Morgunblaðið - 16.06.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981
Kartöfluverksmiðja
sett upp í Þykkvabæ
„ÞAÐ MÁ segja. aö verið sé að
Kan^a frá þvi, að sett verði upp
hér kartöfluvinnsluverksmiðja,*
satfði MaKnús SÍKurlásson,
fréttaritari Mbl. í Þykkvabæ, í
samtali.
„Það er nýkomin heim sendi-
nefnd okkar, sem fór til Norður-
landanna að kynna sér málefni
svona verksmiðja. Þeir fengu þar
mjög góða fyrirgreiðslu og upplýs-
ingar, þannig að segja má, að þetta
sé afráðið, og þessi verksmiðja
verði sett upp hér i Þykkvabæ,
enda höfum við nú þegar húsnæði
fyrir slíka starfsemi.
Þetta verður mjög fjölhæf verk-
smiðja, sem m.a. getur framleitt
svokallaðar franskar kartöflur. Við
gerum okkur vonir um það, að hún
geti tekið við þeim umframbirgð-
um, sem jafnan eru fyrir hendi hjá
okkur síðla sumars.
I ár voru t.d. framleiddar um 50
þúsund tunnur af kartöflum. Af því
eru ennþá um 15—16 þúsund tunn-
ur óseldar. Það eru að vísu fyrsta
flokks kartöflur, sem seldar verða
eitthvað áfram, en því er ekki að
neita, að alltaf er það eitthvað sem
ekki selzt," sagði Magnús ennfrem-
Landaði 100 t af saltfíski í Færeyjum:
Varasamt en leyft
í þessu tilfelli
- segir sjávarút-
vegsráðherra
Börn úr Ása- og Holtahreppum hafa verið hér i Reykjavik á vegum Æskulýðsráðs. t gær heimsóttu þau
borgarstjórnarsalinn við Skúlatún og var þessi mynd þá tekin. Það er Sigurjón Pétursson, forseti
borgarstjórnar, sem hér sést ávarpa börnin.
NOKKUR islenzk fiskiskip hafa i
sumar saltað afla sinn um borð og
er Þórshamar GK 75 þar á meðal. I
siðustu viku fékk Þórshamar leyfi
stjórnvalda til að landa um 100
tonnum af saltfiski i Færeyjum.
Saltfiskframleiðendur og söluaðil-
ar telja hinsvegar að mjög hæpið
sé að leyfa íslenzkum skipum að
landa saltfisknum erlendis og voru
þessi mál ra'dd á fundi i sjávarút-
vegsrðuneytinu i gær.
Telja forsvarsmenn Sölusam-
bands ísl. fiskframleiðenda að
þarna hafi stjórnvöld gefið hættu-
legt fordæmi og stórlega vafasamt
sé að leyfa slíkar landanir. Benda
þeir m.a. á, að Færeyingar séu í
harðri samkeppni við íslendinga á
saltfiskmörkuðum við Miðjarðar-
haf.
Steingrímur Hermannsson, sjáv-
arútvegsráðherra, sagði að aðeins
einn bátur hefði fengið slíkt leyfi og
það hefði verið veitt þar sem útgerð
skipsins hafi átt í erfiðleikum með
að losna við fiskinn hérlendis. „Ég
viðurkenni, að slíkar iandanir geti
verið varasamar, en í þessu ein-
staka tilfelli lagðist ég ekki gegn
leyfisveitingu," sagði Steingrímur,
en tók fram að um algjöra undan-
tekningu hefði verið að ræða.
Spá Vinnuveitendasambands Islands fyrir 1981:
Meðaltalshækkun F-vísi-
tölunnar verður 42,5%
Ásgeir Sigurvinsson:
MEÐALTALSHÆKKUN F-vísitölu á yfirstandandi ári, 1981, verður
42,5% samkvæmt júní-spá Vinnuveitendasambands íslands um þróun
verðlags og gengis 1981, en samkvæmt spánni verður meðaltalshækk-
unin milli áranna 1980—1981 49,1%.
Þá segir, að hækkun F-visitölu hafi orðið 58,0% á timabilinu 1.
febrúar 1980 til 1. febrúar 1981. Hækkunin hafi orðið 50,7% á
timabilinu 1. mai 1980 til 1. maí 1981. Spáin gerir ráð fyrir 49,6%
hækkun timabilið 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1981, 48,1% hækkun
timabilið 1. nóvember 1980 til 1. nóvember 1981 og loks 43,0% hækkun
timabiiið 1. febrúar 1981 til 1. febrúar 1982.
„Hef aldrei heyrt
aðra eins vitleysuu
ÉG IIEF aldrci á ævinni heyrt
aoia eins vitleysu,“ sagði Ásgeir
Sigurvinsson knattspyrnumaður,
þegar Mbl. leitaði álits hans á
sannleiksgildi fréttar, sem birtist á
íþróttasiðu Dagblaðsins i gær.
í fréttinni, sem höfð er eftir
blaðinu Abendzeitung í Múnchen,
segir að Albert Guðmundsson al-
þingismaður muni árlega fá 185
þúsund þýzk mörk, jafnvirði 567
þúsund íslenzkra króna, þann tíma,
sem Ásgeir Sigurvinsson leiki með
félaginu. Ennfremur segir að Albert
hafi fengið 600 þúsund mörk árlega,
jafnvirði 1837 þúsund íslenzkra
króna, frá Standard þau 8 ár, sem
Ásgeir lék hjá Standard. Samtals
hefur Albert því fengið 14,7 milljón-
ir eða 1470 milljónir gkróna, sam-
kvæmt tölum hins þýzka blaðs.
Blaðið segir loks að Albert hafi
verið Ásgeiri innan handar við
samningsgerðina við Standard.
Albert Guðmundsson er erlendis
og náðist ekki í hann í gær.
Spáin gerir ráð fyrir 9,3% hækk-
un F-vísitölu 1. ágúst nk., 9,8% 1.
nóvember nk. og 10,4% 1. febrúar
1982.
Gengi dollars var 7,15 í maílok.
Spáin gerir ráð fyrir að gengi
dollars verði 7,60 í ágúst nk., 8,15 í
október og 8,70 í janúar á næsta ári.
I athugasemdum með júní-spánni
segir m.a., að nú liggi fyrir þróun
verðlags fyrstu 5 mánuði ársins. Sé
spá VSI frá því í janúar skoðuð með
hliðsjón af reynslunni komi í ljós,
að litlu muni, það sem af er árinu.
Þannig var gert ráð fyrir, að
F-vísitala hækkaði um 15% á tíma-
bilinu nóvember 1980 til febrúar
1981, en reynslan var hinsvegar
14,3%. Næstu þrjá mánuði þar á
eftir var gert ráð fyrir 9,5%
hækkun, en raunin varð 8,20%.
Samsvarandi launahækkanir voru
áætlaðar 5,5% í marz og 9,5% í
júní. Raunin varð 5,95% og 8,10%.
Spá VSÍ frá janúar hefur nú
verið endurskoðuð með hliðsjón af
þessari framvindu og stöðu sjávar-
útvegsins. Niðurstaðan er í megin-
atriðum sú, að verðhækkanir verða
heldur hægari en þá var spáð.
Minni frávik eru hins vegar í
gengisspá. Nú sýnast líkur á, að
verðlagshækkun yfir árið 1981 verði
um 42%, en meðaltalshækkun milli
áranna 1980 og 1981 verði um 50%,
segir ennfremur í spánni.
Það sem telja má, að valdi mestu
um frávik, er gengisþróunin það
sem af er árinu. Eftir kjör nýs
forseta Bandaríkjanna um síðustu
áramót tók gengi dollars að styrkj-
ast verulega á alþjóðamarkaði.
Jafnframt hafa þýðingarmestu
Evrópugjaldmiðlar veikzt. Fyrir ís-
lenzka þjóðarbúskapinn er þessi
þróun afar hagstæð, þar sem út-
flutningur fer að mestu leyti fram
með dollaraviðskiptum, en inn-
flutningur er meira bundinn evr-
ópskum gjaldmiðlum.
Þá segir, að þrátt fyrir augljósan
árangur af verðbótaskerðingum
megi þó ekki líta fram hjá því, að
núgildandi skipan kaupgjaldsvísi-
tölu valdi því, að ársfjórðungslegar
breytingar á F-vísitölu hækki stöð-
ugt þegar á árið líður. Án frekari
aðgerða sem miða að niðurskurði
kostnaðarþátta fyrirtækja verði því
einungis um skammvinnan árangur
í viðureigninni við verðbólguna að
ræða.
„Þeir segja
bara það sem
þeim sýnist“
- segir Friðjón Þórðarson
Pálmi Jónsson um ummæli sveitarstjórnarmanna vegna BÍ-málsins:
Ekkert sem slær neinu f östu um að þeir
breyti afetöðu sinni til ríkisstjómarinnar
Ekki mál ríkisstjórnarinnar
heldur eins ráðherra
„ÞAÐ ER nú ekkert i þessum
viðtolum, að mínum dómi, sem
slær neinu föstu um það, að þeir
breyti afstöðu sinni til ríkis-
stjórnarinnar. þó embættisveit-
ing félagsmálaráðherra sé harð-
lega gagnrýnd,“ sagði Pálmi
Jónsson landbúnaðarráðherra, er
Mbl. bar undir hann ummæli
samflokksmanna hans úr hópi
sveitarstjórnarmanna, þeirra,
sem verið hafa yfirlýstir stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar, i
Mbl. sl. laugardag. Þar lýsa þeir
því yfir, að veiting 1 starf for-
stjóra Brunabótafélags íslands
hafi orðið til þess. að þeir endur-
skoðuðu afstöðu sína til ríkis-
stjórnarinnar.
— Fram kemur í viðtölunum
hörð gagnrýni þeirra á yfirgangi
kommúnista í þessari ríkisstjórn.
Er þessi embættisveiting undir-
strikun á því, eins og oft hefur
verið haldið fram áður, að komm-
únistar ráði þar öllu?
„Það verður að gera sér grein
fyrir því, að þetta er mál eins
ráðherra, en ekki mál ríkisstjórn-
arinnar. Félagsmálaráðherra hef-
ur lögformlega vald til þess að
ákveða þessa embættisveitingu
sem hann hefur gert, enda þótt ég
telji, að það hefði verið æskilegra
að fara að því með öðrum hætti.
En hins vegar á þetta ekkert skylt
við ríkisstjórnarmál."
— Þið hafið bent á, að þessi
ríkisstjórn sé öðru vísi en aðrar að
því leyti, að þið ræðið málin ykkar
í milli og afgreiðið ekkert nema
samkomulag sé um hlutina — og
nefnt hefur einnig verið neitun-
arvald.
„Þetta er alveg rétt. Þetta er
stárfsregla sem ríkisstjórnin hef-
ur um þau mál, sem tekin eru fyrir
á ríkisstjórnarfundum til af-
greiðslu. Og þar eru mál ekki
afgreidd með handaupplyftingu og
meirihlutavaldi. Þetta er að mín-
um dómi hyggileg og nauðsynleg
starfsregla, en það á ekkert skylt
við mál af þessu tagi sem algjör-
lega er í höndum eins tiltekins
ráðherra, enda geri ég ráð fyrir
því, að ef leggja hefði þurft mál af
þessu tagi fyrir ríkisstjórnina,
hefði niðurstaðan getað orðið önn-
— Nú er Brunabótafélagið mjög
sterkt félag með mjög mikil fjár-
málaumsvif og ítök inn í öll
sveitarfélög landsins. Teljið þið
sjálfstæðismenn þetta mál ekki af
þeirri stærðargráðu, að það hefði
þurft að fjalla um það í ríkis-
stjórninni, þar sem samkomulag
er, að þinni sögn, um að samkomu-
lag eigi að vera um hlutina?
„Ég vil síður en svo gera lítið úr
því, að hér sé um þýðingarmikið
starf að ræða, en veitingar ein-
stakra ráðherra eru ekki teknar
fyrir í ríkisstjórn. Og ég hygg, að
slík venja hafi aldrei skapast í
neinni ríkisstjóm að það væri
gert. Það er tæplega hægt að
krefjast þess, að eitt slíkt mál
verði gert að ríkisstjórnarmáli."
— Munið þið sjálfstæðismenn
þá ekki gera neitt í þessu máli?
„Eins og þegar er komið fram,
er afgreiðslan með lögformlegum
hætti og vandséð hvað hægt er að
gera, en ég tel, að það hefði nú
verið eðlilegra og heppilegri
vinnubrögð að hafa samráð um
þetta mál við framkvæmdastjórn
Brunabótafélags íslands, þannig
að friður gæti orðið um niðurstöðu
rnálsins, eins og komið hefur
sterkt fram."
— Þú óttast ekki, að þið missið
fylgi við þetta?
„Það getur maður aldrei sagt
um, en þetta er ekki mál ríkis-
stjórnarinnar heldur eins ráð-
herra.“
— Mun þetta hafa áhrif á
samvinnu ykkar sjálfstæðismanna
og alþýðubandalagsmanna í ríkis-
stjórn?
„Ég vil ekki gefa neinar yfirlýs-
ingar um það í fjölmiðlum.“
„ÉG LEGG þeim ekki orð í munn.
Þeir segja bara það sem þeim
sýnist.
Ég hef aldrei lagt það í vana
minn að leggja þeim orð í munn,
þó þeir séu góðir stuðningsmenn
mínir. Og ég hef engu við það að
bæta,“ sagði Friðjón Þórðarson
dómsmálaráðherra, er Mbl. spurði
hann álits á uramælum sveitar-
stjórnarmannanna í Mbl. sl. laug-
ardag.
Friðjón vildi ekki tjá sig um
málið að öðru leyti og ekki svara
neinum spurningum viðvíkjandi
því.
í
1
á
Sóttur
þyrlu
haf út
ÞYRLA Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli sótti sl.
sunnudag slasaðann skip-
verja af togaranum Ými HF,
sem var staddur að veiðum
um 40 sjómíiur út af Reykja-
nesi.
Skipverjinn hafði slasazt
illa á hendi og gekkst hann
undir aðgerð á Borgarspital-
anum.