Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 19 Kristín Sigurðar- dóttir - Minning Það kom eins og reiðarslag yfir okkur hjónin er við spurðum andlát Kristínar Sigurðardóttur, eða Stínu eins og hún var nefnd. Við höfðum verið hjá henni tveim- ur dögum áður og notið hlýju hennar og gestrisni. En sá slyngi sláttumaður með ljáinn er ekki lengi að bera að. Hún var fyrir fáum dögum komin austan frá Fáskrúðsfirði þar sem hún var við jarðarför Björns bróður síns svo það var skammt stórra högga milli. Krist- ín var fædd eins og áður segir 6. október 1906 í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Hún var ung gefin Sigurði Karlssyni og bjuggu þau í Hafnarnesi þar til þau fluttu til Vestmannaeyja 1953 en þá voru börnin öll uppkomin og farin að heiman, flest til Vestmannaeyja og flest á faraldsfæti í Hafnar- nesi. Kristín var dóttir Sigurðar Eiríkssonar hins mikla sægarps og Þuríðar Níelsdóttur. Ung missti hún föður sinn er hann fórst í fiskiróðri að haustlagi að talið var á Nýjaboða útaf Skrúð og tvo bræður sína mikla efnismenn. Kristín var sómakona, vel greind, hannyrða- og matreiðslukona með afbrigðum góð. Hún var mjög hreinlát, hreinskilin, en blíðlynd og hjálpfús. Það sópaði að henni hvar sem hún kom á mannamót. Ekki voru kjör þeirra Sigurðar og Kristinar kræsin í Hafnarnesi frekar en annarra, en þau komu börnum sínum til manns án þess að þiggja af sveit. Sigurður var veiðimaður góður eins og flestir Hafnnesingar og lifibrauðið mest fiskur og fugl, einnig höfðu þau nokkrar kindur sér til skurðar. Börnin voru 10, en eitt dó ungt, drengur, Jón að mig minnir að hafi heitið. Mann sinn, Sigurð, missti Kristín fyrir nokkrum ár- um, en hann var harmdauði flest- um því hann var skemmtilegur maður og drengur góður. Það var því jafnræði milli þeirra hjóna. Eftir lát Sigurðar bjó Kristín fyrst ein að Fagurhóli, en síðan með Rafni syni sínum og ól að nokkru leyti upp son hans Yngva. Hafði Kristín ofan af sér með ræstingu í versluninni Tanganum, en einnig mun Sigurður ekki hafa skilið við hana á vonarvöl því hann vann mikið og fór vel með fé. Snemma tókst góð vinátta með þeim Kristínu og Sigurði og for- eldrum mínum, sem entist alla tíð, einnig var hún mér og konu minni Guðlaugu betri en engin og drukk- um við margan góðan kaffisopann hjá henni ásamt hennar góða meðlæti yfir minningum að aust- an því þó lífsbaráttan væri þar hörð voru margir ljósir glampar, sem vert var að minnast. Eins og fyrr segir var lífsbaráttan fyrir austan mjög hörð og mikið afrek að koma 9 börnum til manns, en Sigurður var duglegur bæði til sjós og lands og ekki bruðlaði Kristín. Allt varð að mat í hennar höndum og það góðum því eins og fyrr segir var hún matreiðslukona frábær. Sambúð þeirra Sigurðar og Kristínar var mjög góð. Bæði voru þau glaðlynd og góð heim að sækja. Þau höfðu yndi af dansi og söng og nutu þess að koma á samkomur. Kristín var mjög glæsileg kona, fríð sýnum og alltaf vel klædd. Börn Kristínar og Sigurðar voru María, Emil, Jór- unn, sem er látin fyrir allmörgum árum, Óskar, Erna, Rafn, Asta, Fjóla, Valgerður, auk Jóns, sem eins og fyrr er getið lést ungbarn. Út af Sigurði og Kristínu er kominn stór og mannvænlegur ættbálkur. Kristín var afreks- kona. Þó hún ætti síðustu árin við vanheilsu að striða, bar hún hana með hetjulund. Guð blessi minn- ingu hennar. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. wLát þú mÍK hcyra miskunn þina aó morxni daKs. því ad þór treyati ók; Kjör mér kunnan þann vok. er ók ó að KanKa, þvi að til þin hef ók sál mína.“ (Sálmarnir 143. 8) Mann setur ætíð hljóðan er fregnin um lát einhvers berst, sem maður metur mikils og er annt um þó svo að það sé gangur lífsins. Amma mín, Kristín Sigurðardótt- ir, fæddist að Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð þann 6. okt. 1906. Ung að árum kynntist hún Sigurði Karlssyni sem síðar varð hennar eiginmaður og fylginautur. Um 1953 fluttu þau hjónin búferlum til Vestmannaeyja, sem varð þeirra heimili til hinstu stundar. Alls áttu þau tíu börn, Maríu, Emil, Jórunni (sem lést 1967), Óskar, Rafn, Jón (sem lést á fyrsta ári), Ernu, Ástu, Fjólu og Val- gerði. Byrjun áttunda áratugsins var henni mikill erfiðis róður. Þann 12. ágúst 1972 féll Sigurður frá og varð það henni mikill missir og harmur, og ekki batnaði það er gosið á Heimaey braust út í janúar 1973. Ekki lét hún bilbug á sér finna og sneri skjótt aftur enda fannst henni hún ekki eiga heima annars staðar en þar. Kristín var öllum góð móðir, amma og langamma og þó svo að ég hafi þekkt hana vel þá hefði ég viljað þekkja hana betur, en oft er ætlunin að framkvæma hlutina þegar það er um seinan. I dag er hin hinsta stund okkar saman, er við ættingjarnir, sem saman komnir eru á einn stað til að fylgja þér til hinstu hvílu, göngum undir hliðið á kirkjugarði vorum sem ber þessi orð: „Ég lifi og þér munuð lifa“; svo að við sjáumst aftur er ég kem þá leið sem þú leggur upp í í dag. É* þckki vck. hann viss uk kIokkut er. ei viliist neinn. er eftir honum [er. En þyrnar vaxa þessum veKÍ á. hann þrunKur er. en samt hann rata má. Hann leidir oss i frið, i frið ok flytur oss aA drottins hjevri hliA. (Steindór Briem) Hávarður Bernharðsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Taktuekki óbarfa áhættu! Sölu og þjónustumaður Þjálfaöur viðgerðarmaður yfirfer allt gangverk og Blllinn afhentur kaupanda I Bllaborgar h.f. tekur við bll öryggisbúnað og lagfærir það sem þörf er á. 7. flokks ástandi og með 6 til sölumeðferðar. mánaöa ábyrgð. Notaöir Mazda bílar með 6 mánaöa ábyrgð. Þeir sem kaupa notaöan Mazda bíl hjá okkur geta veriö fullvissir um aö bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og aö ef leyndir. gallar kæmu íIjós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá að kostnaöarlausu. Firriö yöur óþarfa áhættu í kaupum á notuðum bíl... Kaupið notaöan Mazda meö 6 mánaöa ábyrgð. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23, /sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.