Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.07.1981, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JULI 1981 Smíðalýsing strand- f erðaskipa gagnrýnd - og rætt um misrétti í samgöngum eftir Guðjón F. Teitsson Nú er boðin út á vegum Inn- kaupastofnunar ríkisins smíði strandferðaskipa en vitað er, að tilætlun forstjóra útgerðarinnar er sú, að smíðuð verði 3 skip eftir einni og sömu smíðalýsingu, sem barin hefur verið saman á 3 árum af ýmsum mönnum, sumpart með litla eða enga reynslu í slíku starfi, enda frá upphafi verið ýmsar kollsteypur í málinu. — Er álitið, að hönnunarkostnaður sé að núvirði þegar yfir 1 milljón nýkr. og feli í sér algert kostnaðarmet í sambandi við skipasmíðar á veg- um Islendinga fyrr og síðar, en hér á eftir skal ræða nokkru nánar um smíðalýsinguna. BúnaÖur til lestunar og losunar Stærð venjulegra farmopa á þilfari með vélknúnum hlerum er ákveðin tvisvar sinnum 12,45 m að lengd og 10 m breið (af 12 m miðskipsbreidd). Skyldu menn því ætla að þetta væri stílað upp á þá fyrirætlun að lesta og losa allan farm með krönum, en þá væri að vísu ónógur aðeins einn 35 tonna góður og fullkominn krani, sem gert er ráð fyrir, og yrði væntan- lega að bæta við a.m.k. öðrum krana, sem þyrfti þó varla að hafa meira en svo sem 5 tonna lyfti- getu. En í viðbót við ofangreindan búnað, sem lítið virðist vanta á að tryggt geti yfirleitt fáanlega hag- kvæmni í lestun og losun farms, miðað við margþætt skilyrði í strandsiglingum hér við land, er gert ráð fyrir öðrum gífurlega dýrum. Á hlið eiga að vera 6—7 metra breiðar farmdyr með vélknúnum lokum, og á lokunarhurð á sigl- ingu að notast sem ökupallur á bryggjum í höfnum, en innan við nefndar hliðardyr verði 2 fastar 4ra tonna farmlyftur. Á skut verði 6 m breitt skutop með 16 m langri skutbrú, sem sveigja megi að hluta 40 gráður til stjórnborðs. Hluti skutbrúar loki skutdyrum á siglingu. Aftanvert á milliþilfari verði hleri, sem fella megi niður til að aka lyfturum og minniháttar bíl- um niður í botnlest. Allur hinn áðurgreindi búnaður til lestunar og losunar á aðeins 1200 burðartonna skipum, og við þau hafnar- og veðurskilyrði, sem hér eru fyrir hendi, virðist alger- lega hóflaus í stofnkostnaði miðað við líklega hagnýtingu, og mun auk þess hafa í för með sér aukinn viðgerðakostnað og stundum sigl- ingaúrföll. Má því telja, að hin víðu lestaop á þilfari, sem áður eru nefnd, ásamt nokkru fyllri kranabúnaði en smíðalýsing gerir ráð fyrir, ætti að tryggja einna hagstæðast- an búnað, bæði í fjárfestingu og á annan hátt til lestunar og losunar, enda myndu skipin án farmdyra á hlið og skut geta siglt sem lokuð hlífðarþilfarskip með meiri djúp- ristu og svo sem 50% meiri farmþunga, sem myndi í ýmsum tilvikum reynast til mikils rekstr- arlegs ávinnings. Nokkuð um véla- búnaðinn Umrædd hönnun gerir ráð fyrir litlu bolstærri skipum en Esju og Heklu, sem hvorri hefir farnast vel með eina 1600 hestafla aðalvél, eina skiptiskrúfu, eitt stýri og eina 200 hestafla bógskrúfu (sem ekki er skiptiskrúfa), en hinum fyrirhuguðu skipum er ætlað að hafa 2x1200 hestafla aðalvélar, 2 skiptiskrúfur til framdriftar, 2 stýri og 450 hestafla bóg-skipti- skrúfu. Er hér um að ræða mjög óvenjulega dýran búnað skipa nefndrar stærðar, sem nær ein- göngu eru ætluð til vöruflutninga. Að vísu er hugmyndin að spara hjálparvélar með því að láta aðalvélarnar knýja tvo 400 kw rafala, en ósannað er, að slíkt leiði til nokkurs sparnaðar. Framdriftarskrúfur 3030 m/m í þvermál Af margs konar nýlegum til- raunum til að spara olíu, hefur ein verið sú að hægkeyra framdrift- arskrúfur skipa, en fá hina æski- legur framdriftarorku með því að hafa skrúfurnar óvenjulega stórar og átakamiklar, og virðist farið inn á þessa braut í umræddri smíðalýsingu. Gert er ráð fyrir að snúnings- hraði aðalvélanna verði faststillt- ur á 750 snúninga á mínútu, en gíraður niður I 140 eða 135 snún- inga á mínútu á skrúfum, sem verði hver rúmlega 3 metrar í þvermál. Eins og ástand hefur verið frá 1965, verður að reikna með því, að umrædd skip lendi sum ár í meiri eða minni langaðarhafís við land- ið, auk þess að brjóta stundum lagnaðarís á höfnum svo sem t.d. á ísafirði og Akureyri, og sýnist því hrein fávizka að hafa svo stórar hliðarsettar skrúfur, sem ráð er fyrir gert í umræddri smíðalýs- ingu, enda kemur fleira til en ís, sem umræddum skrúfum ásamt fylgjandi búnaði, gírum og 11 metra skrúfuásum, stafar hætta af, einkum á hinum misjöfnu höfnum. Við þetta er svo því að bæta, að talið'' er, að þegar á s.l. ári hafi verið pantaðar aðalvélar og skrúf- ur fyrir 3 skip samkvæmt um- ræddri smíðalýsingu, þ.e. 6x1200 hestafla vélar og 6 skiptiskrúfur 3030 m/m að þvermáli og þetta gert án nokkurs samþykkis ríkis- stjórarinnar í heild eða Alþingis, vafalaust til þess að síður yrði hægt að stöðva þessi óviturlegu fjárfestingaráform. Sala Heklu misfórst Af sama toga virtist spunnin tilraun til að selja núverandi strandferðaskip, Heklu, og leigja í staðinn erlent skip með erlendri áhöfn, sennilega til tveggja ára, í viðbót við annað erlent leiguskip, sem þegar hefur verið hér í strandferðum í 2 ár með erlenda áhöfn. Má fullyrða, að flestum lands- mönnum hafi blöskrað sú ráðs- mennska sem hér er rætt um, og munu samtök farmanna m.a. hafa tilkynnt samgönguráðuneytinu, að þau myndu ekki þola frekari leiguskiparekstur með erlendum áhöfnum hér við land. Hafði þó þegar verið gengið skjallega frá sölu skipsins af íslands hálfu, samanber frétt í Morgunblaðinu 10. apríl s.l., en hinir erlendu viðsemjendur í Ecuador hættu við kaupin á síð- ustu stundu og komu þannig í veg fyrir að hneykslið næði fram að ganga. íbúðir áhafnar Samkvæmt smíðalýsingu er gert ráð fyrir herbergjum fyrir aðeins 9 skipverja á hinum fyrir- huguðu strandferðaskipum, skip- stjóra, 2 stýrimönnum, 2 vélstjór- um, matsveini og 3 hásetum, en ekki er ljóst að þetta samrýmist íslenzkum lögum og samningum við stéttarfélög, og virðist óvar- legt að láta smíða dýr skip án þess fullkomlega sé frá þessu gengið. Engin frystilest Ekki er gert ráð fyrir neinum frystilestum í hinum fyrirhuguðu strandferðaskipum, og virðist hugmyndin að leysa alla frysti- vöruflutninga með gámum, 8x8x20 eða jafnvel 40 feta, en hvort sem er, þá er um að ræða mjög dýra hluti, sem óvíða á landi eru nokkur tæki til að lyfta með hleðslu til flutnings, og sem í mörgum tilvik- um er hætt við skemmdum. , Sýnist mjög óviturlegt að hafa ekki töluverð fasta-frystirúm í strandferðaskipum, sem sigla eiga kringum land, enda þótt hagstætt kunni að vera að geta stundum tekið frystigáma, sem t.d. eiga að Guðjón Tcitsson „Af sama toga virðist spunnin tilraun til að selja núverandi strandferðaskip, Heklu, og leigja í stað- inn erlent skip með erlendri áhöfn, senni- lega til tveggja ára, í viðbót við annað er- lent leiguskip, sem þegar hefur verið hér í strandferðum í 2 ár með erlendri áhöfn. — Má fullyrða að flest- um landsmönnum hafi blöskrað sú ráðs- mennska ... fara með útflutningsvörum í milli- landaskip. Coaster-skipin munu fyrirmynd að því að hafa ekki frystilestir í hinum fyrirhuguðu strandferða- skipum, en til fróðleiks skal benda á, að um síðustu mánaðamót keypti útgerðarfélag í Færeyjum eitt af Coaster-skipunum (Coaster Conny) til siglinga milli Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, m.a. með frosinn fiskúrgang tii minnkafóðurs, og lætur færeyska Notkun jarðhita til sveppa- ræktar í stórum stíl eftir Bjöm Friðfinnsson Svepparækt Neyzla ræktaðra sveppa, bæði ferskra, þurrkaðra og niðursoð- inna hefur aukizt mikið á síðustu árum. Þannig hefur framleiðsla sveppa í Bandaríkjunum vaxið úr 75 þús. tonnum árið 1967 í 180 þús. tonn 1978 eða um 140%. Á sama tíma hefur meðalverð til ræktenda hækkað um 120%. Hér á landi hefur neyzla niður- soðinna sveppa aukizt að sama skapi og að Varmalandi í Borgar- firði og í jarðhúsunum við Elliða- ár er nú vaxandi framleiðsla á ferskum sveppum fyrir innan- landsmarkað. í Bandaríkjunum hafa nú stór- fyrirtæki í matvælaframleiðslu, svo sem Ralston Purina, Heinz og Castle & Cooke, sett á fót sveppa- ræktarstöðvar, þar sem fram- leiðslan getur orðið allt að 4500 tonn á ári í einstakri stöð. í tengslum við það er síðan súpufr- amleiðsla og önnur vinnsla fram- leiðslunnar. Stærstu svepparækt- arstöðvarnar eru í ríkjunum Utah og Kaliforníu. Fyrirtæki sem heit- ir „Alamosa Mushroom Farm Inc., er nú að undirbúa rekstur nýrrar „Hér á landi hefur neysla niðursoÖinna sveppa aukizt að sama skapi og að Varma- landi í Borgarfirði og í jarðhúsunum við Ell- iðaár er nú vaxandi framleiðsla á ferskum sveppum á innan- landsmarkað.“ svepparæktarstöðvar við bæinn Alamosa í Colorado í Bandaríkj- unum. Byggingarframkvæmdir hófust haustið 1980 og reiknað er með því að framleiðslan hefjist nú í haust. Um er að ræða stöð með 28 þús. fermetra gólffleti og reikn- að er með því, að starfsmenn verði á bilinu 200 til 240. Áætluð framleiðsla er 3 til 4 þús. tonn á ári. Notkun jarðhita Það sem gerir þetta fréttnæmt fyrir okkur íslendinga er, að í Alamosa er ætlunin að nota jarð- hita til ræktunarinnar á sama hátt og nú er gert í smáum stíl hér á landi. Svepparækt er að mörgu leyti hagkvæmur kostur á ylrækt hér á Iandi. Andstætt þeim ylræktar- vershugmyndum, sem mest hefur verið fjallað um, þarfnast sveppa- ráektin ekki birtu og því sparast mikill kostnaður í að losna við framleiðslu „gervisólskins" með dýrri raforku. Hægt er að nota jarðvarmann til þess að halda tilskildum rækt- unarhita 10—16 stig á Celcíus, til gerilsneyðingar á jarðvegi og til að þurrka eða frysta sveppina. Aðstaða, þekking, hrossatað og hálmur Auk aðstöðu til ræktunarinnar þarf þekkingu, hrossatað og hálm. Sveppagróin hafa verið flutt inn en sjálfsagt mætti einnig annast þann þátt hérlendis, ef um stór- ræktun væri að ræða. Erlendis fer hrossaeign minnk- andi og hefur því orðið skortur á hrossastaði í hinum stóru sveppa- ræktunarstöðvum. Sökum þess hafa menn þar nú þróað sérstaka næringarblöndu, sem gerir sama gagn, en framleiðsluna nokkru dýrari. Björn Friðfinnsson Svepparækt til útflutnings í fljótu bragði virðist sem svepparækt í stórum stíl til út- flutnings sé áhugaverð fyrir yl- ræktarbændur og aðra þá sem aðgang hafa að landi og jarðhita í hrossaræktarhéruðum. Sam- keppnisstaða íslendinga á þessu sviði umfram aðra er fólgin í jarðhita og svölu loftslagi, en erlendis þarf víða að kæla sveppa- ræktarsalina, þar sem hitastigið má ekki fara yfir tiltölulega lágt mark. Heildsöluverðmæti ferskra sveppa á Bandaríkjamarkaði er nú líklega um 1 dollari pundið eða 2,20$ pr. kíló. Framleiðsluverðmæli 3000 tonna, sem tækist að selja á Bandaríkjamarkaði, væri þannig 6,6 milljónir doilara CIF eða 48 milljónir króna á núverandi gengi. Verð til iðnaðarframleiðslu er 15—20% lægra, en hugsanlegt væri að setja upp niðursuðu eða frostþurrkunarverksmiðju í tengslum við svepparæktina. Svepparækt og stein- ullarframleiðsla Hér hefur verið stuðst við grein úr bandaríska tímaritinu Geo- Heat Center Quarterly Bulletin, sem gefið er út í Klamath Falls í Oregon1* og sjálfur hefur höfund- ur þessara lína enga þekkingu á svepparækt umfram það sem í greininni stendur. Málið er því vafalaust um of einfaldað og e.t.v. kæmi í ljós við athugun fram- takssamari manna með sérþekk- ingu á sviði verzlunar og ylræktar að hér sé ekki um hagkvæman kost að ræða. En þess vegna er þetta ritað, að hvarflað hefur að ýmsum mönnum við fréttir af steinullarkapphlaupi þeirra Sauðkræklinga og Sunnlendinga, að e.t.v. gætu þeir nýtt náttúru- lindir sínar, fjármagn og mann- afla á mun hagkvæmari hátt við svepparæktun en steinullarfram- leiðslu. 12.6.1981. 1) Geo-IIeat Center Quarterly Kulletin. desember 1980.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.