Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1981
Sjö dauðasyndir
hermdarverkastefnu
IIÖFUNDUR þessarar
tjreinar er Paul Johnson,
fyrrverandi aðalritstjóri
„New Statesman“ í London
ok höfundur margra hóka,
þar á meðal „Saga kristn-
innar“ og „Ovinir samfé-
lassins“. _ — Þýðinguna
Kerði sr. Árelíus Níelsson.
Lítum fyrst á bakhlið vanda-
máls þess, sem nefnt er ÓKnar-
stefna.
Það er nefnilega rangt að líta
ógnarstefnu sem eitt einkenni
þess djúprætta böls, sem þjáir
samfélagið og þjóðirnar sem hluta
þess yfirgangs og þeirra æsinga,
sem birtast í æskulýðsuppþotum,
stúdentaóeirðum, skemmdar-
verkastarfsemi, knattleikja-
ærslum, í tengslum við skugga
atómsprengjunnar, vaxandi
hjónaskilnuðum, ófullkominni vel-
ferðarþjónustu og skorti.
Slík skýrgreining endar í mein-
ingarlausri uppgjafaryfirlýsingu,
sem skellir skuldinni á samféiagið
sjálft og segir:
„Þetta er okkur öllum að
kenna."
Sannleikurinn er sá, að alþjóð-
leg ógnarstefna er ekki hluti
mannlegra vandræða yfirleitt.
Hún er sérstakt vandamál út af
fyrir sig og engu öðru líkt.
Og þar eð hún er sérstæð og
einstæð, þar eð unnt er að ein-
angra hana úr öllu samhengi frá
því, sem elur hana af sér, þá er
hún víðráðanleg og unnt úr að
bæta. Það er hið fyrsta, sem
verður að gera sér ljóst.
En að segja ógnarstefnu viðráð-
anlega er ekki til að draga úr
ægistærð og hættu þessa viðfangs-
efnis. Þvert á móti: Það er nær
ókleift að gera of mikið úr þeim
ógnum, sem ofbeldisstefnan veld-
ur menningu samtíðar, því ólíkt
mörgum öðrum aðsteðjandi hætt-
um, þá hefur henni aldrei verið
fullnægt, né eðli hennar kannað.
Þvert á móti eykst hún og eflist
með ári hverju. Og ein ástæðan til
þess er sú, að mjög fáar þjóðir
hins siðmenntaða heims, stjórn-
endur þeirra, þing og fjölmiðlar —
og almenningur yfirleitt, taka
ógnarstefnu alvarlega.
Fjöldinn yfirleitt, sem vantar
nægilega og sögulega þekkingu og
yfirsýn, gerir sér ekki grein fyrir
hve brothætt okkar marglofaða
menning er.
Fólk yfirleitt gerir sér ekki
grein fyrir því, að menning gengur
í öldum, fellur og hnígur, hún
verður brotin niður, og hefur verið
tætt sundur af illum öflum.
í straumi þeirra alda, sem við
getum greint, eru þrjú skuggaleg
tímabil að minnsta kosti.
Eitt þeirra var á þriðja árþús-
undinu fyrir Krist og malaði niður
menningu hins forna konungdæm-
is Egypta, þeirrar menningar, sem
reisti pýramídana.
Annað gekk yfir í lok annars
árþúsunds fyrir Krist og eyddi
mycensku menningunni í Grikk-
landi, menningu Krítar og keis-
aradæmi Hetíta og miklu meira.
En það þriðja þekkjum við best.
Eyðingu rómverska keisaradæm-
isins, sem tilheyrði Vesturlöndum
á fimmtu'öld eftir Krist.
Það tók Evrópu 800 ár, að ná sér
eftir það afhroð að skipulagi,
tækni og lífsháttum. Þessar hörm-
ungar áttu ýmsar orsakir, en samt
var sameiginlegur slysaþáttur í
þeim öllum.
Þessar örlagabylgjur dundu yfir
þegar tæknileg þekking á málm-
um og notagildi hráefna, efldi vald
viilimennskunnar til jafns við
siðmenningaröflin eða meira í
krafti vopna sinna bæði að magni
og kostum. Á síðasta snúningi
stendur eða fellur svokölluð
menning ekki vegna samninga
heldur vegna vopna.
Óvinir samfélaífsins
í lok síns mikla sagnfræðirits,
„Hnignun og endalok rómverska
keisaradæmisins", segir Edward
Gibbon:
„Hinar villtu þjóðir jarðkringl-
unnar eru sameiginlegir óvinir
hins siðmenntaða samfélags, og
með kvíða og óttablandinni for-
vitni megum við spyrja, hvort
Evrópu sé ekki enn þá ógnað með
endurtekningu þeirrar ógæfu, sem
áður felldi her og stofnanir Róma-
borgar í rústir."
Þegar þetta var ritað um 1780, á
þröskuldi iðnbyltingarinnar, taldi
Gibbon sig geta svarað þessari
spurningu neitandi með skyn-
samlegum rökum.
Hann mat rétt styrkleika hins
siðvædda heimshluta, sem mundi
fara vaxandi og hann taldi öruggt,
að vísindalegar og skynsamlegar
forsendur, sem sá styrkur byggð-
ist á, yrðu enn traustari horn-
steinar með hverju ári sem leið.
En nú, nær 200 árum síðar,
getum við ekki verið eins viss og
örugg.
Máttarsúlur hlutlægra vísinda
og mannlegrar skynsemi, skoðanir
á gildi laganna, drottinvald
stjórnunar yfir ofbeldi, allt þetta
er alls staðar í vaxandi mæli í
varnarstöðu.
Vald villimennsku og ofbeldis,
sem skapar þessa varnarstöðu eða
hólmgöngu færist stöðugt í auk-
ana, er fjölþreifnara og umfram
allt betur vopnum búið.
Vopn þau, sem hryðjuverka-
mönnum eru nú handhæg, tæknin
til að beita þeim og ekki sízt sú
skipulagssnilli, sem þessum vopn-
um og tækni er búin, bæði í sókn
og vörn, er allt í örum vexti og í
svo hröðum mæli — að þar
standast gagnráðstafanir samfé-
lagsins hvergi snúning.
Tökum eitt dæmi — Norður-
Irland. I ágúst í fyrra (1979) drápu
hryðjuverkamenn IRA-samtak-
anna Mountbatten lávarð og fleiri
af hans mönnum. Og í annarri
árás sama dag urðu þeir 18
brezkum hermönnum að bana.
Sjálfir urðu þeir ekki fyrir
neinum áföllum. Slik heppni má
teljast algengt fyrirbrigði.
En til þess eru tvær ástæður.
Hin fyrri er endurreisn hinnar
gömlu fylkingar sjálfboðaliða
IRA, sem fregnritarar BBC segja
um: „Það eru leynivarnir eftir
nýjustu tízku, velskipulagðar og
vopnum búnar af sígildri, lífrænni
gerð, líkast frumum í lífvef, sem
heita má ókleift að komast í
gegnum eða sigrast á.“
Á einni nóttu til dæmis gátu
þeir komið fyrir 49 sprengjum í 22
borgum víðsvegar um Norður-
írland, sem að dómi BBC ætti að
hafa samsvarað starfi herdeildar í
beztu röð hertækni.
Hin ástæðan er sú, að röðun og
dreifing vopna, sem þeir nota nú
og kostir þeirra eru í einu og öllu
ægilegt viðfangsefni.
Hinar ógnvekjandi framfarir í
vopnabúnaði og skipulagningu má
telja alþjóðlegt vandamál, styrkur
þeirra, vopnabirgðir og tæknivæð-
ing.
Ógnarstefnan er ekki einangrað
þjóðlegt fyrirbrigði, sem einhver
einstök þjóð gæti upprætt eða
ráðið við.
Hryðjuverkastarfsemin er al-
þjóðleg ógnun — opinber og yfir-
lýst styrjöld gegn sjálfri siðmenn-
ingu mannkyns, sem einungis
alþjóðlegt samstarf og samstaða
menningaraflanna gæti unnið
bug á.
Gegn þeirri fullyrðingu að
hryðjuverkamenn séu ekki óvinir
menningar, þareð þeir séu oft
sjálfir hugsjónamenn með æðstu
fullkomnun mannkyns að tak-
marki, mundi ég fullyrða, að
hryðjuverkamaður gæti aldrei
verið hugsjónamaður, og þau verð-
mæti sem hann metur og sækist
eftir geta aldrei réttlætt ógnar-
stefnu.
Því hvað er ógnarstefna?
Hún er undirbúið. skipulagt
morð af ásettu ráði, sem beint er
að og unnið á saklausum til að
skapa öðrum og öllum ótta, sem
Kreiðir vck að pólitísku mark-
miði.
Samkvæmt þessari skilgrein-
ingu eru aðgerðir og aðstaða
ógnarstefnunnar, ekki aðeins gegn
einstaklingum, ekki einungis
gagnvart einstökum þjóðum, held-
ur gegn mannkyni öllu í raun og
veru af hinu illa, nauðsynlega af
hinu illa og algjörlega af hinu illa.
Þar eru auðsæjar sjö orsakir, sem
hér verða nefndar: Hinar sjö
dauðasyndir ógnarstefnunnar.
Dýrkun ofbeldis
í fyrsta lagi er ógnarstefnan
dýrkun ofbeldis af ráðnum hug og
köldu blóði fremur öllum öðrum
pólitískum aðferðum.
Nýtízku hryðjuverkamaður
vinnur ekki að ofbeldi sem nauð-
synlegum glæp eða illvirki, heldur
sem æskilegri starfsaðferð.
Hægt er að skilgreina skyn-
samlegan bakgrunn á nútíma
hryðjuverkamynstrum.
Þetta viðfangsefni á ekki aðeins
upptök sín í réttlætingu Lenins og
Trotskys á ofbeldi, heldur fyrst og
fremst í heimspeki ógnarstefnu
Nietzche og Heideggers, eins og
hún er túlkuð eftir síðustu heims-
styrjöld og lofsungin víðsvegar af
Sartre, félögum hans og lærisvein-
um.
Síðan 1945 hefur enginn fremur
en Sartre haft áhrif á æskuna og
unga fólkið, og enginn hefur
honum fremur fjötrað vinstri
stefnu í lögum ofbeldis.
Það var hann sem lagaði orða-
val sitt eftir máltækni, sem algeng
er í þýzkri heimspeki, að samhæfa
pólitísk hugtök, svo að orðin
breyta um merkingu, samsvara og
jafngilda einhverju öðru. Þannig
fékk orðið „ofbeldi" sýna réttlæt-
ingu í huKsjónalegum tilgangi.
Árið 1962 segir Sartre: „Mér er
það aðalvandamál að hafna kenn-
ingunni um, hvort vinstri öflin
ættu ekki að svara með ofbeldi."
Takið eftir orðalaginu hjá hon-
um ekki „vandamál" „heldur" ein-
ungis aðalvandamál.
Sumir þeirra, sem urðu fyrir
áhrifum af Sartre, gengu miklu
lengra í þessari hugtakafölsun,
sérstaklega Franz Fanon.
Áhrifamest allra ritverka hans,
Le Dammé de la Terre „Ógnir
heimsins", sem sækir sína fyrir-
mynd til Sartre, hefur ef til vill
leikið aðalhlutverkið í útbreiðslu
ógnarstefnu til „þriðja heimsins".
Ofbeldið er túlkað sem frelsi,
grundvallaratriði í skáldskap
Sartre.
Hann skrifar í formála bókar:
„Fyrir svartan mann er það afrek
að skjóta Evrópumann niður líkt
og að fella tvo fugla með sama
steininum, drepa kúgarann og
þann, sem hann kúgar, samtímis."
Með morðinu er of-
beldismaðurinn endurbor-
inn — frjáls
Fanon prédikar ofbeldið sem
óhjákvæmilegt andsvar til félags-
legrar og siðferðilegrar hnignunar
fyrir hinn kúgaða.
„Ofbeldi út af fyrir sig“, skrifar
hann, ofbeldi framið af þessu
fólki, ofbeldi skipulagt, fram-
kvæmt og kennt af foringjum
gerir fjöldanum mögulegt að
skilja sanngildi samfélagsins og
gefur þeim lykilinn að þeim leynd-
ardómi.
Hugmynd „hins skipulagða og
utanlærða ofbeldis" sem fyrir-
mynd í fari hinna útvöldu er að
sjálfsögðu yfirskrift og megin-
regla ógnarstefnunnar.
Fanon gengur enn lengra: „Frá
sjónarhóli einstaklinganna er
ofbeldið hreinsunarathöfn. Það
losar hinn kúgaða við minni-
máttarkennd sína, örvæntingu og
aðgerðaleysi."
Þetta er nákvæmlega sú hugs-
unarstefna, sem gerir ofbeldi
jákvætt og skapandi og eflir
hryðjuverkamenn til hinna hrylli-
legustu hermdarverka, sem þeir
eru ábyrgir fyrir.
Að sjálfsögðu var sama fullyrð-
ingin — nær orði til orðs — notuð
af Hitler á sínum tíma: „Dyggðin
liggur í blóðsúthellingum." Þess
vegna má þannig álíta fyrstu
dauðasynd ógnarstefnunnar vera
réttlætingu morðs siðferðilega
séð, ekki einungis vegna fram-
kvæmda þess, heldur í sjálfu sér
saklaust.
Bæling siðakennda
Önnur dauðasyndin í fram-
kvæmd og þágu ógnarstefnu er vel
grunduð bæling siðgæðiskennda
mannssálar.
Skipuleggjendur ógnarstefnu og
hryðjuverka hafa fundið, að ekki
sé nóg að veita nýliðum skynsam-
legar réttlætingar á morðum: Það
verður að svæfa meðfædda sið-
ferðiskennd okkar allra á kerfis-
bundinn hátt, annars rís hún gegn
slíkri speki og orðslægð.
Á áttunda áratug 19. aldar var í
Rússlandi hópur hryðjuverka-
manna kenndur við Noznavhalie
og mat æðst þá aðferð sem nefnd
var „tilgangslaust ofbeldi" og leit
á hvert einstakt morð eða hryðju-
verk sem framsóknarathöfn, æf-
ingu. Almennt hryðjuverk er við-
urkennt, hópurinn tekur á sig
óþægindin og allt, sem því fylgir.
Þátttakan og ábyrgðin, óþægindi
og samvizkubit venst og siðferð-
iskenndin slævist og verður þá
glæpurinn aðeins þáttur í námi
hópsins, byggir hann upp til að
taka næsta hryðjuverki með köldu
blóði.
Þessu er meistaralega lýst í
sögu Dostojevskys gegn hryðju-
verkunum „The Possessed" af ein-
um flækinganna eða glæpamann-
anna, sem fullyrðir að hryðju-
verkahóp sameini ekkert annað en
sameiginlegur ótti og spilling.
„Ráðleggðu fjórum í fimm
manna hópi að myrða þann
fimmta", segir hann „undir því
yfirskyni, að hann sé uppljóstrari.
Á einu augabragði verða þeir allir
bundnir í eitt, vegna þessa glæps.
Þeir verða þrælar þínir.“
Þessi starfsaðferð er vafalaust
notuð af mörgum hryðjuverkahóp-
um nútímans, á þeim forsendum,
að hvorki maður né kona getur
orðið virkur ofbeldismaður, meðan
hann varðveitir siðferðiskennd
mannlegs persónuleika.
Því mætti fullyrða, að önnur
dauðasynd ógnarstefnu sé ógnun,
ekki einungis gegn félagslegri
siðmenningu, heldur ekki síður
gegn mannlegu eðli yfirleitt.
Aíneitun stjórnar
Þriðja syndin siglir beint í
kjölfar hinna fyrstu, en það er
afneitun stjórnar, sem venjulegra
starfshátta til varnar samfélag-
inu, gegn árekstrum.
Að skoðun hryðjuverkamanna
er ofbeldi ekki stjórnmálalegt
tæki, sem notað sé að vopni í
versta tilfelli. Það er uppbót eða
viðbót við allt stjórnarathæfi.
Hryðjuverkasveitir Mið-Aust-
urlanda, IRA, Bader-Meinhoff,
Rauðu hersveitirnar í Japan, lt-
alíu og annars staðar hafa aldrei
sýnt nokkra viðleitni til þátttöku í
lýðræðislegum pólitískum aðgerð-
um.
Sú hugmynd að ofbeldi sé
tæknilega séð síðasta örþrifaráð,
sem grípa verður til, þegar öllu
réttlæti er raskað, hefur aldrei átt
hljómgrunn hjá þeim.
Þess vegna hafna þeir algjör-
lega meginkjarna menningarhug-
mynda, sem líkt og margt í okkar
samfélagsháttum, eru byggðar á
17. aldar heimspeki.
Hobbes og Locke afskrifuðu
ofbeldi sem andstöðu stjórnar og
úrelt athæfi fólks á sviði dýrslegr-
ar náttúru.
Þeir litu á menningu og stjórn-
un sem tiiraun eða vopn til að
verjast villimennsku og vernda
siðvæðingu.
Stjórn gerir ofbeldi ekki einung-
is ónauðsynlegt heldur einnig
ónáttúrulegt og ósamboðið sið-
menntuðum einstaklingi.
Stjórn er nauðsynlegur hluti
þess grundvallar, sem menningar-
samfélag verður að byggjast á.
Með andstöðu gegn stjórnvöld-
um hyggst ofbeldisstefnan gera
siðmenninguna óvirka.
Eíling ofríkis
Samt er ógnarstefnan ekki hlut-
laus í stjórnmálabaráttunni.
Hún styður ekki, þegar allt
kemur til alls, stjórnleysisstefnu,
Hermdarverkamenn komu sprengjum fyrir á járnbrautarstöð í Bologna á Ítalíu, þar sem 80 manns biðu
bana.