Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 13

Morgunblaðið - 01.07.1981, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981 45 félagið það verða eitt sitt fyrsta verk, eftir að eignast skipið, að setja í það hæfilega stóra einangr- aða frystilest ásamt tilheyrandi vélabúnaði. Þá skal bent á, að Nor-Cargo í Bergen, stofnað 1979, sameign ekki ómerkari skipafélaga en Det Bergenska Dampskipsselskab og Det Nordenfjeldske Dampskibssel- skab, fékk um síðustu mánaðamót afhent nýsmíðað 4300 burðar- tonna ekjuskip „Cometa" -til sigl- inga milli Noregs og stórhafna í Norðvestur-Evrópu og þetta skip hefur hluta af lestarrými sínu einangraðan og búinn vélum til að halda hitastigi frá mínus 25° C. til plús 12° C., allt eftir þörfum. Sami búnaður er í systurskipinu „Canis“, sem Nor-Cargo eignaðist nýtt í nóvember 1980, og 3 önnur skip þessa félags „Atle Jarl“, „Sigurd Jarl“ og „Sote Jarl“ eru að hluta til með sérstakar frystilest- ar. Það er því ljóst, að reynslan hefur ekki kennt nefndu skipafé- lagi Nor-Cargo, né móðurfélögum að hætta við sérstakar frystilestar og nota í staðinn eingöngu frysti- gáma. Mætti nefna fjölda hlið- stæðra dæma. Bandabil Á núverandi strandferðaskip- um, Heklu og Esju, er bil milli banda 60 cm nema þar sem þéttara er vegna ísstyrkingar, og minnir undirritaðan að þetta væri eins á fyrri megin-strandferða- skipum Skipaútgerðarinnar. En samkvæmt umræddri smíða- lýsingu fyrirhugaðra strandferða- skipa er gert ráð fyrir 80 cm bandabili, sem verður að telja mjög hæpið með tilliti til þeirrar reynslu, að strandferðaskipin verða tíðum fyrir þungum ákom- um við bryggjur og bólvirki, auk þess að lenda stundum í siglingum í ís. Stöðugleiki ekjuskipa Margt hefur verið skrifað um hvolfveltutjón og áhættu af hvolf- veltu ekjuskipa. Hefur verið bent á, að lestarými ofan þess þilfars, sem mæling til hafnargjalda mið- ast við, væri oft mjög mikið í hlutfalli við lestarými neðan sama þilfars, og þar sem á ekjuskipi þætti oft þægilegra að hlaða í efri lest en þá neðri, gæti það freistað til ofhleðslu ofan sjólínu og raskað nauðsynlegum stöðugleika, sér- staklega ef kjölfestutankar væru í knappasta lagi eða fylling þeirra ekki pössuð sem skyldi. Umrædd smíðalýsing gerir ráð fyrir eftirgreindum hlutföllum í stærð lesta í fyrirhuguðum strandferðaskipum: Neðri lest 26.500 ft3 750 m3 Efri lest 93.550 ft3 2.650 m3 Samtals 120.050 ft^ 3.100 m3 Hin fyrirhuguðu skip mættu aldrei hafa fasta sjólínu upp á hurðir farmdyra á hlið eða skut, og yrði rúmlega öll efri lestin ávallt að vera ofan fastrar sjólínu með sitt 3,5 sinnum meira rými en neðri lestin. Auk farms í efri lest ofan sjólínu kemur svo auðvitað sá farmur, sem hafður er á hinu opna þilfari, og þar er oft um mikinn varning að ræða. Ekki skal því haldið fram hér, að ábendingar í þessum kafla hljóti að leiða til ófarnaðar fyrir umrædd skip, ef smíðuð verða, en þau hættuskilyrði, sem mjög hafa verið rædd á alþjóðavettvangi í sambandi við ekjuskip, virðast greinilega fyrir hendi, einkum vegna lestunar og losunar á mörg- um höfnum, í flestum ferðum án fyrirfram heildaryfirsýnar um farm. Farþegarúm Hinum fyrirhuguðu strand- ferðaskipum er ætlað að hafa aðeins tvo 2ja manna svefnklefa fyrir farþega, en samkvæmt reynslu myndu þessir tveir far- þegaklefar löngum verða upptekn- ir af aðeins tveim sölumönnum varnings, og því ekki hægt að taka í þá svo mikið sem einn og einn sjúkling til eða frá fjórðungs- sjúkrahúsum á leiðum skipanna nema með þrasi og vandræðum. Má telja furðulegt, að svona skipasmíðaáform skuli birtast, eftir þann mikla niðurskurð á farþegaflutningasþjónustu, sem þegar er orðinn í hinum víðtækari strandferðum síðan 1966—69, og meðan miklu almannafé er árlega varið til ferjuskipanna, Herjólfs og Akraborgar, hér við suðvestur- horn landsins. Nánar um ferjuskipin Hinn 19. maí s.l. var í Morgun- blaðinu skýrt frá aðalfundi Skalla-Gríms hf. og var fyrirsögn greinar: „Rætt um möguleika á stærri Akraborg. — Hagnaður á rekstri í fyrsta sinn.“ En í frétt þessari var leynt þýðingarmiklum atriðum, eins og eftirgreindar tölur sýna: Flugfar Reykjavík —Egil.sstaðir Far i áa'tlunarhil: Egilsstaðir—Fáskrúðsfjörður Egilsstaðir — Reyðarf jörður Egilsstaðir—Neskaupst. Egilsstaðir—Seyðisf jörður Flugfar Reykjav, —Vestmannaeyjar verður flugfar Rvík—Egilsst. rúmlega helmingi hærra en flug- far Rvík—Vestmannaeyjar. Má því telja óeðlilegt, að ríkið skuli greiða svo stórlega niður farkostnað með Herjólfi, að ekki kr.454.00 kr. 75.00 kr. 35.00 kr. 80.00 kr. 40.00 kr. 226.00 Orlofsdvöl aldraðra að Laugum í Dölum ^ Stykkishólmi. 24. júní. Á VEGIJM Rauða krossdeildanna í Stykkishólmi, Grundarfirði, ólafsvik og Búðardal stendur nú yfir orlofsdvöl aldraðra á Laug- um í Dalasýslu. Yfir 30 eldri borgarar þessara byggðarlaga eru þar nú í góðum fagnaði sem stendur yfir í eina viku. Þá er ákveðið að önnur samskonar vika verði að Laugum í ágústmánuði. Þarna er ákveðið að verði ýmislegt til afþreyingar, kvöldvökur og fleira. Þetta er annað árið sem deild- irnar efna til sumardvalar fyrir eldri borgara og virðist áhugi fyrir þessu fara vaxandi. Þess skal getið að viðkomandi sveitarfélög styrkja þessa starf- semi. Fréttaritari Snæfellsnessýsla heitir hún Stykkishólmi. 2fi. júní. ÞAÐ HEFIR oft viljað brenna við að ha-ði i fjolmiðlum og viðar þá hefir Snæfellsnessýsla verið nefnd Sna'fellssýsla. Um þetta ritaði Leif- ur Jóhannesson sýslunefnd hréf og urðu um þetta atriði miklar umræð- ur og var síðan samþykkt eftirfar- andi tillaga: Sýslunefnd Snæfellsnes ög Hnappadalssýslu samþykkir að fela oddvita sínum að hlutast til um að endurnýjuð verði merki á hreppa- mörkum héraðsins og við Hítará verði einnig sett upp merki með nafni Hnappadalssýslu. Við sveit- armörk Miklaholtshrepps og Stað- arsveitar verði með nafni sveitanna sett merki með nafni Snæfellsnes- sýslu og á sama hátt við hreppa- merki Skógarstrandar og Hörðu- dalshrepps komi nafn Skógar- strandarhrepps ásamt nafni Snæ- fellsnessýslu. Jafnframt komi oddviti sýslu- nefndar á framfæri við stjórnvöld að rétt nafn sýslunnar verði notað í öllum opinberum gögnum þ.e. Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýsla. Fréttaritari. Far með Herjólfi Vestm.eyjar —Þorláksh. kr. 80 Far með áætlunarbil Þorláksh. — Reykjavik kr. 31.00 Far með Akraborg Reykjavik — Akranes Svo sem kunnugt er, þá er flugrekstrinum ætlað að bera sig að meðtöldum fjárfestingarkostn- aði, og eru því flugfargjöldin mismunandi eftir vegalengdum, þótt telja megi fullkomlega rétt- mætt að hafa þar verulegan jöfn- uð. Segjum því, að ofangreindir taxtar flugfargjalda byggist á kostnaðarverði, en samkvæmt því einungis fólk búsett í Vestmanna- 111.00 kr. 45.00 fréttir af miklum flutningum með Akraborg, en þegar litið er á það, að fargjald með skipinu milli Reykjavíkur og Akraness er að- eins einn tíundi eða minna saman- borið við það sem Austfirðingur þarf að borga fyrir far milli höfuðborgarinnar og sinnar heimabyggðar, vaknar sú spurn- ing hvort ekki megi hækka svo fargjöldin með Akraborg, að skip- ið beri sig að meðtöldum fjárfest- ingarkostnaði. Skuld útgcrðar Akraborgar við rikisábyrgðasjóð 31/12 '80 828,3 millj. kr. Skuld útgerðar Akraborgar við ríkisábyrgðasjóð 31/12 '79 521,6 millj. kr. Skuld útgcrðar Akraborgar við ríkisábyrgðasjóð hækkar 1980 um 306,7 millj. kr. Rekstrarstyrkur Akraborgar frá rikissjóði 1980 .............. 69.7 millj. kr. Hækkun skuldar Akraborgar við ríkisábyrgðasjóð og rekstrarstyrkur frá rikinu 1980 ............................ 376,4 millj. kr. Samsvarar rúmlega 1 milljón gamalla króna á dag. Tilsvarandi tölur fyrir ferjuskipið Herjólf voru sem hér greinir: Skuld útgerðar Herjólfs við rikisábyrgðasjóð 31/12 '80 2268,9 millj. kr. Skuld útgerðar Herjólfs við rikisábyrgðasjóð 31/12 '79 1185,6 millj. kr. Skuld útgerðar Herjólfs við ríkisábyrgðasjóð hækkar 1980 um 1083,3 millj.kr. Rekstrarstyrkur Herjólfs frá ríkissjóði 1980 ............... 201.3 millj. kr. Hækkun skuldar Hcrjólfs við rikisábyrgðasjóð og rekstrarstyrkur frá ríkinu 1980 ........................... 1284,6 millj. kr. Samsvarandi rúmlega 3,5 milljónum gamalla króna á dag. eyjum heldur einnig þúsundir inn- Misrétti í samgöngum Reykjavík er svo mikil allsherj- armiðstöð í landinu, að þegar það er rætt hvort fólk sé vel eða illa sett í samgöngum, er mjög miðað við tíðni og öryggi ferða milli Reykjavíkur og hinna ýmsú staða og hvað þessar ferðir kosta. Við sölu farþegaskipa á árunum 1966—69, til meiriháttar strand- ferða, færðist farþegaflutningur- inn, sem þessi skip höfðu haft, að langmestu leyti yfir til flugþjón- ustunnar, og skal í þessu sam- bandi siegið upp örlitlu dæmi um mismunandi aðstöðu fólks í um- ræddum samgöngum. lendra og erlendra lystiferða- manna á ári hverju geti ferðast milli Rvíkur og Vestmannaeyja fyrir það, sem samsvarar aðeins tæplega hálfu flugfargjaldi. En á þennan hátt er að nokkru leyti grafið undan flugþjónustunni, sem rekstarlega berst í bökkum og verður að láta aðra verr setta gjalda þessa. Fyrr á árum þótti sjálfsagt, að flóaskipið, sem sigldi á leiðinni Rey kj a vík—A kranes—Borgarnes (stuttleið út frá aðalsamgöngu- . miðstöð landsins) bæri sig fjár- hagslega, og gerði það, en nú um skeið hefur öldin verið önnur. Árlega eru birtar í fjölmiðlum FISHER VIDEO FISHER VIDEO FISHER FISHER Betacad myndsegulbandstæki Beta kerfið sem margir helstu framleiðendur heimsins á mynd- segulböndum hafa tekið upp, svo sem Fisher, Nec, Sony, Toshiba, Sanyo, Pioneer, Wega o.fl. Fisher Betacord tekur allt upp í 31/á tíma kassettuspólu sem er mjög hagstæðu veröi. Fisher Betacord myndsegulbandstækið er með minni sem þú getur timasett sjálfvirka upptöku á 7 daga fram í tímann. Kaupendur á FISHER myndsegulbandstækjum geta gerst sjálfkrafa meðlimir í: VIDEOKLÚBBNUM, Borgartúni 33, sími 35450 og VIDEOKING, Hafnargötu 48, Keflavik, sími 1113, sem er i stærstu videoklúbbar landsins með yfir 600 mismunandi myndir og þætti. Verð: Staðgr.: Verð á spólum: 60 mín kr. 160- J jttÉfctta 1 1 11.100.- 130 mín kr. 200,- 195 mín kr. 260. BORGARTÚN118 REYKJAVlK SÍMI27099 SJÓNVARPSBÚDIN Útborgun kr. 3000 og eftirstöðvar á 6 • 8 mánuðum. .ú ‘4 ( i m i u .1:1 ‘I Ij'J > 4 1 1 I M T/uij l' y i M 1 / I l .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.