Morgunblaðið - 26.06.1981, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ1981
EKKI DVTTl AAéft í HUQ /tPPORSA
25 KR FyPlR- AP FÁ AÐ GlAPA 'A
þiGÍ"
ást er...
... að líta Ijúft til
hennar.
TM Reo U.S. P»l. Ott —»11 rights rwerved
e 1981 Los Anjeles Tlmes Syndlcate
Þú vildir vita hvað ég væri að
bjástra við á rannsóknarstof-
unni — ekki rétt?
HÖGNI HREKKVÍSI
„ btTTA FyeuR FUóLANA Fft'A PLONTUNUM . ’
„NÚ MÓÐtABlRÐU TbNLlSTARKE-NMARANN MINN."
Um vísindi
og fljúgandi
furðuhluti
Guðmundur MaKnússon skrifar
og ættu nú báðir aðilar að vera
búnir að koma skoðunum sínum á
framfæri:
„Bréf Ólafs St. Pálssonar í Vel-
vakanda 23. júní sl. „Fordómar hafa
hamlað þekkingaröflun og framför-
um“, sem er svar við grein minni í
Mbl. 12. júní „Fljúgandi furðuhlutir:
trúin og veruleikinn", gefur tilefni
til andsvara með því þar er að finna
rangfærslur, missagnir og hugsana-
villur sem leiðrétta ber.
Að stöðva fram-
farir vísinda
Ég minnist þess að hafa látið þau
orð falla við kunningja mína að ef
einhver úr söfnuði þeim er trúa vill
á fljúgandi furðuhluti (FFH) svar-
aði grein minni, yrði ég áreiðanlega
sakaður um að standa í vegi fyrir
framförum vísindanna og sennilega
líkt við rannsóknarréttardómara
miðalda. Sá spádómur gekk eftir
eins og bréf Ólafs er til vitnis um.
Lesendur mega þó ekki halda að ég
sé gæddur yfirnáttúrulegum for-
sagnarhæfileikum: vissa mín stafaði
af því einu að ég hef kynnst því að
slíkur áburður er rauður þráður í
málsvörn gervivísinda, hvaða nafni
sem þau nefnast. Lesið rit Erich von
Dánikens, Immanúel Velikovskys,
Joseph Rhines, J. Allen Hyneks, svo
nokkrir formælendur gervivísinda
séu nefndir. og sannfærist.
Ásökun Ólafs er tilhæfulaus með
öllu. Sú hugmynd hans, að þeir sem
afhjúpað hafa sögur um FFH sem
blekkingar og missýnir, hindri vís-
indalegar framfarir, byggir á van-
þekkingu á sögu vísindanna og
starfsemi vísindamanna samtím-
ans. En þótt ég hafi sérstakan
áhuga á rökræðum um eðli vísinda
held ég að ástæðulaust sé að efna til
umræðu um það efni í Velvakanda.
Nóg er að benda Ólafi á fjögur
mikilsverð atriði:
Ilvar værum við stödd
án efasemdanna?
1. Ef efasemdarmenn hefðu ekki
kvatt sér hljóðs og borið brigður á
þúsundir vitnisburða um heimsókn-
ir vitspiunavera frá öðrum hnöttum
í fljúgandi furðuhlutum væru mis-
skynjanir og blekkingar partur af
almennum sannindum, og kannski
komnar á námsskrá í skólum. Menn
í FFH-söfnuðum hafa ekki átt þátt í
að afhjúpa sögur um fljúgandi
furðuhluti. Þeir hafa aftur á móti
gleypt við fjarstæðukenndustu lyg-
um og auglýst í bókum og fjölmiðl-
um.
2. Enginn hefur reynt að leggja
stein í götu þeirra sem rannsaka
vilja FFH. Slíkar rannsóknir hafa
menn fengið að stunda óáreittir í
nær aldarfjórðung, og til marks um
umfang þeirra má geta þess að í
Bandaríkjunum einum munu vera
reknar um 200 sjálfstæðar rann-
sóknarstöðvar sem eingöngu beina
athyglinni að FFH. Við erum enn
engu nær — engar marktækar og
trúverðugar sannanir hafa verið
lagðar fram.
Vísindarithöfundurinn Philip J.
Klass, einn af ritstjórum tímarits-
ins Aviation Week & Space Tcch-
nolugy, sem margir Islendingar
kannast við, hefur boðið hverjum
þeim sem fært getur óyggjandi
sannanir fyrir heimsókn vitsmuna-
vera frá öðrum hnöttum til jarðar-
innar tíu þúsund Bandaríkjadali í
verðlaun. Þetta boð hefur staðið frá
árinu 1966 og margsinnis verið
ítrekað í víðlesnum blöðum. Enn
hefur enginn gefið sig fram og
hreppt verðlaunin. Hvað veldur? Ég
eftirlæt lesendum að ráða þá gátu.
Með or móti
Darwin og Galileo
3. Það er rétt að róttæk nýmæli í
vísindum, s.s. þróunarkenning
Darwins og sólmiðjukenning Gali-
leos, mættu skilningsleysi og mót-
stöðu á sínum tíma. (Dæmi Ólafs af
Kópernikusi er á hinn bóginn
óheppilegt með því andmæli gegn
hugmyndum hans voru sannarlega
ekki byggð á hleypidómum einum
eða fastheldni. Gegn þeim mátti
færa rök sem voru um margt
skynsamleg miðað við þekkingu
þeirra tíma, sbr. Herbert Butter-
field: The Origins of Modern Sci-
ence, London 1948, bls. 59). En það
er umhugsunarvert fyrir Ólaf að
Darwin og Galileo mættu haturs-
fullum árásum skilningslauss al-
mennings, en ekki bara andstöðu
ríkjandi vísindastofnana. Gervivís-
indin (FFH-fræði, stjörnuspeki,
dulsálarfræði o.s.frv.) sækja hins
vegar styrk sinn í vanþekkingu og
hleypidóma almennings.
Eg held að það hljóti að vera
skynsamleg viðmiðunarregla að ef-
ast um byltingarkenningar i vísind-
um sem lærdómsmenn vilja ekki
fallast á, en almenningur styður af
ákefð og miklum tilfinningahita.
Vísindasaga Vesturlanda gefur það
a.m.k. til kynna.
Visindabyltingar
án mótspyrnu
4. Á þessari öld hafa orðið róttæk-
ar breytingar á þekkingu vísinda-
manna og afstöðu þeirra til ran-
nsóknarefna sinna. I því viðfangi
má benda á næsta reyfaralegar
framfarir í eðlisfræði og líffræði á
undanförnum áratugum. Af hverju
voru þær ekki stöðvaðar? Hvar voru
„fordómarnir" þá? Þessar framfarir
urðu án íhlutunar fjölmiðla, sjón-
hverfingarmenn gervivísinda komu
þar hvergi nærri og almenningur
hafði varla hugmynd um hvað var
að gerast. Staðreyndin er sú að
vísindi, sem rísa undir nafni, þrífast
best án múgæsingar, öndvert við
gervivísindin.
Að sanna og afsanna
Ef undan er skilin ásökun Ólafs
um fordóma gegn nýmælum í vís-
indum, sem ég hef vísað á bug, er
það höfuðatriði í bréfi hans í
Velvakanda að „ekki nokkur vís-
indaleg sönnun né afsönnun" fyrir
tilvist FFH sé fyrir hendi, svo
orðrétt sé vitnað í bréf hans. Ég er
hjartanlega sammála Ólafi um
þetta atriði. Þess vegna skrifaði ég
greinina í Mbl. hér á dögunum.
Aftur á móti mátti lesa það út úr
viðtali við Ólaf í Mbl. á hvítasunnu-
dag, að hann teldi að sögur um FFH
hefðu við rök að styðjast. Hann
hefur því skipt um skoðun og
ástæða er til að óska honum til
hamingju með það.
í hugtakið afsönnun leggjum við
Ólafur bersýnilega ólíkan skilning
og í umfjöllun um það verður
honum á hugsanavilla. Sönnunar-
byrðin hvílir ekki á þeim sem neita
að trúa sögum um FFH, heldur á
hinum sem segja þær og breiða þær
út. Það er auðvitað hægt að halda
fram kenningum af öllu tagi: t.a.m.
England
ekki sama
og Bretland
Bókaormur skrifar:
Ég var að lesa mér til mikillar
ánægju bókina frá Almenna bóka-
félaginu „Heimsstyrjöldin 1939—
’45“. Það er fróðleg bók. Ég hafði
lagt til hliðar ritdóm Jóhanns
Hjálmarssonar í Morgunblaðinu
11. júní, þar sem ég vil heldur lesa
ritdóma eftir að ég hefi sjálfur
lesið viðkomandi bók eða leikdóma
eftir að hafa séð viðkomandi leik-
sýningu. Að öðrum kosti vilja
slæðast fordómar i hugskotið, áður
en maður hefur tækifæri til að
móta eigin skoðun.
í þessum ritdómi sá ég dálítið
skrýtið. Þar segir um ágæta þýð-