Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981
43
bendir því eindregið til þess, að
varla sé raunhæft að taka ákvörð-
un um næstu stórvirkjun á þessu
eða næsta ári, nema unnt verði á
þeim tíma að ákveða stækkun
annað hvort Grundartangaverk-
smiðjunnar eða Álbræðslunnar í
Straumsvík. Satt að segja benda
þær áætlanir, sem fram koma á
mynd 5, til þess að nægileg
raforka geti verið fyrir hendi til
þess að stækka Grundartanga-
verksmiðjuna um einn ofn, jafnvel
þótt ný virkjun komi ekki fyrr en
undir lok þessa áratugs.
Allt ber þetta að sama brunni.
Næg orka á að verða fyrir hendi
a.m.k. næsta áratuginn frá þeim
orkuverum, sem þegar eru fyrir
eða í byggingu, til þess að mæta
almennri raforkueftirspurn í
landinu. Ákvarðanir um nýjar
virkjanir er því varla réttlætan-
legt að taka, fyrr en traustar
áætlanir liggja fyrir um nýjan
orkufrekan iðnað.
Rétt er að skýra frá því, að
unnið hefur verið að því á vegum
Landsvirkjunar að gera áætlanir
um byggingu og rekstur mann-
virkja á Þjórsársvæðinu með til-
liti til mismunandi þróunar
orkufreks iðnaðar. Þær benda
eindregið til þess, að það sé
fjárhagslega hagkvæmt að nýta
það svigrúm til aukinnar sölu á
orku til stóriðju, sem fyrir hendi
verður, þegar lokið er byggingu
Hrauneyjafossvirkjunar. Einnig
virðist hagkvæmt að stefna að því
að ljúka virkjun við Sultartanga
fyrir árslok 1985, ef markaður
verður þá fyrir hendi. í samræmi
við þau lög, sem nýlega voru sett
um raforkuframkvæmdir, mun
Landsvirkjun á næstunni leitast
við að gera samsvarandi áætlanir
um rekstur kerfisins, ef ráðizt
verður í virkjun Blöndu eða
Fljótsdalsvirkjun.
Ég ætla því ekki á þessu stigi
málsins að blanda mér í deilur
manna um það, hvar næsta stór-
virkjun skuli vera, eða hvernig
raða skuli þeim þremur virkjun-
um, sem brátt eru tilbúnar til
verkhönnunar. Ástæðan er fyrst
og fremst sú, að mikið verk er enn
óunnið, áður en unnt sé að gera
traustar áætlanir um rekstur og
hagkvæmni þessara virkjana. Með
því að taka hér til umræðu ýmis
vandamál, sem fjalla þarf um,
áður en traustar ákvarðanir verða
teknar í þessum efnum, vakir sízt
fyrir mér að draga úr mönnum
kjark eða letja þá, sem vilja nýta
orku islenzkra fallvatna til auk-
innar hagsældar í landinu. En
kapp er bezt með forsjá, og ör
uppbygging orkuvers er því aðeins
réttlætanleg, að hægt sé að sýna
fram á, að hver áfangi um sig sé
fjárhagslega hagkvæmur og skili
þjóðarbúinu eðlilegum arði. Þótt
langtíma áætlanir séu góðra
gjalda verðar og gagnlegar til þess
að átta sig á meginstefnu og
tækifærum, geta þær eðli málsins
samkvæmt aldrei sagt okkur mik-
ið um hagkvæmni einstakra fram-
kvæmda. I þessum efnum eins og
öðrum þurfum við að byggja af
kostgæfni og vandvirkni stein
fyrir stein, en undirstaðan er
heilbrigður rekstur þess raforku-
kerfis, sem þegar er fyrir í land-
inu.
SKULDASTAÐA RAFORKUGEIRANS 31.12.1980 LANQTÍMALÁN
SKULDIR
mutlirn Mfkf.
BORNAR AF REKSTRI UTAN VIÐ REKSTUR
LANDSVIRKJUN
1900
1900
1400
1900
1900
I 100
1000
000
000 '
700
000
900
400
900
900
100
— 0 —
HRAUNEYJAFOSS
BYQOOALINUR
REKSTUR RAFORKUQEIRANS 1980
TEKJUR QJÖLD
Mllljóft Nýkr.
VERÐJÖFNUNARQJALD
AORAR TEKJUR
OLIA
RAFORKUSALA
»9770)
SÖLUSKATTUR
ANNAR BEINN REKSTRARKOSTN
FJARUAGNS KOSTN.
HAQNAOUR
REKSTUR RAFORKUQEIRANS 1980
FJÁRNAQNSKOSTNADUR OQ AFSKRIFTIR KRÖFLU OQ BYGGOALÍNA UEOTALIN
TEKJUR GJÖLD
Hllllon Nýkr.
VEROJÖFNUNARQJALD
AORAR TEKJUR
ANNAR BEINN REKSTRARKOSTN.
RAFORKUSALA
(M97TO)
FJARHAGNS KOSTN.
ARÐQJÖF RAFORKUQEIRANS ÁRID 1980
A/tOQJÖF - T-F-A
E
T ’TEKJUR 40S m.kr.
R’BEINN REK STRARK OSTN. 168 ••
A-AF3KAIFTIRIBÓKFMAOAR) M ••
T-K-A-HKIWAK KtKSTKAKTtKJUK Í.S m.kL
t.AFSKKIFUO tIQM 1 KIKSTKI 6000 ••
AKOOJÖF ÁKIO ft*0- 1.4%
ATH:
NÚVIROI ALLRA EIONA RAFORKUQEIRANS SEH
fKU 1 KfKSTKI ÁKID 1110 EK MtTIO Á 7000 M.ti
IVtKOLAQ ÁKAMÓT 10/11) HKAUMtYJAFOSS OQ
KRAFLA EKKI HEOTALIN.
jr
Urval sunnlenskra
hesta á Hellu
Fjórðungsmót Sunnlenskra
hestamanna verður haldið
dagana 2.-5. júlí næstkom-
andi. Fer mótið fram á Félags-
svæði Geysis á Hellu. Á
dagskrá mótsins verður gæð-
ingakeppni. unglingakeppni i
yngri og eldri flokk. kynbóta-
sýning, kappreiðar og tölt-
keppni. Einnig verður sérstök
sýning hrossaræktarbænda,
þar sem sýndir verða hópar
frá nokkrum ræktendum.
Hestar
Dagskráin hefst á fimmtu-
dag kl. 10.00 á dómum á
kynbótahrossum. Kl. 16.00
hefst töltkeppni sem íþróttad-
eildir þátttökufélaga sjá um. Á
sama tíma verða gæðingar vilj-
aprófaðir. Á föstudag kl.
10.00—18.00 verður framhald á
kynbótadómum. Frá kl.
10.00-15.00 verða B flokks
gæðingar dæmdir og 15.00—
19.00 verða A flokks gæðingar
dæmdir. Kl. 18.00 hefjast svo
undanrásir kappreiða og kl.
21.00 hefst svo kvöldvaka. Á
laugardag hefst dagskráin kl.
9.00 með unglingakeppni 10—12
ára og kl. 10.30 keppa unglingar
13-15 ára. K1 13.00 verður
mótið sett. Kl. 13.15 hefst
sýning á kynbótahrossum. Kl.
16.00 verða gæðingar sýndir.
Sýning hrossaræktarbænda
hefst síðan kl. 15.00. Kappreið-
ar hefjast síðan kl. 18.00 með
milliriðlum í 350 og 800 m
stökki, einnig verða fyrri
sprettir í 250 m stökki, 150 og
250 m skeiði og 800 m brokki.
Úrslit í töltkeppni hefst kl.
20.30 Dagskránni þann daginn
lýkur svo með kvöldvöku kl.
21.00. Á sunnudeginum hefst
dagskráin með hópreið, helgi-
stund og ávörpum. Sýning kyn-
bótahrossa hefst kl. 13.00 og
verður þá dómum lýst. Úrslit
gæðinga í B flokki hefst kl.
15.30 og í A flokki kl. 16.00.
Verðlaunaafhending fyrir tölt
og unglingakeppni fer fram kl.
16.30. Úrslit kappreiða hefjast
kl. 17.00. Að því loknu verður
mótinu slitið.
Endurbætur hafa verið gerð-
ar á mótssvæðinu frá síðasta
fjórðungsmóti sem einnig var
haldið á Rangárvöllum. Má þar
helst nefna byggingu veglegs
veitingahúss efst á áhorf-
endasvæðinu. Þar er einnig
snyrting, starfsaðstaða fyrir
dómnefndir og starfsmenn
mótsins. Gerðir hafa verið þrír
nýir hringvellir og er einn
þeirra eingöngu ætlaður sem
upphitunarvöllur fyrir keppnis-
hross. Bíla- og tjaldstæði hafa
verið stækkuð.
Forráðamenn mótsins telja
að þeir geti auðveldlega tekið á
móti 10.000 manns eftir áður
taldar endurbætur.
Stóðhestahús sem tekur 44
hesta er á staðnum. Beitargirð-
ingar eru á staðnum fyrir
keppnishross, en ferðahross
verða höfð vestan Rangár í
landi Ægissíðu.
Samtals eru 123 hross skráð í
kynbótasýningu mótsins. Eru
það 28 stóðhestar og 55 hryssur
og 40 afkvæmi í afkvæmasýn-
ingar. Einnig verða sýndir 3
ræktunarhópar, eru þeir frá
Laugarvatni, Kirkjubæ og Ant-
oni Guðlaugssyni í Vík í Mýr-
dal. Fimm stóðhestar verða
afkvæmasýndir en þeir eru
Kolbakur 730 frá Gufunesi,
Mosi 773 frá Presthúsum,
Hrafnkell 858 frá Ólafsvöllum
allir í eigu Hrossaræktunar-
sambands Suðurlands, Svipur
874 frá Rauðsbakka í eigu sr.
Halldórs Gunnarssonar, Holti
og Kolbakur frá Egilsstöðum í
eigu Guðna Kristinssonar í
Skarði. Þrjár hryssur verða
afkvæmasýndar. Að sögn Þor-
kels Bjarnasonar, hrossarækt-
arráðunauts voru skoðuð 430
hross í forskoðun og kvaðst
hann óánægður með það hversu
mikið sé til af verulega lélegum
hrossum. Einnig sagði hann að
topphrossin mættu gjarnan
vera fleiri, en þó væru öll þau
hross er á mótið koma skínandi
góð hross og kvaðst hann
bjartsýnn á góða sýningu.
V.K.
Frá hestamóti á Hellu. í baksýn sést hluti hins nýja húss
Geysismanna.
Ljósm. Mbl. VK.
Fjórðungsmótið hefst á morgun: