Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1981 31 Sjötugur: Arni Ogmunds- son skipasmiður í dag er sjötugur Árni Ög- mundsson, skipasmiður, Berg- staðastræti 30, Reykjavík. Árni er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka, eins og margir aðrir góðir menn. Hann er sonur Ög- mundar heitins Þorkelssonar, fyrrverandi kaupmanns á Eyrar- bakka og síðar innheimtumanns hjá Reykjavíkurhöfn og konu hans Jónínu M. Þórðardóttur, sem einn- ig er látin. Strax á unga aldri réðst hann í skipasmíðar hjá Magnúsi Guð- mundssyni, skipasmíðameistara, sem þá hafði með höndum um- fangsmikla starfsemi í skipa- nýsmíði og skipaviðgerðum. Var þetta Árna góður skóli, enda var Magnús mjög fær í sinni iðngrein og með afbrigðum dug- legur. Árni, sem hafði sjálfur gott upplag, var fljótur að tileinka sér þessa góðu kennslu. Eftir að Magnús hætti starf- semi sinni, réðst Árni til Slippfé- lagsins í Reykjavík og starfaði þar um árabil í skipasmíði við góðan orðstír. Hin síðari árin hefur Árni unnið fyrir ýmsa og nýtur trausts sem smiður góður. Árni er af góðu bergi brotinn, náskyldur skáldunum Tómasi Guðmundssyni og Páli heitnum Ólafssyni í föðurætt og Brynjólfi frá Minna-Núpi í móðurætt. Hann er líka gæddur góðum gáfum eins og hann á kyn til. Er hann óvenjulega orðheppinn og kann þá list að svara vel fyrir sig. Árni er myndarlegur að vallar- sýn, hávaxinn og samsvarar sér vel á vöxt og því höfðinglegur ásýndum. Skapríkur er hann að eðlisfari, en kann þó vel að stilla skap sitt. U ííl.YSIM. \ SIMINN KK: Sá, sem þessi fátækiegu orð skrifar er albróðir Árna og hefur ávallt verið góður þokki með okkur bræðrum. Er því ekki hægt að segja þar, að frændur séu frændum verstir. Þegar við vorum litlir snáðar leiddumst við oft hönd í hönd eins og góðum bræðrum sæmir. Þætti mér ekki ólíklegt, að sá okkar, sem fyrr kveddi þennan heim, væri tilbúinn hinumegin grafar að rétta fram hjálpandi hönd til styrktar kærum bróður við bústaðaskipti hans. Auk mín, sem er eins og áður segir albróðir Árna, eigum við eftirtalin hálfsystkini: Matthías Gíslason, skipstjóra, Vestmanna- eyjum, látinn, Karl Gíslason, rak- arameistara, Reykjavík, látinn, Ingiberg Gislason, skipstjóra, Vestmannaeyjum, Þórð Gíslason, netagerðarmeistara frá Vest- mannaeyjum, nú í Reykjavík, Sig- urð Gíslason, verkamann, Reykja- vík, látinn, Júlíu H. Gísladóttur, húsfrú, Reykjavík, Ágústu M. Gísladóttur, ekkju, Keflavík. Foreldrar okkar ólu upp tvo pilta auk okkar albræðranna, og eru þeir því uppeldisbræður okkar: Óli Sverrir Þorvaldsson, blaða- sali, Reykjavík, sem er ókvæntur og barnlaus, en hann missti móður sína ungur að aldri og tóku þá foreldrar okkar hann að sér, og Þórður Vigkonsson, kaupmaður, Reykjavík, sem er kvæntur og á þrjú börn. Móðir hans var alsystir móður okkar. Var hann hjá for- eldrum okkar frá fæðingu. Árni er kvæntur Hlíf Hjálmars- dóttur Þorsteinssonar á Hofi, Kjalarnesi, þess kunna hagyrð- ings. Hún hefur því miður ekki geng- ið heil til skógar upp á síðkastið. Ég vil við þetta tækifæri færa henni mínar innilegustu þakkir fyrir hversu vel hún reyndist foreldrum okkar Árna í veikind- um þeirra síðustu árin, sem þau lifðu. Börn Árna og Hlífar eru: Lilja, bankastarfsmaður, Reykjavík, gift Erling Kristjánssyni járnsmiði, þau eiga þrjár dætur, og Ögmund- ur, bifreiðarstjóri, Reykjavík, ókvæntur og á hann eitt barn. Það er að endingu innileg ósk mín, að framtíðin færi Árna og Hlíf hamingju og brosi við þeim. Að lokum hjartanlegar ham- ingjuóskir frá mér, konu minni og börnum, í tilefni dagsins. bormóður Ógmundsson Boðsbréf Hinn 30. júní n.k. verður biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, sjötugur. í tilefni þess hefur Prestafélag íslands haft forgöngu um útgáfu bókar sem geymir úrval af ræðum hans og ritgeröum. Áskriftarkjör Bókin mun aöeins fást í áskrift og verður verð hennar meö söluskatti kr. 296.40. Meöfylgjandi er áskriftarmiði sem væntanlegir kaupendur eru beönir aö fylla út og senda til Prestafélagsins fyrir 1. júlí n.k. í pósthólf nr. 1208, Reykjavík. TABULA GRATULATORIA Nöfn áskrifenda veröa skráö fremst í bókina. Askriftarmiði: Ég undirrit. . . óska hér meö eftir aö fá senda í póstkröfu, samkvæmt tilboði Prestafélags islands, bók þá er félagiö hefur forgöngu um aö gefa út í tilefni sjötugsafmælis herra Sigurbjörns Einarssonar biskups: (NAFN) (HEIMILISFANG OG POSTNUMER) EINTAK/EINTÖK Ef þér óskiö eftir fleiru en einu eintaki, þá vinsamlegast setjiö viöeigandi töluofan viö oröin EINTAK/EINTÖK. F.h. Prestafélags íslands Guömundur Óskar Ólafsson form. Sigfinnur Þorleifsson ritari. úr Tnassívu bevki runvsr eikog ask Hagstætt verð/góð greiðslukjör Biðjið um mynda/ista ísíma 18430 Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTIG 1 S. 18430 Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið annað kvöld Afgreiöslan í Sjálfstæöishúsinu, Háaleitisbraut 1 er opin í dag til kl. 23.00. Sími i^HMMMGreiösla sótt heim ef óskað er™

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.