Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981
41
Áfengisneyzla unglinga
getur leitt þá út á af-
brotabrautina
Hvað veldur því helzt, að ungl-
ingar leiðast út á afbrotastiguna og
hvað er til varnar því?
„Það hafa margir skóla- og félags-
fræðingar verið að kanna ýmislegt í
sambandi við afbrot með alls konar
spurningalistum, en ég held að það
væri réttara að kanna þetta með því
að eiga viðtöl við þá unglinga, sem
eru í afbrotunum og handteknir eru
af lögreglunni, þeim ætti að vera
kunnugt um hverjir það eru í gegn
um skólayfirvöld. Og þá er einmitt
að leita eftir ástæðunum til þess að
menn leiðast út í afbrot og hvernig
væri hægt að sporna við þeim.
Félagsfræðingar ræða alltaf eitt-
hvað við þessi börn, ef um mjög
alvarlegt ástand er að ræða, en það
er mjög erfitt við þessi mál að eiga.
Við verðum greinilega varir við
það þegar lögreglan gerir þessar
svokölluðu „rassíur" sínar í að taka
unglinga undir lögaldri, undir áhrif-
um áfengis úr umferð, að viðbrögð
foreldra eru næstum jafn margs
konar og þeir eru margir og í sumum
tilfella ráða foreldrar hreinlega ekki
við barnið. Þarna þarf einhverja
miðstöð, þar sem börn, unglingar og
foreldrar geta leitað til hlutlauss
aðila til lausnar vanda síns, því
samband barna og foreldra getur
verið þannig, að nær útilokað sé aö
leysa hann á heimilinu.
Það kann að vera að margir
unglingar leiðist út á afbrotabraut-
ina vegna þess að þeir neyta áfengis
og vantar peninga til áfengiskaup-
anna og þá virðist það oft þrautar-
leiðin að brjótast einhversstaðar inn
til að ná sér í peninga, eða einhverja
hluti til að selja fyrir áfengi, eða
hreinlega stela því.“
Tilkynnt um 70 tæki-
færisþjófnaði á mánuði
Hvað með aðra þjófnaði?
„Það eru til ýmis konar þjófnaðir,
til dæmis tækifærisþjófnaðir, sem
við kollum svo vegna þess að tæki-
færið skapar verknaðinn. Um 70
slíkir þjófnaðir eru tilkynntir til
okkar mánaðarlega að jafnaði. Fólk
skilur eftir ótrúlegustu verðmæti á
glámbekk og með þess háttar kæru-
leysi er fólk aö stuðla að afbrotum.
Og þá er rétt að geta þess, að það er
fjarri lagi að tilkynntir séu allir
þjófnaðir. Ég reikna með að aðeins
sé tilkynnt um 30% af öllum tæki-
færisþjófnuðum, bæði vegna þess að
fólki finnst það ekki taka því að
tilkynna smáþjófnaði og vegna þess
að menn búast ekki við því að
hlutirnir finnist. Þeir þjófnaðir, sem
helzt eru tilkynntir, er þegar stolið
er dýrum hlutum, svo sem mynda-
vélum, kíkirum og þess háttar.
Einnig þegar veski með ávísanaheft-
um og verðmætum skjölum er stolið
og eins ef fólk hefur heimilistrygg-
ingu, sem hugsanlega myndi bæta
tjónið.
Ef tekið er tillit til þess, að 70
þjófnaðir séu tilkynntir mánaðar-
lega að jafnaði og það sé aðeins um
30% þjófnaða, þá kemur í ljós í
könnun, sem ég gerði aö meðal
verðmæti í tilkynntum þjófnuðum er
um 30.000 gkr og það eru um 25
milljónir gkr á mánuði, en alls
myndi þetta þá vera á milli 200 og
300 milljónir á ári og ef til vill
meira.
Þarna er um gífurlegt vandamál
að ræða og fólk er ótrúlega kæru-
laust með ýmis verðmæti og leggur
þau frá sér á ólíklegustu stöðum þar
sem þau eru síðan hirt. Það er góð
regla að merkja eigur sínar, einkum
föt, því það er ótrúlegt hvað hverfur
af þeim. Heppilegast er að merkja
þessa hluti með nafnnúmeri sínu, því
það ber maður um aldur og æfi og
enginn annar hefur sama númer og
því má alltaf fletta upp til að finna
eiganda. En þess ber þó að gæta að
þannig má hvorki merkja hús- né
billykla og því síður með nafni eða
númeri húss eða bíls, sé það gert, er
verið að bjóða hættunni heim.“
Nær 15 bifreiðum stolið
mánaðarlega í Reykjavík
Hvað með bifreiðaþjófnaði?
„Þeir eru nokkuð algengir, fyrstu
10 mánuðina 1980 var stolið 130
bifreiðum í Reykjavík, 7 mótorhjól-
um og 3 dráttarvélum. Bifreiðum og
öðrum farartækjum er fyrst og
fremst stolið til að koma sér á milli
bæjarhluta og til ánægju og stolnar
bifreiðar finnast nær undantekn-
ingalaust, en oft stórskemmdar, þó
það sé ekki alltaf, sem betur fer. Mér
er aðeins kunnugt um eina bifreið,
sem aldrei hefur fundizt. Það eru
nær eingöngu eldri árgerðir bifreiða,
sem stolið er og þá þær, sem ekki eru
með stýrislás. Bifreiðum með stýr-
islás er nær aldrei stolið, ef réttilega
er frá þeim gengið.
Það er algengt að bifreiðaþjófar
séu unglingar, sem ekki hafa hlotið
ökuréttindi svo og drukknir menn,
sem eru að reyna að koma sér á milli
staða, en ná ekki í leigubíla eða
önnur farartæki.
Þá er rétt að geta þess að
þjófnaðir af og úr bifreiðum hafa
stóraukizt undanfarin ár. Þá er helzt
stoiið segulbands og útvarpstækjum
og virðist vera ótrúlegur markaður
fyrir þessi tæki. Þá er miklum
verðmætum stoliö úr bifreiðum, fólk
skilur ýmsa dýra hluti eftir í sætum
bifreiðanna og þá er hægur vandi að
Grétar Nordíjörd
ná því þó bifreiðin sé læst, það þarf
ekki nema að brjóta glugga. Það er
vítavert kæruleysi af fólki að gera
þetta, því sjáist hlutirnir, má segja
að þeir liggi hreinlega á glámbekk.
Þá er mikíu stolið af bifreiðum og
varahlutum ýmis konar og dæmi eru
þess að drifskafti hafi verið stolið
undan bíl svo og öllum felgunum.
Þetta stafar mikið af því að erfitt er
að fá ýmsa varahluti og eins vegna
þess að menn skortir fé til kaupa
þeirra. Fyrstu 10 mánuði síðasta árs
var tilkynnt um 119 þjófnaöi af og úr
bifreiðum og tel ég lágmarksverð-
mæti þess vera um 16 milljónir gkr.
Bensínþjófnaðir hafa stóraukizt
og eiga eflaust eftir að aukast enn til
muna, eftir því sem bensínið hækkar
í verði. Það er oft erfitt fyrir
unglinga að halda bifreiðum sínum
gangandi, sérstaklega þá sem eiga
svokölluð tryllitæki, þó það eigi að
sjálfsögðu ekki við alla. Þess vegna
er mjög nauðsynlegt fyrir alla að
hafa læst bensínlok, þó það geti
valdið erfiðleikum þegar frost er,
hlýtur það að vera betra en að koma
að bílnum sínum bensínlausum aö
morgni dags.
Það sem er verst nú er hvað fólk er
með afbrigðum kærulaust, það skil-
ur bifreiðar sínar eftir opnar með
kveikjulyklum í, skilur eftir ýmis
verðmæti í sætum bifreiðanna og þá
er sama þó þær séu læstar, það tekur
ekki langan tíma að brjóta rúðu til
að komast inn í þær. Það er mikið
atriði að skilja bifreiðir eftir á
velupplýstum stæðum, hvet ég fólk
eindregið til þess að láta lögregluna
vita ef það verður vart við óeðlilegar
mannaferðir í námunda við mann-
lausar bifreiðir. Þá mun hún koma á
greglu næst
n afbrotamála“
Tjón. scm unniö er á innhrotsstöÖum, er oít mun meira en þau verdmæti, sem stolið hefur verið. Hér hefur
íhúð njörsamlcna verið lögð í rúst og er erfitt að gera sér grein fyrir tilganginum sem liggur að haki
slíkum verknaði.
vettvang og það er segin saga að
hnuplarar og þjófar eru- fljótir að
koma sér úr þeim hverfum, þar sem
hún er á sveimi í og þannig má koma
í veg fyrir afbrot auk þess sem það
auðveldar lögreglunni að upplýsa
þau, sem ekki er hægt að afstýra."
290 reiðhjólum stolið í
Reykjavík fyrstu 10
mánuði síðasta árs
Er ekki talsvert um reiðhjóla-
þjófnaði?
„Það hefur verið talsvert vanda-
mál hve miklu af reiðhjólum er
stolið hér í borginni. Tilkynnt var
um 290 slíka þjófnaði á fyrstu 10
mánuðum síðasta árs og er þá í
flestum tilfellum um nytjastuldi að
ræða, fjöldi þeirra komast þó aldrei
til réttra eigenda aftur, nokkru
hefur verið stolið til afnota til lengri
tíma. Þá hefur það komið fyrir að
við höfum hreinlega fundið heila
lagera af reiðhjólum, sem unglingar
hafa stolið og rífa síðan niður í
varahluti og selja náunganum.
Sömuleiðis er talsvert um „skelli-
nöðruþjófnaði" og þá er þeim venju-
lega stolið til að koma sér á milli
hæjarhluta, en reiðhjólaþjófnaðirnir
eru verulegt vandamál og líklega er
tilkynnt um marga slíka þjófnaði
vegna þess að þeir eru innfaldir í
heimilistryggingu og tryggingafé-
lögin krefjast þess að það liggi fyrir
lögregluskýrsla um þessa þjófnaði,
til þess að fá þá bætta.
Lögreglan tekur líka í sína vörzlu
reiðhjól, sem liggja á glámbekk og
ekki virðist hirt um. Fólk getur
síðan vitjað þeirra til hennar. Ann-
ars er það ótrúlegt hve mikið af
reiðhjólum safnast upp hjá okkur og
veit ég ekki hvað veldur því að fólk
skuli ekki leita meira til óskila-
munadeildar lögreglunnar, þegar
hjólin hverfa. Þau hjól, sem ekki eru
sótt til okkar eru síðan seld á
almennu uppboði einu sinni á ári.“
53 handtökur vegná
hnupls í búðum á síð-
asta ári
„Hnupl í verzlunum er mun al-
gengara en nokkurn grunar, á síð-
asta ári voru 53 handtökur vegna
þessa hér í Reykjavík. I skýrslum
þar að lútandi er þess oft getið að
viðkomandi hafa þann sama dag
komið við í allt að 10 verzlunum og
látið þar greipar sópa. Við höfum
einnig komizt að unglingaflokkum,
sem gera sér ferð í miðborgina og
helztu verzlunargötur, eingöngu til
að hnupla. Ég tel að það sé mun
meira um hnupl í verzlunum, en
eigendur þeirra vilja viðurkenna eða
vita um. Þetta er ábyggilega mun
meira vandamál en flesta grunar.
Sem dæmi áætla nágrannar okkar.
Norðmenn, að það sé stolið fyrir eina
milljón norskra króna á dag úr
verzlunum landsins.
Þetta er nokkuð árstíðabundið og
mestu er stolið fyrir stórhátíðar,
þegar viðskiptalífið er fjörugt og
mikil ös í verzlunum. Það er algengt
að þarna séu unglingahópar að
verki, en það kemur einnig fyrir að
ellilífeyrisþegar eru gripnir fyrir
smá hnupl úr matvöruverzlunum.
Hnuplið er eiginlega tvenns konar,
annars vegar stelur fólk af illri
nauðsyn, eða það er um að ræða
unglinga, sem gera það annaðhvort
til „skemmtunar” eða til að drýgja
vasapeninga sína. Þá geta þeir selt
viðkomandi hluti og keypt fyrir þá
sælgæti, tóbak eða áfengi. Peninga-
þörf unglinga er orðin svo mikil að
hinn almenni launþegi ræður hrein-
lega ekki við að útvega börnum
sínum vasapeninga. Hnuplið er mjög
mikið vandamál og þá sérstaklega í
bókaverzlunum. Það er mjög auðvelt
að losna við bækur. Ef til vill er
stolið dýrri bók og hún síðan seld
hverjum sem hafa vill allt niður í
10% af kaupverði. Það virðist alltaf
vera til fólk, sem er tilbúið að kaupa
ódýrar bækur, nánast af hverjum
sem er.
Þá má nefna þjófnaði starfsfólks
fyrirtækja, sem ég leyfi mér að
fullyrða að séu verulegir hér á landi.
Starfsfólk stórra fyrirtækja hefur
ótrúlega möguleika á að verða sér
úti um alls konar hluti, bæði vörur
úr verzlunum og verkfæri á verk-
stæðum, hjá verktökum og opinber-
um fyrirtækjum.
Hvað viltu svo segja sérstaklega
að lokum?
„Ég endurtek hvatningu mína til
íbúða- og húsnæðiseigenda hvers
konar að ganga tryggilega frá hús-
næði sínu og ég er fús til að veita
einstökum aðiljum ábendingar um
sérstakar aðgerðir ef þeir óska, nú
sem fyrr.
Eins og vitað er, er nokkuð um að
fólki séu boðnir til kaups ýmsir
hlutir úr þýfi og hvet ég fólk
eindregið til að forðast þannig við-
skipti, en kunngera lögreglu eða
rannsóknarlögreglu ríkisins grun
sinn um hvar þýfi sé að finna.
Samstarf borgara og lögreglu er
yfirleitt með ágætum, en þó verður
það aldrei of gott. Það er nauðsyn að
hinn almenni borgari láti ekki smá-
vægilega óvild út í lögreglu aftra sér
frá að kunngera henni, ef honum er
kunnugt um að afbrot hafi verið
framið, eða sé í framkvæmd. Það er
ekki fyrst og fremst hagur lögregl-
unnar, það er framar öllu í þágu
þess, sem fyrir tjóninu verður. An
samstarfs borgara og lögreglu næst
takmarkaður árangur í lausn af-
brotamála."
HG
Reiðhjólastuldir eru mjög algengir i borginni. en lögreglan er alltaf
hoðin og húin til að aðstoða fólk. Hér hefur lögreglan haft upp á hjóli
Manuelu Wiesler. flautuleikara. eftir að því hafði verið stolið.