Morgunblaðið - 16.06.1981, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981
17. júní Reykjavik:
Fjölbreytt skemmtidag-
skrá víða um borgina
HÁTÍÐARHÖLD 17. júní f Reykjavík hefjast með
hefðbundnum hætti. Sigurjón Pétursson, forseti borgar-
stjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði
Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu
klukkan tíu um morguninn.
Merki þjóðhátiöarinnar i KeyKja-
vik í ár.
Hátíðina setur Þorsteinn Egg-
ertsson, formaður Þjóðhátíðar-
nefndar, kl. 10.40 á Austurvelli.
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, leggur blómsveig frá ís-
lensku þjóðinni að minnisvarða
Jóns Sigurðssonar á Austurvelli.
Að því loknu mun Karlakór
Reykjavíkur syngja þjóðsönginn.
Dr. Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra flytur þvínæst ávarp. Að
því k knu flytur Fjallkonan ávarp.
Um klukkan 11.15 verður gengið
til guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Biskupinn yfir íslandi, herra Sig-
urbjörn Einarsson, predikar.
Skólahljómsveit Arbæjar og
Breiðholts og Skólahljómsveit
Laugarnesskóla leika við sjúkra-
hús og eiliheimili um morguninn.
Hátíðarhöld
í Árbæjarhverfi
Safnast verður saman við Ar-
bæjarsafn kl. 13.00 og þaðan
gengið eftir Rofabæ að Árbæj-
arskóla, þar sem hátíðarhöldin
fara fram og hefjast þau kl. 13.45.
Fjölbreytt dagskrá verður þar í
umsjón nokkurra félagasamtaka
úr hverfinu, s.s. söngur, leikur
lúðrasveitar og þjóðdansar. Þá
koma Tóti trúður og Laddi í
heimsókn og skemmta áhorf-
endum.
Hátíðarhöld
í Breiðholti
Skrúðganga leggur af stað frá
Stekkjabakka við Breiðholtsbraut
um klukkan 13.00. Gengið verður
eftir Breiðholtsbraut, Seljabraut
og að bensínstöðinni við Norður-
fell. Um kl. 13.20 verður síðan
gengið eftir Norðurfelli, Vestur-
bergi, Suðurhólum, Austurbergi,
Norðurfelli að Fellaskóla, þar sem
hluti hátíðarhaldanna fer fram í
umsjón íþróttafélaga og annarra
félagasamtaka í Breiðholti.
Bílasýning verður á vegum
Fornbílaklúbbsins og Bindindisfé-
lags ökumanna á íþróttavellinum
við Fellaskóla að loknum knatt-
spyrnuleik sem hefst þar kl. 14.30.
í sundlaug Fjölbrautaskólans
verður sundkeppni og ýmislegt
fleira sem hefst kl. 14.30. Á sama
tíma verður kvenfélag Fjallkon-
unnar með kaffisölu í Fellahelli.
MiÖbærinn
Um klukkan 15.30 leggur af stað
frá Hlemmtorgi skrúðganga niður
Laugaveg, Bankastræti og niður á
Lækjartorg og klukkan eitt hefst
þar fjölbreytt skemmtidagskrá.
Að sögn ómars Einarssonar,
framkvæmdastjóra Þjóðhátíðar-
nefndar, verður skemmtiatriðun-
um dreift um miðbæinn. Mun til
dæmis, að sögn Ómars, Skóla-
lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts
leika við Menntaskólann í Reykja-
vík. Á Austurvelli munu Stjúp-
bræður syngja og að lokum má
geta þess, að Jasshljómsveit Tón-
listarskóla FÍH leikur á Hótel
íslandsplani og sérstakt Götuleik-
hús verður við Bernhöftstorfu.
íþróttakeppnir
Á Laugardalsvelli verður haldið
sérstakt þjóðhátíðarmót í frjáls-
um íþróttum og í Laugardalslaug
verður haldið Reykjavíkurmeist-
aramótið í sundi. Hefjast bæði
mótin kl. 14.00.
Kvöldskemmtanir
I Bústaðakirkju verða sérstakir
tónleikar í tilefni Þjóðhátíðarinn-
ar. Kór Langholtskirkju syngur
þar íslensk lög undir stjórn Jóns
Stefánssonar og hefjast þeir
klukkan 21.00.
í Laugardalshöll verður kvöld-
skemmtun fyrir yngri kynslóðina.
Þar munu hljómsveitirnar Brim-
kló og Grýlurnar leika fyrir dansi
til klukkan eitt eftir miðnætti.
Athygli skal vakin á því, að SVR
verður með sérstakar ferðir frá
Laugardalshöll eftir ballið.
Aðgangur að báðum þessum
skemmtunum er öllum heimill og
ókeypis.
Hvernig afla unglingar sér áfengis?
Fá fullorðna
til að kaupa
f yrir sig
í 16. GREIN áfengislaga
segir: „Yngri mönnum en
20 ára má ekki selja, veita
eða afhenda áfengi^ með
nokkrum hætti. Ávallt
þegar ástæða er til að ætla
að kaupandi eða viðtak-
andi áfengis hafi ekki náð
þessum aldri, skal sá sem
selur, veitir, eða afhendir
það, láta hlutaðeiganda
sanna aldur sinn á þann
hátt að sýna nafnskírteini
með mynd eða á annan
fullnægjandi hátt.“
Æskulýðsráð og ungtemplar-
ar gengust fyrir könnun nýlega
þar sem kannað var hvar ungl-
ingarnir á aldrinum 13 til 18 ára
fengu áfengi. Til könnunarinnar
voru fengnir 164 unglingar og
niðurstöður könnunarinnar sem
sjá má í töflunni sýna að
algengast er að þeir fái einhvern
fullorðinn sem þeir þekkja til að
kaupa áfengið fyrir sig. Mjög
sjaldgæft reyndist að ungl-
ingarnir færu sjálfir í „ríkið" og
verzluðu.
Er eftirlitið svo strangt með
■i " 1
Það virtlst ekki vera miklum
erfiðleikum bundið fyrir ungl-
ingana að verzla áfengi i „rík-
inu“.