Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981 Birjrir Jónsson, eigandi Halta hanans. í nýja barnahorninu ásamt dætrum sinum, Snjólaugu, sjö ára, og Sigurpálu, sex ára. ast þau hjón vera á því að færa út kvíarnar á næstunni, heldur ætla þau að halda sig við einn lítinn og góðan stað. A Halta hananum ellefu manns. vinna nu Kirkjuhvols- prestakall GUÐSÞJÓNUSTA í Kálfholts- kirkju sunnudag kl. 2. Bekkjar- systkini úr Verslunarskóla ís- lands, útskrifuð ’54, taka þátt í guðsþjónustunni. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir sóknarprestur. Halldór S. Rafnar endurkjörinn form. Blindrafélagsins Á AÐALFUNDI Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á íslandi, sem haldinn var 21. maí sl., kom fram, að rekstur félagsins var áfallalítill árið 1980. Á vegum félagsins er starfrækt burstagerð, sem framleiðir fjölmarg- ar tegundir af burstum fyrir innlend- an markað, meðal annars fiskiðnað- inn. Þótt um verndaðan vinnustað sé að ræða, á hann í mjög erfiðri samkeppni við ódýra innflutta vöru og hefur það orsakað nokkra sölu- tregðu á framleiðsluvörum vinnu- stofunnar og rekstrarerfiðleikum. Nú stendur yfir endurskipulagning á vinnustofunni og er væntanleg ný og fullkomin burstagerðarvél erlend- is frá. Tilgangurinn er, auk nauðsyn- legra endurbóta, að fjölga atvinnu- tækifærum blindra. Framundan er nú stækkun félags- miðstöðvarinnar að Hamrahlíö 17, en umsvif félagsins hafa aukist jafnt og þétt og er orðið þröngt um starfsemi þess þar. Hljóðbókagerð félagsins var stækkuð um helming á árinu og eru þar nú tveir sjónskertir starfsmenn. Framleiddir hafa verið rúmlega átta hundruð bókatitlar á hljóðsnældum; ennfremur kemur út hálfsmánaðar- lega hljóðtímarit. Áskrifendur þess eru um 170 víðs vcgar um landið. Hjá félaginu starfar blindraráð- gjafi og stendur til að blindur ráðgjafi hefji störf innan tíðar í hlutastarfi. Endurhæfing blindra og sjónskertra er lykilatriði fyrir þá sem i hlut eiga og aöstandendur þeirra. Fram til þessa hefur þurft að sækja slíka menntun til útlanda, en stefnt er að því að flytja hana á innlendan vettvang. í húsakynnum Blindrafélagsins er vísir að leirmunagerð og hafa verið haldin mörg námskeið þar í vetur. Nú eru þrír félagsmanna í fullri þjálfun þar í því skyni að þeir geti gert leirmunagerð að atvinnu sinni. Eins og að undanförnu byggist geta Blindrafélagsins til fram- kvæmda og endurbóta á góðum vilja landsmanna til að styðja félagið. Nú er hið árlega happdrætti í fullum gangi, en afreksturinn af því er aðaltekjulind félagsins. Núverandi stjórn skipa Halldór S. Rafnar, formaður, Jón Gunnar Arn- dal, varaformaður, Björg Einarsdótt- ir, ritari, Björn Sveinbjörnsson, gjaldkeri, og Sverrir Karlsson, með- stjórnandi. (Fríttatilkynninif) 4ra—5 herb. íbúð viö Álfaskeið í Hafnarfiröi til sölu. íbúöin er á 2. hæö í fjölbýlishúsi og í góöu ástandi. Suöur svalir. Laus strax. Bílskúr fylgir. Arni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, Hafnarfiröi. Sími 50764. Jörð Jöröin Hliö í Bessastaðahreppi, Álftanesi, er til sölu. Jöröin liggur að sjó á þrjá vegu og er talin einn fegursti staöur á allri suðurströnd íslands. Hitaveita er komin í hreppinn, eignaskipti koma til greina. Tilboö óskast í eignina, upplýsingar veitir eigandi Lúövíg Eggertsson, símar 15605 — 15606 — 36160 — 50621. Upplyfting á Halta hananum Um síðu.stu helgi var veitinKahúsið Halti han- inn opnað að nýju eftir töluverðar breytingar á húsakynnum. eða upplyft- inKU, eins og eigandi stað- arins, Birgir Jónsson, orðaði það, er blaða- mönnum var boðið í heim- sókn á dögunum. Ýmislegt hefur verið gert til að hressa upp á Halta hanann, m.a eru þar nú básar, en aðalnýjungin mun þó vera barnahornið, sér- stakt barnaherbergi fyrir yngsta fólkið, afar skemmtilega úr garði gert og ætti það að laða fjöl- skyldufólk að staðnum. Halti haninn var opnaður fyrir níu árum og var fyrstur staða til að framreiða hinar vinsælu pizzur, sem landsmenn innbyrða nú í stórum stíl. Pizzurnar eru ennþá á matseðlinum í Halta hananum og einnig selur staðurinn þær til verslana og út á land. En óvenju- legasti rétturinn á matseðlinum, a.m.k. ef miðað er við grillstaði, er án efa hreindýrasteikin og er hún n.k. sérréttur staðarins. Eigendur Halta hanans eru, eins og áður gat, Birgir Jónsson og kona hans, Steinunn Pétursdóttir. Ekki segj- 31 íbúð í byggingu fyrir aldraða ísafirði \\. júní. FYRIR NOKKRU héldu bæjarstjóri og bæjarráð ísafjarðar fréttamannafund. kynnt voru tímasett verk og framkvæmdaáætl- un bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Var hún tvíþætt, þannig að samþykkt áætlun er til júliloka og verður heildaráætlunin endurskoðuð þá fyrir seinni hluta ársins. Stærstu verkefnin eru: Bygging 31 íbúðar í dvalarheimili aldraðra sem er á Torfnesi, en í því eru 20 einstaklingsíbúðir að stærð 34 fm, 10 hjónaíbúðir að stærð 55 fm og ein húsvarðar-íbúð, ásamt sameig- inlegu rými sem eru salir fyrir föndur, samkomur, setustofur, sjúkraþjálfun og fleira. Er það hugmyndin að aðrir eldri bæjarbú- ar geti notað ýmsa aðstöðu í sameiginlegu rými hússins. Húsið er að grunnfleti 740 fm eða alls 8.510 rúmm. Sex tilboð bárust í síðasta áfanga hússins og var tekið tilboði frá Pétri og Baldri Jónsson- um að upphæð kr. 3.997.789.00 sem var 2,6% yfir kostnaðaráætlun. Stefnt er að því að heimilið verði tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári. Þá verður framkvæmdum við bundið slitlag haldið áfram í sumar og eru nú þegar hafnar fram- kvæmdir á undirbúningi þeirrar vinnu, en áætlað er að því verði lokið seinni hluta júlímánaðar. Áætlað magn af slitlagi er 8— 10.000 tonn. Aðilar sem standa að slitlagsgerð nú í sumar frá þeirri malbikunarstöð sem staðsett er hér til júlíloka eru: Isafjarðarkaupstað- ur, sem er langstærstur í þessari framkvæmd, með um 62,3%, Vega- gerð ríkisins með ca. 17,3%, Bolung- arvík 7%, sjúkrahús og heilsu- gæslustöð, nýbygging 6,7%, Súðavík 3,7%, Menntaskólinn ísafirði 3%, en á síðasta ári voru framleidd úr þessari malbikunarstöð 12.700 tonn. Á undanförnum árum hefur bæj- arstjórnin unnið að byggingu íbúða á félagslegum grundvelli, þ.e. leigu- og söluíbúða. Hafa nú þegar verið byggðar 23 íbúðir, sem búið er að afhenda, en núna eru 34 íbúðir í byggingu sem skiptast þannig: í Hnífsdal eru 5 einnar hæðar rað- hús, 6 tveggja hæða raðhús og 8 íbúðir í fjölbýlishúsi, í Holtahverfi eru 3 einnar hæðar raðhús, 4 tveggja hæða raðhús og 8 íbúðir í fjölbýlishúsi. Hluti af þessum íbúð- um verður afhentur nú í ár, en þær síðustu á miðju næsta ári. Nýlega er komið skipulag að nýju hafnarsvæði við Sundahöfn. Þar er gert ráð fyrir nýrri vöruflutninga- höfn, stækkun á bátahöfninni og aðstöðu til smá viðhalds á bátaflot- anum. Jafnframt rými fyrir nýja dráttarbraut og mun öll aðstaða stórbatna þegar framkvæmdum verður lokið, en í sumar er fyrir- hugað að fylla upp fyrir vöruhöfn- ina, en setja stáiþil niður næsta sumar. Sportbátahöfn hefur verið á dagskrá undanfarið vegna þess mikla fjölda sportbáta, sem hér eru til og hefur höfn fyrir sportbáta verið skipulögð við Ulfárós í botni Skutulsfjarðar. Uppbygging dagvistunarstofn- ana, þ.e. leikskóla, dagheimilis og leiksvæða, er í fullum gangi. Leikskóli i Hnífsdal, sem rúmar 20 börn fyrir og eftir hádegi, verður tekinn í notkun í september nk. en kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal hefur haft forgöngu um framkvæmdir við uppbyggingu leikskólans. Jafnframt er gert ráð fyrir því að halda áfram framkvæmdum við leikskóla og dagheimili við Eyrargötu nú í ágúst, en þar er gert ráð fyrir 20 börnum á dagheimiii og 40 börnum fyrir og eftir hádegi í leikskóla. Gæsluvöllur var tekinn i notkun við Túngötu á siðasta ári og reyndist nýting hans mjög góð og er fyrir- hugað að stækka hann í sumar. Leikvöllur er við Skipagötu og nýr leikvöllur er fyrirhugaður í Holta- hverfi. Starfsvellir verða ennfrem- ur starfræktir í sumar. Unnið hefur verið skipulega að uppbyggingu íþróttamannvirkja og hefur bæjarstjórnin haft mjög náið og gott samstarf við íþróttahreyf- inguna í kaupstaðnum. Nú á mið- vikudaginn 17. júní fer fram vígsla á nýjum grasvelli á Torfnesi og leiða þar fyrst saman hesta sína íþróttaforysta bæjarins og bæjar- stjórn og verður það án efa skemmtilegur leikur. Heyrst hefur að bæjarstjórn ætli að leika 2-3-2-4. — Ilrafn. Unnið er að uppbyggingu dagvistunarstofnana og hér má sjá leikskólann við Eyrargötu. Dvalarheimili fyrir aldraða er einnig í byggingu. Nýlega er komið skipulag að nýju hafnarsvæði við Sundahöfn. U myndinni má sjá nýja sjúkrahúsið. AlCI.YSINdASIMINN KR: é 22480 JBflrjswnbtnöit) R:@)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.