Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ1981 Ný Biblíuútgáfa í haust: Prentun lokið og unnið að bókbandi LOKIÐ ER nú í Þýzkalandi prcntun nýrrar hihlín útxáfu, som í undirhúninKÍ hefur verið síðustu árin <»k er nú unnið að hokhandi þar. Ilermann I>or- steinsson, framkva'mdastjóri Hins ísl. hihlíufélaKs. er sér um útKáfuna. tjáði MorKunhlaðinu að ekki væri unnt að sej?ja með nákva-mni fyrir um útkomudaK- inn, en hann gæti orðið eftir tvo til þrjá mánuði. Hermann Þorsteinsson sagði að nálega 200 milljónir gamalla króna hefði kostað að undirbúa útgáfuna, setja texta og lesa prófarkir, en setningu annaðist Prentstofa G. Benediktssonar. Nýtur Biblíufélagið nokkurs fjár- hagslegs stuðnings Sameinuðu biblíufélaganna. Fyrsta upplag hinnar nýju biblíuútgáfu er 8 þúsund eintök og kvað Hermann stefnt að því að söluverðið yrði tæpar 300 kr. eintakið í almennu bandi, en Biblían verður einnig fáanleg í skinnbandi. Þá sagði Hermann að næsta verkefni væri að gefa út Nýja testamentið ásamt Davíðssálmum í hinni endurskoð- uðu útgáfu. Hljómsveitin Friðryk leikur á Akranesi HLJOMSVEITIN Friðryk sem Pálmi Gunnarsson, Pétur Hjaite- sted, Tryggvi Húbner og Sigurður Karlsson skipa, hefur að undan- förnu unnið að upptöku á sinni fyrstu hljómplötu sem kemur væntanlega út í lok júlimánaðar. Hljómsveitin Friðryk hyggst nú taka sér frí frá hljómplötugerð að sinni en ætlar að taka til við dans og tónleikahald. Fyrstu tónleik- arnir munu verða á Akranesi föstudagskvöldið 12. júlí og í Miðgarði laugardagskvöldið 13. júní. Gönguleiðin á sunnudag er í Reykjanesfólkvangi, mjög margbreytileg og litrík. Er Ferðafélagið að vekja með þvi athygli á þeim geysilegu möguleikum, sem hann hefur að bjóða i sambandi við gönguferðir og Útiveru. Ljónm. Grétar EiríksNon. Göngudagur Ferðafélagsins í Reykjanesfólkvangi í ár SUNNUDAGINN U. júní verður Ferðafélag íslands með sinn ár- lega göngudag. Þetta er þriðja árið í röð, sem slíkur dagur er haldinn. Valin hefur verið göngu- leið i Reykjanesfólkvanginum. m.a. til þess að vekja athygli á þeim geysilegu möguleikum, sem hann hefur upp á að bjóða i sambandi við gönguferðir og útiveru. Ekið verður um Krísuvíkurveg og langleiðina að Djúpavatni, þar sem bílunum verður lagt, síðan verður gengið um Lækjarvelli fyrir endann á Djúpavatni um Grænavatnseggjar að Græna- vatni, framhjá Spákonuvatni og í Sogaselsgíginn. Þar er kjörinn áfangastaður til að taka upp nestið sitt, fá sér kaffisopa og hvílast litla stund. Síðan verður gengið áfram um Sogin og komið niður aftur við endann á Djúpa-> vatni. Þetta er leið, sem er mjög auðveld og allir eiga að geta gengið, bæði ungir sem aldnir. Þeir sem léttir eru á sér geta tekið á sig krók og gengið um Græna- vatnseggjar og ef til vill lengra. Leiðin er mjög litrík og marg- breytileg, Sogaselsgígurinn er all stór og í honum voru áður fyrr að minnsta kosti 3 sel frá bæjunum á Vatnsleysuströndinni. Þar er hægt að finna skjól í flestum áttum. Leiðin verður merkt með stikum svo að engin hætta er á að fólk villist, einnig verða allmargir vlSBT spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri svarar spurningum lesenda um garðyrkjumál Halda skal eigninni í óbreyttu horfi Kristinn Kristjánsson, Há- vallagötu 53, hringdi og spurði hvað væri til ráða þar sem leigjendur í næsta húsi við hann hirtu ekkert um garðinn sem íbúðinni fylgdi og væri nú svo komið að illgresið úr þeim garði væri farið að vaxa yfir í hans garð. Hvað á að taka til bragðs í svona málum? SVAR: Að sjálfsögðu geta verið ákvæði í húsaleigusamningum sem undanskilja þrif húss og lóðar, og ef svo er þá ber húseigandi alla ábyrgð á því sem miður fer. Sé hinsvegar ekkert tekið fram um lóð eða almenn þrif og viðhald hinnar léðu íbúðar eða húseignar, ber að líta svo á að leiguhafa beri skylda til að halda eign þeirri sem hann fær afnot af í óbreyttu horfi og gæta þess að ekki gangi úr sér vegna illrar umhirðu eða umgengni. Um lóð gilda nákvæmlega sömu reglur og aðrar vistarverur hússins. Hús og lóð fylgjast að í öllu tilliti. Hér er um of umfangsmikið mál að ræða, að hægt sé að gera því fullnægjandi skil í stuttu svari og vitanlega eðlilegra að löglærður maður fjallaði fremur um það en ég. En spurningin er athyglisverð og gæti gefið tilefni til mikillar umræðu sem beinir spurningum að mörgu fleiru en illgresi því sem getur valdið nágrönnum fyrirhöfn, leiðindum og jafnvel verulegum útgjöldum vegna aðkeyptrar vinnu. Mig langar að minna á að lóðareig- andi sem vanrækir að • klippa trjágróður er gengur út yfir gangstétt getur orðið bótaskyld- ur ef sannað verður að gróðurinn hafi valdið slysi t.d. hjá blindum eða sjónskertum og eflaust einn- ig hjá velsjáandi fólki. Hefur úðun áhrif á berjamagn? Þór Þorsteinsson, Laugarás- vegi 50, hringdi og spurði hvaða áhrif almenn úðun hefði á berja- vöxt og berjamagn ríbsberja- runna með útrýmingu á flugum. Hvað er til ráða ef úðunin hefur einhver áhrif? SVAR: Allar horfur eru á að berja- vöxtur verði góður á þessu sumri, þar sem blómgun er mikil á þessu vori, en flugur eða önnui skordýr aðstoða ekki við frjóvg- un og hvað úðun með skordýra- eitri varðar, hefur það ekki í sjálfu sér áhrif á berjavöxtinn. Óeðlilegt má telja að eiturúðun sé framkvæmd svo snemma að hún skipti máii. En hinsvegar getur úðunarkraftur orðið það mikill að skaða valdi, en þá eru tæpast fagmenn að verki, er kunna á notkun tækja sinna. Mikið úrfelli og sterkir vindar yfir blómgunartímann geta valdið því að blóm eyðileggjast og vorharðindi geta valdið upp- skerubresti. Um eiturúðun er það eitt að segja, að hana á aldrei að framkvæma nema hennar sé þörf. Úðun áður en skordýrin gera vart við sig, kemur sjaldn- ast að miklum notum. Aldrei skal bruðlað með hættulegt skordýraeitur, eins og nú virðist því miður orðið of algengt. Teskeid af þorskalýsi Jóna Magnúsdóttir, Vest- mannaeyjum, hringdi og sagðist hafa séð í norsku blaði að kona gaf innipálma sem var 60 ára u.þ.b. alltaf eitt glas af laxerolíu á vorin. Ber hún laxerolíuna á blöðin eða setur hún hana við rótina? SVAR: í blómarækt getur fólk tekið uppá ótrúlegustu hlutum og ég hef enga trú á að laxerolía hafi nokkur bætandi áhrif á vöxt plantna, hvort sem þær teljast til pálma eða annarra tegunda. Laxerolía er unnin úr fræi ákveðinnar jurtar (Risenius communis) og vinnur sjálfsagt engan skaða sé hún hóflega notuð, hvort heldur hún er sett í jarðveg eða þótt blöð jurta séu strokin með henni, til að hreinsa þau og fá gljáa. En ekki er mér það til efs að mun hyggilegra sé fyrir blóm- elskar konur að gefa pálmanum sínum eina teskeið af þorskalýsi mánaðarlega og spara laxerolí- una. Hitt hefur lengi viðgengist og skaðar ekki, að konur sem láta sér annt um að fá fallegan gljáa á jurtir, t.d. pálma, liljur o.fl., hafa strokið varlega yfir blöð þeirra með mjúkum klút sem vættur hefur verið með bómolíu. Ræktun alparósa Jón Guðmundsson, Norður- mýri, hringdi og spurði hvort vitað væri til að stórar alparósir blómstri hér í görðum í Reykja- vík og hvernig best væri að fara með þær? SVAR: Erfiðlega hefur gengið að rækta hér úti í görðum alparós- ir. Margir hafa reynt slíkt með mikilli natni og fyrirhöfn en fæstum hefur lukkast það. Kann ég engin þau ráð sem að haldi koma við þá ræktun. Því miður virðast fjölmargir blómfagrir runnar er þrífast hátt í fjöllum sunnar í álfunni ekki þola frostvindana á okkar landi, og kemur að litlu gagni þótt vel sé um þá búið að vetrinum. Blöðin gulna Dagmar Árnadóttir, Skiphól, Garði, hringdi og sagðist hafa hjá sér brekkuvíði þar sem blöðin væru að gulna og hann virtist vera að deyja. Getur þetta verið af of mikium tilbúnum áburði? Hvað á hún til bragðs að taka? SVAR: Hafi óhóflega og ógætilega verið borið á brekkuvíðinn er ekki ólíklegt að blöð hans gulni og jafnvel gæti plantan drepist. Bruni bæði á rót og blöðum. Það er ekki fátítt að fólk sýni of mikið örlæti í áburðargjöf. Þá getur áburðurinn verkað sem eitur ef of mikið er gefið. Það eina sem hægt er að gera er að láta vatn bókstaflega flæða yfir plönturnar og reyna á þann hátt að veita áburðinum á brott frá rótunum. Engin önnur ráð eru til nema „útskolun" hliðstæð því sem gerist er við leggjum salt- fisk í bleyti til að losa hann við mesta saltið áður en við neytum hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.