Morgunblaðið - 26.06.1981, Síða 19

Morgunblaðið - 26.06.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1981 19 Vorið kom Staðarbakka. MiðfirAi. 25. júni. MJÖG gott veður hefur verið hér síðustu viku, en segja má að þá hafi vorið komið. Hér sprettur oftast fljótt um leið og tíð batnar og eru tún nú farin að spretta ágætlega. Víða er mikið kal og á nokkrum stöðum er unnið að því að græða upp skemmd tún. Túnin eru þá plægð upp og sáð í þau grænfóðri, en slíkt krefst mikillar vinnu. Vegna kuldans er ekki alls staðar búið að láta út kýr, en það er nokkuð óvenjulegt miðað við að komið sé fram í lok júnímánaðar. Af félagslífi er það helst að segja að kirkjukórar hér í nágrenninu eru nú sem óðast að undirbúa sig fyrir mikið fyrir viku kóramót, sem haldið verður á Akureyri um næstu helgi. Ennfremur er ráðgert að halda samkomu á Stóru-Giljá seinna í sumar, en þá verður afhjúpaður minnisvarði um fyrstu kristniboðana, sem hingað komu til landsins. Um þessar mundir eru fjögur einbýlishús í byggingu á Laugarbakka, en þar er nú að myndast þéttbýliskjarni. Astand vega hefur verið nokkuð sæmilegt það sem af er, en nú er unnið að því að leggja nýjan veg á milli Hrútafjarðar og Miðfjarðar og er ráðgert að hann komi í gagnið í vetur. Með tilkomu hins nýja vegar styttist leiðin þarna á milli nokkuð og verður auk þess öruggari yfir vetrarmánuðina. — Benedikt. í gær gekkst Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar fyrir ferðalagi fyrir aldraða á Njáluslóðir og var þessi mynd tekin er lagt var upp í ferðina frá Austurvelli. Rolf Karlsson á íslandi Rolf Karlsson talar á einni af samkomunum sem hann hélt i Rcykjavik í september sl. SÆNSKI trúboðinn Rolf Karls- son, höfundur bókarinnar „I.jós í myrkri“. kemur til landsins i das. föstudag. Rolf kom hingað i september sl. og hélt þá 6 sam- komur i Filadelfiukirkjunni i Reykjavik fyrir fullu húsi. Fyrsta samkoma Rolfs hér á landi að þessu sinni verður í íþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Á laugardag og sunnudag 27. og 28. júní, verða einnig samkomur á sama stað og sama tíma. Frá Akureyri fer Rolf til Vest- mannaeyja þar sem hann tekur þátt í 60 ára afmælismóti Hvíta- sunnumanna hér á landi. Fyrsta samkoma Rolfs í Vestmannaeyj- um verður í íþróttahöllinni þriðju- daginn 30. júni kl. 20.30. Síðan verða samkomur haldnar á sama tíma og sama stað fram eftir vikunni. Til Reykjavíkur kemur Rolf frá Vestmannaeyjum og heldur þar samkomur á vegum Fíladelfíu- safnaðarins allt þar til hann fer 13. júlí nk. Trúboðsstofnun Rolfs Karlsson- ar hefur gefið stór upplög af bókinni „Ljós í myrkri" til dreif- ingar hér á landi. Aðalfundur Samvinnutrygginga: Iögjaldatekjur jukust um nær 50% AÐALFUNDIR Samvinnutrygg- inga g.t., Liftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafé- lags Samvinnutrygginga hf. voru haldnir í Reykjavik 23. júni. Fund- irnir voru haldnir i nýjum fundar- sal á 5. hæð í Ármúla 3 sem þar með var notaður i fyrsta sinn. Fundarstjóri var Jón Helgason alþm. í Seglbúðum. Erlendur Ein- arsson stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar fyrir árið 1980. Ilallgrímur Sigurðsson fór yfir og skýrði reikninga Samvinnutrygg- inga, og Jón Rafn Guðmundsson greindi frá afkomu Andvöku og Endurtryggingafélagsins. Iðgjaldatekjur Samvinnutrygg- inga jukust um 49,9% og urðu 7.352,3 millj. gkr. Tjón hækkuðu hins vegar um 69,4%, og tjónapró- senta félagsins varð 75,9%. Hagn- aður á rekstrarreikningi varð tæp- Frá aðalfundi Samvinnutrvgginira. ar 2,2 millj. en eigið fé, að viðbætt- um duldum sjóðum, jókst um 60,7% og nam í árslokin 3.573,1 millj. Hagnaður varð af bruna-, sjó-, ábyrgðar- og slysatryggingu, en á bifreiða- og endurtryggingum varð tap. Tapið á bílatryggingum varð 192.4 millj., þar af 28,0 millj. á ábyrgðartryggingum, 99,3 millj. á kaskótryggingum og 80,7 millj. á framrúðutryggingum. Iðgjöld Andvöku jukust um 46,3% og urðu 403,8 millj. Iðgjöld Endurtryggingafélagsins urðu 2.557.4 millj. og hækkuðu milli ára um 99,1%. Samtals voru því ið- gjaldatekjur allra félaganna þriggja 10.313,5 millj. og jukust um 59,5%. I tilefni af ári fatlaðra var samþykkt að Samvinnutryggingar legðu fram 75 þús. nýkr. til Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, og Andvaka 25 þús. kr., eða samtals 100 þús. kr. í stjórn félaganna eiga nú sæti þeir Erlendur Einarsson forstjóri, formaður, Valur Arnþórsson kfstj., varaformaður, Ingólfur Ólafsson kfstj., Ragnar Guðleifsson kennari og Karvel Ögmundsson frkvstj. Fulltrúi starfsmanna í stjórninni er Þórir E. Gunnarsson fulltrúi. Grillsteik Bógsteik T-bonesteik Roast Beef Snitchel Hakk 10 kg nautahakk Innanlæri Hamborgarar stk 49.50 prl 113.00 4.70 Ath: Lambarifin marineruöu tilbúin á grillið aöeins kr. 28.60 pr kg. Ódýra baconið kr. 43.00. Ath. þetta góða verð. Opið í hádeginu á föstudögum. Lokað á laugardögum. L AUGALÆK 2. Sími 86511. ^©TjWDDö^ vörukynning ss í SS búóinni Laugavegi 116 í dag kl 2-7 Komið og bragðið á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.