Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunní 19, sími 83033. Áskriftargjald 80 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. „Hvurslags fullyrðingar eru nú þetta!“ Mikla athygli vekur, að Svavar Gestsson félagsmálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingaráðherra skuli velja þann kost að dveljast í útlöndum þessa daga. Ráðherrann hefur stofnað til mikils ófriðar meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar með því að skipa gullkistu- vörð Alþýðubandalagsins, Inga R. Helgason, forstjóra Brunabótafélags Islands. Eins og sjá má er að minnsta kosti þeim úr liði sjálfstæðismanna, sem hingað til hafa verið til þess búnir að taka upp hanskann fyrir ríkisstjórnina, nóg boðið. Þessi pólitíski úlfaþytur ætti í sjálfu sér að nægja til þess að ráðherrann tæki stefnuna heim á hólmann og svaraði gagnrýni þeirra manna, sem til dæmis í andstöðu við flokksbræður sína hafa veitt honum brautargengi í háu ráðherra- embætti. v Þótt ráðherrann sjái ekki ástæðu til að lúta svo lágt að rökstyðja mál sitt gagnvart umbjóðendum sínum, ætti önnur ástæða og öllu afdrifaríkari fyrir þjóðina alla en langlífi ríkisstjórnarinnar að kalla ráðherrann heim í skrifstofu sína. Svavar Gestsson fer með æðstu stjórn heilbrigðismála í landinu. 22. maí sátu stjórnmálaleiðtogar í sjónvarps- sal og svöruðu spurningum blaðamanna. Þá áttu sér stað þessi orðaskipti um kjaradeilu Iækna milli Kára Jónassonar varafréttastjóra útvarpsins og Svavars Gestssonar heilbrigðisráðherra: Kári: „Þið virðist hafa litla tilburði til að leysa þessa alvarlegu deilu. — Hvað ætlið þið að gera? Svavar: Hvurslags fullyrðingar eru nú þetta! Að við höfum litla tilburði að leysa þessa alvarlegu deilu. Kári: Hvaða tilburði hafið þið? Svavar: Hvurslags eiginlega fullyrðingar eru þetta. Að sjálfsögðu gerum við okkur grein fyrir því, að hér er um að ræða einhverja alvarlegustu kjaradeilu, sem upp hefur komið um langt árabil, sem getur komið niður á sjúklingum, veiku fólki hér á sjúkrahúsunum ...“ Þeir, sem á ofangreindan sjónvarpsþátt horfðu og fylgdust með belgingi Svavars Gestssonar heilbrigðisráðherra og hneykslan, væntu þess að sjálfsögðu, að ráðherrann beitti sér fyrir skjótri lausn á þessari „einhverri alvarlegustu kjaradeilu" síðustu ára og ráðherrann myndi leggja sig allan fram í því skyni. Hefur heilbrigðisráðherra ef til vill verið að ræða um neyðarástandið á sjúkrahúsunum á íslandi og kjaradeilu lækna á ferð sinni um Sviss og Frakkland undanfarnar vikur? Með framkomu sinni í þessu máli hefur Svavar Gestsson staðfest réttmæti spurningarinnar, sem Kári Jónasson lagði fyrir hann fyrir tæpum mánuði. Þótti ráðherrans og hneykslan stafaði af skömm vegna eigin aðgerðaleysis og fálms Ragnars Arnalds fjármálaráðherra. Heilbrigðisráðherra hefur bitið hausinn af skömminni með framferði sínu í þessu máli síðan. Abyrgð eins flokks Davíð Oddsson formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsti áliti sínu á skoðanakönnun Vísis, þar sem Sjálfstæðisflokknum var spáð glæsilegum meirihluta í borginni í næstu sveitarstjórnakosningum, hér í blaðinu á þriðjudag og sagði meðal annars: „Það kemur sem sé í Ijós að vinstri flokkarnir fá miklu minna fylgi í borgarstjórnarmálum en í landsmálum meðal þess hóps sem spurður er. Menn gera sem sagt enn verulegan mun á því, hvort þeir vilji kjósa glundroðaflokkana til að hafa á hendi framkvæmdastjórn höfuðborgarinnar eða hvort þeir kjósi þá til setu á Alþingi. Það sem sjálfsagt veldur þessu, er sá raunhæfi möguleiki á meirihlutastjórn eins flokks sem fyrir hendi er í borgarstjórn Reykjavíkur en ekki á Alþingi. En þessi niðurstaða er án efa þýðingarmesti þátturinn í þessari könnun Vísis. Mætti segja mér, að þessi staðreynd kynni að skipta sköpum seinni hluta maí 1982.“ Hér hreyfir Davíð Oddsson máli, sem ekki er unnt að vísa á bug á þeim forsendum, að úrtakið í skoðanakönnun Vísis sé ef til vill of lítið eða ekki sett saman á réttan hátt. Starfshættir vinstrimeirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ekki verið á þann veg, að borginni sé betur stjórnað nú en áður eða meirihlutanum hafi vaxið þróttur við átökin, þvert á móti vottar fyrir uppdráttarsýki, málefnafátækt og hugmyndaskorti. Ásókn ráðamanna meirihlutans í há embætti í borgarkerfinu segir sína sögu um mat þeirra sjálfra á framtíðinni. Auðvitað væri æskilegast, að reglan um ábyrgð eins flokks takmarkaðist ekki við stjórn sveitarfélaga heldur næði einnig til landstjórnarinnar. Svo virðist sem Frakkar átti sig á því, hve miklu skiptir að útiloka pólitísk hrossakaup á æðstu stöðum og fylki sér ekki síst af þeim sökum um jafnaðarmannaflokk Francois Mitterrands. Starf sjálfstæðismanna í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og matið á stjórn þeirra á málefnum höfuðborgarinnar í hálfa öld fram til 1978 leiðir til þess, að Reykvíkingum finnst eðlilegt að hafna þríeyki vinstrimeirihlutans. Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar leggur blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar. Fylgst með hátíðarhöldunum. Ljósm. Mbl. Kristján. (4 Blómsveigur hefur verið lagður að minnisv Thoroddsen. Þjóðhátíð tókust mi • „ÞETTA tókst í alla staði mjög vel og er öllum til sóma er að stúðu," sagði Þorsteinn Eggertsson formað- ur Þjóðhátíðarnefndar i samtali við Mbl. er hann var spurður að því hvernig til hefði tekist með 17. júní þctta árið. Hátíðahöldin hófust með hefð- bundnum hætti, samhljómi kirkju- klukkna og um tíuleytið lagði forseti borgarstjórnar, Sigurjón Pétursson, blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Skömmu síðar hófust hátíðahöldin á Austurvelli en þar hélt formaður Þjóðhátíðarnefndar ávarp og setti hátíðina. Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, lagði blóm- sveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar. Forsætis- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, hélt ávarp og athöfgninni lauk með ávarpi Fjallkonunnar er Helga Stephensen leikkona flutti. Geysilegur mannfjöldi var saman- kominn í miðbæ Reykjavíkur um / daginn, en einnig voru hátíðahöld í Árbæ og Breiðholtshverfi. Klukkan _________Helgi Hálfdanarson:___ Einu sinni va Fyrstu kynni mín af lækna- stéttinni, svo ég muni til, voru þau, að héraðslæknirinn á Sauð- árkróki, Jónas Kristjánsson, óð ofan í kok á mér með skeið. Þessar aðfarir þóttu mér hinar dólgslegustu, og lagði ég nokkra fæð á fant þennan um stundar- sakir. Síðar lærðist mér þó að meta þann mann á annan veg. Jónas Kristjánsson var ljúf- menni, sem allir virtu og báru traust til. Og hann var flekklaus heiðursmaður, sem lét skyldur sínar fyrir öllu ganga, lögboðnar og siðferðilegar skyldur, sem hann hafði ekki aðeins af frjáls- um vilja tekizt á herðar, heldur af áhuga að vinna samfélagi sínu það gagn, sem hann hefði hæfi- leika og þrek til. Starf héraðslæknis á þeirri tíð þætti víst ýmsurn nú á dögum lítt fýsilegt, enda var það erfitt og slítandi, jafnvel ekki síður en starf sjómanns eða bónda, þó að það gæfi að vísu á ýmsan hátt meira í aðra hönd. Ahyggjur voru að sjálfsögðu þrotlausar, þar sem einstæðingsskapur og mannleg mistök ógnuðu við hvert fótmál. Og æði margt þurfti Iæknirinn að annast á eigin kostnað, sem nú þykir þörf að bætt sé með ýmsum hætti. Jónas Kristjánsson fékkst ekki um slíkt. Auðvitað hafði hann laun, sem flestum hefðu þótt nægileg; og það var honum vel ljóst, enda lét hann fara sem fara vildi um aðrar greiðslur sem hann gat gengið eftir. Jónas var í sífelldum ferðalög- um um hérað sitt. Hann hafði hesta á fóðrum til skyndiferða á öllum tímum árs; ekki gat hann treyst því, að sjúklingar úti um allar sveitir gætu kostað undir hann reiðskjóta, því víða var fátækt mikil á þeim tímum. Oft bar svo við, að hann væri sóttur til konu í barnsnauð einhvers staðar í sveitinni. Þá var ekki spurt, hvað klukkan væri, ekki spurt um veður, ekki spurt um færð fyrir menn og hesta, og sízt af öllu var spurt um gjaldþol verðandi foreldra. Þá kom fyrir, að Jónas heyrðist tauta til konu sinnar, meðan hann var að raða í töskuna: „Hansína, ég þarf að fá lak utan um tengurnar." Og þá vissi Hansína Benediktsdóttir hvað klukkan sló, og lét kannski koddaver og sængurver fylgja lakinu, „utan um tengurnar". Hvað skyldi reikningur Jónasar fyrir slíka reisu hafa verið hár? Jónas læknir barðist ósleiti- lega fyrir framförum heilbrigð- ismála í héraði sínu, bættum húsakosti og hreinlæti, hollustu í mataræði og lifnaðarháttum, og umfram allt eflingu sjúkra- húss og heilsugæzlu. En hann vissi hvað til þurfti, og ávítaði sveitaryfirvöld harðlega fyrir sparnað, sem kæmi verst við þá sem fátækastir væru; og hann krafðist þess opinberlega, að útsvör á Sauðárkróki yrðu stór- hækkuð á þeim sem helzt gætu borið þau; en í þeim flokki taldist hann sjálfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.