Morgunblaðið - 26.06.1981, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981
Sólskinsdagur
í Reykjavík
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið
sumarlegt um að litast í borginni í gærdag. Hvert
sem auga varð litið virtist fólkið njóta veðurblíðunn-
ar, ígörðum sínum, við sundlaugarnar, á strætum
úti og útivinnandi fólk víða um bæinn. Blaðamaður
og ljósmyndari Mbl. spjölluðu við þá sem á vegi
þeirra urðu og smelltu myndum.
Bornin léku sér og busluðu í góða veðrinu i gær i sundlaug
Breiðholts.
Linda og Auður heita þessar
myndarlegu stöllur sem
blm. og Ijósmyndari hittu i
Lækjargötunni. „Við eigum
bara að nota góða veðrið á
meðan það gefst. Annars
erum við nýbyrjaðar að
hjóla, sögðu þær aðspurðar
og hurfu að þvi búnu á
braut.
En það voru ekki eingöngu
börn og unglingar sem blm.
og ljósm. sáu á ferð sinni um
borgina. Hjá bænum Breið-
holti bar fyrir augu okkar
öldruð hjón, þau Bótólf
Sveinsson og Margréti Er-
lingsdóttur, sem voru í óða
önn að raka saman heyi.
Sögðust þau hafa búið þarna
í rúm 45 ár. en nú i fyrradag
hefðu siðustu dýrin verið að
fara frá þeim þ.e.a.s. síðustu
hestarnir þeirra.
Hún Rannveig Kristjáns-
dóttir var einnig að selja i
Austurstrætinu á útimark-
aðnum og tjáði hún okkur
að það væri miklu betra að
vinna svona undir beru lofti
og einnig væri miklu meira
að gera á svona sólríkum
dögum. eins og var hjá
okkur Reykvíkingum í gær-
dag.
Hún Birna B. Bernd-
sen var að selja gang-
andi vegfarendum í
Austurstrætinu blóm
þegar blaðamann bar
að garði. Sagði Birna
er hlaðamaður spurði
hana um sölu á slík-
um góðviðrisdegi að
það væri áberandi
meira af fólki sem
verzlaði hjá sér þegar
sólin skini og meira
fólk væri einnig i
bænum yfirleitt.
Ljásm. Gmilfa.
Maria Schneider og Brigitta Hullenberger sögðu aðspurðar að þær hefðu verið
hérlendis i tíu daga og ferðast kringum landið. Kváðust þær vera frá Innsbruck
og færu aftur heim á morgun. Þær voru að sögn undur hrifnar aí landinu og
fólkinu og sögðust gjarnan geta hugsað sér að koma aftur til landsins.