Morgunblaðið - 16.06.1981, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981
Að orkuþingi loknu
Eftir Þorvald Garðar
Kristjánsson, alþm.
Orkuþingi ’81 lauk síðastliðinn
fimmtudag. Hér var um að ræða
merkisviðburð. Ekki hefir hér á
landi áður verið haldið slíkt þing,
sem fjallar- um hina ýmsu þætti
orkumáianna. Áður hafa að sjálf-
sögðu verið þing ^éða ráðstefnur,
sem fjallað hafa um einstakar
greinar hinna umfangsmiklu
orkumála. Það merkasta í því
efni hafa verið þing Sambands
íslenzkra rafveitna, sem hafa
verið vettvangur alla tíð fyrir
málefnalegar umræður um þann
svo mikilvæga þátt orkumálanna,
sem varðar raforkuna.
Árangur Orkuþings ’81 liggur
fyrst og fremst í þeim miklu
upplýsingum og fróðleik, sem þar
kom fram um orkulindir og
hagnýtingu þeirra. Það hefir þýð-
ingu að safna saman í aðgengi-
legt form því, sem áður var vitað
og þá auðvitað ekki síður því, sem
nýtt er af nálinni. Þá hljóta
margs konar hugmyndir, sem
fram voru settar, að geta haft
raunhæfa þýðingu í ýmsum
greinum. Hin fjölmörgu erindi,
sem flutt voru á þinginu, voru
yfirleitt gagnmerk og sum þeirra
afburða góð. Stjórn þingsins fór
framkvæmdastjóra þess, Ágústi
Valfells, mjög vel úr hendi.
Það er ekki hlutverk ráðstefnu
eins og Orkuþings ’81 að marka
eða ákveða stefnu í orkumálunum
eða gera tillögur um slíkt, enda
voru hvorki ályktanir bornar
fram né samþykktar á þessu
þingi. Hins vegar geta slíkar
ráðstefnur haft gildi fyrir stefnu-
mótun stjórnvalda. Er það ekki
sízt fólgið í því, að þær eru
vettvangur málefnalegra um-
ræðna, sem er forsenda þess, að
menn fái sannfært aðra með
rökum eða láti sannfærast af
rökum. Slíkar umræður eru því
til þess fallnar að sameina menn
um það, sem þeir eru í raun
sammála um, en ekki að sundra.
Ekki veitir af slíku í orkumálun-
um svo mikið sem þar er í húfi.
Ef við ætlum að ná þeim mark-
miðum, sem nú eru sett fram í
orkumálunum, þarf vissulega að
freista þess að ná sem víðtæk-
astri samstöðu um það Grettis-
tak, sem þjóðin þarf að lyfta á
vegferð sinni að markinu.
Á Orkuþingi ’81 voru menn að
sjálfsögðu sammála um fjölmörg
atriði í orkumálum hvar i flokki
sem þeir annars standa. Hins
vegar væri það gróf mistúlkun að
halda því fram, að þar hefði náðst
einhver samstaða eða sameigin-
leg stefnumótun um þau atriði,
sem mestum ágreiningi hafa
valdið fram til þessa. Hér er um
að ræða annars vegar skipulag
raforkuvinnslunnar og hins vegar
uppbyggingu stóriðju til öflunar
markaðar fyrir raforku. Ekki
þarf að ræða um skipulag raf-
orkuvinnslunnar í þessu sam-
bandi. Skipulag orkumálanna var
ekki á dagskrá orkuþings svo
furðulegt sem það má annars
vera.
En að loknu orkuþingi hefir
málgagn iðnaðarráðherra, Þjóð-
viljinn, talið því helzt til gildis, að
þar hafi orðið almennt samkomu-
lag um íslenzkt forræði í orku-
nýtingarmálum, eins og þeim
alþýðubandalagsmönnum þókn-
ast nú að kalla stefnuleysi sitt í
stóriðjumálum. Er þá látið að því
liggja, að sjálfstæðismenn og
aðrir forgöngumenn stóriðju á
íslandi hafi nú látið af stefnu
sinni og fylgi stefnu alþýðu-
bandalagsmanna og annarra
nátttrölla í orkunýtingar-
málunum.
Menn gerast nú harla djarf-
tækir til blekkinga. Þykir og
mikið liggja við. Þeir sem barizt
hafa á móti stóriðju í landinu eru
nú í vanda staddir. Sjálfstæðis-
flokkurinn, og raunar stjórnar-
andstaðan öll, hefir borið fram á
Alþingi frumvörp um stórátak í
virkjunarframkvæmdum á for-
sendu þess, að stóriðju verði
komið á fót til að skapa markað
fyrir orkuna. Ríkisstjórnin vill
ekki vera minni og iðnaðarráð-
herra hefir uppi fálmandi til-
burði um stórar vatnsvirkjanir
en án þess að ganga til verks um
að skapa markað fyrir orkuna í
formi stóriðju.
Á málþingi um orkumál er
erfitt að fóta sig á nakinni
andstöðu við stóriðju. Þar eru því
allir sammála um, að stóriðja
þurfi að koma til, svo að grund-
völlur sé fyrir stórvirkjunum.
Afturhaldsseggirnir verða að
vera með, svo að öll umræðan
„Þó að iðnaðarráðherra
kunni að vera hart keyrður
vegna tvískinnungsháttar
Alþýðuhandalagsins í stór-
iðjumálunum ætti hann
ekki að iáta misnota Orku-
þing ’81 til að búa sér
ímyndað skjól í þeirri
nepju, sem um hann naiðir
vegna ráðieysis í orkumál-
um. Nójí er nú samt.“
verði ekki ein markleysa. En vel
að merkja, stóriðja er af hinu
góða eða illa eftir því hvort fylgt
er sölustefnu, sem svo er nefnd,
eða nýtingarstefnu um orkuna,
sem til hennar gengur. Er þá
talað eins og orkan sé ekki nýtt í
hvaða formi, sem hún kann að
vera seld.
Allan þennan flókna málatil-
búnað þykir þurfa við, ef skjóta
mætti stoðum undir fullyrðingar
um það, að sjálfstæðismenn hafi
viljað skaða íslenzka hagsmuni
með því að láta útlendinga hafa
eignaraðild að stóriðjufyrirtækj-
um í landinu. Er þá gjarnan
vitnað til álbræðslunnar í
Straumsvík, þó að það sé nú
alltaf að verða erfiðara og erfið-
ara eftir því sem í ljós kemur
betur þjóðhagsleg arðsemi þess
fyrirtækis fyrir íslendinga og
framsýni þeirra manna, sem
ábyrgð báru á þeirri framkvæmd,
eins og svo glögglega kom fram á
orkuþinginu. En haldið er áfram
að berja höfðinu við steininn. Á
slíkum heilaspuna og ófyrirleitni
byggjast leiðarar Þjóðviljans um
Orkuþing '81, sem nú birtast dag
eftir dag.
Fer nú skörin að færast upp í
bekkinn. Það er stefna Sjálfstæð-
isflokksins og hefir alla tíð verið,
að eignaraðild að stóriðju í land-
inu eigi að fara eftir því, hvað
henti með tilliti til fjármögnun-
ar, tækni, markaðsmöguleika og
rekstraröryggis. Við mat á þess-
um atriðum verður ekki lagt til
grundvallar annað en íslenzkir
hagsmunir. Samkvæmt þessari
stefnu hafa íslendingar ekki
eignaraðild að álbræðslunni en
meirihlutaaðild að járnblendi-
verksmiðjunni.
En nú hafa íslendingar aflað
sér þeirrar þekkingar og reynslu í
stóriðjumálum, sem er grundvöll-
ur fyrir stórauknu eigin framtaki
í þessum efnum. Það ber að
þakka þeim, sem höfðu stórhug
og djörfung til að beina atvinnu-
lífi þjóðarinnar inn á brautir
stóriðju. Þar hafði Sjálfstæðis-
flokkurinn forustu en ekki þeir,
sem vildu koma í veg fyrir
framfarasókn þjóðarinnar til
aukinnar hagsældar og velmeg-
unar. Ef alþýðubandalagsmenn
telja að nú verði ekki lengur
staðið gegn staðreyndum og dómi
reynslunnar og þeir hafi markað
sér samstöðu með þeim, sem
barizt hafa fyrir stóriðju, er þeim
það ekki of gott. Batnandi manni
er bezt að lifa.
En um þetta er enn of snemmt
að futlyrða nokkuð. Meira þarf að
koma til en málskraf eitt. Verkin
þurfa að tala. Enn hefir það ekki
skeð. Þvert á móti lagðist t.d.
iðnaðarráðherra gegn frumvarpi
okkar sjálfstæðismanna um ný
orkuver, þar sem kveðið var svo á
að setja skyldi á stofn stóriðju á
Austurlandi til að skapa forsendu
fyrir hinni miklu virkjun í Jök-
ulsá í Fljótsdal. Þar sýndi ráð-
herrann glöggt hvað inni fyrir
býr, jafnvel þótt hlut ættu að
máli hans eigin umbjóðendur á
Austfjörðum. Hér breytir engu
véfréttin um sölu kísilmálms,
sem ráðherrann lét út ganga fyrir
síðustu helgi.
Þó að iðnaðarráðherra kunni
að vera hart keyrður vegna tví-
skinnungsháttar Alþýðubanda-
lagsins í stóriðjumálunum, ætti
hann ekki að láta misnota Orku-
þing ’81 til að búa sér ímyndað
skjól í þeirri nepju, sem um hann
næðir vegna ráðleysis í orkumál-
unum. Nóg er nú samt.
Elim-kórinn
frá Eskilstuna
Elim-kirkjukórinn frá Eskils-
tuna í Svíþjóð kom hér í Reykjavík
á leið sinni til Bandaríkjanna og
söng i Háteigskirkju fyrir þá er
sumarbiíðan hefur ekki megnað að
rýja allri löngun til tónlistar. Á
efnisskrá kórsins eru um 50 við-
fangsefni þar á meðal sex píanó-
verk, sem undirleikarinn Erna
Hellsten leikur. Með í förinni er og
einsöngvarinn Curt Skárberg, en
hann syngur sérstaklega um tíu
söngverk, sænsk verk og verk eftir
Bach, Franck Schumann og Tosti.
Á efnisskrá kórsins eru kórverk
frá 16. til 20. aldar, þrjú verk frá
hverri öld, sænsk kórtónlist og
tækifærissöngvar frá ýmsum
löndum. Stjórnandi kórsins er Jarl
Einar Johansson. Kórinn á sér
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
langa sögu, allt frá 1868 og hefur
auk þess að vera kirkjukór, staðið
fyrir flutningi stærri tónverka
eins og á óratóríu eftir Mendels-
sohn og messu eftir Schubert. Af
þessari margbreytilegu efnisskrá
söng kórinn söngverk eftir Hánd-
el, Rathbone, Ahlen, Stenhammar
og tvö falleg lög eftir Peterson-
Berger. Kórinn er mjög vel þjálf-
aður og raddhljómur hans falleg-
ur. Það sem vekur athygli er að
næstu öll söngverk kórsins eru
sungin á sænsku, nema nokkur er
kórinn syngur á ensku. Eitt ís-
lenskt lag er á efnisskránni og
söng kórinn það á íslensku, en það
er raddsetning á gömlu íslensku
sálmalagi, Gloria tibi, sem kórinn
söng mjög fallega. Elinsöngvarinn,
Curt Skárberg, er góður söngmað-
ur og flutti hann fjögur lög, tvö
eftir Bach og tvö sænsk.
Elim-kirkjukórinn frá Eskils-
tuna í Svíþjóð er góður kór og leitt
til þess að vita hversu fáir sóttu
samsöng kórsins, en vonandi sæk-
ir kórinn betur að er hann á leið
um Island í annað sinn.
ros og
ljóð
Rós er
ljóð er
eftir Jón úr Vör
Á árunum milli heimsstyrj-
aldanna sælu, eða kannski nánar
tiltekið á þeim tímum sem Hem-
ingway var að skrifa Vopnin
kvödd og Klukkuna sem glymur,
lenti hann í París í frægri
ensk-amerískri lista- og bók-
menntaklíku. Þar var skáldkon-
an Gertrude Stein. Hún hefur
orðið kunnust fyrir þuluna um
rósina, sem er rós og rós og rós í
sífelldri endurtekningu. Þau orð
hljóma víst einkar fagurlega og
jafnvel óvenju spaklega á enskri
tungu. í stað rósar má eftir
atvikum setja önnur orð. Ég hef
leyft mér að setja ljóð hérna í
fyrirsögnina.
Ekki eru skrif mín að þessu
sinni alveg tilefnislaus. I Vísi 4.
júní sl. er hálfsiðugrein sem ber
heitið Ljóðaóhljóð, — og kemur
kvæði eftir undirritaðan þar við
sögu, ef kvæði skyldi kalla, því
greinarhöfundur segir: „Ég set
hér sem dæmi ágæta frásögn úr
þjóðsögum Jóns.“ Kannski hefur
kenninafn mitt óvart fallið
niður, en frekar er nafns míns
ekki getið í þessu skrifi. En
þeirrar miskunnar nýt ég og, þar
sem ekki sé „um Ijóð að ræða sé
ekki heldur hægt að tala um
leirburð".
Þakka.
Nú er það ekki vani minn að
gera athugasemdir við það, þótt
mér auðnist ekki, eða þá með
öðrum hætti en ég vildi, að ná
sambandi við lesendur mína. Þá
harma verða allir höfundar að
bera í hljóði. En þetta vil ég
segja: Rithöfundar eru sjálfskip-
aðir í sín embætti og misjafn-
lega kröfuharðir við sjálfa sig.
En þeir, sem nokkurrar viður-
kenningar hafa notið og jafnvel
launa frá ríkinu, verða að orða
það sem þeir senda frá sér með
sæmilegum hætti, rétt eins og
þegar bankastjóri birtir í blöð-
um og öðrum fjölmiðlum skilj-
anlegar og helst gagnorðar til-
kynningar um peninga og við-
skiptamál, þó hér sé óvenju-
legum embættisverkum saman
jafnað. Hinn sjálfskipaði á að-
eins einn húsbónda: samvisku
sína.
Miklar umræður hafa farið
fram á Islandi síðustu fjóra
áratugi um nýjungar í íslenskri
ljóðagerð. Ég hef þar stundum
orðið fyrir svörum og þó nokkr-
um sinnum verið skotspónn and-
stæðinga hinna órímuðu ljóða.
Hafa nokkrum sinnum verið birt
mín eigin kvæði, höfundi til
háðungar. Því hef ég ekki svar-
að. Fyrir mörgum árum sagði
Sigurður Nordal við mig um eitt
þessara kvæða: „Ég skal nú
segja þér, Jón. Ef ég væri beðinn
að velja í bók tiitekna tölu ísl.
úrvalsljóða, þar er venjulega
ekki um mjög mörg kvæði að
ræða, þá myndi ég taka þetta
kvæði eftir þig með.“ Svona
einkaummæli á maður nú auð-
vitað ekki að vera að tiunda,
kannski sögð í huggunarskyni.
Afsakið.
En nú verð ég að nefna það
kvæði sem til umræðu er í
Vísisgreininni. Það heitir
Hreppstjórinn og birtist í Les-
bók Morgunblaðsins 31. maí sl.
Það er þar tekið sem dæmi um
það hvernig ekki eigi að yrkja. Á
þeim grundvelli kveður sér
hljóðs nýr maður, raunar nokk-
uð við aldur, í umræðunni um
nútíma ljóðagerð. Um kvæði
mitt segir hann: „Hreppstjórinn
er frásögn í þjóðsagnastíl, en
ekki ljóð. í kramvörubúð menn-
ingarinnar verður þetta húmb-
úkk, sem prangað er inn á
saklausan sveitamanninn með
rangri vörumerkingu."
Ég tek þessi orð upp til þess að
þau standi hér, en éj? ætla ekki
að mótmæla þeim. Ég segi enn:
Afsakið. Mér verður hinsvegar á
að spyrja: Hversvegna birtir
greinarhöfundur ekki eitthvert
þeirra rímuðu kvæða, sem birst
hafa í Lesbókinni hina síðustu
mánuði og sýnir okkur, hvernig
Jón úr Vör
á að yrkja? Með því móti kynnt-
umst við raunverulegum ljóð-
smekk hans.
En út í þessa sálma vil ég ekki
fara nánar að þessu sinni. En
það er margt fleira í grein
þessari athyglisvert. Satt að
segja minna þessi skrif mig
óþægilega mikið á dægurþjark
pólitíkusa, en þar hefur höfund-
ur meir komið við sögu en í
umfjöllun um bókmenntir og
listir, þótt mér sé raunar vel
kunnugt um fjölbreytilegt
áhugasvið hans. Þetta er kunn-
ingi minn frá fornu fari.
Hér eru miklar tilvitnanir í
nafngreinda menn. Stundum eru
tilvitnanirnar sóttar í tilvitnanir
annarra greinahöfunda. Og þeg-
ar svo langsótt er viskan, kemur
það fyrir, að upphafleg skoðun
tilvitnaðs höfundar hefur skol-
ast til, stakar setningar eru
fluttar úr upphaflegu samhengi
og misnotaðar sem barefli á
samherja þeirra og skoðana-
bræður, menn sem höfundar
ritsmíðanna myndu síst af öllu
vilja varpa hnútum að. Ég nefni
sem dæmi það sem Magnús Torfi
Ólafsson hefur sagt fyrir mörg-
um árum í blaðagrein eða við-
tali, og nú er notað mér til
áfellis. Hann er þar alls ekki að
tala um mig og mín ritstörf.
Til gamans nefni ég auk
Magnúsar Torfa, þá sem grein-
arhöfundur vitnar í. Þeir eru:
Gísli Jónsson menntaskólakenn-
ari, Hannes Sigfússon skáld,
Ellert B. Schram ritstjóri — og
loks hefur hann þessa setningu
eftir hinum gáfaða og íhalds-
sama prófessor Guðmundi heitn-
um Finnbogasyni: „Ljóð er það
sem vér finnum að er ljóð.“
Undir þessi orð G.F. vil ég
heilshugar taka. Ljóð er það sem
ég kalla ljóð. Þetta á einnig við
það ég sem ritar í Vísi. Sá hefur
doktorsnafnbót í hagfræði.
Hann ætti því að hafa vit á
peningamálum. En þótt hann
hefði fengið nafnbót sína í bók-
menntum, eða jafnvel enga
nafnbót hlotið, væri ekki þar
með sagt, að hann hefði meira
vit á skáldskap en annað mennt-
að eða ómenntað fólk. Lærdóm-
ur, fordómar eða menntahroki
hjálpar engum manni til list-
skilnings eða gefur mönnum
góðan smekk.