið því framtíð í þess eigin landi" og bætt var við: „lítið framlag gerir mikið gagn.“ Undirskriftin var: „Séra Helge Nordahl — 25 ár í þjónustu barnsins." Miami. 6. júni. Al’. NÚ GETA hjúkrunarkonur i Miami borið sex börn i svuntum sínum og tvö i fanginu, ef voða ber að Iiöndum. Þegar svunturnar voru kynntar, sofnuðu sum barnanna i vösunum, en öðrum þótti heldur þröngt á þingi. Matarolía olli veiki Spánverja Madrid. 11. júni. AP. SPÆNSKA heilbrigðisráðuneyt- ið sagði i dag að blanda af ólivuoliu og annarri mataroliu kynni að hafa valdið óþekkta faraldrinum á Spáni. Rannsakað er hvort matarolía, þar á meðal soyabaunaolía, hafi valdið veikinni. Ólöglegt er að selja matarolíu sem er ekki á flöskum þótt slík olia sé mikið seld. Tveir í viðbót létust af veikinni í Madrid í dag þannig að 27 hafa látizt alls. Rúmlega 2.100 hafa verið fluttir í sjúkrahús í Madrid, 3.090 á Spáni öllum. Reyndu morð á síamstvíburum Dansville, Illinois. 11. júní. AP. LÆKNIR og kona hans voru í dag ákærð fyrir tilraun til að myrða syni sína, sem eru síams- tvíburar, með þvi að gefa þeim ekki nóg að borða. Heimilislæknirinn var einnig ákærður fyrir morðtilraun. Tviburarnir fæddust 5. maí og hafa heldur ekki fengið nægt vatn eða nógu góða læknishjálp. Starfsmenn sjúkrahúss, þar sem tviburarnir voru i átta daga, segjast hafa fengið skipanir frá foreldrunum um að gefa þeim ekki mat að borða. Nýr borgarstjóri kosinn í V-Berlín Berlin. 11. júni. AP. RICHARD von Weizsácker úr flokki kristilegra demókrata, sem sigruðu i kosningunum 10. maí en fengu ekki hreinan meiri- hluta, var kjörinn borgarstjóri Vestur-Beriínar í dag og er fyrsti hægrimaðurinn sem gegnir þvi embætti. Fimm frjálsir demókratar lýstu yfir stuðningi við von Weizsácker fyrir atkvæðagreiðsluna, þótt deild flokksins í Vestur-Berlín hefði ákveðið að berjast gegn nýrri minnihlutastjórn kristilegra demókrata. Afgönsk loftárás á skotmark í Pakistan Von Weizsácker hlaut atkvæði 69 borgarfulltrúa af 132, fjórum fleiri en hann þurfti til að ná kjöri. Sextíu og einn borgarfull- trúi greiddi atkvæði gegn von Weizsácker, en tveir sátu hjá. Kristilegir demókratar hafa 65 fulltrúa í borgarstjórn, sósíal- demókratar 51, frjálsir demókrat- ar sjö og listi vinstrisinnaðra umhverfisverndarmanna níu. Von Weizsácker kom til Berlín- ar frá Bonn 'eftir að fjármála- hneyksli varð borgarstjóra sósí- aldemókrata, Dietrich Stobbe, að falli. Hann tekur við af Hans- Jochen Vogel, fyrrverandi dóms- málaráðherra Vestur-Þýzka- lands.sem var um skeið borgar- stjóri í Munchen og tók við af Stobbe. Byggingahneyksli, sem Stobbe var viðriðinn, kostaði skattgreið- endur í Vestur-Berlín nokkrar milljónir dollara. Islamahad. 11. júnl. AP. ÞRJÁR afghanskar herflugvélar af gerðinni MIG-21 rufu pakist- anska lofthelgi i dag og skutu eldflaugum á farþegavagn í suð- vesturhéraðinu Balúkistan. Öku- maðurinn særðist í árásinni að sögn talsmanns Pakistansstjórn- ar. Flugvélarnar flugu 11,2 km inn fyrir landamærin og réðust á hópferðabíiinn, sem var á leið til Imam Bostan á landamærunum, fyrir utan þorpið Umer Shah Nawar skammt frá Nushki, um 160 km suðvestur af fylkishöfuð- borginni Quetta. Að minnsta kosti 15 farþegar voru í bílnum sem laskaðist af völdum vélbyssukúlna, þótt aðeins ökumanninn sakaði. Tveir pakistanskir hermenn særðust í fyrrahaust í þyrluárás, sem var talin liður í þrýstingi á Pakistana í því skyni að fá þá til að loka landamærunum. Árásin nú er gerð rétt fyrir heimsókn bandaríska aðstoðarutanríkisráð- herrans James L. Buckely, sem ræðir við pakistanska ráðamenn um bandarískar vopnasendingar til þess að efla varnir landsins á landamærunum að Afghanistan. Pakistönsk yfirvöld reyna að ganga úr skugga um hvort árásin að þessu sinni hafi verið vísvit- andi eða hvort flugmennirnir villtust yfir landamærin. Pakist- anskir embættismenn telja að flugmennirnir hafi verið af- ghanskir. KonunRurinn vill berjast Fyrrverandi konungur Afghan- istan sagði í fyrsta skipti opinber- lega í Róm í dag að hann væri reiðubúinn að verða við áskorun um hjálpa við að sameina and- spyrnusveitir sem berjast fyrir því að reka herlið Rússa úr landi. Ekki er ljóst hvaða hlutverki konungurinn muni gegna, en margir afghanskir útlagar í Pak- istan hafa sagt að hann einn geti sameinað rúmlega 40 hópa upp- reisnarmanna. Ný afstaða kon- ungs mun tilkomin vegna frétta um öflugan stuðning bandarísku stjórnarinnar við uppreisnar- menn. EBE leyfir veiði á síld Brussel. 11. júni. AP. STJÓRNARNEFND Efnahags- bandalagsins aflétti I dag algeru banni sínu við sildveiði, sem var sett fyrir þremur árum þegar sérfrseðingar sögðu að hætta væri á að sildin dæi út. Nefndin leyfði veiði á þessu ári á 55.000 lestum af síld á svæðinu vestur af Skotlandi og 25.000 lestir i sunnanverðum Norðursjó að frátöldu Ermarsundi. Talsmaður EBE lagði á það áherzlu að þetta væri mjög lítið aflamagn miðað við heildarfisk- afiann sem var leyfður á þessu ári á miðum bandalagsríkjanna. Hann nemur 1,1 milljón lesta að síld frátalinni. Hann sagði að ákveðið hefði verið að leyfa á ný síldveiði að mjög takmörkuðu leyti þar sem sérfræðingar segðu að hættan á útrýmingu síldarinnar hefði minnkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.