Morgunblaðið - 01.07.1981, Page 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1981
Einar Hannesson:
Leirvogsá í
Kjósarsýslu
Myndin er tekin við útrennsli Leirvogsár í ósi Leirvogsvatns. Á
myndinni sjást stólpar vatnsmiðlunarstiflunnar. (Ljósm. Einar
Hannesson.)
Esjan og nærliggjandi fjöll
leggja ýmsum ám til vatn, auk
Laxeldisstöðvar ríkisins í Kolla-
firði. Þannig nýtur Leirvogsá þess
að eiga mestan hluta aðrennslis-
svæðis síns þar, Bleikdalsá á
Kjalarnesi, Kiðafellsá og vatna-
svæði Laxár í Kjós. Leirvogsá sem
hér er ætlunin að gera að umtals-
efni, er vinsæl laxveiðiá, sem leigð
hefur verið til stangveiði í rúm-
lega 40 ár. Stangveiðifélag
Reykjavíkur, elsta og fjölmenn-
asta félag stangveiðimanna, hefur
haft ána á leigu í tæplega 20 ár.
Laxinn kemst
að Tröllafossi
Leirvogsá fellur í sjó í Leirvogi,
sem er inn af Kollafirði, rétt við
Geldinganes. Áin á hins vegar
upptök sín í Leirvogsvatni, sem er
í 12 km fjarlægð eftir ánni frá sjó.
Laxinn kemst lengst upp ána 8 km
að Tröliafossi. Aðrennslissvæði
árinnar er 85 km' í sjávarósi, en
hjá Tröliafossi er það 44 km2
(Vatnamælingar, Orkustofnun).
Tröllafoss er 14 m á hæð og er í
150 m hæð yfir sjó og neðan hans
rennur áin um sinn í djúpu gljúfri.
Á leið sinni til sjávar bætist ánni
vatn úr tveimur ám, er falla úr
Esjunni norðan árinnar auk
smærri lækja beggja megin árinn-
ar. Ár þessar eru Þverá, er kemur
úr samnefndum dal og úr Svína-
skarði og Grafará sem einnig
kemur úr samnefndum dal. Mikil
flóð koma í Leirvogsá enda fellur
nær allt vatn til hennar úr
fjalllendi.
FólaKsleg starfsemi í 40 ár
Talið er sr lax hafi alltaf verið í
Leirvogsá. Samtök veiðieigenda
við ána voru stofnuð árið 1940 og
eiga 14 jarðir aðild að félaginu,
sem annast útleigu svæðisins og
sinnir fiskrækt, eins og venja er
um veiðifélag. Áin hefur alla tíð
félagsins verið leigð til stangveiði.
Fyrir daga félagsins hafði verið
veitt á svæðinu með netum og á
stöng, auk þess sem laxalagnir
voru við ósa árinnar í sjó, en þessi
veiðiaðstaða öll fluttist á hendur
félagsins og fékk þar sinn arðs-
hlut, eins og önnur veiði á svæð-
inu. Stangveiðifélag Reykjavíkur
hefur haft ána á leigu á hverju
sumri frá árinu 1964 og leigir
veiðina í sumar. Lengst af var
veitt með 2 stöngum samtímis, en
nú eru notaðar 2—3 stengur um
veiðitímann. Meðalveiði í ánni á
ári sl. 10 ár er 446 laxar. Um 20
veiðistaðir eru í Leirvogsá og
dreifast nokkuð jafnt um ána. Áin
fellur sem svarar 17 sm á hverja
100 metra frá Tröllafossi að sjáv-
arósi. Veiðihús er við ána hjá
Helguhyl, 25 fermetra að flatar-
máli, og er miðsvæðis. Flestir
veiðimenn hagnýta sér ekki
gistiaðstöðuna í húsinu enda er
áin í aðeins um 20 km fjarlægð frá
Reykjavík, en þaðan koma lang-
flestir sem veiða í ánni.
Hefðbundin fiskirækt
Fiskirækt hefur töluvert verið
stunduð í Leirvogsá, fyrst og
fremst með sleppingu seiða í ána
og veiðieftirliti. Framan af voru
notuð kviðpokaseiði, sem sleppt
var víðsvegar um svæðið, svo sem
í ána ofan Tröllafoss og í ána
Bugðu sem fellur í Leirvogsvatn.
Síðar komu til sögunnar sumaral-
in seiði og gönguseiði af laxi, en
síðustu ár hefur gönguseiðum ver-
ið sleppt úr sleppitjörn. Um 1950
var vatnsmiðlun tekin í notkun í
ósi úr Leirvogsvatni. Var hún
hagnýtt í mörg ár eða fram yfir
1970, að þessu var hætt. Um skeið
var efsti hluti laxgenga svæðisins
friðaður fyrir allri veiði.
Virkjað var á sínum tíma á
tveimur stöðum í Leirvogsá um
skeið til raforkuframleiðslu til
einkanota. Önnur rafstöðin var í
Varmadal. en hin hjá Skeggja-
stöðum, nokkru fyrir neðan
Tröllafoss. Við rafstíflu í ánni þar
var byggður laxastigi. Þessi
starfsemi hætti og nú rennur áin
óbeisluð til sjávar.
Skemmtileg gönguleið
Margir leggja leið sína til að
skoða Tröllafoss og gljúfrin neðan
við fossinn, því þar er skemmti-
legt að koma. Mönnum þykir
gönguleið frá vegi hjá Hrafnhól-
um eða Skeggjastöðum að fossin-
um hæfileg. Betra er að fara að
norðanverðu upp með ánni því að
með því móti blasir fossinn beint
við göngufólki. Einnig getur dug-
iegt göngufólk lagt upp frá Hrafn-
hólum eða Þverárkoti til lengri
ferðar eða um Svínaskarð niður í
Kjósina, að Möðruvöllum. Af
kunnugum er þessi leið talin vera
um 3 klst. ganga. Einnig má hugsa
sér öfuga göngu, er hæfist hjá
Möðruvöllum og lyki hjá Hrafn-
hólum. Fyrr á tímum var fjölfarin
leið um Svínaskarð, sem er austan
Móskarðshnjúka, milli þeirra og
Skálafells, eins og kunnugt er.
Hér að framan er farið út í aðra
sálma en að fjalla beint um
Leirvogsá, eins og ætlunin var
upphaflega að gera eingöngu.
Vissulega tengist ýmislegt ánnað
náttúrulegs eðlis og á sviði útivist-
ar spjalli um árnar og það sem
þeim fylgir og umhverfi þeirra,
sem árnar hafa myndað um árþús-
undir, eins og fossa og gljúfur, og
eru stöðugt að umskapa landið.
Mengunarmál uíar-
lega á baugi
Síðustu ár hefur mengun og
meint tjón af völdum hennar og
flugvargs valdið mönnum við
vatnasvæði Leirvogsár vaxandi
áhyggjum. Þar á hlut að máli hin
þétta byggð í Mosfellssveit með
sitt afrennsli og mergð svartbaks
á ósasvæði árinnar. Hefur verið
reynt að sporna við þessu ófremd-
arástandi og leggur veiðifélagið
þunga áherslu á að lífríki svæðis-
ins verði verndað gegn mengun-
inni og tjóni af völdum meinfugls-
ins.
Pétur Pálmason,
Norður-Gröf, formaður
Fyrr var greint frá stofnun
veiðifélagsins um Leirvogsá.
Fimm menn hafa gegnt for-
mennsku í félaginu. Fyrsti for-
maður þess var Stefán Þorláksson,
Reykjahlíð, þá Magnús Sveinsson,
Leirvogsstungu, Pétur Pálmason,
Norður-Gröf, Guðmundur Magn-
ússon, Leirvogstungu, Hlynur Þór
Magnússon, Leirvogstungu og Pét-
ur Pálmason, Norður-Gröf, núver-
andi formaður félagsins. Starf-
semi veiðifélagsins hefur gengið
ágætlega og það hefur skilað
drjúgum tekjum fyrir veiðina.
Myndin sýnir Tröllafoss, sem er 14 m á hæð, og næsta umhverfi. Á myndinni sést, að þó nokkur snjór er rétt
við fossinn. Myndin er tekin 20. apríl 1981. (Ljósm. Einar Hannesson.)
VILT ÞU BETRI
Ef þú setur LUMENITION í bíllnn þlnn þá er þaö eins og
betri bíl, aöeins miklu ódýrari, því búnaöurinn
iö eittþúsund krónur^-----------------
Isiswtw*
- LUW£N'T'° garUp'atÍ0Um 'eýS
O an heU* •*£* JJ Þar
1 sér o9,fhsí9oorú..
eÖaft ftur í iágteark'
^ cinevösia veröur garl
SSt**11*-
^ Fngiee _ : <öí>r'»n9*
9 íSSfí-i <**'”•
-: tóörir'9'
jtum °9 benSín-
am óger-
* í,V"
umenition
HABERGhf
3e-Simi 84788
Húnvetningar
hittast á
Hveravöllum
Á SÍÐUSTU árum hefur það
tiðkast að Ilúnvetningar hittust
á Hveravollum, að forgöngu Hún-
vetningafélagsins i Reykjavik.
Koma þá heimamenn suður til
Hveravalla en sunnanmenn fara
norður.
Að þessu sinni er þessi ferð
ráðgerð héðan föstudaginn 17. júlí
nk. Lagt verður af stað frá félags-
heimili Húnvetningafélagsins að
Laufásvegi 25, og ekið í einum
áfanga til Hveravalla. Á laugar-
dag verður efnt til gönguferða í
Þjófadal og gengið verður á Rauð-
koll ef skyggni verður gott, og
einnig verða eldstöðvarnar í
Strýtum skoðaðar. Um kvöldið
skemmta menn sér svo eftir því
sem hver vill.
Á sunnudag verður síðan lagt af
stað heimleiðis með viðkomu í
Hvítárnesi, og komið til Reykja-
víkur á sunnudagskvöld. Undir-
búning ferðarinnar annast þeir
Jón Snæbjörnsson, Aðalsteinn
Helgason og Steingrimur Björns-
son.
(Úr fréttatilkynningu.)