Morgunblaðið - 16.06.1981, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.06.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981 13 Hvað segja skoðanakann- anirnar okkur? eftir Davíð Oddsson borgarfulltrúa Ekki er langt síðan skoðana- kannanir urðu fastur þáttur í þjóðlífinu, en áhrif þeirra fara vaxandi. M'argir litu þær horn- auga í fyrstu og gera kannski enn. Iðulega hefur verið á það bent að kannanir heimsþekktra stofnana á þessum sviði hafi oft farið mjög á skjön við raunveruleg úrslit og þess vegna beri að taka skoðana- könnunum með varúð. Þeir sem fara illa út úr skoðana- könnunum í það og það sinnið leggja yfirleitt aðaláhersluna á þetta strið, svo sem von er. Þeir, sem könnunarstikan mælir vel, vekja hins vegar gjarnan athygli á hversu nærri kannanir síðdegis- blaðanna fóru í síðustu kosningum þegar reynt var að segja fyrir um úrslit. Ekki er hægt annað en að hafa svolítið gaman af því, þegar á daginn kemur skyndilega að gal- vaskir nýjungamenn í pólitik og knáir riddarar fólksins, sem áður tóku slíkum könnunum sem merk- um boðunum mikilla tiðinda, sem treysta mætti sæmilega á að gengju eftir, sjá ekkert nú nema fyrirvara og annmarka þegar niðurstöður eru skoðaðar. Þó verð- ur ekki séð að neitt hafi breyst annað en að þeir og þeirra flokkar virðast ekki njóta trausts lengur. Ekki þarf um það að deila, að sú könnun sem mestu máli skiptir í stjórnmálum er gerð opinber í beinni útsendingu frá Austurbæj- arskólanum fjórða hvert ár og stundum reyndar oftar. Um hana verður ekki deilt þótt ýmsir vildu sjálfsagt fá að sjá niðurstöður hennar í öðru ljósi en þar birtist. En er þá könnun eins og sú sem Vísir birti nýlega einskis virði, af því hún getur hugsanlega verið röng. Alls ekki, ef menn gæta þess Sunddeild KR með barna- námskeið SUNDDEILD KR hefur ákveðið að bjóða 10—12 ára börnum upp á leiðbeiningar og létta þjálfun í sundi nú i sumar. Ætlunin með þessu er að auka valmöguleika barna á frístundaiðk- unum yfir sumartímann. Hér er ekki um sundkennslu að ræða, heldur gefst syndum börnum tæki- færi til að auka sundfimi sína og kynnast nýjum sundaðferðum. Námskeiðið verður haldið í Sund- laug Vesturbæjar og hefst þann 18. júní. að draga ekki af henni of víðtækar ályktanir. Vísiskönnunin gefur til kynna, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi góðan meirihluta í borgar- stjórn, ef kosið væri nú. Þetta er út af fyrir sig hreint ekki ótrúlegt, en þarf þó ekki að standast í raun. Úrtakið gæti verið of lítið, eða fyrir tilviljun óheppilega saman- sett og niðurstaðan því villandi eða jafnvel beinlínis röng. En þó ætti að vera óhætt að líta svo á, að þarna sé um nokkra vísbendingu að ræða. Ekki síst þegar Vísis- könnunin er borin saman við könnun Dagblaðsins fyrir nokkru um sama efni, sem fór á sömu lund, þótt niðurstaðan væri ekki eins afgerandi. Og eins þegar litið er til nýlegrar könnunar Dag- blaðsins um einn mikilvægan þátt borgarmála, þar sem hallaði mjög á vinstriflokkana. En þrátt fyrir þetta má ekki túlka þessar kann- anir frekar en svo, að þarna komi fram vísbending um hvert straumurinn liggi, ef áfram fer sem horfir. En það er annað sem er einkum athyglisvert við Vísiskönnunina og verður ekki dregið í efa með vísun til þess, að úrtakið sé ef til vill of lítið eða að það kunni að vera óheppilega saman sett. Það kemur sem sé í ljós að vinstri flokkarnir fá miklu minna fylgi í borgarstjórnarmálum en í lands- málum meðal þess hóps sem spupður er. Menn gera sem sagt enn verulegan mun á því, hvort þeir vilji kjósa glundroðaflokkana til að hafa á hendi framkvæmda- stjórn höfuðborgarinnar eða hvort þeir kjósi þá til setu á Alþingi. Það sem sjálfsagt veldur þessu, er sá raunhæfi möguleiki á meiri- hlutastjórn eins flokks sem fyrir hendi er í borgarstjórn Reykjavík- ur en ekki á Alþingi. En þessi niðurstaða er á efa þýðingarmesti þátturinn í þessari könnun Vísis. Mætti segja mér, að þessi stað- reynd kynni að skipta sköpum seinni hluta maí 1982. Innbyrðis skiptingin á milli vinstriflokkanna er athyglisverð. Alþýðubandalagið, sem hefur haft allfastmótaða stefnu og ráðið því sem það hefur viljað hjá borginni,, heldur sínum hlut best flokkanna þriggja. Alþýðuflokkurinn, sem hefur, með örfáum undantekningum, verið mjög ósjálfstæður og daufur, dalar mjög. En verst verður Framsóknarflokkurinn úti og seg- ir það okkur margt um stefnu forystumanns hans, sem telur hlutverk sitt í borgarmálum ekki vera annað en að sjá um að Alþýðubandalagið og yfirborgar- stjóri þess fái starfsfrið. Úr þeirri rullu rankar hann ekki nema einstöku sinnum, þegar hann telur sig þurfa að gæta sérstaklega hagsmuna landsbyggðarinnar gagnvart Reykjavík. Reyndar frá hagsmunum Alþýðubandalagsins svo það lítur mildilega á þessa sjálfstæðisviðleitni framsóknar- mannsins. Nokkur hópur kjósenda trúði ekki aðvörunarorðum okkar sjálf- stæðismanna 1978, að Alþýðu- bandalagið myndi mestu eða öllu ráða ef sjálfstæðismönnum yrði bægt frá stjórnartaumunum. Þessir kjósendur sjá nú og trúa og kunna handbendunum í Framsókn og Alþýðuflokki litlar þakkir. Vinstrimeirihlutinn hefur farið offari í skattamálum og ófarir hent hann í flestum öðrum mál- um, svo sem skipulags- og lóða- málum, umhverfis- og útivistar- málum og fl. Hugmyndafátækt einkennir hann, þróttleysið þjakar hann svo engann þarf að undra að Reykvíkingar séu að fá sig full- sadda af honum. Sterkari en hver? Leikritið „Sterkari en Súperman“ sem sýnt var úr á hátíð Sjálfshjargar 13. júni síðastliðinn. LelKllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON Það mega þeir Alþýðuleik- hússmenn eiga að þeir taka fyrir vandamál líðandi stundar, öðrum leikhúsum fremur, nægir í þessu sambandi að Enfna „Pæld’í’ðí" sem fjallar um kynfræðslu grunn/framhaldsskólastigsins og „Stjórnleysingjann" sem tekur til umfjöllunar terrorismann, vá- gestinn mikla er ríður húsum á Vesturlöndum um þessar mundir. Og nú hyggjast þeir taka fyrir vandamál fatlaðra, einmitt þegar ÁR FATLAÐRA hefur hafið göngu sína. Þetta kalla ég að skjóta í mark. En þá vaknar spurning: Hvernær eru vandamál fatlaðs fólks ekki áleitin og brennandi? Eigum við aðeins að fjalla um vandamál þess þegar lögverndað ár fatlaðra rennur upp? Að mínu mati er það þjóðfélag á hnignunarbraut sem tekur að- eins mið af þeim sem ganga algerlega heilir til skógar. Slíkt samfélag þrátt fyrir fagra fram- hlið er ómennskt, eigingjarnt og heimskt. Þegar Rauðu khmerarnir kom- ust til valda í Kampútseu, köstuðu þeir sjúklingum út af sjúkrahús- unum, aðeins hinir sterkustu skyldu fá líf, þegar Hitler hélt hersýningar sínar voru ekki fatl- aðir með í hópnum, fyrir þá var ekki pláss í Þriðja ríkinu. Þegar ég leit yfir fólkið í hjólastólunum á útifundi Sjálfs- bjargar á laugardaginn var, sá ég ekki veikasta hlekkinn í samfélagi okkar heldur þann STERKASTA. Eða getur einhver svarað því Hugleiðingar sprottnar af sýningu Alþýðuleikhússins á degi fatlaðra hvenær Þriðja ríkið komst á legg og hvar er nú hreysti Rauðu khmeranna sem húka inní frum- skógum Suðaustur-Asíu og lifa eins og dýr? Nei, það samfélag er sterkt sem viðurkennir rétt hinna veikustu. Það er sterkt vegna þess að það gefur einstaklingum rúm. Það líkist stórri samheldinni fjöl- skyldu þar sem ekki er gert upp á milli barnanna. Þar sem móðirin skilur að veikasta barnið þarf á mestum styrk að halda til að verða sjálfstætt og sjálfu sér nægt. Við þurfum nefnilega að skilja að fatlaðir eru bara eins og við hin. Sum viðvik reynast þeim örðug og þar getum við hlaupið undir bagga en að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að líma á þá merkimiða’. Hamingjusöm held ég að sú þjóð hljóti að vera þar sem slíkum miðum er ekki klínt á fólk. Eins og menn sjá er þetta greinarkorn ekki hefðbundinn leikdómur, aðeins hugleiðingar útaf leikritinu „Sterkari en Súp- erman" sem Alþýðuleikhúsið sýndi brot úr á fyrrgreindum útifundi Sjálfsbjargar. Mér sýnd- ist af þessu broti að leikritið sé hnyttið og laust við væmni sem svo oft einkennir vandamála- stykki. Verður forvitnilegt að sjá verkið birtast alskapað á sviðinu í Hafnarbíói með haustinu. Ég verð þó að játa að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að ákveðinn leikari sem lamaðist á miðjum ferli skyldi ekki fá hlut- verk í þessu stykki. Þessi leikari veit ég að stendur fyrir ágætis leiknámskeiðum úti í bæ. Við verðum að gefa hinum fötluðu tækifæri að taka þátt í listsköp- uninni. Vafalaust eru þar hæfi- leikamenn sem geta tekið að sér hlutverk á sviði. Munum að leik- húsið er eign allrar þjóðarinnar, þaðan sem það fær lífsblóð sitt. GF-6060H Stereo Portable Radio Cassette Ferðatæki Verö 2.395.- Góður ) félagi ****í*il*»»í!'*H*I****ííI'“*»Uiíí* iliaiislislisiliisiiiiiiill Ml il:Í«H!tunn5 ÍiliÍÉ iiilllllS iilllp.il iiiiPl HSSIÍiBlu 6qBO ^IUílíÍ! tao' HLJÓMTÆKJADEILD LAUGAVEGI 66 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.